Morgunblaðið - 22.07.1990, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.07.1990, Qupperneq 18
w syjHNWPAeUft §§: ffly og verkstjórnarlega. Til vara var lagt til að verkstjórnarvald ríkis- skattstjóra yrði eflt og öll atvinnu- rekstrarframtöl unnin hjá embætt- inu svo og álagning og eftirlit með söluskatti. Komið yrði á fót sér- stakri eftirlitssveit sérhæfðra skatt- rannsóknarmanna sem gerði skynd- ikannanir á bókhaldi fyrirtækja og tæki til rannsóknar flókin og erfið framtöl. Þá var einnig lagt til að endurskoðuð yrðu ákvæði um skatt- alega meðferð hlunnindagreiðslna. Engu af þessu hefur verið hrundið í framkvæmd, og Guðmundur Guð- bjarnason segir að frá þeirra sjónar- miði hafi ekkert af þessum tillögum verið tekið til greina. Þó hafi enginn ágreiningur verið um tillögurnar og þær raunar taldar nauðsynlegar. „Það má segja að eftirlit með staðgreiðslu hjá embættinu undan- farin ár og nú virðisaukaskatti hafi komið niður á þeim þætti þar sem fjölgunar á mannskap er virkilega þörf en það er í rannsóknum," seg- ir Guðmundur. „Rannsóknir hafa setið á hakanum hjá okkur en með þeim mannskap sem við höfum er okkur ekki kleift að stunda bæði eftirlit og rannsóknir svo vel sé.“ VSK er skilvirkara kerfi Tilkoma VSK hefur breytt miklu fyrir embætti skattrannsóknar- stjóra. Guðmundur segir að hið nýja kerfi geri þeim kleift að fylgj- ast nákvæmar með tilteknum við- skiptum fyrirtækja. „Þetta samspil innskatts og útskatts var ekki til í söluskattskerfinu, það er að skattur hjá einum aðila er frádráttur hjá öðrum," segir Guðmundur. „Við getum með þessu kerfi rakið við- skipti á annan hátt og betur en ' áður. Auk þessa hefur undanþágum fækkað mikið en þær gátu menn áður fyrr misnotað mikið.“ Hvað varðar skattsvik almennt kemur fram í máli Guðmundar að þau eru af tvennum toga. Annars- vegar er um að ræða að einn aðili ákveður að svíkja undan skatti án þess að hafa um það samráð við aðra aðila. Hinsvegar eru svo tveir eða fleiri sem koma sér saman um skattsvikin. Það eru meiri líkindi á að embætti skattrannsóknarstjóra nái í skottið á þeim sem einn stund- ar skattsvik en þar sem tveir eða fleiri eiga hlut að máli. Þar sem einn á hlut ftð máli eru gögn varð- áh4í VÍðsWHtÍB OtoF On Ptt! ÍÍftSÍf nnnáFs gtaðap nn þ<tð þaFí eþþj að vofs þaF sem keif semjn nm máiið: „MaflUF fnFðflF sig flft á þyf þyp menn geFa- gengið langf i að iFne öðFum %fíf sltuttsviitHm sínumr segiF öuðmunfluF: „Itefta jtemuF oft fynr í byggingastarfsemi flg þjón- ustustarfsemi þar sem svört vinna, er tahn stunduð. Þar virðast menri lítt feimnir við að trúa samborgar- anum fyrir lögbrotum sínum með því að bjóða nótulaus viðskipti." í skýrslu þeirri sem lögð var fram á Alþingi 1986 segjr m.a. að hjá skattrannsóknarstjóra eigi sér nú stað eina raunhæfa skatteftirlitið í landinu. í stórum dráttum megi fullyrða að skattstofurnar séu eins og málum er háttað allsendis ófær- ar um að sinna eftirlitsskyldu sinni. Áhættan af skattsvikum sé mjög lítil, refsing nánast engin en hagnaðurinn verulegur. Var nefnd- in þeirrar skoðunar að lélegt skatt- eftirlit væri ein alvarlegasta brot- alömin í íslenskum skattamálum. En það er kannski alvarlegra að stjórnvöld hafa nákvæmlega ekkert gert til að bæta eftirlitið á þeim fjórum árum sem liðin eru frá út- komu skýrslunnar. embætti skattrannsóknarstjóra sl. sex ár þrátt fyrir mikla fjölgun framteljenda á þeim tfma og upp- töku staðgreiðslu og VSK. Emb- ætti þetta skilar þó töluverðum tekj- um f ríkiskassann í formi hækkaðr- ar álagningar eða refsinga fyrir skattsvik. Þannig er nú lokið rann- sókn hjá embættinu á máli þar sem um skattsvik upp á 55 milljónir er að ræða og er það stærsta mál hjá embættinu undanfarin 3 ár. Reikna má með að það verði sent Rann- sóknarlögreglunni til meðferðar á næstunni. Stærsta einstaka skatt- svikamálið í fyrra nam 30 milljónum króna og stærsta málið 1988 nam 42 milljónum króna. Þegar litið er á tölur yfír hve opinber gjöld hafa hækkað mikið vegna starfsemi skattrannsóknar- stjóra frá árinu 1985 kemur í ljós að þar er aðeins um að ræða brot af áætluöu tapi rfkissjóðs vegna neðanjarðarhagkerfísins. Árið 1985 voru þetta 104 milljónir króna (allar tölur eru á verðlagi hvers árs), árið 1986 voru þetta 119 milljónir króna 1987 103 milljónir, 1988 fór upp- hæðin í 243 milljónir króna en inni í þeirri tölu eru mörg mál sem voru óafgreidd í desember 1987 og f fýrra nam þessi upphæð 163 millj- ónum. Ljóst er að ef upphæðin 1985 er framreiknuð til ársins í fyrra kemur í Ijós að embættið hef- ur náð inn helmingi hærri upphæð 1985. Guðmundur Guðbjarnason skattrannsóknarstjóri segir skýr- inguna á þessu vera þá að embæt- tið var mikið í staðgreiðslueftirliti í fyrra en annað varð að sitja á hakanum á meðan. Það er hinsveg- ar ljóst að ef embættið hefði meiri mannafla myndu þessar tölur hækka að mun. í skýrslu nefndarinnar frá 1986 voru lagðar fram tillögur um úrbæt- ur í skattaeftirliti. Þær helstu voru að embætti ríkisskattstjóra yrði breytt í stofnun sem færi með heild- arstjórn skattamála bæði faglega RÆTT VIÐ MANN SEM MIKIÐ HEFUR UNNIÐ SVARTA VINNU liggja fyrir um innheimtu í VSK- kerfinu styðja þessa skoðun. Inn- heimtan á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs nam um 7 milljörðum króna sem er töluvert meira en áætlað hafði verið. Á árinu öllu er áætlað að innheimta VSK nemi um 33 milljörðum króna. Ef svo heldur fram sem horfír mun hún verða orðin einhvetjum milljörðum meiri í árslok. Sökum þess hvemig VSK er byggður upp — þar er að fínna bæði innskatt og útskatt — verða menn að hafa reikningsform sín í lagi til að fá þann frádrátt sem þeim ber. Á þennan hátt hefur dreg- ið mjög úr nótulausum viðskiptum. Vilhjálmur Egilsson fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs segir að verið geti að góð innheimta á VSK sé tímabundið fýrirbæri. Menn séu löglegir meðan þeir séu að átta sig á kerfinu og læra á það. Þegar frá líði falli allt í sama farið og áður. Rannsókn lokið á 55 milljón kr. skattsvikamáli Umfang neðanjarðarhagkerfís- ins má að hluta skýra með því að litlu fé og mannafla er varið til skattaeftirlits og skattrannsókna hér á landi. Sem fyrr greinir hefur mannskap ekki verið fjölgað hjá „ÆTLIÞAÐ sé ekki orðin lenska hér að svindla á ríkinu. Allavega hafði ég ekkert samviskubit af því að vinna svart, síður en svo.“ Þannig tekur 34 ára gamall maður til orða, en hann hefur af og til síðustu 14 árin unnið það sem kallast svört vinna. Nonni (tilbúið nafti) var í bæjarvinnu árið 1976 er hann kynntist fyrst vinnu þar sem ekkert af launum hans var gefið upp til skatts. Við vorum að vinna að hellu lögnum og ýmsum frá gangi við götur fyrir borg- ina og það var algengt að húseig- endur eða verslunareigendur bæðu okkur að vinna hið sama fyrir sig. Það virtist vera gagn- kvæmur skilningur á því að laun- in væru ekki gefín upp,“ segir Nonni. Árið 1986 vann Nonni nær ein- göngu svarta vinnu. Að mestu var um málningarvinnu að ræða og höfðu hann og félagi hans verk- efni hér og þar um borgina. „Við tókum oftast að okkur heimahús i þessari vinnu en einnig man ég að við máluðum eina prentsmiðju. Það var stærsta verkefni okkar og fengum við hálfa milljón króna fyrir sem ekki var gefin upp til skatts. Ég veit ekki hvemig eig- endur prentsmiðjunnar fóðmðu þetta í sínu bókhaldi." Aðspurður um hvemig þeir hefðu fengið verkéfni segir Nonni að til að byija með hafi það verið í gegnum meistara. Er frá leið, og þeir urðu þekktir, hafi þeir sjálfir getað útvegað sér verkefni. Hann segir að hann hafí á þessum tíma þekkt til stórs hóps manna sem tók að sér ýmis viðhaldsverk- efni í heimahúsum og það hafí verið almenna reglan að vinnan var ekki gefín upp til skatts. Verk- kaupandi sparaði sér með þessu söluskattinn, það er hann fékk vinnuna 26% ódýrari en ella. „Það kom einhvern vegmn aldrei til umræðu annað en að vinnulaunin væru ekki gefín upp eða reikning- ar lagðir fram. Og þetta er víða svona. Ég get nefnt sem dæmi að bróðir minn er pípulagninga- maður. Hann var eitt sinn við vinnu fyrir þingmann hér i bæ og þegar hann fór að mkka hann niðri í Alþingi var þingmaðurinn ekkert feiminn við að fara fram á að sleppa reikningnum og borga þetta svart. Þetta sýnir að allir taka þátt í þessum leik. Ég vann síðan fyrir heildsölu að loknu árinu í málningunni. Þar var kerfið þannig að bara dag- vinnan var gefín upp. Ofan á hana bættust svo 50%, sem borguð vom svart. Þetta var hægt með því að fíffa til lagerbókhaldið,“ segir Nonni. Þegar hann var spurður hvort hann hefði haft það betra þegar hann stundaði svörtu vinnuna en þegar hann þurfti að gefa allt upp sagði hann svo ekki vera. „Þetta var hálfgert hippalíf á okkur. Við unnum þegar við vorum í skapi til þess en lágum í leti þess á milli. Hinsvegar var svarta vinnan góð búbót með annarri vinnu sem ég fékk mér síðar meir,“ segir hann. „Það var gott að geta grip- ið ( þetta um helgar og drýgt þannig tekjurnar." Orðin lenska að svindla á rikinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.