Morgunblaðið - 28.06.1990, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 28.06.1990, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1990 ri I> félk f fréttum SLYSFARIR „René“ braggast eftir bflslys Breski leikarinn Gordon Kaye, sá er leikur René Artois, öld urhúsaeigandann óborganlega í þáttaröðinni „’allo, ’allo“, er allur að braggast eftir skuggalegt um- ferðarslys sem hann lenti í í óveð- ursáhlaupi einu á Bretlandseyjum undir lok vetrar. Hann ók bifreið sinni skammt frá heimili sínu í Surrey, er trjágrein sem rifnað hafði af tré þeyttist inn um bílrúð- una og í andlit hans. Brotnuðu bæði kinnbein, nef og haka auk þess sem höggið var geigvænlegt. „Læknarnir segja að ég sé gangandi kraftaverk, því þeir reiknuðu ekki með því að ég kæm- ist framar fram úr rúminu, en sem betur fer hafa þeir stundum rangt fyrir sér,“ segir Kaye sem hélt nýlega upp á 48 ára afmæli sitt og bauð bæði vinum og samstarfs- mönnum. Upptökur þáttanna hafa legið niðri á meðan John hefur átt við meiðslin, en innan tíðar hefja þeir göngu sína á ný, enda afar vinsælir. John Kaye sem René ásamt Yvette (Vicky Michel) og Edith (Carmen Silvera). Spænsku saltfiskinnflytjendurnir hafa hér eldað og Iagt á borð fyrir nokkrar eiginkvennanna. ELDAMENNSKA Matreiða Katalóníumenn salt- fisk í heimsmetabókina? Fyrir nokkru efndi SÍF til sér- stakrar saltfiskviku í Katal óníu á Spáni og tókst hún vonum framar. Vikan var haldin í Barcel- ona, höfuðstað Katalónínu. Var margt í boði og aðsókn góð, enda er saltfiskur nokkurs konar þjóðar- réttur á þessum slóðum. Að sögn SÍF-manna var tilgangur saltfiskvi- kunnaf að efla vitund almennings í Katalóníu um vöruheiti SÍF, Bac- alao Islandia. Fyrir utan SÍF og spænska salfiskinnflytjendur voru borgarstjórn Barcelona, fylkisstjóm Katalóníu, samtök veitingahúsa, kaupmannasamtök í Barcelona, fé- lög matreiðslumanna, húsmæðra og sælkera virkir þátttakendur í kynn- ingarstarfinu. Dagskráin var þannig skipulögð að einstök atriði hennar var að finna víða um borgina, jafnt í virtustu vetingahúsum í Barcelona og götu- tjöldum. Kjarni hennar var t.d. í stóru tjaldi á tofgi í miðborginni. Þar var eldað samfleytt í 100 klukkustundir og verður sótt um að fá eldamennskuna skráða í Heimsmetabók Guinness. Mat- „reiðslulotuna setii varabæjarstjóri Barcelona, Lluis Armet, sem bæði eldaði og smakkaði meðan á öllu stóð. Odýr hadegismatur alla virka daga frá k . 12-2 Hamborgari dagsins m/frönskum og salati Samloka dagsins m/frönskum og salati Kjötréttur.......... Fiskréttur.......... kr. 540 2. .....kr. 445 .....kr. 630 .....kr. 630 3. 4. Supa fylgir. Elskum alla þjónum öllum s. 689888 Of langt mál er að telja upp allt sem fram fór dagana sjö í Barcel- ona, en eitt af því sem kom íslend- ingunum hvað mest á óvart voru margra daga pallborðsumræður um íslenska saltfiskinn frá félagsleg- um, menningarlegum, sögulegum og trúarlegum sjónarhóli. Kunnir borgarar í Barcelona í félagsvísind- um, sagnfræði, stjórnmálum, fjöl- miðlum og matargerð ræddu þetta fram og aftur fyrir fullum sal áheyr- enda. Þannig er nefnilega mál með vexti, að hjá íbúum kaþólskra landa er fiskur meira en bara fæðan ein. Hann skipar veglegan sess á öllum helstu hátíðum þessara þjóða þegar trúin býður að ekki skuli neyta kjöts. Saltfiskur í Katalóníu er því samnefnari trúarbragða og þar um slóðir þykir enginn saltfiskur slá þeim íslenska við. Aðstoðarborgarstjórinn Lluis Armet í þann mund að hefja 100 klukku- stunda eldamennsku. Það er staðreynd -þauvirka! Tvær milljónir Evrópubúa nota nú Mondial daglega. Virkni M0NDIAL armbandsins felst í pólunum, sem eru hlaðnir 6 millivolta spennu, og talið er að hafi áhrif á plús- og mínusorku líkamans í átt til jafnvægis og eykur þannig veilíðan. Ummæli nokkurra ánægðra notenda Mondial armbandsins: ► „Ég hef ekki sofið eins vel í mörg ár síðan ég eignaðist MONDIAL armbandið." ► „Ég er búin að eiga MONDIAL armbandið íviku og ég hef ekki fengið mígrenikast síðan ég setti það upp.“ ► „Eftiraðég eignaðist MONDIALarmbandið er ég í meira andlegu jafnvægi en ég hef fundið fyrir lengi." í„Ég er svo miklu betri af astmanum, eftir að hafa gengið með MONDIAL arm- bandið í nokkra mánuði, að ég hef getað sleppt meðulunum." ► „Ég tókallt íeinu eftir því, eftir nokkra vikna notkun á MONDIALarmbandinu, að sviðinn í axlarvöðvunum var alveg horfinn." Mondial armbandið fæst í 5 stærðum XS- 13-14cmummál L-19-20 cm ummál S- 14-16 cmummál XL-21-22cmummál M-17-18 cm ummál VERÐIÐ ER HAGSTÆTT Silfur.................kr. 2.590,- Silfur/gull............kr. 2.590,- Gull...................kr. 3.690,- berR^if: Laugavegi 66 ’ 101 Reykjavík símar 623336 og 626265 Póstkröfuþjónusta - Greiðslukortaþjónusta Pantanasímar: (91)62 33 36 og 62 62 65

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.