Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 20
JO MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGlÍR 22. JÚLÍ 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn'Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Tilefnislaus árás Dagblaðið Vísir vegur með ómaklegum hætti að Þor- steini Pálssyni, formanni Sjálf- stæðisflokksins, í forystugrein í fyrradag. Þar er hann sakaður um forystuleysi og ein röksemdin fyrir þeirri ásökun sú, að ágrein- ingur sé uppi milli Sjálfstæðis- manna í bæjarstjórnum Vest- mannaeyja og Isafjarðar! Sú gagnrýni er auðvitað barnaleg. I öllum stjórnmálaflokkum koma upp ágreiningsmál, hvort sem er á vettvangi flokksfélaga eða meðal trúnaðarmanna í sveitar- stjórnum og á Alþingi. Fráleitt er að ætlast til þess, að formaður stjórnmálaflokks leysi öll slík mál, sem upp koma, enda eru fjölmörg dæmi um slíkar deilur innan Sjálfstæðisflokksins sem annarra stjómmálaflokka á und- anfornum áratugum. í meirihluta Sjálfstæðismanna í Vestmanna- eyjum og á ísafirði sitja fullorðn- ir menn og þeir eiga að leysa sín vandamál sjálfir. Þorsteinn Pálsson var korn- ungur kjörinn formaður Sjálf- stæðisflokksins á Iandsfundi haustið 1983 eftir erfitt tímabil í sögu flokksins. Forveri hans, Geir Hallgrímsson, hafði þá gegnt formennsku í Sjálfstæðis- flokknum í áratug og m.a. staðið frammi fyrir alvarlegasta klofn- ingi í sögu flokksins fram að þeim tíma, þegar Gunnar Thor- oddsen myndaði ríkisstjóm sína í ársbyijun 1980 í andstöðu við meirihluta Sjálfstæðismanna. Þegar Geir Hallgrímsson tók ákvörðun um að láta af for- mennsku haustið 1983 hafði hann sameinað Sjálfstæðisflokk- inn á ný, leitt flokkinn í gegnum þingkosningar vorið 1983 með árangursríkum hætti og tryggt aðild flokksins að ríkisstjórn þeirri, sem mynduð var þá um vorið og Geir Hallgrímsson átti manna mestan þátt í að var mynduð. Engum duldist, að ógróin sár voru enn í Sjálfstæðisflokknum fyrstu árin eftir að Þorsteinn Pálsson tók við formennsku hans, enda höfðu átökin í Sjálf- stæðisflokknum verið mjög hörð um nokkurt skeið. Klofningur Sjálfstæðisflokksins fyrir þing- kosningarnar 1987 og niðurstaða kosninganna þá urðu mikið áfall fyrir Sjálfstæðismenn. En Þor- steinn Pálsson bognaði ekki, hann stóð af sér þessi áföll og fyrir nokkra tókust heilar sættir á milli hans, Sjálfstæðisflokksins og Alberts Guðmundssonar, sem hafði forystu um stofnun Borg- araflokksins veturinn 1987. Al- ÞAÐ HEFUR VERIÐ rifjað upp í Morgun- blaðinu að fyrsti flokkur kristilegra demókrata hafi verið stofnaður á Ítalíu 1919, en hann var ekki formlega tengdur kaþólsku kirkjunni né páfadómi og var eink- um ætlað að sætta kirkjuna við lýðræði sem kirkjuhöfingjar töldu í ætt við sósíalisma og guðleysi. Þessi fyrsti kristilegi demókrataflokkur boðaði félagslegar umbætur og átti sterk ítök í verkalýðshreyfingunni einsog Sjálfstæðisflokkurinn síðar og kristilegir flokkar annarsstaðar í Evrópu. Jón Þorláksson lagði áhezlu á verkalýðsforystu sjálf- stæðismanna og hefur þessi hug- sjón ávallt verið ein af undirstöðum flokksins og átt hvað mestan þátt í því hann hefur dafnað og eflzt og orðið stærsti flokkur þjóðarinn- ar, þótt forystumenn flokksins rækti hana ekki sem skyldi. Sjálf- stæðisflokkurinn er semsagt ekki samsafn fortíðarlauss fólks. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið þátt í ríkisafskiptum af atvinnulíf- inu á langri sögu sinni og það hafa kristilegir demókratar einnig gert en eru nú horfnir frá þeirri stefnu, einsog Sjálfstæðisflokkurinn, og hafna ríkisafskiptum að mestu. En jafnframt hafa afskipti af laun- þegasamtökum einnig minnkað, þótt áhuginn sé enn fyrir hendi. Samt hafa þessir borgaralegu flokkar ekki týnt sál sinni og eiga víða rætur þarsem vinstri menn telja sig einkum eiga spöl í land. Það eru þannig ekki boðendur samþjöppunar í al- menningshlutafélög- um sem beina fylginu til Sjálfstæðisflokks- ins, heldur hefur það streymt til hans þrátt fyrir þá. Um þetta hefur verið rætt í Reykjavíkurbréfum og athygli vakið, en ég minni einungis á þau ummæli að hugmyndir at- hafnaskáldanna hafi ekki sízt verið ortar inní veruleika fjölmennis- hlutafélaga, þótt fámennisfélög geti að sjálfsögðu einnig átt fyllilega rétt á sér; þó ekki sem almennings- hlutafélög, þarsem reisa þarf skorð; ur við ágengni einstakra aðila. I Reykjavikurbréfi var komizt svo að orði — og mætti vel hugsa sér þar væri lýst grundvallarstefnu Sjálf- stæðisflokksins og annarra borg- aralegra flokka sem fylgja tíman- um: „Það er hið sameiginlega átak einstaklinganna sem er grundvöllur allrar velmegunar. Allar fram- kvæmdir eru undir því komnar. Það eru þær sem eru svo forsenda þess auðs sem eflir sjálfsákvörðunarrétt einstakiinga, velferð og sarnhjálp. Það er þetta mannúðarþjóðféiag sem við erum að reisa úr von og draumum. Það er engin rómantík. Það er engin fortíð. Það er í senn blákaldur veruleiki og áskorun um æ betra þjóðfélag; ekki handa fáum útvöldum; ekki handa fáum ríkum; heldur allri þjóðinni; fólki af öllum stéttum. En svo er einnig nóg svig- rúm fyrir þá sem framúr skara án HELGI spjall bert Guðmundsson er nú kominn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn á nýjan leik, svo og nánustu sam- starfsmenn hans úr Borgara- flokknum, þeir Ingi Björn Al- bertsson og Hreggviður Jónsson. Þar með hafði Þorsteini Pálssyni tekizt að sameina Sjálfstæðis- menn í einum flokki á nýjan leik. Dagblaðið Vísir gagnrýnir ríkisstjórnina, sem hér sat 1983- 1987, og segir þátt Þorsteins Pálssonar í þeirri ríkisstjórn stærstu mistök hans. Kjarni málsins er auðvitað sá, að sú ríkisstjórn tók við 130% verð- bólgu vorið 1983, náði tökum á henni og lagði þar með grund- völl að þeim árangri, sem nú er að nást í verðbólgubaráttunni. Að auki verður þeirrar ríkis- stjórnar minnzt fyrir hennar þátt í þeirri byltingu, sem orðið hefur í fjármálum þjóðarinnar, en auk verðtryggingarinnar, sem áður var kominn til sögunnar, beitti hún sér fyrir fijálsræði í vaxta- málum, sem haft hefur úrslita- áhrif á þróun efnahagsmála okk- ar. Það má gagnrýna Þorstein Pálsson, eins og aðra stjórnmála- foringja á málefnalegum for- sendum, og það hefur Morgun- blaðið gert, eins og kunnugt er, þegar það hefur talið tilefni til. En ómerkilegri og tilefnislausri árás Dagblaðsins Vísis á form- ann Sjálfstæðisflokksins ber að vísa á bug. Formennska í Sjálf- stæðisflokknum er miskunnar- laust starf. í þeim flokki koma saman meira og minna öll helztu hagsmunaöfl þessa þjóðfélags. Þar takast þau á og í því m.a. er styrkur Sjálfstæðisflokksins fólginn. Á þeim vettvangi á slíkt uppgjör að fara fram og í kjölfar þess streymir jafnan mikill kraft- ur út í þjóðfélagið. Þorsteinn Pálsson hefur herzt í eldi mikilla átaka innan flokks og utan á undanförnum áram. Sá harði skóli hefur áreiðanlega gert hann hæfari til þess að takast á við þau verkefni, sem bíða hans á næstu misserum og stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar hefur trúað honum fyrir. Forysta Sjálfstæðisflokksins er vel komin í höndum tveggja ungra manna, Þorsteins Pálssonar og Davíðs Oddssonar, varaformanns 'flokksins. þess þeir þurfi að breyta hugsjóna- eldi heillar þjóðar í heimilisarin fyr- ir sig og starfsmenn sína.“ Segja má með nokkrum sanni að stefna borgaralegs velferðarríkis hafí verið mörkuð í Annari Móse- bók, eða Exódus, og sé því frá 13. öld f. Kr. Þar er talað um skiptingu gæða með svipuðum hætti og Locke gerir öldum síðar þegar hann segir menn megi eiga það sem þeir geti nýtt. „Þá sagði Móse við þá: „Þetta er brauðið, sem Drottinn gefur yður til fæðu. En þessi er skipun Drott- ins: „Safnið því, eftir því sem hver þarf að eta. Þér skuluð taka einn gómer á mann eftir fólksfjölda yð- ar, hver handa þeim,_ sem hann hefír í tjaldi sínu.“ Og ísraelsmenn gjörðu svo, og söfnuðu sumir meir, sumir minna. En er þeir mældu það í gómer-máli, hafði sá ekkert af- gangs, sem miklu hafði safnað, og þann skorti ekki, sem litlu hafði safnað, heldur hafði hver safnað eftir því sem hann þurfti sér til fæðu.“ Þarfir manna, óskir og dugnaður eru misjöfn. Það má taka tillit til þess þegar gæðum er skipt. En því má þá ekki heldur gleyma að þann má ekki skorta sem litlu safnar. Þau orð Drottins, herra ísraels- manna, skulu standa, enda grund- völlur þess samfélags sem við höf- um slegið skjaldborg um. Og sam- eiginlegur sjóður borgaranna á að tryggja hagsæld þeirra sem hanga á bláþræði örkumls og fátæktar. M. (meira næsta sunnudag.) Framkvæmd kjarasamn- inganna, sem undirritaðir voru í febrúar sl., og ýmissa hliðarráðstafana þeirra er á viðkvæmu stigi um þessar mundir, eins og glöggt má sjá af orða- hnippingum á milli fjármálaráðherra og aðila vinnumarkaðar. Líklegt má telja, að framvinda mála næstu vikur ráði miklu um það, hvort tekst að halda verðbólgunni í skefjum næstu misserin eða hvort þessir samningar byija að fara úr böndum í haust eins og efasemdarmenn spáðu í upphafi. Þegar umræður um gerð þessara kjara- samninga hófust sl. sumar eða haust á milli Einars Odds Kristjánssonar, Guð- mundar J. Guðmundssonar og Ásmundar Stefánssonar var ljóst, að eitt af þremur mestu samdráttarskeiðum í íslenzku efna- hagslifi frá lýðveldisstofnun var skollið yfír. Þess vegna var ekki efni til samninga um raunverulegar kjarabætur. Umtals- verðar kauphækkanir við þessar aðstæður hlutu að leiða til stóraukinnar verðbólgu. En jafnframt var það markmið þessara þriggja manna að skapa samstöðu um al- varlegt átak til þess að kveða verðbólguna niður. Samningarnir, sem undirritaðir voru í febrúar sl., voru launafólki á margan hátt þungbærir. Kjaraskerðingin, sem orðin var mikil, var ekki bætt, enda enginn grund- völlur til þess og raunar samþykktu laun- þegar að taka á sig nokkra kjaraskerðingu til viðbótar í von um betri tíð síðar á samn- ingstímabilinu. Þessar miklu fórnir laun- þega lögðu tvenns konar ábyrgð á herðar atvinnurekenda. Annars vegar bar þeim — og ber — siðferðileg skylda til að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að kom- ast hjá hækkunum á vöru og þjónustu til neytenda. M.ö.o. seljendum vöra og þjón- ustu ber að leita fyrst allra leiða til þess að skera niður útgjöld á móti kostnaðar- hækkunum áður en þeir kanna grundvöll fyrir verðhækkunum. Þetta kallar auðvitað á gjörbreyttan hugsunarhátt á meðal at- vinnurekenda, sem hafa vanizt því á verð- bólgutímum síðustu áratuga, að það skipti þá meginmáli að vera ekki of seinir til að hækka verð. í langflestum tilvikum hafa seljendur vöru og þjónustu staðið sig vel í þessum efnum það sem af er, þótt þvi miður séu nokkur dæmi um annað. Hins vegar hvílir sú ábyrgð á herðum atvinnurekenda — ekki sízt í sjávarútvegi — að nota það svigrúm, sem þessir kjara- samningar veita þeim, til þess að endur- skipuleggja atvinnureksturinn og þá fyrst og fremst fískveiðar og fískvinnslu á þann veg, að atvinnufyrirtækin geti borgað mun hærri laun en þau hafa getu til nú. Ef upp verður staðið haustið 1991 við lok samn- ingstímabilsins án þess, að sýnilegur árangur hafi náðst er tæplega við því að búast, að launþegar verði tilbúnir til jafn skynsamlegra samningá í framtíðinni. Enn sem komið er sjást þess ekki mörg áþreif- anleg dæmi, að atvinnureksturinn hafi tekið til höndum að þessu leyti en þó má benda á fyrirhugaða sameiningu Granda hf. og Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík. Endurskipulagning af því tagi þarf að verða víðar og ganga hratt fyrir sig til þess að hún skili raunverulegum árangri næstu misserin. Hér er sjávarútvegurinn sérstaklega nefndur vegna þess, að það skiptir sköpum, hvað gerist á þeim vett- vangi en auðvitað á það við um atvinnu- reksturinn í heild sinni að hann þarf að hagræða til þess að geta borgað hærri laun. Framleiðniaukning eins og sú, sem orðið hefur hjá Eimskipafélagi Islands hf. á undanförnum árum, þarf að verða í at- vinnulífinu almennt. Samningamir, sem gerðir voru í febrú- ar, lögðu líka þungar skyldur á herðar ráðherra og stjórnmálamanna. Með þeim var núverandi ríkisstjórn veitt tækifæri til að einbeita sér að ríkisbúskapnum, sem öllum er orðið ljóst, að er einn helzti verð- bólguvaldurinn um þessar mundir. Ríkis- stjórn sem glutrar niður slíku tækifæri er auðvitað óhæf til allra verka. Ekki skal dregið í efa, að ríkisstjórnin hafi staðið við þau fyrirheit, sem hún skrifaði undir í febrúar en þau eru kannski ekki aðalat- riði þessa máls, heldur hitt, að með samn- ingunum fékk ríkisstjórnin vinnufrið til þess að takast á við hin stórfelldu vanda- mál ríkisbúskaparins, sem hafa orðið til á mörgum áratugum, eru hrikaleg og verður að ná einhveijum tökum á. Hið sama á við um ríkisstjórnina að þessu leyti eins og sjávarútveginn, að það eru ekki nægi- lega skýrar vísbendingar um, að ríkis- stjórnin hafi yfirleitt snúið sér að þessu verkefni. Geri hún það ekki er hætt við, að fórnir launþega verði til lítils. Verðstöðv- un o g vísi- töluleikur? Þeir, sem höfðu efasemdir um, að mögulegt væri að ná markmiðum kj arasamninganna, sem gerðir voru í febrúar, byggðu þá skoðun á fenginni reynslu af því, að það væri nánast ófram- kvæmanlegt að setja efnahags- og atvinn- ulíf okkar í slíka spennitreyju. Þeir bentu á þá og ítreka nú við ríkjandi aðstæður, að hinn mikli þrýstingur á seljendur vöru og þjónustu að halda verðlagi niðri sé óraunhæfur. Hann sé í raun áþekk aðgérð og verðstöðvun, þótt í annarri mynd sé. Reynslan af verðstöðvunum sé sú, að hægt sé að halda verðlagi niðri um skeið með opinberum fyrirmælum en á því tíma- bili byggist upp mikil stífla verðhækkana í kerfinu, sem bresti að lokum og þá verði verðhækkanir enn meiri en ella hefði orð- ið. Þetta sé að gerast nú með einhverjum hætti og þess vegna séum við í raun að iðka sjálfsblekkingu eina ferðina enn. Sömu aðilar benda á, að togstreitan milli aðila vinnumarkaðarins og ríkis- stjórnarinnar undanfarna daga minni mjög á vísitöluleiki fyrri ára, þegar ríkisstjórnir hafi í skamman tíma komið í veg fyrir verðhækkanir með frestun á opinberum hækkunum eða niðurgreiðslu á vísitölu- hækkunum í nokkra mánuði en síðan hafi stiflan brostið. Þess vegna hafi í raun og veru engin tímamót orðið með siðustu kjarasamningum og því, sem á eftir hefur fylgt heldur séum við að upplifa gömlu söguna um verðstöðvun og visitölufitl, með svolítið öðrum formerkjum en áður. Eftir nokkra mánuði bresti þetta allt saman. Það er mikið umhugsunarefni hvernig verðlagshækkanir verða hér. Hér á árum áður gátu atvinnurekendur auðveldlega bent á, að verðhækkanir yrðu vegna kjara- samninga, sem gerðu ráð fyrir kauphækk- unum, sem atvinnuvegirnir gátu engan veginn staðið undir. Slíkar kauphækkanir hafa ekki orðið á þessu ári og raunar var ekki hægt að skilja talsmenn atvinnurek- enda á annan veg í vetur en þann, að þeir mundu taka á sig þær kauphækkan- ir, sem þá var samið um, án þess að gera tilraun til að velta þeim út í verðlagið. í flestum tilvikum hafa röksemdir fyrir verð- hækkunum, sem orðið hafa á undanförnum mánuðum, verið þær, að breyting hafi orðið á innbyrðis styrkleika erlendra gjald- miðla og að evrópskir gjaldmiðlar hafi hækkað í verði, þótt dollar hafí lækkað, þess vegna hafi innfluttar vörur hækkað eitthvað svo og t.d. greiðslubyrði fyrir- tækja með erlend lán. Jafnframt hafi orð- ið verðhækkanir erlendis. Þetta má áreið- anlega til sanns vegar færa en á hinn bóginn má benda á umtalsverða lækkun nafnvaxta hér innanlands og stöðugt gengi krónunnar en hvort tveggja hefur haft mjög jákvæð áhrif á rekstur íslenzkra fyr- irtækja. I þessu samhengi er ekki úr vegi að benda á gjörbreytta rekstrarstöðu Sam- bands ísl. samvinnufélaga á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, sem talsmenn Sam- bandsins segja, að sé m.a. að þakka hag- stæðara rekstraramhverfi. Sú röksemd seljenda vöru og þjónustu fyrir verðhækkunum, að nauðsynlegt sé að hækka verð í tíma vegna þess, að fyrir- sjáánlegt sé, að verðbólgan fari úr böndum á næstu mánuðum er forvitnileg og e.t.v. lykilatriði í þeirri stöðu, sem nú er komin upp. M.ö.o. að vænting um verðhækkanir á næstu mánuðum verði til þess að fram- REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 21. júlí kalla verðhækkanir og skapa þar með það ástand, sem menn töldu sig geta séð fyrir og vildu vera tilbúnir að mæta! Þessa sál- rænu verðbólgu þarf að bijóta á bak aftur og í þeirri baráttu hefur ríkisstjórnin brugðizt. Þegar atvinnurekendur fylgjast með ríkisstjórn og ríkisfyrirtækjum ganga á undan í verðhækkunum eða skattaálög- um, segja þeir einfaldlega: úr því að ríkis- fyrirtæki geta hækkað verð hlýt ég að hafa leyfi til þess líka. Úr því að ríkisfyrir- tæki þurfa ekki að skera niður kostnað svo að sjáanlegt sé er ekki hægt að gera þá kröfu til mín. Á þessum punkti hefur ríkisstjórnin gersamlega brugðizt. Hún hefur ekki haft uppi nokkra tilburði til þess að gera stjórnendum ríkisfyrirtækja grein fyrir því, að það er liðin tíð, að hægt sé að ráða bót á útgjaldavanda þess- ara fyrirtækja og stofnana með verðhækk- unum. Friðrik Sophusson, alþingismaður, skrif- ar mjög athyglisverða grein hér í Morgun- blaðið í dag, laugardag, um jöfnunargjald á innfluttum iðnaðarvörum. í grein þess- ari færir hann mjög sterk rök fyrir því, að það séu hrein svik, að ríkisstjórnin hef- ur ekki fellt þetta gjald niður. Það er áreið- anlega mikið til í því hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, fjármálaráðherra, að hætta er á, að afnám þessa jöfnunargjalds skili sér ekki að öllu leyti í lægra vöruverði til neyt- enda og það er íhugunarefni fyrir verzlun- arstéttina, að margir hafa vantrú á, að hún skili afnámi slíks gjalds í vasa neyt- enda. En þessi röksemd fjármálaráðherra tengist ekki kjarna málsins: ótvíræðum fyrirheitum núverandi ríkisstjórnar að fella þetta gjald niður eins og Friðrik Sophus- son sýnir fram á með sterkum og glöggum rökum og tilvitnunum í ráðherrana sjálfa. Og þegar menn horfa upp á ríkisstjórn haga sér með þessum hætti er kannski ekki við öðru að búast en að þeir, sem selja vöru og þjónustu, segi við sjálfa sig og aðra: hvers vegna skyldum við gera þetta úr því að ríkisstjórnin sjálf gerir allt annað. Efasemdarmennirnir eru of svartsýnir en það er ekki hægt að horfa framhjá röksemdum þeirra. Sú ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að leyfa Ríkisútvarpinu og Pósti og síma ekki frekari verðhækkanir á þessu ári hefur nákvæmlega enga þýð- ingu, ef þeirri ákvörðun fylgja ekki harðar aðgerðir til þess að skera niður kostnað hjá þessum ríkisfyrirtækjum svo að út- gjaldavandi þeirra verði leystur með þeim hætti. Ef hann kemur fram í enn hærra verði til neytenda á næsta ári en ella hefði orðið er verr af stað farið en heima setið. Þeir, sem hafa efasemdir um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að eyða vísitölu- hækkunum umfram rauð strik og telja, að hér sé um að ræða hefðbundinn leik með vísitöluna , hafa líka nokkuð til síns máls. Ólafur Ragnar Grímsson er svipaðr- ar skoðunar, þegar hann spyr, hvort aðilar vinnumarkaðar séu að taka upp vísitölu- hækkanir á laun á ný en í því formi, að ríkissjóður borgi vísitöluhækkanir launa! Raunar má spyija með nokkrum rökum, hvort hugsanlegar kauphækkanir í haust vegna þess, að verðhækkanir fari fram úr rauðu strikunum, séu vísbending um, að undanhaldið sé að byija í verðbólgubar- áttunni, sem tekin var upp með kjarasamn- ingunum í febrúar. Það sem hins vegar réttlætir kröfugerð aðila vinnumarkaðarins á hendur ríkisvald- inu er einfaldlega sú staðreynd, að svo virðist, sem engum umbótum verði komið fram í ríkiskerfinu nema ríkisstjórn hveiju sinni sé knúin til þess með sameiginlegu átaki verkalýðsfélaga og vinnuveitenda. Þannig hefði ríkisstjórnin vafalaust setið aðgerðarlaus og látið bæði útvarpið og Póst og síma komast átölulaust upp með hækkanir í haust, ef ekki hefði komið fram krafa frá þessum aðilum og fleirum um afturköllun á síðustu hækkun útvarpsins. Og vafalaust hefði íjármálaráðherra meiri frið til þess að halda jöfnunargjaldi á inn- fluttum iðnaðarvörum, ef aðilar vinnu- markaðar hefðu ekki uppi kröfur á hendur honum. Morgunblaðið/RAX Eins og fyrr segir hafa launþegar . þessa lands fært beínist a,0 miklar fórnir und- ríkinu anff™ misseri í verðbolgubaratt- unni. Og staðreynd er, að einkafyrirtæki hafa á síðustu misserum mörg hver unnið þrekvirki í niðurskurði á útgjöldum og hagræðingu í rekstri. Þau áttu ekki ann- arra kosta völ. Samdrátturinn í viðskiptum hefur verið svo mikill frá miðju ári 1988, að þau fyrirtæki, sem á annað borð höfðu metnað til þess að lifa þetta krepputíma- bil af, hlutu að gera róttækar ráðstafanir í rekstri sínum til að mæta þeim samdrætti. Þótt enn megi gera betur í einkarekstr- inum og þá ekki sízt í alhliða endurskipu- lagningu í undirstöðuatvinnuvegi lands- manna, eins og áður hefur verið vikið að, er alveg ljóst, að þungamiðja verðbólgu- baráttunnar hlýtur nú að færast yfir á vettvang ríkis, ríkisfyrirtækja og ríkis- stofnana. Þegar aðrir hafa ýmist tekið á sig fórnir eða hreinsað til hjá sér blasir við, að hlutur ríkisins stendur eftir. Skýrt dæmi um þetta er fjárþörf rikis- ins. Lántökur ríkisins halda nú uppi vöxt- um. Ríkisstjórnin, sem hefur gert það að helzta baráttumáli sínu að lækka vexti, kemur beinlínis í veg fyrir vaxtalækkun með því að hafa ekki stjórn á eigin bú- skap. Ef fjármálaráðherra tæki ákvörðun um það í dag að hætta öllum lántökum á innlendum ijármagnsmarkaði yrði hrun í vöxtum. Bankarnir kynnu að lenda í erfið- leikum, því að þeir hafa lifað á verðbólg- unni árum og áratugum saman. Það er fyrst nú, þegar verðbólgan hefur minnkað stórlega, að bankarnir standa frammi fyr- ir nauðsyn meiri háttar hagræðingar í rekstri. En lántökur ríkisins eru aðeins yfirborð vandamálsins. Það verður að ráðast að rótum þess. Útgjöld ríkissjóðs sjálfs vaxa jafnt og þétt og það er engin raunveruleg tilraun gerð til þess að ná tökum á þeim. í hvert sinn, sem einhver ráðherra eða einhver ríkisstjórn hefur uppi smávægilega tilburði til þess að ráðast að útgjöldum hins opinbera, rísa upp hagsmunaaðilar, sem eru einhvers konar bandalög embætt- ismanna, stjórnmálamanna og starfs- manna ríkisstofnana til þess að koma í veg fyrir, að þeim ráðherra eða þeirri ríkis- stjórn takist þetta ætlunarverk. Þessi hagsmunabandalög, sem skjóta upp kollin- um hér og þar eftir því sem við á hveiju sinni koma í veg fyrir allar raunverulegar umbætur í ríkisbúskapnum. Til þess að ná slíkum umbótum fram þarf fyrst að koma þessum hagsmunabandalögum fyrir kattarnef. Á sama tíma eru svo nauðsynja- mál, sem ráða úrslitum um það, hvort við erum siðmenntuð þjóð eða ekki, látin danka og má þá nefna auðnuleysi stjórn- málamanna í málefnum aldraðra og ein- stæðra foreldra og í fangelsismálum. En ferðakostnaður hins opinbera, risnur og sýndarmennska blómstra ágætlega á kostnað skattborgara. Þótt Ríkisútvarpið hafi verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu á hið sama við um fjölmörg önnur ríkisfyrirtæki og ríkis- stofnanir. Á meðan stjórnendur þessara fyrirtækja og stofnana geta gengið út frá því sem vísu að fá hækkanir á gjaldskrám eða skuldir við ríkissjóð afskrifaðar gerist ekkert í málefnum þeirra. En það er auðvit- að ljóst, að í ríkisgeiranum verður bæði að skera niður þjónustu og auka gjaldtöku fyrir veitta þjónustu. Skattgreiðendur standa einfaldlega ekki undir þeim kostn- aði, sem nú er við þá þjónustu, sem byggð hefur verið upp hjá opinberum aðilum. Ef þeir Einar Oddur Kristjánsson, Guð- mundur J. Guðmundsson og Ásmundur Stefánsson vilja ná raunverulegum árangri í því starfi, sem þeir hófu formlega i febrú- armánuði sl. verða þeir að beina athygli sinni að ríkinu, fyrirtækjum þess og stofn- unum. Þar er nú að fínna aðal verðbólgu- I valdinn. Og þar er einnig aðaleyðsluhítin. Athyglin „Þótt enn megi gera betur í einkarekstrinum o g þá ekki sízt í alhliða endur- skipulagningu í undirstöðuat- vinnuvegi lands- manna, eins og áður hefur verið vikið að, er alveg ljóst, að þunga- miðja verðbólgu- baráttunnar hlýt- ur nú að færast yfir á vettvang ríkis, ríkisfyrir- tækja og ríkis- stofiiana.“ T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.