Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. AGUST 1990 1 Staðsetning nýs álvers Vel má vera að sú býggðastefna sem rekin hefur verið undanfarna eftir Ólaf Jónsson í Morgunblaðinu 14. júlí sl. birt- ist grein um staðsetningu nýs ál- vers á íslandi eftir Karl Steinar Guðnason. Þar þykir mér hann ganga nokkuð langt í áróðri fyrir því að nýju álveri verði fundinn staður á Keilisnesi. Margar fullyrð- ingar hans þykja mér ónákvæmar og um sumt makalausar. Ekki síst fyrir þær sakir að hér á í hlut maður sem er allt í senn, alþingis- maður og einn áhrifamesti verka- lýðsleiðtogi landsins. Það hlýtur því að teljast forvitnilegt að sjá fullyrð- ingar þess efnis að þrýstihópar séu bundnir sérstökum landshlutum og eins hitt að lífsbjörg manna og at- vinna lúti mismunandi lögmálum eftir búsetu. Karl Steinar nefnir ýmis rök sem hann telur að réttlæti öðru fremur staðsetningu álvers á Keilisnesi. Þar nefnir hann fyrst kostnaðarauka upp á að minnsta kosti 2-2,5 millj- arða króna ef álverið verði staðsett annars staðar en þar. Frá ráðgjafar- nefnd iðnaðarráðuneytisins hafa birst tölur á bilinu 1 til 2,5 milljarð- ar króna, hér nefnir þingmaðurinn greinilega vísvitandi hærri töluna og bætir við „að minnsta kosti“. Hlutur iðnaðarráðherra er reyndar. líka nokkuð undarlegur í þessum kostnaðarútreikningum og hef ég aldrei fengið það á hreint hversu mikill munur er á kostnaði þess að reisa álver á Leirum við Reyðar- fjörð eða á Keilisnesi. Er ekki kom- inn tími tii að þetta dæmi verði birt sundurliðað í eitt skipti fyrir öll? Liggur kostnaðarmunurinn kannski einungis í mengunarvörn- um? Það verður að teljast vafasöm pólitík nú á dögum þegar m.a. er bannað að nota úðabrúsa með fre- óni sökum hættu á eyðingu óson- lagsins að telja það sérstaka land- kosti á Keilisnesi hagstæða álveri að þar blási vindar stöðugt á haf út og því sé ekki þörf á ítrustu mengunarvörnum. Slíkt hugarfar tilheyrir tímum stóriðjuuppbygg- ingar Stalíns í Rússlandi. A sama tíma eru íslendingar að hlútast til um mengunarvarnir í nágranna- löndum sínum. Engar kann ég skýringar á því að útgerð á í erfiðleikum í Keflavík, en spyr: „Er þannig farið fyrir allri útgerð í Reykjaneskjördæmi?“ Kannski hafa landkostir svo sem Varnarliðið og öll sú mikla upp- bygging sem farið hefur fram á þeirra vegum ráðið þarna meiru en kvótinn? Alla vega hafa erfíðleikar í útgerð í Keflavík ekki staðið í vegi fyrir því að fólk hafí flutt ummvörpum af landsbyggðinni til kjördæmis Karls Steinars. Heyra mátti líka nýverið í fréttum að Keflavíkurstöðin væri ein fárra her- stöðva Bandaríkjamanna þar sem ekki væri búist við samdrætti í framkvæmdum. Ég skal ekki rengja tölur hans um atvinnuleysi. En hitt þykir mér undarlegt að verkalýðs- leiðtoginn skuli ekki birta frekar hlutfall atvinnulausra í hveiju kjör- dæmi fyrir sig, sem er algengara, en heildarfjölda atvinnulausra. Ég nenni ekki að afla mér upplýsinga um þá hluti, en mig rennir í grun að þá væri myndin kannski önnur. Hinu virðist hann líka horfa fram- hjá að atvinna á Austfjörðum er mjög ótrygg og t.d. á haustin og veturna algjörlega háð síld- og loðnuveiðum. Þá er mikill samdrátt- ur í landbúnaði á Héraði þar sem aðallega er stundaður sauðfjárbú- skapur. Að birta tölur um atvinnu- leysi í júnímánuði einum, sem er hábjargræðistíminn á Austurlandi og eins sá tími ársins þegar flestir eru úti á atvinnumarkaðnum á Stór-Reykjavíkursvæðinu er for- kastanleg framkoma eins æðsta verkalýðsforingja landsins í áróðri hans fyrir stóriðju í hans héraði. Austfirðingar hafa blessunarlega 'verið hófsamir í sínum áróðri fyrir staðsetningu álvers við Reyðarfjörð og nafngiftin „síbylja þrýstihópa" eins og þingmaðurinn kallar það, getur því vart átt við þá. Þessi nafn- gift er líka undarlegri í ljósi þess að Reyknesingar hafa nýverið ráðið mann í fullt starf til þess eins að halda uppi áróðri fyrir staðsetningu álvers á Keilisnesi. Ég þekki bæði vel til fólks og staðhátta á Reyðar- firði og næstu byggðalögum og Staðarval og stóriðja eftirRúnar Guðbjartsson Nú er mikið rætt um hvar næsta álver eigi að rísa, er þetta eitthvert mesta mál, sem þingmenn og ráð- herrar hafa þurft að glíma við í langan tíma. Mín skoðun' er að það eigi að rísa utan Stór-Reykjavíkursvæðis- ins. Það yrði ódýrast fyrir mig sem skattborgara í Reykjayík, þegar til langs tíma er litið, jafnvel þó stofn- kostnaður verði hærri. Staðreyndin er sú að stór hluti af mínum skattpeningum fer í að halda uppi landsbyggðinni, hún er þungur baggi á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Ekki nóg með það heldur fer líka stór hluti af útsvarinu mínu til að aðstoða flóttafólk af lands- byggðinni sem flytur á mölina af því að það hefur ekki nógu góða afkomumöguleika heima í sinni sveit: Það þarf fleiri byggingarlóðir og skóla o.fl. o.fl. en ef byggð væri í jafnvægi. Auðvitað hefur höfuðborgin, sem slík, ýmis atvinnutækifæri upp á að bjóða. En þess hefur einnig veríð gætt vandlega, að öll stóriðja hefur að- eins farið á Stór-Reykjavíkursvæð- ið, eins og Áburðarverksmiðjan, Sementsverksmiðjan, Álverið og J ámblendiverksmiðj an. Fyrir bragðið hafa ógrynni af péningum runnið til Reykjavíkur og næstu byggðarlaga. Mér er minnisstætt hvað illa var komið fyrir Hafnarfírði áður en Álverið kom til sögunnar, bærinn byggði mest á togaraútgerð og fískvinnslu og þar var allt á niðurleið, eins og núna er víða um land, en nú er þar einn blómlegasti bær landsins. Næsta stóriðja, hvar sem hún yrði reist utan Stór-Reykjavíkur yrði óskaplega mikil lyftistöng fyrir það byggðarlag og nágrannabyggð- ir þess, sem myndi hreppa hnossið, og ekki nóg með það, heldur myndu fjarlæg byggðarlög einnig njóta góðs af, þar sem byggðarlög í ná- grenni stóriðju, yrðu ekki eins háð hinum hefðbundnu atvinnuvegum, og þess vegna myndi hluti af kvóta þeirra flytjast til fjarlægari byggð- arlaga með tíð og tíma. En af hveiju hefur öll stóriðja farið á Reykjavíkursvæðið fram að þessu? Jú, alþingismenn svæðisins hafa í krafti þingstyrks síns, komið þessu þannig fyrir og talið sig vera að vinna fyrir sínum atkvæðum, og landbyggðarþingmenn hafa ekki borið gæfu til að standa saman um þetta hagsmunamál sitt og í raun allrar þjóðarinnar. Ég hef það þó á tilfinningunni, að í þetta skipti sé góður byr um að næsta álveri verði valinn staður á landsbyggðinni. Þó er í mér beyg- ur vegna hins skyndilega áhuga á Keilisnesi, sem er aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð frá Straumsvík. Kannski er ég með beyginn vegna tilraunar, sem ég las um og gerð var í bandarískum mennta- skóla, þar sem verið var að fjalla um ábyrgð í félagsfræðibekk og kennarinn bað nemendurna að gefa tíkall í eitt af eftirfarandi: Rúnar Guðbjartsson „Því miður, er það svo, að sé vandamálið ekki nógu nálægl mannin- um, þá á hann oftast erfítt með að sjá mikil- vægi þess“ Lokað f östudaginn 3. ágúst og þriðiudaginn 7. ágúst vegna snmarleyf a ftHÚSAKAUPe -S621600 Ragnar T ómasson, hdl., Brynjar Harðarsson, viðskfr., Guðrún Árnadóttir, viðskf r. Ólafur Jónsson „Vel má vera að só byggðastefna sem rek- in hefur verið undan- farna áratugi á íslandi sé rómantík, en þá á þingmaðurinn Karl Steinar jafna sök að máli og hver annar.“ áratugi á íslandi sé rómantík, en þá á þiiigmaðurinn Karl Steinar jafna sök að máli og hver annar. Engum er fremur ljóst en lands- byggðarmönnum sjálfum að byggðastefnan hefur í flestu beðið skipbrot, það fínna þeir best sjálfir og skiptir engu hvar borið er niður því til stuðnings. Mér er þó stórlega til efs að rómantík ráði búsetu manna, heldur ráði þar aðrir hlutir. Ég efast um að atvinnulausir íbúar í óseljanlegum íbúarhúsum Hellu og Hvolsvallar sjái virkjanirnar í Þjórsá í einhveiju rómantísku ljósi. Ég efast líka um að það hafí staðið í þingmönnum Alþýðuflokksins að samþykkja heimild handa Lands- virkjun til að taka hundrað milljóna króna lán til að hefja framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun. Virkjun sem ein og sér mun gjörsamlega snúa við veikburða atvinnulífi Austur- lands og skilja Egilsstaði og Reyð- arfjörð eftir í sömu sporum og sunn- lenska byggðakjarna í dag. Ráðgjafarnefnd iðnaðarráðu- neytisins hefur helst sett það fyrir sig að álverið rísi við Reyðarfjörð að Atlantal-hópurinn geri kröfu um ákveðinn íbúafjölda innan 40 km vegalengdar frá álverinu. Hvers vegna var miðað við 40 km ekki t.d. 60 km, hafa menn ekki árum saman sótt vinnu úr Reykjavík til Keflavíkurflugvallar? Eins er verið að skipuleggja gerð jarðganga milli fjarðanna fyrir austan í öðru ráðu- neyti, sem mun gera Mið-Austur- land að 7.000 manna atvinnu-' svæði. Þá virðist mönnum gjörsam- lega vera fyrirmunað að gera ráð fyrir fólksflutningum til Austfjarða í kjölfar álvers. Á sínum tíma benti Gylfi Þ. Gísla- veit að það eru skiptar skoðanir meðal íbúa þessara staða um álver. En hitt veit ég líka að íbúum Aust- urlands skilst vel að ekki verður lengur búið við einhæfa og ótrygga atvinnu. Ágætur samnefnari fyrir skynsama umræðu Austfírðinga í þessum málum er grein Braga Sig- urbjörnssonar fyrrv. alþingismanns og framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem birtist í Morgunblaðinu síðla vors. Slíkur málflutningur er engin síbylja. son á nauðsyn þess að huga að samdrætti í íslenskum landbúnaði og fékk lítinn hljómgrunn, því mið- ur. Nú er komið í óefni, sérstaklega í sauðfjárræktinni, og ástandið á einungis eftir að versna. Fyrirsjáan- leg er einnig hagræðing og sam- dráttur í veiðum og fiskvinnslu. Þetta eru tvær meginstoðir atvinnu- lífsins á Austurlandi. Álver við Reyðarfjörð er því ekki bara spurn- ing um að bjarga atvinnuleysi 127 Höfundur er dýralæknir. Upplagseftirlit Verslunarráðsins: Upplag tímarit- anna minnkar PRENTAÐ upplag allra tímarita sem taka þátt í upplagseftirliti Verslunarráðs íslands minnkaði á tímabilinu febrúar-maí á þessu ári frá næsta tímabili á undan sem var október til janúar. Fjögur tímarit og fjögur fréttablöð fengu staðfestingu upplagseftirlitsins með síðustu könnun trúnaðarmanns eftirlitsins sem er Reynir Vignir löggiltur endurskoðandi. 1 Það hafði orðið mikill þurrkur í suður Indlandi og þar af leiðandi mikil hungursneyð, konur og börn dóu unnvörpum og þessi tíkall myndi bjarga mannslífum. 2. Tíkallinum átti að veija til að styrkja efnilegan svartan náms- mann, sem var að yfirgefa skólann, þar sem hann hafði ekki lengur efni á að halda áfram. 3. Tíkallinn átti að nota til að kaupa ljósritunarvél fyrir bekkinn. Útkoman varð sú, að yfir 85% völdu ljósritunarvélina, 12% völdu að hjálpa námsmanninum og innan við 3% kusu að bjarga mannslífum í Indlandi. Því miður er það svo að sé vanda- málið ekki nógu nálægt manninum, þá á hann oftast erfitt með að sjá mikilvægi þess. Upplag tímaritanna var að með- altali í febrúar til maí (tölur síðasta tímabils innan sviga): Heilbrigðismál komu einu sinni út á tímabilinu eins og tímabilið á undan. Prentað upplag 8.230 (8.300), dreift í áskrift 6.850 (7.020). Heimsmynd kom út fjórum sinnum á báðum tímabilum. Prent- að upplag 9.523 (9.768), dreift í áskrift 2.008 (1.806), dreift til lausasölu 7.465 (7.812). Þjóðlíf kom út fjórum sinnum á báðum könnunartímabilum. Prent- að upplag 11.925 (14.500), dreift í áskrift 9.949 (11.388), dreift til lausasölu 1.377 (2.212). Æskan kom út fjórum sinnum, eða þrisvar í október til janúar. Prentað upplag 7.625 (8.333), dreift í áskrift 6.625 (6.905) og dreift til lausasölu 240 (240). Upplag fréttatímaritanna fjög- urra var eftirfarandi: Tíu tölublöð komu út af Hafn- firska fréttabiaðinu á móti sjö á næsta tímabili á undan. Prentað upplag 5.500 (5.500), borið út í hús og stofnanir 4.600 (4.600), lagt fram til dreifingar í verslunum 850 (850). Víkurfréttir komu átján sinnum út á móti sautján blöðum á síðasta tímabili. Prentað upplag 5.645 (5.634), borið út í hús og stofnan- ir 4.142 (4.025), lagt fram til dreifíngar í verslunum 1.470 (1.470). Bæjarins besta kom út átján sinnum, hafði komið út nítján sinn- um í október til janúar. Prentað upplag 3.800 (3.600), borið út í hús og stofnanir 2.750 (2.700), lagt fram til dreifingar í verslanir 1.000 (850). Vestfirska fréttablaðið kom nítján sinnum út, sextán sinnum á tímabilinu á undan. Prentað upplag 3.750 (3.663), borið út í hús og stofnanir 3.390 (3.390), lagt fram til dreifíngar í verslunum 285 (230). Að auki tók upplagseftirlitið til eins kynningarblaðs, Tilboðs- tíðinda í júní. Prentað upplag 88.500, borið í hús og stofnanir 87.200. c i i i i i i i I i 4 Iíöfundur er flugstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.