Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR. 22. JÚLÍ 25 Framtíðarvinna Tvær stúlkur, 24 og 25, ára óska eftir góðri framtíðarvinnu frá og með 1. setpember 1990. Ýmislegt kemur til greina. Góð reynsla við tölvuvinnslu. Upplýsingar í síma 72596 eftir kl. 16 daglega. Skrifstofustarf óskast Óska eftir krefjandi skrifstofustarfi til fram- búðar. Hef langa reynslu í skrifstofustörfum m.a. stjórnunarstörfum. Eignaraðild að traustu fyrirtæki kæmi til greina. Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. merkt: „K - 8368“ fyrir 1. ágúst. Laugarbakkaskóli - Miðfirði - Vestur- Húnavatnssýslu Kennara vantar að Laugarbakkaskóla í Mið- firði. Meðal kennslugreina eru: Stærðfræði, kennsla á miðstigi og hannyrðir. Um er að ræða u.þ.b. tvær stöður. Laugarbakkaskóli er í u.þ.b. 250 km frá Reykjavík og staðsettur rétt við hringveginn. Góðar íbúðir. Lág húsaleiga. Ódýr hitaveita. Góð aðstaða. Upplýsingar veitir Jóhann Albertsson, skóla- stjóri í símum 95-12985 og 95-12901 eða Herdís Brynjólfsdóttir, yfirkennari í síma 95-12904. Hárgreiðslunemi Hárgreiðslustofan Salon-Nes óskar eftir hár- greiðslunema. Upplýsingar í síma 626065 í vinnutíma. Kennari Grunnskólann á Hellissandi vantar yngri barnakennara í fulla stöðu. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 93-66766. Bakarar Viljum ráða bakara til starfa nú þegar í brauð- gerðina Krútt, Blönduósi. Áhugasamir leggi inn nöfn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. júlí merkt: „Bakari - strax - 3189“. Laus störf Ritari (372) óskast til starfa hálfan daginn hjá opinberri stofnun. Tölvukunnátta og þekking á viðskiptamannabókhaldi æskileg. Góð íslenskukunnátta nauðsynleg. Vinnutími frá kl. 12-16. Starfið er laust strax. Afgreiðslumaður (402) óskast til starfa í bókaverslun, í bóka- og ritfangadeild. Leitað er eftir áhugasömum manni sem hefur stúd- entspróf eða háskólamenntun. Starfið er laust strax. Sölumaður (292) óskast til starfa hjá ungu, lifandi þjónustufyrirtæki. í starfinu felst bæði sala og kynning á viðkomandi þjónustu. Leit- að er eftir .manni með góða framkomu og söluhæfileika. Reynsla æskileg. Starfið er laust strax. Sölumaður (390) óskast til starfa hjá traustu innflutningsfyrirtæki. Starfið felst í sölu á bátavélum og skyldum vörum, þjónustu við viðskiptamenn, gerð pantana og samskipt- um við erlenda viðskiptaaðila. Æskilegt er að viðkomandi sé menntaður véltæknifræð- ingur eða vélstjóri, með staðgóða þekkingu á ensku eða Norðurlandamáli. Nánari upplýsinar veitir starfsfólk Ráðningar- þjónustunnar. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okk- ar, merktar viðkomandi starfi. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJANESSVÆÐI Forstöðumaður Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Reykjanesi óskar eftir að ráða til starfa forstöðumann að sambýli fatlaðra við Hrauntungu í Kópavogi. Starfssvið: 1. Starf forstöðumanns lýtur að því að hafa umsjón með faglegu starfi sambýlisins, þ.e.a.s þjálfun, meðferð og umönnun ásamt leiðsögn og aðstoð við þá sem á sambýlinu búa. 2. Önnur verkefni eru m.a. foreldrasam- starf, fjármálaumsýsla og starfsmanna- haid. Forstöðumenn sambýla á Reykjanessvæði hafa ágæta vinnuaðstöðu á skrifstofu Svæð- isstjórnar og öflugan stuðning frá fagteymi svæðisstjórnar. Umsóknarfrestur er til 3. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir Þór Þórarinsson, framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar í síma 641822 kl. 11-12 virka daga. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Svæðisstjórnar, Digranesvegi 5, Kópavogi. Einar J. Skúlason hf. óskar eftir að ráða í eftirtalin störf: 1. Tæknimaður • Rafeindavirkja til starfa í tæknideild. Tæknideild sér um viðhald á skrifstofu- og tölvubúnaði, sem fyrirtækið selur. 2. Þjónustumaður • Starfsmann í þjónustudeild. Þjónustudeild sér um þjónustu við notendur tölvubúnaðar, þ.e. vél- og hugbúnaðar, sem fyrirtækið selur. Krafist er góðrar þekkingar og reynslu í notkun einmenningstölva. 3. Sölumaður • Starfsmann í söludeild við sölu á tölvubúnaði. Söludeild sér um sölu á skrifstofu- og tölvu- búnaði hvers konar, s.s. einmenningstölvum, netkerfum, fjölnotendatölvum, jaðartækjum o.s.frv. Krafist er góðrar menntunar og þekk- ingar á tölvubúnaði, ásamt reynslu í sölu- störfum. Einar J. Skúlason hf. hefur starfað á íslenskum markaði í meira en 50 ár og er umboðsaðili fyrir marga af þekktustu framleiðendum skrif- stofutækja og tölvubúnaðar, s.s. Mannesmann Kienzle, Victor, AST, NCR, Triumph-Adler, Hugin-Sweda, Mannesmann Tally, Cabletron, Madge, lcot, 3Com, Princeton o.fl. Upplýsingar ekki gefnar í síma, en umsóknum skal skila til auglýsingadeildar Mbl., merktum: „V - 9170“, fyrir 1. ágúst nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. EinarJ. Skúlason hf., Grensásvegi 10, Reykjavík. Félagsmálastjóri Njarðvíkurbær óskar eftir að ráða starfs- mann í stöðu félagsmálastjóra í 13 mánuði frá 1. sept. nk. Æskilegt er að umsækjendur hafi starfað við félagsþjónustu sveitarfélaga. Umsóknir sendist til undirritaðs, sem jafn- framt veitir allar nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 7. ágúst nk. Bæjarritarinn í Njarðvík. Reykjavík Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar - starfsstúlkur Okkur vantar áhugasama hjúkrunarfræð- inga til framtíðarstarfa í ágúst/sept. aðallega á kvöldavaktir (kl. 16.00-24.00, 17.00-23.00) og á helgarvaktir á heilsugæslu og hjúkrunar- deildir. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga til sér- stakra verkefna. Vinnutími samkomulag. Sjúkraliðar óskast til framtíðarstarfa í ágúst/sept. á hjúkrunardeildir. Vinnuhlutfall 100% eða minna. Ýmsar vaktir koma til greina. Starfsstúlkur vanar aðhlynningu og ræst- ingu vantar nú þegar til sumarafleysinga fram í september og í fastar stöður í haust. Möguleiki er á barnaheimili. Upplýsingar veitir ída Atladóttir, hjúkrunar- forstjóri, í síma 35262 og Jónína Níelsen, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 689500. LANDSPITALINN Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á blóðskilunardeild. Hlutavinna kemur til greina. Deildin er starf- rækt 8-10 klst. á dag, sex daga vikunnar. Boðið er upp á aðlögun. Einnig óskast hjúkr- unarfræðingar til starfa á taugalækninga- deild 32 - A. Deildin hefur 22 rúm og er aðalsjúkdómahópurinn vefrænir taugasjúk- dómar. Ýmsar áhugaverðar rannsóknir eru í gangi á deildinni. Um er að ræða dag- og kvöldvaktir. Boðið er upp á aðlögun. Allar nánari upplýsingar gefur Anna Lilja Gunnarsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 601290 eða 601000. Umsóknir sendist hjúkrunarframkvæmdastjóra. Læknaritarar óskast til starfa á Landspítalann nú þegar og einnig frá miðjum ágúst. Um er að ræða fullt starf til frambúðar. Upplýsingar gefur skrifstofustjóri geðdeildar í síma 601701, frá kl. 10-12 næstu daga. Reykjavík, 22.júlí 1990. MMH liT—WMI mmmm ammmmmmmmmmmmmammmmmmmmu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.