Morgunblaðið - 22.07.1990, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.07.1990, Qupperneq 6
6 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. .Mjli Utvarps- réttamefiid áminnir Stöð 2 Telur stöðina hafa brotið reglur um að- greiningu dagskrár- efiiis og auglýsinga Útvarpsréttarnefnd hefur úr- skurðað að Islenska sjónvarpsfé- lagið, sem er handhatí útvarps- leyfis Stöðvar 2, halí brotið gegn ákvæðum útvarpslaga um að- greiningu dagskrárefiiis og aug- lýsinga í dagskrá sjónvarpsstöðv- arinnar með sýningu þáttarins „Það er engin tízka“. Þátturinn var sýndur hinn 16. maí síðastliðinn. Segir í úr- skurði útvarpsréttarnefndar að með því að meginefni þáttarins hafi fyrst og fremst verið að kynna fyrir al- menningi vörur sem nánar til- greindir viðskiptaaðilar hefðu á boðstólum og efnið því til þess fall- ið að örva viðskipti þeirra, sé um brot á útvarpslögum að ræða. Að sögn Þórunnar Hafstein, starfsmanns nefndarinnar, er um áminningu að ræða og er brotið lit- íð alvarlegum augum. Ekki séu við- uriög við brotum á útvarpslögumj nema þau séu gróf og ítrekuð. I þeim tilfellum sé útvarpsieyfi aftur- kallað. Þorvarður Elíasson, sjónvarps- stjóri Stöðvar 2, segir að hér sé um að ræða dagskrárefni, sem ekki hafi verið framleitt af stöðinni sjálfri heldur af ísfilm. Forráða- menn Stöðvar 2 hafi skrifað ísfilm bréf í kjöifar áminningar útvarps- réttarnefndar, þar sem óskað hafi verið eftir sjónarmiðum fyrirtækis- ins varðandi efni hennar. Stöð 2 taki ekki afstöðu til málsins fyrr en þau svör liggi fyrir. „Eg viðurkenni að það getur ver- ið álitamál hvernig á að kynna vöru án þess að hægt sé að flokka það sem auglýsingu. Við heyrðum að sumir áhorfendur þessa umrædda þáttar hefðu litið svo á, að þar hefðu verið auglýsingar, en háfi svo verið runnu auglýsingatekjumar annað en til Stöðvar 2,“ segir Þorvarður Elíasson. Geir Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Honda á ís- landi og nýkjörinn sljórnar- formaður Arnarflugs, með eftirlíkingu af Bens fyrir framan sig en hann segir að það sé markmið Honda-fyr- irtækisins i Japan að gæði og orðspor Honda-bíla verði ekki síðra en Bens og fyrir- tækið stefiii jafnt og þétt að því. Morgunblaðið/Þorkell Ég er einn af þeim sem vinna á bak við tjöldin - segir Geir Gunnarsson nýkjörinn stjórnarformaður Arnarflugs „ÉG ER EINN af þeim, sem vinna á bakvið tjöldin," sagði Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Honda á Islandi og nýkjörinn stjórnarformaður Arnarflugs, í samtali við Morgunblaðið. „Honda á Islandi er einn af hluthöfunum í Arnarflugi en fyrir atbeina annarra kem ég inn sem stjórnarformaður með ferskar hugmynd- ir. Hversu ferskar þær verða fer hins vegar eftir því hvernig samningar okkar ganga við bæði lánardrottna og ríkisvaldið," sagði Geir. Geir Gunnarsson sagðist telja að samkeppni væri frumskil- yrði í viðskiptalífinu. „Hún veitir aðhald bæði hjá öðrum og manni sjálfum til að aðlaga stjórn og rekstur fyrirtækja að þeim að- stæðum, sem koma upp hveiju sinni,“ sagði Geir. „Með nýrri stjórn Arnarflugs koma nýir siðir og ef til vill nýjar áherslur. Með breyttum siðum opnast ef til vill nýjar leiðir til að rífa Arnarflug upp úr þeirri lægð, sem það hefur verið barið niður í á undanfömum tveimur árum. Ég lít á stjórnarformennskuna í Arn- arflugi sem spennandi verkefni til að takast á við og þykist sjá ljósa punkta framundan og möguleika á að snúa af þessari tapbraut inn á núllpunktinn alla vega. Mark- miðið er ef til vill ekki að græða á rekstri Arnarflugs, heldur að láta hann standa undir sér, þann- ig að ekki þurfi að moka út ein- hveijum haugi af peningum, sem skila sér hvorki til einstaklinga í landinu, né hluthafa.“ Geir sagði að stjórn Arnarflugs yrði að takast á við þetta verk- efni í mikilli samvinnu við starfs- menn fyrirtækisins, sem hefðu sýnt ótrúlegt langlundargeð og verið einstaklega dyggir. „Ég hef verið að fara ofan í kjölinn á inn- viðum fyrirtækisins og fara yfir stöðuna með starfsfólkinu aðal- lega. Svo koma náttúrlega samn- ingar við lánardrottna og undir- búningur við uppbyggingu Arnar- flugs, það er að segja að fá nýtt hlutafé. Það þarf að koma málum á milli ríkisvaldisins og fyrirtækis- ins á hreint og koma í veg fyrir frekari togstreitu þar á milli, sem ég tel að eigi ekki að vera og hafi verið óþörf,“ sagði Geir. Hann sagði að markaðsmál Arnarflugs yrðu skoðuð en verið væri að móta stefnuna í þeim. „Félagið getur verið með þægi- lega og lipra þjónustu, sem þarf ef til vill að útfæra á nýjan hátt. Einnig þarf að halda utan um fjár- reiðudeiidina með meiri ná- kvæmni. Flutningadeildin er ein af grunneiningunum hvað fjár- magnsflæði inn í fyrirtækið varð- ar en ég lít svo á að vöruflutning- ar gefi einna mest af sér.“ Geir Gunnarsson fæddist árið 1952. Hann hefur starfað ásamt föður sínum, Gunnari Bernhard, við Honda á íslandi frá árinu 1962, þegar fyrirtækið var stofn- að. „Ég byrjaði á að setja saman skellinöðrur og afgreiða varahluti og hef gengið með föður mínum þyrnum stráðan veg viðskiptalífs- ins í innflutningi á vélhjólum til að byija með og frá árinu 1974 í bílabransanunij sem er geypi sveiflukenndur. Ég stundaði nám í viðskiptafræði í Háskóla Íslands og hef starfað sem framkvæmda- stjóri Honda á íslandi frá árinu 1978,“ sagði Geir. Hann sagði að Honda á íslandi hefði ekki haft þá stefnu að vera ört vaxandi fyrirtæki, heldur að síga hægt og bítandi upp á við. „Við viljum ekki þenja fyrirtækið út vegna þess að það veldur gífur- legri kostnaðaraukningu, sem er erfítt að mæta í samdrætti. Hvert bifreiðaumboðið af öðru hefur fallið af stalli og ég tel fjárfesting- ar á röngum tíma vera eina af aðalástæðunum fyrir því. Tíma- setningin á fjárfestingunum hefur verið alveg út úr myndinni miðað við efnahagsstöðuna í þjóðfélag- inu. Mörg af þessum fyrirtækjum hafa einnig farið út í fjárfesting- una án þess að búa sig undir hana, það er að segja eigið fé fyrirtækjanna hefur verið mjög lítið þegar þau hafa rokið af stað. Þetta hefur hins vegar verið vandamál í öllum atvinnugreinum undanfarin ár. Það gengur ekki upp hjá nokkru fyrirtæki að fara út í ijárfestingar án þess að leggja í þær verulegt eigið fé en við höfum horft á slíkt alls staðar í kringum okkur. Það hefur hins vegar verið stefna okkar hjá Honda á íslandi að stíga aldrei svo stórt skref að við ráðum ekki við það,“ sagði Geir. Hann sagði að það væri gaman að hafa samskipti við Japani og fylgjast með því hvernig þeir ynnu. „Ég hef sagt íslendingum, sem hafa verið að fara í samn- ingaviðræður við Japani, að hugsa þar alveg þveröfugt við það, sem við gerum hér heima. Japanir byija á að fara í kringum málin eins og köttur í kringum heitan graut og nálgast ekki málefnið fyrr en eftir einn til tvo klukk- utíma. Japanir eru mjög áreiðanlegir í viðskiptum og hjá þeim gilda munnlegir samningar eins og skriflegir, eins og var hér áður fyrr. Eg gleymi aldrei orðum afa míns, Guðjóns Bernharðssonar gullsmiðs, sem sagði að ef maður semdi við mann um eitthvert málefni yrði að standa við samn- inginn fram í rauðan dauðann og ég hef haft það að leiðarljósi," sagði Geir Gunnarsson. Nefiid á vegum menntamálaráðherra: Námslánakerfinu verði ekki breytt Aætla að svipað ríkisframlag til LIN þurfi næstu árin NEFND, sem menntamálaráðherra skipaði í október síðastliðnum til að fjalla um framtíðarverkeftii Lánasjóðs íslenzkra námsmanna, hefur skilað áliti. Þar kemur fram að hún telji rétt að núverandi námslánakerfi haldi áfram í lítt breyttri mynd. Kerfið eigi að geta staðizt til frambúðar með svipuðum ríkisframlögum og verið hafi að raunvirði, miðað við að námsmönnum fjölgi ekki meira en um 2,5% að meðaltali á næstu árum. Skýrslan var lögð fyrir ríkisstjórn- ina á þriðjudag, og verður hún höfð til hliðsjónar við afgreiðslu Qár- laga fyrir næsta ár. Inefnd menntamálaráðherra, sem Björn Rúnar Guðmundsson hag- fræðingur stýrði, sátu fulltrúar námsmannahreyfinganna og stjórn- málaflokkanna, að Sjálfstæðisflokki og Kvennalista undanskildum, sem ekki tilnefndu fólk í nefndina. Nefndinni voru falin þau verkefni að „meta fjárþörf Lánasjóðsins til frambúðar með hliðsjón af líklegum fjölda námsmanna miðað við líklega getu þjóðarbúsins til að standa und- ir námslánakerfinu," og að „gera tillögur um ljármál sjóðsins á næsta ári með hliðsjón af fjárlagafrum- varpi fyrir árið 1990 og breytingum á skuldum sjóðsins meðan nýjar lánareglur eru í undirbúningi," en um þann þátt skilaði nefndin bráða- birgðaáliti í desember á síðasta ári. Búizt við 2,5% fjölgun lánþega árlega í niðurstöðum nefndarinnar kem- ur meða! annars fram að ekki sé útlit fyrir að lánþegum hjá LÍN fari fækkandi á næstu áratugum. Hins vegar sé líklegt að Ijölgunin verði töluvert minni að meðaltali en verið hafi á síðustu árum, og að hún geti orðið um 2,5% á ári fram til ársins 2010. Á árabilinu 1968-1989 var fjölgunin 9% á ári að meðaltali. í skýrslunni segir að fjölgun náms- manna hafi verið talsvert meiri en gert var ráð fyrir þegar núgildandi lög um LÍN voru samin. Þegar lögin hafi verið samþykkt hafi verið gert ráð fyrir að lánþegar yrðu um 4.500 árið 1989, en þeir hafi í reynd verið 6.400. Orsakir mikillar fjölgunar í skólum undanfarna tvo áratugi eru taldar eiga sér nokkrar ástæður. í fyrsta lagi hafi menntun orðið mikil- vægari í tækni- og upplýsingaþjóðfé- laginu, meiri menntunarkröfur séu gerðar, fleiri sæki sér menntun og sitji lengur á skólabekk en áður. I öðru lagi hafí sú breyting á fram- haldsskólastiginu, sem átti sér stað er fjöibrautaskólar komu til sögunn- .ar, valdið því að fleiri útskrifast ineð stúdentspróf. í þriðja lagi hafí konur sótt mjög í menntun og fari nú í framhaldsnám í meiri mæli en karl- ar. Loks hafi útvíkkun á námslána- kerfínu valdið fjölgun lánþega. í skýrslunni segir að erfitt sé að spá fyrir um fjölgun þeirra, sem sækja muni um aðstoð frá Lána- sjóðnum á næstu árum, en komizt er að þeirri niðurstöðu, með ýmsum fyrirvörum, að meðalfjölgunin á ári fram til ársins 2010 verði um 2,5%. Miðað við að sú spá standist, verða lánþegar 10.000 árið 2010 miðað við um 6.400 nú. Nokkur hópur á „námsstyrk" í kafla um endurgreiðslur náms- lána kemur fram að flestir lánþegar greiði lán sín upp að fullu á styttri tíma en þeim 40 árum, sem endur- greiðslurnar geta tekið í mesta lagi. Könnun á þeim lánþegum, sem hófu endurgreiðslur í Lánasjóðinn á árinu 1989, sýnir að meðallánþegi greiðir lán sitt til baka á 23 árum. Einhver hópur nær þó ekki að greiða lán sín til baka á 40 árum, ýmist vegna þess að lánið var hátt eða tekjur viðkomandi lágar. Árlegar endur- greiðslur eru 3,75% af útsvarsstofni fyrra árs. Nefndin telur að þétta sé ekki stór hópur, en líklega megi reikna með að um 10-15% af heildar- skuld hvers árgangs komist ekki til skiia. Þessi hópur sé í raun á „náms- styrk“, og það geti ekki talizt eðli- legt að menn geti í raun ráðið sjálf- ir hversu háan styrk þeir fá. Þar sem upphæð lánsins skipti engu máli fyrir greiðslubyrðina, sé lítill hvati til að taka lítið að láni. Verður ekki án ríkisframlags Nefndin kemst að þeirri niður- stöðu, að miðað við að forsendur um fjölgun lánþega standist, og að lán til hvers og eins lækki ekki, sé ekki fyrirsjáanlegt að Lánasjóðurinn geti verið án framlags frá ríkinu næstu tuttugu ár, en á síðasta ári var ríkis- framlagið 1,8 milljarðar. Nefndin telur fjárhagsstöðu LÍN nokkurt áhyggjuefni. Samkvæmt efnahags- reikningi voru eignir sjóðsins um síðustu áramót 17,4 milljarðar króna, en skuldir um 5,9 milljarðar. Eigið fé sjóðsins er samkvæmt því um 11,5 milljarðar. í skýrslunni seg- ir að þessar tölur gefi ekki alls kost- ar rétta mynd af fjárhagsstöðu LÍN. Taka verði tillit til affalla, sem verði vegna þess að námslán greiðast ekki að fullu til baka, en þessi afföll séu líklega 10-15% af veittum lánum. Þá séu skuldir sjóðsins með vöxtum, auk verð- og gengistryggingar, en eignirnar aðeins verðtryggðar. Raunveruleg eiginíjárstaða sjóðsins sé því verri en reikningarnir gefi til kynna. Til viðbótar vaxtagjöldum falli svo á sjóðinn um 60 milljóna króna rekstrarkostnaður árlega, þannig að eigið fé hans rýrni, komi ekki til bein framlög frá ríkinu. Að mati nefndarinnar standa stjórnvöld frammi fyrir tveimur kostum, að því gefnu að ekki eigi að breyta grundvallarfyrirkomulagi námslána. Sá fyrri er að láta sjóðinn taka meiri lán, og spara þannig bein framlög til skamms tíma, en það álíta nefndarmenn að færi aðeins fjármögnunarvandann til í tíma, þannig að ríkið þurfi síðar að hlaupa undir bagga með beinum framlög- um. Seinni kosturinn er sá að auka beinu framlögin, en að áliti nefndar- innar má búast við að þau fari þá smám saman lækkandi, er endur- greiðslur fara að skila meiru í sjóð- inn. Ríkisframlagið hækki um 2% árlega Nefndin telur að miðað við óbreytt lánsfjárhlutfall, eða um 40%, megi gera ráð fyrir að beint framlag ríkis- ins til LÍN hækki um tæp 2% á ári frá því sem það er nú, næstu árin. Því megi segja að ekki sé ástæða til að gera róttækar breytingar á námslánafyrirkomulaginu, standist forsendur um ijölgun og samsetn- ingu lánþega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.