Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 8
8 Ý Fl A 4"1 er sunnudagur 22. júlí, 6. sd. eftir Trínitatis. A UAuSkálholtshátíð. 203. dagurársins 1990. Árdegis- flóð kl. 6.25 og síðdegisflóð kl. 18.45. Sólarupprás í Rvík kl. 4.01 og sólarlag kl. 23.05. Sólin er í hádegisstað kl. 13.34 ogtunglið í suðri kl. 14.00. (Almanak Háskóla íslands.) Þú horfír aðeins á með augunum, sér hversu óguðlegum er endurgoldið. (Sálm. 91,8.) HJÓNABAND. Fyrir nokkru voru gefin saman í hjóna- band í Kópavogskirkju Kristín Baldursdóttir, Mánabraut 10, Kópavogi, og Richard L. Elsliger, frá Toronto í Kanada. Þar verður heimili þeirra fyrst um sinn: 100 Preston St. Tor- onto, Ontario, Canada. O p' ára afínæli. í dag, 22. O 0 júlí, er 85 ára Harald- ur Ó. Briem, Grettisgötu 53b, Rvík. Hann er fyrrum starfsmaður Pósts og síma, starfaði þar í um 30 ár. Hann er frá Eyjum í Breiðdal og ólst þar upp. Foreldrar hans bjuggu þar um árabil. Kona hans var Margrét Sigurðar- dóttir frá Miklaholtshelli í Hraungerðishreppi. Þau flutt- ust til Rvík 1946 frá Eyrar- bakka. Hún lést árið 1988. Einkasonur þeirra, Valdimar, er sálfræðingur og starfar við háskólann í Lundi. í dag er Haraldur staddur á Eskifirði, í Bleiksárhlíð 59. Q pf ára afmæli. Á morgun, ÖO mánudag 23. júlí, er 85 ára Kári Tryggvason, kennari og rithöfúndur, Sunnuhlið i Kópavogi, Kópavogsbraut la. Kona hans er Margrét Björnsdóttir. Er hún ættuð úr Vopnafirði. Þau bjuggu um árabil í Víði- keri í Bárðardal. Þar var hann kennari. Eins var hann kenn- ari er þau bjuggu í Hvera- gerði. Eftir Kára liggur all- margt ljóða- og barnabóka. Þau hjón ætla að taka á móti gestum í sal Sunnuhlíðar- heimilisins eftir kl. 20.30 á morgun, afmælisdaginn. LÁRÉTT: — 1 spé, 5 koma í veg fyrir, 8 kindurnar, 9 ljúka við, 11 hamingja, 14 ótta, 15 skrifað, 16 borðar allt, 17 for, 19 skylda, 21 klína, 22 auðsær, 25 væn, 26 forfeður, 27 guðs. LÓÐRÉTT: — 2 skaut, 3 hreinn, 4 ófúsa, 5 hreyfír, 6 ránfugl, 7 missir, 9 ærið, 10 trúarbrögð, 12 öðlast fródleik, 13 fjalls, 18 fugl, 20 tvíhljóði, 21 eldivið, 23 aðgæta, 24 skammstöfun. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 hlass, 5 kátar, 8 eldur, 9 kalli, 11 nagan, 14 tin, 15 úlfur, 16 urrar, 17 agg, 19 reif, 21 enda, 22 nátengd^ 25 ríg, 26 efa, 27 iði. LÓÐRÉTT: — 2 lóa, 3 sel, 4 slitra, 5 kunnug, 6 ára, 7 aka, 9 klöðrar, 10 lyfting, 12 gerandi, 13 nartaði, 18 gref, 20 fa. 21 ég. 23 té. 24 Na. MORGUNBLAÐIÐ PAGBQK ^y.NNjjDAGUR 22. JÚLÍ Á björtum degi norður við Goðafoss. Morgunblaðið/Einar Falur FRÉTTIR/MANNAMÓT Á MORGUN, 23. júlí, er vígsludagur Landakots- kirkju, Kristskirkju í Reykjavík. Hún var vígð árið 1929. Homsteinn kirkjunnar, sem allt fram til þess tíma að Hallgrímskirkja var tekin í notkun, var stærsta guðshús á landinu. Teikningar að Landakotskirkju gerði Guðjón Samúelsson, húsameistari, en um smíð hennar hafði yfirum- sjón Jens Eyjólfsson, bygg- ingameistari, sem átti heima inni á Grettisgötu. Hornsteinn kirkjunnar var lagður í apríl- mánuði 1927. Það gerði Meul- enberg, biskup kirkjunnar. Hann var þýskur, en kom hingað til lands á vegum kaþ- ólskrar reglur sem hét Mont- fort-reglan og starfaði í Dan- mörku. Á næstunni er vænt- anleg útgáfa Minningarrits um Meulenberg biskup. Kemur það út á vegum kaþ- ólsku kirkjunnar. NESKIRKJA. Nk. þriðju- dagsmorgun er opið hús fyrir mæður og börn þeirra kl. 10-12, mömmumorgunn. FÉL. eldri borgara. í dag er opið hús í Goðheimum við Sigtún kl. 14. Fijáls spila- mennska og tafl. Dansað verður kl. 20. Næstkomandi miðvikudag er fyrirhuguð dagsferð til Akraness um Hvalfjörð. Skráning og nánari uppl. á skrifstofu félagsins. Á fimmtudaginn kemur verður til viðtals á skrifstofu félags- ins Margrét Thoroddsen frá Ríkistryggingunum. LANDMÆLINGAR ís- lands. Staða forstjóra stofn- unarinnar auglýsir umhverf- isráðuneytið lausa til umsókn- ar í nýju Lögbirtingablaði. Segir að skipað verði í hana til 5 ára í senn. Umsóknar- frestur er settur til 17. ágúst. Skipað muni verða í stöðuna frá og með 15. september. AFLAGRANDI 40, Þjón- ustumiðstöð aldraðra. Mánudaginn verður opið hús frá kl. 13-16.30. Frjáls spila- mennska. Kaffíveitingar verða og vinnustofan verður opin vegna almennrar handa- vinnu. PRESTAKÖLL: Í nýjum Lögbirtingi er tilk. frá biskupi íslands þess efnis, að nú séu laus til umsóknar fjögur prestaköll á landinu. Um- sóknarfrest um þau setur biskup til 7. ágúst næstkom: andi. Prestaköllin eru: í ReYkj^avíkurprófastsdaemi Bústaðaprestakall. í ísafjarð- arprófastsdæmi Kirkjubóls-, Holts- og Flateyjarsóknir. í Húnavatnsprófastsdæmi Skagastrandarprestakall. í Barðastrandarprófastsdæmi Tálknafjarðarprestakall (Stóra-Laugardals-, Haga- og Bijánslækjarsóknir). VIÐEYJARFERÐ. í dag verður farin gönguferð um Viðey, austureyjuna, þar sem byggðin var öll forðum. Lagt verður af stað frá Viðeyjar- stofu kl. 14.30. Bátsferðin út í eyjuna er úr Sundahöfn kl. 14. Leiðsögumaður fer fyrir göngunni. VESTURGATA 7. Þjónustu- miðstöð 67 ára og eldri. Næstkomandi föstudag, 27. þ.m., verður garðskemmtun en garðurinn þar er nú í full- um sumarskrúða. Garð- skemmtunin hefst á því að Guðrún Beinsteinsdóttir leikur sumarlög á píanóið. Síðan byijar hljómsveit og leikur danslög en hugmyndin er að dansað verði úti og inni. í kaffitímanum verður heitt súkkulaði með ijóma og með- læti. Þá verður farið út í garð- inn. Þar ætlar Guðrún að stjórna almennum fjöldasöng nærstaddra. Nokkrir nem- endur danskennarans Sig- valda ætla að sýna hvemig dansa á lance. FÉL. heyrnarlausra. Dregið hefur verið í vorhappdrætti félagsins, en dregið var um 19 vinninga og komu þeir á þessi númer: 19951, 10456, 22988, 18162, 6109, 8752, 4718, 14735, 18364, 17925, 15853, 18880, 22347, 21671, 24515, 11969, 1426, 22898 og 1416. Vinninga má vitja á skrifstofu Félags heyrnar- lausra, Klapparstíg 28. FRÆÐSLUSKRIFSTOFA Reykjavikur. Fræðslustjóri Reykjavíkurunrdæmis aug- lýsir lausa stöðu forstöðu- manns rekstrardeildar um- dæmisins, í nýju Lögbirtinga- blaði. Umsóknarfresturinn rennur út í þessari viku, 27., en starfið verður laust 15. ágúst nk. PÓSTUR OG SÍMI. í Lög- birtingi auglýsir samgöngu- ráðuneytið lausa stöðu hjá Pósti og síma í Reykjavík. Er það staða útibússtjóra á Póstsstofunni R-8 en hún er í póst- og símastöðinni í Ár- múla 25. Umsóknarfrestur er settur til 27. þ.m. FRÆÐSLUDEILD kirkj- unnar. Biskup íslands, Ólafur Skúlason, augl. í Lögbirtingi stöðu fræðslufulltrúa með búsetu á Norðurlandi. Hann á að starfa við kirkjulega fræðslu meðal ákveðinna hópa, með námskeiðahaldi, heimsóknum og gerð náms- efnis. Háskólamenntun og reynsla af kirkjulegu starfi er tilskilin. Umsóknarfrestur er til 7. ágúst. BRÚÐUBÍLLINN verður á morgun í Malarási kl. 10 og í Stakkahlíð kl. 14. Að undanfömu hefur mátt lesa eftirfarandi í aug- lýsingu í dagblöðunum: „Þú getur stólað á sparisjóð- ina.“ (Leturbr. hér). Þegar ég var í skóla, var nemend- um bent á, að so. að stóla á e-ð væri dönskusletta og með öllu óþörf í máli okkar. Því var strikað yfir hana í ritgerðum, og annað íslenzkulegra orð sett í stað- inn. Og þar er vissulega af ýmsu að taka. Hér ætti fremur að segja og rita að treysta á e-ð eða reiða sig á e-ð, sbr. lo. traustur og áreiðanlegur. Ekki hef ég oft séð menn nota so. að stóla á prenti, en vissulega er hún til í lítt vönduðu mæltu máli og var nokkuð algeng fyrr á árum og heyr- SKIPIN_________________ RE YK JAVÍKURHÖFN: í fyrradag kom Stapafell af ströndinni og fór aftur sam- dægurs í ferð. Þá fór Stuðla- berg á ströndina. í gær kom togarinn Engey inn af veið- um til löndunar. í dag er tog- arinn Ásgeir væntanlegur af veiðum og Hvítanes er vænt- anlegt af ströndinni. Þýska eftirlitsskipið Fridtjof kom í gær. Þá kom gasflutninga- skipið Anne Lise Kosan. ist vissulega enn í talmáli. Hins vegar er þarflaust fyr- ir virðulegar stofnanir að ýta undir notkun hennar, enda held ég, að sparisjóð- irnir nái ekki síður athygli manna með orðalagi eins og þessu: Þú getur reitt þig á sparisjóðina eða þú getur treyst sparisjóðunum. Ég vænti þess að menn fínni hér nokkurn mun á, og þá fremur til. bóta en hitt. I OH eru vissulega allmörg dæmi um so. að stóla á e-ð og hið elzta um 200 ára gamalt. Jafnvel eru dæmi um að stóla upp á e-ð. Þrátt fyrir það rekur engin nauð- ur til að halda lífi í henni, þegar rammíslenzk orð eru í boði. - JAJ Þetta er hádegisverðarborð í sumarbúðunum í Ölveri undir Haftiarfalli. Verið er að láta pylsur á diska telpn- anna. Eftirvæntingin leynir sér ekki. Enn eru pylsur meðal þess vinsælasta hjá krökkum á þessum aldri. Samkeppnin við pizzur, hamborgara og hvað það nú allt heitir er þó orðin mikil og vaxandi. ORÐABÓKIN Þarf að stóla ú eitthvað?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.