Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JULI 20 metra telefax með veiðileyfapöntunum HÁLFGERT „g’ullæði" hefur gripið um sig við Rangárnar í Rangár- vallarsýslu í sumar. Ytri Rangá er skyndilega orðin ein gjöfulasta laxveiðiá landsins og þar hafa um 300 laxar komið á land í sumar en á öllu síðasta ári veiddust 110 laxar í Rangánum og þótti gott. Veiðileyfi kosta 5400 krónur og eftir að fi-éttir tóku af berast af aflanum hafa veiðimenn nánast slegist um leyfin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Siglingakappar leggja á Faxaflóa Faxaflóakeppnin í siglingum hófst í gærmorgun og við það. Keppninni átti að ljúka síðdegis í gær. Mynd- lögðu tíu bátar upp frá Reykjavíkurhöfn. Bátamir eru in var tekin skömmu áður en bátarnir lögðu úr höfrT misjafnir að stærð og búnaði og fengu forgjöf miðað og reglur keppninnar voru útskýrðar rækilega. Sölumiðstöð hraðfirystihúsanna: Tæp 500 tonn af laxi seld fyrstu sex mánuðina í ár SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna seldi 491 tonn af laxi fyrir 18 framleiðendur fyrstu sex mánuði þessa árs, að sögn Ingvars Ás- geirssonar hjá SH. „Við hófiim útflutning á laxi seint í fyrrahaust en stefhum að því að flyfja út um 2 þúsund tonn á ári,“ sagði Ingvar í samtali við Morgunblaðið. Verslunin Veiðivon selur veiði- leyfi í Rangárnar í Reykjavík en' veiðileyfasala Búfisks selur veiðileyfin á Hellu. Verslanimar senda hvor annarri upplýsingar um söluna gegnum telefax. „Við gætum líklega komist í Heimsmetabók Guinnes fyrir tele- faxlengjuna sem mætti okkur hér á mánudagsmorgun,“ sagði Aðal- steinn Pétursson í Veiðivon við Morgunblaðið. Þetta voru upplýs- ingar um sölu á Hellu yfir helgina og taldi Aðalsteinn að pappírs- lengjan hefði verið um 20 metrar. Guðmundur Jónsson hjá veiði- leyfasölu Búfísks sagði að ásóknin í veiðileyfin hefði verið með ólíkind- um, og meira að segja hefði það komið fyrir, að sama veiðileyfið hefði verið selt á sama tíma, bæði Fékk tóg í skrúfuna HENRY Hálfdanarson, bátur Slysavarnarfélagsins, var í fyrrinótt sendur til aðstoðar Stakk KÓ2, sem fest hafði næl- ontóg í skrúfu. Stakkur, 8 tonna SÓmabátur, var um 30 mílur frá Gróttu þegar hann sendi út hjálparbeiðni um klukkan 2 aðfaranótt laugar- dagsins. Þar sem engir bátar voru á svæðinu lagði Henry Hálfdanar- son úr höfn klukkustund síðar og var kominn á staðinn um klukkan hálfátta. Stakkur var tekinn í tog og var komið með hann til heima- hafnar um klukkan hálfeitt. á Hellu og í Reykjavík. Guðmundur sagðist stundum hafa þurft að taka símann úr sambandi, til að hafa undan í skráningu, bæði á veiði- leyfasölu og afla. Guðmundur sagði að ásóknin hefði nú heldur minnkað, enda væru leyfi á aðallaxveiðisvæðið, frá Ægissíðufossi að Árbæjarfossi, uppseld. Hins vegar væri fjöldi manns á biðlista, tilbúinn að taka þar hveija stöng sem losnaði fyrir- varalaust. Leyfi eru seld fyrir sex stöngum daglega á hveiju svæði. Langflestir laxarnir hafa veiðst neðan við Ægissíðufoss, í flúðun- um fyrir neðan bæinn Rangá, og við Árbæjarfoss. Er haft við orð að nánast sé hægt að ganga þurr- um fótum yfir ána, svo mikill fisk- ur sé í henni. Einnig hefur komið vel á annan tug laxa úr Eystri Rangá, aðallega við Móbakka, og er veiðin þar að glæðast. Mun minna hefur fengist nú en áður af sjóbirtingi og bleikju. Veiðimetið það sem af er er 39 laxar á einum degi, en að jafnaði hafa veiðst um 15 laxar daglega. Á vegum Búfisks hf. hefur und- anfarin ár verið sleppt miklu af seiðum í ámar. Mest af laxinum sem veiðst hefur, er 1 og 2 ára fiskur frá þessum sleppingum, um 6-8 punda þungir að jafnaði. Stærsti laxinn er 14‘A pund en veiðimenn segjast hafa misst mun stærri fiska. En að auki hafa veiðst torkenni- legir laxar, merktir á sporðinum, sem eru taldir vera frá hafbeitar- stöð, þótt uppruni þeirra sé enn ekki ljós. „Ég ætla bara að vona að þeir fari sem lengst upp í á og hrygni þar, því þetta eru verulega fallegir fiskar,“ sagði Guðmundur Jónsson. Ingvar Ásgeirsson sagði að SH seldi laxinn aðallega til Frakk- lands og Bandaríkjanna og til dæmis færu 30 tonn til Frakk- lands og 10 tonn til Bandaríkjanna um þessa helgi. Ingvar sagði að SH hefði selt hafbeitarlax til Frakklands í sum- ar og þar fengist nú mjög gott verð fyrir hann. „í Frakklandi fékkst mjög gott verð fyrir lax um síðustu áramót en vegna offramboðs frá Noregi hrundi verðið í vor. Verðið hefur hins vegar hækkað aftur um 4-5 franka fyrir kílóið og við vonumst til að það haldi áfram að hækka á næstu vikum,“ sagði Ingvar. Hann sagði að verðið á Banda- ríkjamarkaði hefði hins vegar ver- ið stöðugra eh í Frakklandi. Hraðfrystihús Keflavíkur hf.: Tilboð gert í hús og togara ,,VIÐ HÖFUM fengið tilboð frá Útgerðarfélagi Akureyringa og fleiri aðilum. Sumir þeirra hafa boðið í bæði frystihúsið og Að- alvík KE,“ sagði Gunnar Sveins- son, stjórnarformaður Hraðfrysti- húss Keflavíkur hf. Gunnar sagði að líklega yrði tek- in afstaða til tilboðanna um þessa helgi en frystihús Hraðfrysti- húss Keflavíkur hf. og frystitogarinn Aðalvík KE hafa verið auglýst til sölu. Aðalvík hét áður Drangey SK og var gerð út frá Sauðárkróki en Hrað- frystihús Keflavíkur hf. fékk skipið í skiptum fyrir ísfisktogarana Að- alvík KE og Bergvík KE. Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri Úgerðarfélags Akureyringa, sagði að fyrirtækið hefði áhuga á að kaupa Aðalvík KE. „Við höfum mikla afkastagetu, sem við getum ekki nýtt, og höfum áhuga á að kaupa skip með aflakvóta. Við höf- um áhuga á að láta það fiska fyrir vinnsluna en það er þó óákveðið hvað gert verður," sagði Gunnar. Hraðfrystihús Keflavíkur hf. hef- ur fengið greiðslustöðvun til fimm mánaða en henni lýkur eftir márruð. Afiiotagjöld Ríkisútvarpsins: Nauðungarskattur eða grund- völlur flölbreyttrar dagskrár? UM 8% af rúmlega 72 þúsund viðskiptavinum Ríkisútvarpsins, eða um 5.760 manns, eru í vanskilum við stofnunina vegna afhota- gjalda síðasta árs og hafa lögfræðingar fengið reikninga þeirra til innheimtu. Gróflega áætlað nemur upphæð þessara vanskila um níu milljónum kr. án vaxta og kostnaðar. Dæmi eru um van- skil enn lengra aftur í tímann og má ætla að einhver hluti þeirra sé andsvar óánægðra sjónvarpseigenda vegna skylduáskriftar að dagskrá bæði Ríkissjónvarpsins og -útvarpsins sem fylgir með í kaupum á sjónvarpstæki. Iundirbúningi er stofnun sam- taka gegn nauðungarsköttum en markmið samtakanna er meðal annars að höfða opinbert dóms- mál til að skera úr um það í eitt skipti fyrir öll hvort slík nauð- ungaráskrift bijóti í bága við stjórnarskrá landsins. Eigendur sjónvarpstækja eiga ekki ann- ars úrkosti en að greiða af- notagjald til Ríkisútvarpsins hvort sem þeir hyggjast nota sér það sjónvarpsefni sem þar er á boð- stólum eður ei. Eina leiðin til að komast hjá slíku er að eiga óskráð tæki en það er ólöglegt athæfi og getur auk þess verið skamm- góður vermir, því starfsmenn inn- heimtudeildar Ríkisútvarpsins vinna markvisst að því að hafa uppi á óskráðum tækjum með sérstöku leitartæki. Hafa þeir í allt fundið hátt á fjórða þúsund óskráð tæki með leitartækinu, þar af um 1.000 tæki frá áramótum. Theódór Georgsson, innheimtu- stjóri Ríkisút- varpsins, sagði að gjald fyrir ótiltekinn §ölda litsjón- varpstækja og útvarpa á einu heimili, sem nær einnig til sumar- bústaða viðkomandi aðila, sé 1.622 kr. Gjald fyrir svarthvítt tæki er 1.460 og gjald fvrir út- varpstæki er 540 kr. Theódór sagðist ekki sjá hvern- ig Ríkisútvarpið gæti sinnt sínu hlutverki, sem skilgreint er í út- varpslögum, nema með því að innheimta afnotagjöld. Afnota- gjöld og auglýsingatekjur séu einu tekjustofnar Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið hefur orðið fyrir mikilli tekjuskerðingu allt frá ár- inu 1987 vegna þess að gjaldstofn af innfluttum sjónvarpstækjum sem kveðið er á um í útvarpslög- um hefur verið felldur niður á hveiju ári með afgreiðslu láns- fjáráætlunar. Markús Örn Ant- onsson, útvarpsstjóri, upplýsti að árið 1987 hefði tekjumissir stofn- unarinnar af þeim sökum numið 150-200 milljónum króna. Auk þess verður Ríkisútvarpið af 90-100 milljónum króna tekjum á ári vegna niðurfellingar afnota- gjalda ellilífeyris- og örorkuþega sem ákvörðuð er af Trygginga- stofnun ríkisins. Markús Örn sagði að það tíðkaðist um atla Vestur-Evrópu að sjónvarps- og útvarpsrekstur á vegum ríkis sé fjármagnaður með afnotagjöldum og nefndi hann í því tilviki bresku stöðina BBC. „Þetta er grundvall- arspuming um það hvort viðkom- andi samfélög telja að það sé rétt að tryggja fjölbreytni í dagskrár- framboði og áherslu á menningar- efni og bjóða efni við hæfi stórra hópa í samfélaginu. Hvort þau trúa að einkastöðvar sem reknar eru á hreinum viðskiptalegum for- sendum og auglýsingatekjum geti almennt staðið undir slíkum kröf- um með því að láta lögmál auglýs- ingamarkaðarins ráða,“ sagði Markús Örn. Emil AIs læknir og Þorsteinn Halldórsson framkvæmdastjóri standa að stofnun Samtaka gegn nauðungarsköttum. Þorsteinn sagði að þeir hefðu margoft rætt um óréttlæti þess að skylda menn til að greiða afnotagjöld RÚV og hefði hann sjálfur ekki greitt af- notagjöldin í tæp tvö ár. Hann kvað það hafa verið dropann sem fyllti mælinn þegar honum svo barst tilkynning frá borgarfógeta í síðustu viku um að bjóða ætti tæki hans upp vegna skuldarinn- ar. Ákváðu þeir félagarnir þá að gera alvöru úr hugmyndum sínum og hefja undirbúning að stofnun samtaka gegn nauðungarsköttum með það að markmið að vekja umræðu um þetta mál og láta á það reyna fyrir dómstólum hvort afnotagjöld RÚV fáist staðist. Þorsteinn sagði að sér hefðu bo- rist margar fyrirspurnir utan úr bæ um stofnun samtakanna og hefðu menn lýst miklum áhuga á þessum málum. BflKSVIÐ eftir Guójón Gudmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.