Morgunblaðið - 28.06.1990, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1990
45
KNATTSPYRNA / HM
Rijkaard í þriggja leilqa bann
Missiraf þremurnæstu leikjum Hollendinga
Frank Rijkaard missir af þremur
næstu leikjum hollenska lands-
liðsins í kjölfar brottrekstarins í
leiknum gegn Vestur-Þjóðveijum.
Rudi Völler fékk hinsvegar aðeins
eins leiks bann og getur því leikið
með liðinu nái það í undanúrslit.
Völler fékk sjálfkrafa eins leiks
bann fyrir brottreksturinn. Hann
mætti á fund aganefndarinnar í von
um að úrskurðinum yrði breytt en
það tókst ekki. „Ég gerði mér ekki
miklar vonir fyrir fundinn og get
sætt mig við dóminn,“ sagði Völler.
Hann sagðist hafa verið hræddur
við þyngri dóm. Franz Becken-
bauer, þjálfari landsliðsins, var
hinsvegar ekki sáttur: „Við höfum
myndband sem sýnir að að Völler
er saklaus. Því miður tekur FIFA
það ekki gilt,“ sagði Beckenbauer.
Rijkaard fékk hinsvegar þyngri
dóm vegna framkomu sinnar sem
skilgreind var sem grófur leikur.
Hann missir því af þremur næstu
landsleikjum Hollendinga.
Sjö leikmenn í bann
Sjö leikmenn verða í banni í fjórð-
ungsúrslitum HM. Lið Kamerún
mætir Englendingum án fjögurra
lykilmanna: Andre Kana-Biyik,
Emil M’Bouh, Akem N’Dip og Jules
Onana. Þá eru Argentínumaðurinn
Pedro Monzon og ítalinn Nicola
Berti f bann, auk Völlers.
Frank Rijkaard.
I VESTUR-Þjóðverjar eru svo
öruggir um að komast í úrslitaleik-
inn 8. júlí að þeir hafa þegar pant-
að hótelpláss fyrir liðið í Róm, en
þar fer úrslitaleikurinn fram. Vest-
ur-Þjóðverjar þurfa að vinna tvo
leiki til þess að geta nýtt sér hótelið
í Róm. Þeir leika við Tékka á
sunnudag og ef þeir vinna þann
leik þá mæta þeir Englandi eða
Kamerún í undanúrslitum 4. júlí.
■ BOBBY Robson, þjálfari Eng-
lendinga er að vonum ánægður
með sigurinn gegn Belgum á
mánudag. „Bæði lið léku vel og
Belgar voru óheppnir þarsem þeir
áttu tvisvar skot í stöng. Sigur
okkar var þó dýrkeyptur. Terry
Butcher og Des Walker meiddust
í leiknum og ég efast um að þeir
verði búnir að ná sér fyrir næsta
leik,“ sagði Robson.
I CARLOS Bilbao, þjálfari arg-
entíska landsliðsins, fylgdist með
leik Júgóslava og Spánverja á
þriðjudag. „Aðalatriðið er að byggja
upp sterkan vegg á miðjunni gegn
Stojkovic og Susic,“ sagði hann
eftir leikinn.
H MEÐAL áhorfenda var einnig
hinn júgóslavneski þjálfari Kosta
Ríka, Bora Milutinovic. Hann var
ánægður með landa sína og sagði
að Argentínumenn ættu erfiðan
leik fýrir höndum. „Maradona þarf
að gæta að sér á laugardaginn því
að hann fær verðugan keppinaut í
ÓLYMPÍUNEFND
Stojkovic", sagði Milutinovic.
■ ROBERTO Donadoni, miðvall-
arleikmaðurinn sterki í liði Itala,
vonast til þess að vera búinn að ná
sér af meiðslum fyrir leik Ítalíu og
írlands á laugardag. Donadoni
meiddist á hné gegn Tékkosló-
vakíu í riðlakeppninni. Annar mið-
vallarleikmaður, Nicola Berti, tók
þá við hlutverki Donadonis sem
leikstjórnanda, en hann verður í
banni gegn írlandi.
■ SJO leikmenn verða í banni
þegar átta liða úrslitin verða leikin
um helgina. Rudi Völler fékk eins
leiks bann vggna rauða spjaldsins
sem hann hlaut í leik Vestur-
Þýskalands og Hollands. Þá eru
sex leikmenn í banni fyrir tvö gul
spjöld. Þaraf eru fjórir leikmenn
Kamerún; Andre Kana-Biyik,
Emile M’Bouh, Akem N’Dip og
GOLF
Öldungamót
á Strandavelli
á laugardag
Opið öldungamót í golti, Hauks
og Hermannsmótið, verður
haldið laugardaginn 30. júní. Mótið
er haldið á vegum Golfklúbbs Hellu
á Srandarvelli og hefst kl. 8.00.
Keppt verðuruí karlaflokki 65 ára
og eldri og í kvennaflokki 55 ára
og eldri. Leiknar verða 18 holur
með forgjöf.
Skráning fer fram í golfskála frá
kl. 13.00 föstudaginn 29. júní í síma
98-78208.
Fundur hjá fræðsluráði
Fræðsluráð Ólympíunefndar ís-
lands heldur opinn fund á
Holiday á morgun, föstudag, kl. 17.
V aldimar Örnólfsson, formaður
fræðsluráðsins, setur fundinn og
Gísli Halldórsson, formaður
Ólympíunefndarinnar, flytur ávarp.
Auk þess flytja Ingólfur Hannes-
son, Þorsteinn Einarsson stutta fyr-
irlestra. Þá íjallar Vilhjálmur Ein-
Mercedes Benz til sölu
Hef tii sölu Mercedes Benz 190E árg. 1987. Skipti
koma til greina. Einnig að taka íbúð upp í kaupverð.
Upplýsingar í s. 92-11580 og hs. 92-13388
Jules Onnna. ítalski miðvallarleik-
maðurinn Nicola Berti ogg arg-
entíski varnarmaðurinn Pedro
Monzon verða líka í banni.
■ BRASILÍSKA landsliðið fékk
ekki mjög góðar viðtökur þegar
heim til Brasilíu var komið eftir
tapið gegn Argentínu í 16 liða
úrslitum. Engin öryggisgæsla var á
flugvellinum í Rio de Janeiro og
hundrað manna hópur af reiðum
knattspyrnuaðdáendum umkringdi
knattspyrnumennina þegar þeir
stigu útúr flugvélinni.
■ ÞEGAR brasilísku leikmennirn-
ir komu inn í flugstöðina blasti við
þeim stór borði sem á var letrað;
„Ef Lazaroni er þjálfari þá er ég
páfinn!“ Lazaroni er kennt um óf-
arirnar á Ítalíu þarsem Brasiliu-
menn eru almennt mjög óánægðir
með leikskipulag liðsins.
metpost
Auðveldasta
leiðin til að
girða
eða
byggja
sólpalla og
skjólveggi
Enginn gröftur
engin steypn
KYNNING: FIMMTUDAG
í HÚSASMIÐJUNNI/SKÚTUVOGI KL. 13-18.
GARÐARKITEKTINN í STANISLAS BOHIC, VERDUR
Á STAÐNUM MILLI KL. 16-18
OG LEIÐBEINIR GARDEIGENDUM.
KYNNING: FOSTUDAG
í BYKO/TIMBURSÖLU KL. 13-18.
GARÐARKITEKTINN STANISLAS BOHIC
• BEBOOHF
SUNDABORG 1
ÚTSÖLUSTAÐIR: Húsosmiðjan/Skútuvogi • BYKO/timbursalo • BYKO/Hafnar-
firði • Jórn og skip/Keflovík • MR-búðin/Lougavegi • SFG/Smiðjuvegi • KEA/Lóns-
bakka • Grimur og Árni/Húsavik • KÁ/Selfossi • Mólningarþjónustan/- Akranesi
arsson um Ólympíuleikana í fortíð,
nútíð og framtíð með hliðsjón af
eigin reynslu 1956 og 1960. Sýnd
verður stutt kvikmynd frá keppni í
þrístökki á leikunum í Melbourne
þar sem Vilhjálmur hlaut silfurverð-
laun.
Allir eru velkomnir og ólympíu-
farar eru sérstaklega hvattir til
þess að mæta.