Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 35
rr MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 22 JÚLÍ 35 Frá borgarafundinum sem haldinn var á hótelinu. garð og má reikna með að viðskipt- in eigi eftir að aukast enn meir.“ Norður-Jótland er mjög eftirsótt af Dönum sem ferðast innanlands og er Skovgaard á einum fallegasta stað Danmerkur. Þaðan eru ekki nema 10 km að næstu baðströnd auk þess sem gróðursældin er sér- staklega mikil. Draugagangur Skovgaard Hotel, sem er í ald- argömlu húsi, á sér litríka sögu. Er skemmst að minnast bókar sem kom út nýlega þar sem ítai'lega er greint frá draugagangi á hótelinu. Höfundur bókarinnar er fyrrverandi eigandi hótelsins en hann átti erfitt uppdráttar með ýmsar nýjungar sem hann reyndir að innleiða. í bókinni segir höfundur að sér hafi verið bolað burt og eru bæjarbúum ekki vandaðar kveðjurnar. Bókin hefur vakið mikla athygli og hefur verið fjallað um hótelið og málið í heild sinni í dönsku sjónvarpi. Borg- arafundur var meðal annars haldinn á hótelinu sem sjónvarpað var frá. En þó málið sé ekki enn til lykta leitt eru íbúar Skovgaard fyrst og fremst ánægðir með nýju kráareig- endurna. „Bæjarbúar eru eins og aðrir Danir. Þeir vilja geta komið á sfna eigin krá og skemmt sér,“ segir Bergþóra að lokum. -skór r-» y Brúðhjónin og presturinn, séra Arni Pálsson. púða undir hringana en sonur þeirra, Ágúst Skorri, fékk það hlut- verk að halda á púðanum. Sigurður Orri og Halldóra fara ekki í brúðkaupsferð í sumar enda eru þau á förum til Óðinsvéa þar sem Sigurður Orri ætlar að leggja stund á véltæknifræði. „Ég tók fyrsta árið í Tækniskólanum en framhaldið verð ég að taka úti,“ segir Sigurður Orri, „við förum flestir úr vél- og rafmagnstækni- fræðinni." Sonurinn, Ágúst Skorri, er hvergi banginn við að flytjast tií Danmerkur og segist kunna þrennt í dönsku. „Snakker du dansk?“ seg- ir Ágúst Skorri og lítur feimnislega upp. „Ja og Nej,“ bætir hann við öruggari með sig og upplýsir blaða- mann um að hann kunni eitt í við- bót en hann er frekar mótfallinn því að gera það uppiskátt. Hann er búinn að vera tvær vikur í sveit hjá afa sínum og ömmu, skógar- varðarhjónunum í Skorradal, og ætlar að vera eitthvað hjá ömmu sinni í Skerjafirði áður en hann flyt- ur. „Svo eru það hinir ættingjarn- ir,“ segir mamma hans brosandi. „Það eru margir búnir að panta nætur hjá honum áður en hann fer út.“ Halldóra hefur hugsað sér að bæta við myndlistarmenntun sína ef hún finnur skóla við hæfi í Dana- veldi. Laugavegi 41, s. 13570. Skóverslun Þórðar, Kirkjustræti 8, sími 14181. KONUNGSBÖRN Syngja á íslandi Morgunblaðið/Þorkell Emma Willetts, Hrefna María Ragnarsdóttir, Susanne Sloth, John Littleton og Kristjana Thorarensen. Hér á landi er nú staddur hóp- ur ungs fólks á aldrinum 5-20 ára sem kallar sig King’s Kids eða Konungsbörn. Hópurinn, sem flyt- ur kristilega söngva með leik- rænni 1jáningu> . hefur haldið þrenna tónleika á íslandi en í dag syngja krakkarnir í Seltjarnar- neskirkju klukkan 11.00 og í Fíladelfíukirkjunni klukkan 20.00. Ungmennin sem hingað eru komin á vegum samtakanna Ungt fólk með hlutverk, Kj alarnesprófastsdæmis og barnastarfs Keflavíkurkirkju, eru frá ellefu þjóðlöndum. Má þar nefna Danmörk, Finnlatwþ Bretland, Frakkland, Sviss og Ástralíu. Ekki má heldur gleyma íslensku krökkun- um sem taka þátt í kórstarfinu. Þeirra á meðal eru Kristjana Thorar- ensen og Hrefna María Ragnarsdótt- ir sem ásamt Emmu Willetts frá Bretland, John Littleton frá Banda- ríkjunum og Susanne Sloth frá Dan- mörku komu við í Aðalstrætinu fyr- ir tónleika á Lækjartorgi á þriðju- daginn. í fylgd með guði Kristjana segir að fyrsti King’s Kids kórinn hafi verið stofnaður árið 1979. „Nú eru svona kórar til útum allan heim,“ segir hún og bætir við að þeir starfi innan samtaka sem nefnd hafa verið Yoth with a missi- on en á íslensku heita _ samtökin Ungt fólk með hlutverk. „í kórunum eru yfirleitt krakkar sem eiga heima í landinu en einnig er hægt að sækja um að taka þátt í kórstarfi utan síns heimalands. Svo eru líka til kórar eins og þessi þar sem krakkar frá mismunandi þjóðlöndum koma sam- an og mynda sérstakan hóp.“ Stalla Kristjönu, Hrefna María, segir að íslensku krakkarnir hafi farið til Skotlands 30.maí en þar hafi kórinn æft áður en haldið var til íslands. „Æfingarnar gengu alveg ótrúlega vel,“ segir Hrefna María. „Enda vorum við í guðsfylgd," segir hún en Kristjana segir að yngstu krakk- amir hafi náð danssporunum undra- vel. Fundu peninga við dyrnar Emma Willetts er með þeim elstu í hópnum, nýorðin tvítug. Með henni á íslandi er sautján ára gömul syst- ir hennar en bróðir systranna er á ferðalagi með öðrum hópi. „Við héld- um að við myndum ekki hafa efni á að fara til íslands en við báðum til guðs og hann sendi okkur peninga," segir Emma. „Við fundum peninga í umslagi við dyrnar og menntaskól- inn minn styrkti okkur til fararinn- ar,“ segir Emma en hún hefur ekki áður tekið þátt í kórstarfi af þessu tagi. Það hefur aftur á móti John, sem er tólf ára. „Ég fór til Bret- lands og írlands í fyrra,“ segir hann. „Mér finnst mjög gaman að starfa með kórnum. Maður kynnist líka svo mörgum,“ segir hann. John segist hafa vitað heilmikið um ísland áður en hann kom hingað. „Þegar ég fer til útlanda sest ég alltaf niður með kort og bækur og reyni að kynna mér landið eins vel og ég get,“ seg- ir John og í ljós kemur að hann er sérstaklega hrifinn af íslenskum mat. „Það er fiskurinn. Hann er bestur," segir hann. Eftir ferðalagið á íslandi flytur John með fjölskyldu sinni til Malasíu þar sem hún mun starfa við kristniboðsstarf. Gaman að fylgja guði Susanne, sem á heima á Jótlandi, segir að fólk hafi hrætt hana á ís- landi og íslendingum áður en hún fór. „Sumir voru að segja að þið borðuðuð ógeðslegan mat og svoleið- is en þegar ég sagði mömmu frá því hló hún bara og sagði að það væri ekki satt. Núna sé ég að hún hefur rétt fyrir sér. Það er ósköp svipað hér og í Danmörku,“ segir Susanne. Hrefna María, sem er ellefu ára, segist eiga ýmis áhugamál fyrir utan kórstarfið en, að sögn krakkanna, er megintilgangur þess að gera ungu fólki grein fyrir að það er gaman að fylgja guði. „Ég les dálítið," seg- ir Hrefna María. „Helst fornleifa- fræði og um eitthvað gamalt. Svo les ég líka Biblíuna þegar mér líður illa,“ bætir hún við en segist, að- spurð, ekki vera mikið fyrir íþróttir. Utsala Útsala VERSLUNARHUSINU MIÐBÆR HÁALEITISBRAUT 58-60 S: 38050 105 RVK. Úrvalsskór í miklu úrvali Teg. 9233-34 Litur: Svart leður Stærðir: 37-47 Verð kr. 4.995,- Konur leggja á borð að fór illa fyrir einum vini mínum um daginn. Þetta er alræmt karlrembusvín, það er táfýla af honum og hann notar svo mikinn rakspíra að ókunn- „ ugir halda að* hann vinni hjá Höskuldi í áfeng- inu. Hann hefur fyrir fastan sið þegar hann drattast heim úr vinnu að kasta sér endilöngum upp í sófa með blað og spyrja: „Kva er í matinn?" Það sem verra er, dýrið gengst upp í karlrembunni. Brandar- arnir sem hann segir eru samt orðnir dálítið lúnir: „Maður á að berja konuna sína þangað til henni fer að þykja það gott. Þá á maður að hætta því." Þessi^ þótti góður fyrst í kunningja-” hópnum á billanum en það var farið af honum nýjabrumið eftir nokkrar endursagnir í sauma- klúbbi konunnar. Bölvaður óþverrinn þóttist samt hafa komist í nýja námu um daginn þegar hann lá í sófan- um og las grein Jónu Ingibjargar í Pressunni. Þar var kynlifsfræð- ingurinn að boða konum hvílik mengun og náttúruspjöll væru af tíðabindum og töppum. Ekki væru einungis hráefnum og, náttúru spillt við framleiðsluna'*•,, á þessu böli heldur spillti það líka umhverfi eftir notkun eins og annað einnota dót og firrti konur auk þess eðlilegri tilfinn- ingu ogást á líkama sínum. Jóna Ingibjörg benti á að konur ýmissa frumstæðra þjóðflokka notast við náttúruleg efni, sem ganga eðlilega til móður jarðar, til dæmis mosa. Ef ég man rétt stakk Jóna upp á að islenskar konur færu að nota sjávar- svampa til þessa brúks, þvæu þá eftir hveija notkun oggeymdu síðan til skrauts á hillu inni í stofu á milli tiða. Þarna þóttist vinur minn karlrembusvínið hafa himin höndum tekið. Þessi hugmynd um svampinn á stofu-r > hillunni kveikti með honum stórkarlalegan hlátur, rétt eins og gamall og góður klámbrandari í Samúel eða Sjómannablaðinu Víkingi. Hann gat varla staðið upp hann hló svo mikið og fékk nánast krampa við að horfa á langþreytta eiginkonuna. Hann skjögraði veinandi fram í eldhús og greip pottasvampinn af vask- brúninni og sagði: „Hérna elsk- an, hún sendi þér þetta hún Jóna.“ Svo skýrði hann út fyrir konunni, sem ekki hafði lesið Pressuna, hvað var svona fynd- ið. Auðvitað eins varfærnislega og háttvíst og honum einum var unnt. Áður en hann hætti að hlæja greip hann lítinn blóma- pott úr eldhúsglugganum, skelltrt úr honum í lófann, otaði því að konunni og sagði „Eða þetta. Náttúrlegt maður!" Karlrembusvín þetta var í besta skapi allt kvöldið og þegar hann hafði skemmt sér yflr Pressunni eins og hann gat greip hann eitt dagblaðanna þar sem sagt var frá fyrirhuguðu lands- móti ungmennafélaganna: „Heyrðu kona," emjaði hann úr sóffanum „Þú ætti kannski að fara á landsmótið. Það er keppt í pönnukökubakstri og að leggja á borð. Við strákarnir revnnn^ með okkur í langspræni á með-' an." Þegar hér var komið sögu var hann með tárin i augunum af eigin fyndni. Þið getið nærri að það sljákkaði í mínum þegar blöðin birtu myndir af keppni í pönnukökubakstri á Landsmóti UMFÍ. Fremst var karl að baka pönnukökur. Engar sögur fórú hins vegar af keppni í hefðbund'ÍP inni íþrótt drengja, langspræni. eftir Sigurð G. Tómosson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.