Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JULI
19
> _
A Bragabekk:
Einar Benediktsson
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Margt í skáldskap Einars Bene-
diktssonar er framandi og fráhrind-
andi. Lesendur tíunda áratugarins
eiga vísast oft erfitt með að átta sig
á því hvað Einar er að fara í mörgum
ljóðum sínum. Eins og kunnugt er
getur orðfæri og setningaskipun hjá
honum verið býsna snúin og gengur
ekki alltaf upp.
Myndmál hjá Einari er oft trölls-
legt og þenur sig í yfirskilvitlegar
stærðir. Eitt af atómskáldunum lét
einhvern tíma þau orð falla að mynd-
irnar hjá Einari væru að vísu magn-
aðar, gallinn væri bara sá hversu
margar þær væru og stæðu þétt.
Vera má að þetta viðhorf stafi af því
að margur nútímalesandinn sé of
lífsþreyttur til að geta hrifist af hinu
stórbrotna og stórkostlega. Úrdrátt-
urinn hæfir víst betur.
En það má reyna að horfa fram
hjá óaðgengilegum stíl og myndmáli
ef textinn sjálfur, inntak hans,
skírekotar með einhveijum hætti til
lesandans þannig að hann endurtekur
með sér: „Ja-há. Einmitt." Það er
t.d. hægt að taka undir með Einari
í Dettifossi þegar hann teflir fram
jafnsjálfsögðum sannindum og...:
„Hve mætti bæta lands og lýðs vors
kjör/ að leggja á bogastreng þinn
kraftsins ör,/ að nota máttinn rétt í
hrapsins hæðum,/ svo hafín yrði í
veldi fallsins skör.“ (Látum liggja á
milli hluta hvort við vildum fórna
náttúruundrinu Dettifossi fyrir ra-
forku. En myndum við t.d. ekki „nota
máttinn rétt“ með því að breyta vatni
í vetni? Með þvl að láta bílana og
skipin okkar brenna vetni í stað
bensíns myndum við a.m.k. skipa
okkur á fremsta bekk vistvinalegra
þjóða og gera okkar skyldu til að
hindra margfræg gróðurhúsaáhrif.)
Samt er það líkast til frekar fleira
Einar Benediktsson
en færra sem nútímalesendur geta
ekki samsinnt í ljóðum Einars. Hann
átti of mörg hjartans mál til að vera
skilinn af öðrum. T.d. þegar skáldið
boðar útþenslustefnu og vill „endur-
heimta" nýlenduna Grænland úr
höndum Dana þá er viðbúið að
lesandann setji hljóðan og hann ger-
ist hugsi.
Antisemitisma ber ekki oft á góma
í umræðum um íslensk skáld og hug-
suði, a.m.k. ekki hljóðalaust._ Samt
er engin ástæða til að halda að íslend-
ingar hafi um seinustu aldamót verið
lausir við kynþáttafordóma sem voru
þá þegar landlægir í Evrópu. Ríkjandi
viðhorf gagnvart gyðingum, og jafn-
vel þá tallið „eðlilegt", einkenndist
af fyrirlitningu og hatri.
Á 19. öld og fram á þessa var
talið fullkomlega eðlilegt að þjóðríkin
kepptu hvert við annað á ýmsum
sviðum, jafnt I iðnaði sem styijöldum,
og siðferðilegar spurningar látnar
lönd og leið. Bakhjarlinn og aðalrétt-
lætingin fólst í úrvalskenningum
Darwins, ofurmennisboðskap Nietz-
sches og viljaheimspeki Schopenhau-
ers. Það er m.a. þessi hugmynda-
heimur sem endurspeglast ríkulega í
ljóðum Einars, án þess hann sam-
sinni endilega þessum viðhorfum í
einu og öllu.
Kotungar einir í konungalíki
kúguðu af ótta sín hrynjandi ríki.
Svo nam hann sérþegnlönd, Norðursins Júði,
níðráður, smásýnn og falur við gjaldi.
En nýbyggja dáðimar dvergsálin flúði.
Á dysjum og rústum hélt pappírinn valdi.
Og kúfurinn fylltist á sölsara sjóði.
Svívirðing hnattarins þvóst ei í blóði.
Svo hljóðar eitt erindið I Goðorði
Eiríks. Kenningin „Norðursins Júði“,
sem á um Dani, er sett hérna fram
gersamlega laus við sjálfsgagnrýni
eða íróníu af hálfu skáldsins. Með
þessu myndmáli er ekki einu sinni
verið að ráðast að gyðingum sem
slíkum, heldur játast þeirri forsendu
að þeir séu fyrirlitlegir, og sú ósið-
lega forsenda gerð að uppistöðu
myndmálsins sem á að draga fram
að hinir ósiðlegu „níðráðu" Danir
hafi farið smánarlega með nýlendur
sínar. Nútímalesandi dæmir þetta
myndmál Einars ósiðlegt, samt var
Einar fjarri því að vera „amóraisk-
ur“, siðferði og siðmenning voru hon-
um einmitt hjartans mál. Annars
staðar í sama ljóði segir hann: „Sið-
menntuð veröld! Er tíminn ei talinn,/
er troða skal þjófsporum íslenzka
valinn?“
Við getum hneykslast á skáldinu
fyrir ósiðlega samlíkingu og fyrirlitið
hugmyndina sem hún endurspeglar.
En getum við ekki á hinn bóginn við-
urkennt frumleika myndmálsins og
dáðst að því? Sérhvert skáld er barn
síns tíma og þegar fram líða stundir
nýtur það þess bæði og geldur.