Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 14
51 14 JUl .22 flUOAQIJMWJS CH0fAJ8M!.JO5TOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ HELMIIT KOHL KAMZLARI VI S I I R - ÞÝZKALAADS I \DK\ KOHL ÞEGAR Helmut Kohl kanzlari fékk samþykki Rússa fyrir aðild sameinaðs Þýzkalands að NATO í Moskvu á dögunum var rutt burtu einni helztu hindruninni, sem staðið hefur í vegi fyrir samein- ingu þýzku ríkjanna. Kohl vann enn einn sigur í sameiningarbaráttu Anokkrum mánuðum hefur Kohl kanzl- ari gert árið 1990 að „ári Þjóðveija" - ásamt Franz Beckenbauer og Boris Becker. Nánast einn síns liðs hefur hann gerbreytt landfræðilegri og pólit- ískri stöðu. Nú hillir undir að hann verði fyrsti lýðræðislega kosni kanzlarinn í Þýzkalandi í tæpa sex áratugi. Það er því ekki að ófyrir- synju áð vikuritið The Economist kallarhann Wunderkohl- Undra- Kohl. Kohl hefur verið vanmetinn af pólitískum samheijum og mót- heijum í tvo áratugi. Fyrir ári var stjómmálaferli hans talið lokið. Nú ræður hann lögum og lofum í Þýzkalandi og leiðtogar austurs og vesturs leita hófanna hjá „Kohl kóngi.“ Þó er hæðzt að honum og margir stjómmálamenn njóta meiri hylli. Honum hefur verið vantreyst heima og erlendis og er það enn, þótt nú sé viðurkennt að hann hafi forystuhæfileika. Völd hans virðast ekki reist á traustum grunni og því er haldið fram að hann fylgi ekki skýrt mótaðri framtíðarstefnu. David Gow lýsir Kohl sem „ráð- gátu“ í The Guardian, sem hér er aðallega stuðzt við. Hann sé ágætt dæmi um „kanzlara á venj- ■■■■■■■■ ulegum tímum.“ Undir foiystu hans hafi þjóðfé- lagið búið við stöðugan hag- vöxt og síaukna velmegun í átta ár. Hann sé „sveitamannslegur og smáborgaralegur stjómmála- maður,“ sem hafi „takmarkaðan orðaforða og þröng markmið," en skoðanir hans og meirihluta kjós- enda fari saman. Nú sé Kohl „kanzlari á óvenju- legum tímum“ og það hafi fyllt hann fítonskrafti, „Hafa verður í huga í sambandi við kanzlarann," segir einn ráðgjafa Kohls, „að hann hefur sterkan vilja til að ráða, tryggja sér völd og halda þeim, og hann nýtur þess að stjóma." Kohl er fæddur 3. apríl 1930 í Ludwigshafen við Rín. Faðir hans var kaþólskur fjármálafulltrúi og óháður nazistum. Sjálfur losnaði Kohl við herskyldu og gekk f Kristilega demókrataflokkinn (CDU) 17 ára gamall. Að loknu námi í lögum, félagsvísindum, stjómmálafræði og sögu í Frank- furt og Heidelberg lauk hann doktorsprófi 1958. Konrad Adenauer tók Kohl undir sinn vemdarvæng og hann varð forsætisráðherra Rheinland- Pfalz 1969. Hann gegndi því starfí í sjö ár, þótti fijálslyndur og vakti athygli fyrir breytingar á stjómskipuninni og skólakerf- inu. Þrítugur að aldri kvæntist hann stúlku frá Leipzig, Hannel- ore, sem var mótmælandi og hafði starfað sem túlkur eftir þungbæra reynslu í lok stríðsins. Kohl talar enn með rínlenzkum hreim, sem hæðzt er að í Ham- borg og Berlín, og gerþekkir íbúa og málefni Rínarhéraðanna. Dr. Kohl varð landskunnur þeg- ar Kurt-Georg Kiesinger kanzlari fól honum að semja stefnuskrá CDU 1969. Skráin var gagnrýnd, þar eð Kohl þótti láta undan kröf- um um veigamiklar breytingar og ekki móta framtíðarsýn. Tveimur ámm síðar var hann átalinn fyrir að leggjast gegn tillögum um aukin réttindi verkamanna, sem hann hefði áður stutt, og gæla við hugmyndir um að Austur- Þýzkaland yrði viðurkennt sérs- takt ríki. Joachim Sobotta, aðalritstjóri Rheinische Post, segir þó í nýrri bók um kanzlarann: „Saga hans í Kristilega demókrataflokknum sýnir að leið hans hefur stöðugt stefnt upp á við, þrátt fyrir þung áföll og ósigra.“ Kohl varð leiðtogi kristilegra demókrata 1976. Árum saman fór hann halloka í kappræðum við Helmut Schmidt, leiðtoga jafnað- armanna (SPD), en hann gafst aldrei upp. Að lokum tókst honum að binda endi á stjóm jafnaðar- manna, sem virtust uppgefnir og hugmyndasnauðir. Hagkerfið efldist og áhrif Þjóð- veija jukust. IVIANWSIVIYND eftir Gudm. Halldórsson Rússar og Bandaríkja- menn urðu að taka tillit til „risans hik- andi í krump- uðu fötunum.“ Kjósendur fengu leið á honum, en virtu hann fyrir að láta aldrei deigan síga og hrinda í framkvæmd lítt spenn- andi nauðsynjamálum. Gestum sagði Kohl að stríðinu væri lokið fyrir löngu og að hann og Þjóðveijar fæddir um og eftir stríð bæra enga ábyrð á Hitler, Gestapo og gyðingamorðum, Deil- um olli að hann fékk Reagan til að leggja blómsveig að gröfum SS-manna í Bitburg og kallaði Gorbatsjov „rússneskan Göbbels." Að sögn Gows hefur framsýni aldrei verið ástæða þess að Kohl hefur haft undirtökin í flokknum, en nú geti flokkurinn ekki verið án hans. Til þess að ná völdunum hafi hann sýnt „miskunnarlausa kænsku, þrautseigju og sjálf- straust," en orðið fyrir þungbær- um áföllum. Franz-Josef Strauss fyrirleit Kohl og gerði lítið úr afrekum hans. Honum tókst þó aldrei að sigra hann, þótt hann efndi stund- um til samblásturs gegn honum. Á flokksþingi ( september í fyrra lét Kohl víkja gömlum vini frá Rheinland- Pfalz, Heinz Gessl- er, úr stöðu aðalritara og skipa tiltölulega lítt þekktan mann, Volker Rhe, í hans stað. Á sama þingi var skæðasti keppinautur Kohls, Lothar Spáth, forsætisráðherra Baden-Wrtt- emberg, rekinn úr æðstu stjórn Teikning/Halldór Pétursson „Hann sér alltaf við þeim sem ógna hon- um og flýtir sér að koma þeim á kné. -Gamall samherji Kohls. „Leið hans hefur alltaf stefnt upp á við, þrátt fyrir áföll og ósigra." -Joachim Sobotta, ritstjóri. „Hann hefur sterk- an vilja til að ráða og nýtur þess að stjórna.“ - Ráðgjafi Kohls. flokksins. „Hann sér alltaf við þeim sem ógna honum og flýtir sér að koma þeim á kné,“ segir gamall samheiji. Aðrir hugsanlegir keppinautar Kohls í fijálslyndari armi CDU hafa ekki átt láni að fagna. í nýlegum kosningum í Nordrhein- Westfalen stjómaði Norbert Blm félagsmálaráðherra kosningabar- áttu CDU. Kohl hafði sig lítt f frammi að yfirlögðu ráði og Blm beið ósigur. Rita Sssmuth, sem varð að fara úr stjóminni og taka við starfi þingforseta, varð fyrir svipaðri reynslu í Neðra-Saxlandi. Vegna yfirburða Kohls hefur myndazt „valdatóm" í kringum hann. CDU hefur ekki alið upp nýja kynslóð hugsanlegra arftaka. Megináherzla er á það lögð að að tryggja endurkjör kanzlarans og treyata á hann og sameiningu Þýzkalands, Daginn eftir opnun Berlínar- múrsins 9. nóvember gerði múgur aðsúg að Kohl í Berlín. Þá virtist hann ekki viss um hvaða stefnu hann ætti að fylgja; semja við nýja leiðtoga Austur-Þjóðveija á jafnréttisgrundvelli og hvetja þá til að reisa við efnahaginn með vestur-þýzkri hjálp og viðurkenna tilveru tveggja þýzkra ríkja til bráðabirgða - eða knýja á um sameiningu, sem nú ertakmarkið. Fyrr í ár sagði Kohl að hans yrði minnzt sem „sameiningar- kanzlara Þýzkalands," en hann mundi fá sömu örlög og Churchill í Bretlandi í stríðslok; jafnaðar- menn mundu sigra í fyrstu kosn- ingunum f Þýzkalandi öllu og njóta góðs af afrekum hans. Síðan mætti rúm milljón á úti- fundi hans í Austur-Þýzkalandi. Einfaldur boðskapur um stofnun myntbandalags og almenna vel- sæld tryggði honum stórsigur í kosningunum 18. marz, en sem fyrr virtist staða hans ekki traust. Hann hafði ekki gætt þess að hafa samráð við Frakka, Banda- ríkjamenn og aðra samheija um skammlífa áætlun í 10 liðum um sameiningu og vakið þar með tor- tryggni og fjandskap. Aðallega var óttazt að Þjóðveijar mundu fara eigin leiðir og ógna skipulagi áranna eftir stríð, þróuninni í átt til sameiningar Evrópu og NATO. Þessi uggur jókst þegar deilt var um vesturlandamæri Póllands í febrúar. Kohl virtist reyna að halda opnum möguleika á nýrri sókn Þjóðveija í austur til að friða fámennan en áhrifamikinn hóp útlaga þaðan og skáka flokki öfg- afullra þjóðemissinna, á klaufa- legan hátt. Óttinn hefur dvínað vegna nýrrar forystuhæfni, sem Kohl hefur sýnt. Hingað til hefur hon-. um tékízt að sannfíwa aamheija og nágranna Þjóðveija um að sameinað Þýzkaland þurfi ekki að grafa undan stöðugleika í Evr- ópu og að sameiningarþróunin geti samrýmzt mótun nýrrar Evr- ópu og nýrrar skipunar öryggis- mála. Þannig þykir hann hafa sýnt töluverða lagni og kænsku, þótt honum hafi stundum verið líkt við „fíl í postulínsbúð." Hins vegar hefur samstarfið í ríkisstjórninni versnað vegna ráð- ríkis kanzlarans. Kohl hefur grip- ið fram fyrir hendurnar á Hans- Dietrich Genscher utanríkisráð- herra, sem jafnframt er vara- kanzlari og leiðtogi samstarfs- l'lokksins FDP, fijálsra demó- krata. Kanzlarinn vill sjálfur ráða mótun utanríkisstefnunnar og treystir því að FDP megi ekki við því að missa ráðherrastóla sína, en virðist laginn að afla sér óvina. Kanzlarinn reynir að draga úr efasemdum og kvíða margra Þjóð- veija vegna sameiningarinnar. í árlegu hófi þýzka iðnaðarsam- bandsins í júní ávítaði hann kaup- sýslumenn fyrir að hika við að fí'árfesta í Austur-Þýzkalandi og þjóðina fyrir takmarkaða gleði yfir sameiningunni. Önnur ríki eru enn uggandi, en hafa samþykkt tímaáætlun sam- einingarinnar - jafnvel Sovétrík- in. „Þegar hann hefur sett sér takmark hvikar hann hvergi fyrr en markinu er náð, þótt það kunni að taka langan tíma,“ segir einn ráðunauta Kohls. Jafnvel sumum aðdáendum Kohls fínnst hann fara of geyst. Þeir fagna einbeitni hans, þótt þeir hafi ekki gleymt því að hann hefur oft verið of gætinn og óá- kveðinn, hikað við að ganga fram fyrir skjöldu og haft tilhneigingu til að sætta sig við málamiðlanir. Þeir telja að nýr fítonskraftur og viljafesta Imfi náð yfirhöndinni, Áhrif kanzlarans - sem virtist hafa runnið skeið sitt á enda fyr- ir ári - hafa stóraukizt á örfáum mánuðum. Hann hefur lært af mistökum, sem honum urðu á fyrst eftir að sameiningarþróunin hófst. Hann stefnir að sigri í des- ember, þegar kosið verður í Þýzk- alandi öllu í fyrsta skipti síðan 1932. Hann reynir að halda öfga- fullri þjóðemishyggju í skefjum, en er staðráðinn í að halda fram rétti Þjóðveija til að sameinast. Boðskapur hans er einfaldur og í samræmi við það sem hann hefur áður sagt: „Saga Þýzka- lands fjallar ekki einungis um mikla glæpi; hún hefur einnig að geyma göfuga kafla. Slík yfirlýs- ing ber ekki vott um öfgafulla þjóðemishyggju, heldur þýzka ættjarðarást." Kohl er talinn nán- ast öraggur um sigur, en álitið er að síðan muni „kanzlarinn sem enginn kann að meta“ draga sig í hlé, því að eftir kosningamar muni Þjóðveijar krefjast kynslóð- askipta og stefnubreytingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.