Morgunblaðið - 03.08.1990, Side 1

Morgunblaðið - 03.08.1990, Side 1
56 SIÐUR B/C 174. tbl. 78. árg. FOSTUDAGUR 3. AGUST 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mótspyrna í Kúvæt þrátt fyrir ofurefli íraska heraflans: Trúbræður okkar o g allur heimurinn eru með okkur —segir forsætisráðherra Kúvæta í hvatningarávarpi frá leynilegri útvarpsstöð Kúvæt-borg, London, Moskvu, Washington, New York, Woody Creek í Colorado. Reuter, dpa. EGYPSKA fréttastofan MENA skýrði frá því í gærkvöldi að haldinn yrði leiðtogafundur arabaríkja vegna innrásar íraska hersins í Ku- væt. Verður fundurinn að líkindum í Kaíró á laugardag eða sunnu- dag. Innrásin hefur verið fordæmd um allan heim. Forsætisráðherra Kúvæts, sem enn er sagður vera í landinu, hvatti menn ákaft til að gefast ekki upp, þeir myndu fá aðstoð. „Hraustir bræður okkar munu hrinda þessari árás, arabískir bræður okkur eru með okkur. Múslim- skir bræður okkar styðja okkur, allur lieimurinn er með okkur,“ sagði hann í útvarpsávarpi. Talið er að um fimm hundruð manns hafi fallið í átökunum en tekið var að draga úr þeim seint í gærkvöldi og skothríð heyrðist ekki lengur í höfuðborginni. Olíuverð hækkaði um 15% á heimsmarkaði er fréttist um innrás íraka. Hún hófst um klukk- an 23 að íslenskum tíma og tólf stundum síðar réðu írakar öllum mikilvægum stöðum. Verð á Bandaríkjadollara og gulli hækkaði einn- ig mikið vegna óvissunnar en um fjórðungur af olíu á heimsmarkaði kemur frá Persaflóaríkjunum. íraskir hermenn skýla sér á bak við brynvagn í Salmya-hverfinu í Kúvætborg. Hörð átök voru í borginni og víðar í landinu fram á kvöld en liðsmunurinn var mikill þar sem Irakar hafa milljón manns undir vopnum, Kúvætar aðeins um 20 þúsund. Fjölmiðlar í ríkjum við Persa- flóa létu fyrst í stað hjá líða að skýra frá innrásinni og virð- ist hræðsla við Iraka hafa lam- að leiðtoga landanna. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfund í gær- morgun og samþykkti samhjjóða harðorða yfirlýsingu þar sem írök- um var gert að hafa sig skilyrðis- laust á brott frá Kúvæt. George Bush Bandaríkjaforseti og Margar- et Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, ræddust við í Colorado í gærkvöldi og hvöttu til alþjóðlegrar samstöðu til að binda enda á her- ferð íraka. James Baker, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, er var staddur í Mongólíu, ákvað að fljúga til Moskvu í dag, föstudag. Gert er ráð fyrir að hann fái so- véskan starfsbróður sinn, Edúard Shevardnadze, til að standa að sam- eiginlegri yfirlýsingu um innrásina. Sovétmenn hafa hvatt íraka, er þeir hafa stutt með vopnasendingum um árabil, til að halda með her sinn frá Kúvæt og semja um ágreining ríkjanna. Jafnframt hafa þeir stöðv- að frekari vopnasölu til Iraks. írösku hersveitimar, alls um 100 þúsund manns, réðu fljótlega nið- urlögum hers Kúvæta sem höfðu aðeins um 20.000 undir vopnum. Þjóðhöfðingi landsins, sheikh Jaber al-Ahmed al-Sabah fursti, slapp úr landi til Saudi-Arabíu. Yngri bróðir hans, Fahd, er sagður hafa fallið er íraskar þotur gerðu loftárás á eina af höllum furstans. Arftaki þjóð- höfðingjans, sheikh Saad al-Abd- ullah ál-Sabah, sem gegnir stöðu forsætisráðherra, mun fara huldu höfði í Kúvæt. í útvarpsávarpi sínu til þjóðarinnar hvatti hann til „heilags stríðs" gegn árásarmönn- unum. Sendingarnar vom á bylgju- lengd ríkisútvarps landsins en komu ekki frá aðalstöðvunum í Kúvæt-borg. Fyrstu opinberu viðbrögð flestra arabaríkja hafa verið þau að segja sem fæst um málið og virðast leið- togar margra þeirra ráðþrota. Flest studdu þau íraka í Persaflóastríð- inu en nú er ljóst að Saddam Hus- sein íraksforseti, er ræður yfir vold- ugasta herafla arabaríkja, telur sig geta farið sínu fram. Sýrlendingar lögðu strax til að leiðtogar ara- baríkja kæmu saman til að ræða ástandið og utanríkisráðherrar landanna funduðu í Kaíró. Fulltrú- ar Kúvæta kröfðust þess að sendur yrði sérstakur herafli arabaríkja til að reka Iraka á brott. Iranar hafa fordæmt innrásina. Að sögn heimildarmanna í aðal- stöðvum Atlantshafsbandalagsins í Bmssel hefur Bush Bandaríkjafor- seti beðið bandamenn sína að taka þátt í að brjóta Iraka á bak aftur með því að hætta að kaupa af þeim olíu. Stjórnir Vesturveldanna hafa fryst allar innistæður íraka í lönd- um sínum, einnig innistæður Kú- væts til að leppstjórn, sem írakar segjast hafa komið 'á laggirnar, geti ekki nýtt sér þær. Talið er að Kúvætar, sem áratugum saman hafa verið með ríkustu þjóðum, eigi um 55 milljarða Bandaríkjadollara í eignum og innistæðum í öðrum löndum. Átta bandarísk herskip voru fyr- ir á Persaflóa. Flugvélamóður- skipið Independence, sem var á Ind- landshafi, stefnir nú til flóans ásamt sex fylgdarskipum. Sjá einnig fréttir á bls. 18 og 19. Reuter A Islendingar í Kúvæt: „Fyrsta hugsunin að skoll- ið væri á þrumuveður“ TVÆR íslenskar Ijölskyldur búa í Kúvætborg. Þegar Morgunblaðið ræddi við Gísla H. Sigurðsson lækni í gær hafði hann haldið sig innan dyra ásamt eiginkonu sinni Birnu G. Hjaltadóttur. Þau búa á sjöttu hæð í þrettán hæða háhýsi sem lék á reiðiskjálfi vegna sprengjuárása íraka. Þrjú börn þeirra hjóna eru stödd á íslandi í sumarleyfí. Kristín Kjartansdóttir er gift Palestínumanni sem er háskólakennari og eiga þau hjón íjögur börn. Kristín hefur búið í Kúvæt í sextán ár og sagði hún að spenna hefði vaxið í landinu að undanförnu vegna spillingar furstaljölskyldunnar en hún efaðist um að uppreisn hefði verið í aðsigi. Gísli er yfirlæknir á háskóla- sjúkrahúsi í Kúvæt. Hann sagðist ekki hafa komist til vinnu í gær- Baker og Shevardnadze: Árangursríkur fundur í Irkútsk Irkútsk. Reuter. VIÐRÆÐUM utanríkisráðherra Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, Edúards Shevardnadses og James Bakers, lauk í Irkútsk i Síberíu í gær með þeirri yfirlýsingu að Sovétmenn ætluðu að hætta fram- leiðslu á kjarnorkuflugskeytum á járnbrautateinum en ekki náðist samkomulag um Afganistan. Baker sagði fréttamönnum að hann fagnaði ákvörðun Sovét- manna en að hún myndi ekki sjálf- krafa breyta afstöðu Bandaríkja- manna í samningaviðræðum utn afvopnunarsáttmála. Shevardnad- ze sagði að viðræðurnar hefðu verið árangursríkar. Hann vísaði sérstaklega til málefna Afganistan og Kambódíu og sagði þetta vera í fyrsta sinn sem stórveldin tvö hefðu rætt um vandamál í Asíu og við Kyrrahaf. Utanríkisráðherrarnir gerðu áætlun um tvíhliða og marghliða fundi á komandi mánuðum til und- irbúnings næsta leiðtogafundar. Shevardnadze bauð Baker að sitja fund viðskiptanefnda stór- veldanna í Moskvu í september en Sovétmönnum er mjög í mun að tryggja ijarfestingar Vestur- landabúa í Sovétríkjunum sem myndu auðvelda efnahagsupp- byggingu landsins. Shevardnadze sagði að fram- leiðsla langdrægra kjarnorkueld- flauga á járnbrautateinum yrði stöðvuð 1. janúar nk. morgun vegna þess að skotið var á þá sem hættu sér út úr húsi. Skrið- drekar og hermenn eru á hveiju strái og hafði íraski herinn tekið nokkrar byggingar í nágrenninu á sitt vald. Svo virtist sem þeim ætti að breyta í fangelsi fyrir kúvæska hermenn. Gísli bjóst alveg eins við því að hann fengi ekki að fara úr landi vegna þess að búast mætti við því að hernámsstjórnin hleypti læknum ekki burt. Kristín sagði að það hefði verið sín fyrsta hugsun þegar hún vakn- aði um fimmleytið í fyrrinótt að skollið væri á þrumuveður. Hún sagði að umferð skriðdreka og her- bíla hefði verið mikil í gær um há- skólahverfið og eldflaugum hefði rignt yfír æfingasvæði kúvæska hersins sem þar er í nágrenninu. Kristín sagðist telja að innrásin þýddi að valdadagar furstafjöl- skyldunnar væru taldir. INNRASIN I KUVÆT Abdullah Rukabi, kúvæskur blaðamaður sem Morgunblaðið ræddi við í gær, taldi fráleitt að einhveijir Kúvætar hefðu ætlað að steypa furstanum eins og írakar héldu fram. Hann sagði að Kúvætar hefðu bundið vonir við aðstoð frá Bandaríkjamönnum en nú virtist sem vinum þjóðarinnar færi fækk- andi. íslensk stjórnvöld hafa fordæmt innrás Iraka og hvatt íslenska borg- ara í Kúvæt til að leita liðsinnis sendiráða Norðurlandanna. Sjá viðtöl við íslendingana og kúvæska blaðamanninn á bls. 4.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.