Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 Ekki rök fyrir tafarlausu a fnámi j ö fnunargj alds eftirMá Guðmundsson Mikil umræða hefur farið fram að undanfömu um jöfnunargjald á innfluttar iðnaðarvömr, sérstak- lega hér á síðum Morgunblaðsins. Háværar kröfur hafa verið um að gjaldið verði lækkað, eða jafnvel fellt niður, áður en Alþingi kemur saman og fær tækifæri til að fjalla um málið. Rök manna fyrir þess- ari kröfu virðast þó vera mismun- andi. í fyrsta lagi er fullyrt að jöfnunargjaldið sé orðið hreinn vemdartollur eftir að virðisauka- skattur var tekinn upp og því brot á stofnsamningi EFTA og friversl- unarsamningi íslands og EB, og úr þessu þurfi að bæta hið snar- asta. í öðru lagi er fullyrt að það hafi verið vilji Alþingis að jöfnun- argjald félli niður um mitt ár. Í þriðja lagi er síðan bent á, að þar sem ekki sé gert ráð fyrir tekjum af jöfnunargjaldi nema í hálft ár í tekjuáætlun ijárlaga sé lækkun eða niðurfelling gjaldsins heppileg aðgerð til að komast undir rauð strik kjarasamninganna. í þessari grein verður því haldið fram, að málið sé ekki nærri eins einfalt og talsmenn tafarlausrar lækkunar eða niðurfellingar jöfn- unargjalds vilja vera láta. í fyrsta lagi mun áhrifa uppsöfnunar sölu- skatts gæta lengi í rekstrarkostn- aði iðnaðar hér á landi eftir að virðisaukaskattur hefur verið tek- inn upp og því ekki um hreinan vemdartoll að ræða. I öðru lagi er varla hægt að tala um vilja Alþingis annan en þann sem birt- ist í atkvæðagreiðslum um mál. í þriðja lagi er lækkun jöfnunar- gjalds bæði dýr og ótrygg leið til lækkunar á framfærslukostnaði. Af þessum sökum, svo og vegna þess að ágreiningur er meðal at- vinnurekenda og í öðmm samtaka launafólks um jöfnunargjaldið, verður að teljast eðlilegt að breyt- ingar á þvi bíði þess að Alþingi geti fjallað um málið, en séu ekki gerðar með bráðabirgðalögum. Hvers vegna jöfnunargjald? Söluskattskerfið sem var við lýði hér á landi þar til um síðustu áramót olli uppsöfnun söluskatts í rekstrarkostnaði iðnaðar, þar sem hann lagðist að hluta á að- föng hans. Á sama tíma höfðu flest aðildarlönd EFTA og EB tekið upp virðisaukaskatt, sem felur í sér að enginn skattur leggst á afurðir útflutningsgreina né á aðföng þeirra. Þessar aðstæður skekktu samkeppnisstöðu íslenskra út- flutnings- og samkeppnisgreina. Til að mæta þessu vandamáli var gripið til þríþættra ráðstafana. I fyrsta lagi var söluskattur felldur niður eða endurgreiddur af margv- íslegum vélum, tækjum og búnaði í sjávarútvegi og í útflutnings- og samkeppnisiðnaði. í öðru lagi var uppsafnaður söluskattur endur- greiddur til sjávarútvegs og út- flutningsiðnaðar. I þriðja lagi var svo 3% jöfnunargjald lagt á inn- fluttar iðnvörur árið 1978, sem var þá talið jafna samkeppnisstöðu iðnaðar gagnvart innflutningi. Þegar jöfnunargjaldið var lagt á var söluskattshlutfallið 20%. Á síðasta ári var söluskattshlutfallið orðið 25%. Þessi staðreynd var m.a. notuð til að réttlæta hækkun jöfnunargjalds á síðasta ári, þegar margvíslegir skattar voru lækkað- ir til að greiða fyrir kjarasamning- um. Jafnframt var því lýst yfir í bréfi til VSÍ og Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna að jöfn- unargjald félli niður þegar virðis- aukaskattur kæmi til fram- kvæmda. Virðisaukaskattur ogjöfnunargjald Rökin fyrir því að fella niður jöfnunargjald við upptöku virðis- aukaskatts eru þau að uppsöfnun- aráhrifin sem komu fram í sölu- skattskerfínu hverfa. Þetta er rétt að því leyti að ný uppsöfnun á sér ekki stað. Þar sem söluskattur féll yfirleitt niður eða var endur- greiddur á vélum og tækjum til iðnaðar stöfuðu uppsöfnunaráhrif- in aðallega af söluskatti af rekstr- arvörum og uppsöfnuðum sölu- skatti í byggingum og mannvirkj- um sem notuð erú í iðnaði, sem kemur smám saman fram í rekstr- arkostnaði þegar þau eru afskrif- uð. Áhrifín af söluskatti af rekstr- arvörum hverfa fljótlega eftir að virðisaukaskattur er tekinn upp. Áhrifin af uppsöfnuðum söluskatti í byggingum hverfa hins vegar ekki að fullu fyrr en þær bygging- ar sem byggðar voru fyrir upptöku virðisaukaskatts hafa verið að fullu afskrifaðar. Á þesum grundvelli má rökstyðja að haldið verði í jöfnun- argjaíd í einhvern tíma eftir að virðisaukaskattur hefur verið tek- inn upp. Samkvæmt áætlunum Þjóðhagsstofnunar eru uppsöfnun- aráhrifin í afskriftum 0,3-0,4% af rekstrarkostnaði i iðnaði. Miðað við að líftími viðkomandi eigna sé um helmingur af skattalegum af- skriftartíma bygginga, sem er 50 ár, réttlætir þetta 0,3-0,4% jöfnun- argjald í rúm 20 ár. Ef bæta á iðnaðinum þetta upp á einu ári eftir að virðisaukaskattur kemst á þyrfti 5-5 'h% jöfnunargjald'. Loforð og „vilji“ Alþingis Hvað sem líður efnislegum rök- um í þessu máli gætu þeir sem sækja á um umsvifalausa niður- fellingu eða lækkun jöfnunar- gjalds haldið því fram að því hafi verið lofað við margvísleg tæki- færi að það félli niður um leið og virðisaukaskattur yrði tekinn upp, og „orð skulu standa“, eins og segir í leiðara Morgunblaðsins frá Á að reka háskóla- menntað fólk úr landi? eftir Harald Blöndal Ríkisstjórn íslands gerði kjara- samning við Bandalag háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna á sl. vori. Einn hluti samningsins fjall- aði um, að endurskoða bæri launa- kjör sambærilegra stétta á hinum almenna launamarkaði. Aðilar voru sammála um, að launadeild ríkisins annaðist um könnun í þessu skyni. Með hliðsjón af því, að ríkisvaldið hefur svikið alla slíka samninga um endurskoðun launa- kerfís frá því að Magnús heitinn Jónsson frá Mel var ijármálaráð- herra frá 1965 til 1971, var ákveð- ið að setja tímamörk og átti þess- ari endurskoðun að vera lokið fyr- ir 1. júlí 1990. Ríkisstjómin skuld- batt sig til þess að hækka laun háskólamenntaðra starfsmanna sinna um 4,5%, ef endurskoðun var ekki Iokið þennan dag. Endurskoð- un átti eigi að síður að fara fram, og kaup þeirra að hækka, sem skoðun sýndi að voru með verri kjör en á hinum almenna markaði. Hins vegar átti ekki að taka þessa hækkun af hinum, sem rannsókn sýndi að bjuggu við sambærileg kjör. Með þessu viðurkenndi ríkis- stjórnin, að kjör a.m.k. háskóla- menntaðra starfsmanna sinna væru verri en starfsbræðra þeirra á hinum almenna markaði og það væri nauðsynlegt að leiðrétta þessi kjör. Jafnframt féllst ríkisstjórnin á, að rétt væri í ljósi reynslunnar að beita hana févíti, ef hún stóð ekki við að endurskoða launakjör- in. Þessi hluti kjarasamnings há- skólamenntaðra ríkisstarfsmanna kemur öðru launafólki ekkert við. Hér er ekki verið að hækka kaup háskölafólks umfram aðra. Hér er einungis verið að leiðrétta mis- rétti, — hækka kaup þeirra, sem sannanlega hafa lakari kjör en starfsbræður þeirra utan ríkisgeir- ans. Það er ekki sök Bandalags háskólamenntaðra rikisstarfs- manna, að ríkisstjórnin hafði ekki Iokið endurskoðuninni. Bandalagið var tilbúið og raunar knúði hvað eftir annað á um, að þessi endur- skoðun hæfíst. Ríkisstjórnin ætlaði sér hins vegar aldrei að fram- kvæma þessa endurskoðun. Er hér rétt að benda á, að Reykjavíkur- borg gerði samning á siðasta ári við Starfsmannafélag borgarinnar um endurmat á starfskjörum, — þeirri endurskoðun var lokið innan tilskilins frests, enda áttust þar við menn, sem eru vanir að efna samn- inga sína. Það er almælt, að Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og líklega dr. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, hafí lofað forystumönnum Vinnuveiten- dasambands íslands og Alþýðu- sambands íslands því í vetur, að þeir myndu sjá til þess, að háskóla- menntaðir starfsmenn ríkisins fengju ekki þá leiðréttingu launa, sem þeir höfðu samið um. Það er almælt, að þetta sé skýringin á því, að forystumenn þessara sam- taka ganga nú berserksgang. Hvorki Einar Oddur Kristjánsson né Ásmundur Stefánsson hafa fengist til þess að staðfesta þetta opinberlega. Er það undarleg hlífð við þessa menn, að blaðamenn skuli ekki knýja á um heiðarleg svör í þessu efni. Er þetta þó það eina sem skipt- ir máli, e.t.v. það eina, sem réttlæt- ir upghlaup Vinnuveitendasam- bands íslands og Alþýðusambands íslands, en þá aðeins gagnvart ríkisstjórninni. Það er hins vegar ekkert í kjarasamningum þessara aðila, sem leiðir til þess að hækka eigi almennt laun vegna dóms fé- lagsdóms. Vitanlega væri réttast af þessum aðilum að setja launa- hækkunarkröfuna í félagsdóm í stað þess að gaspra um þessi at- riði og veifa röngu tré. Alþýðusamband íslands hefur nú krafist þess, að umsamin kjara- leiðrétting háskólamanna verði tekin af með lögum. Ástæðan er sögð sú, að leiðréttingin ógni öllu efnahagskerfi landsmanna. Ber að skilja þessa kröfu Alþýðusam- bandsins svo, að það telji stjórn- völdum ævinlega rétt og skylt að setja lög til þess að „leiðrétta" þá Már Guðmundsson „Nú þegar virðisauka- skattur hefur verið tek- inn upp er ljóst að ef haldið verður í 5% jöfn- unargjald til frambúðar er um brot á fríverslun- arsamningunum að ræða. Jöfnunargjaldið hlýtur því að hverfa í náinni framtíð, en eins og bent var á hér að framan eru full rök fyr- ir rúmlega 5% jöfnun- argjaldi í eitt ár eftir að virðisaukaskattur hefur komist á.“ 26. júlí sl. af þessu tilefni. Þetta viðhorf kemur sérstaklega fram í grein Friðriks Sophussonar alþing- ismanns í Morgunblaðinu þann 21. júlí sl. I fyrsta lagi telur Friðrik að fyrirheit hafi falist um niðurfell- ingu jöfnunargjalds við upptöku virðisaukaskatts í frumvarpi til Haraldur Blöndal „Krafan um að breyta niðurstöðu félagsdóms með lögum er fáheyrð. Það er furðulegt, að sjálfstæðismenn skuli setja fram kröfu um slíkt eða styðja. Ef slíkt stenst síjórnarskrána er verið að skapa slíkt fordæmi, að eftir það verður ekki hægt að gera nokkurn einasta samning við ríkisvaldið og tæpast við nokkurn mann.“ einstaka þætti kjarasamninga í landinu, þ.m.t. kaupliði, sem geta laga um virðisaukaskatt og að skatthlutfall hans hafi við það miðast. Það er rétt að í töflum í greinargerð með því frumvarpi sem samþykkt var á vorþingi 1988 var gert ráð fyrir niðurfellingu jöfnunargjalds. I því frumvarpi var skatthlutfallið ákveðið 22%. í því frumvarpi sem endanlega var sam- þykkt á haustþingi 1989 var skatt- hlutfallið hins vegar ákveðið 24,5%, en hefði þurft að vera hærra ef breytingin frá söluskatti í virðisaukaskatt átti að koma út á sléttu samhliða niðurfellingu jöfnunargjalds á þessu ári. í grein- argerð með því frumvarpi er enda hvergi minnst á niðurfellingu jöfn- unargjalds, enda var gert ráð fyr- ir tekjum af gjaldinu á árinu 1990 í tekjuáætlun fjárlaga. í öðru lagi telur Friðrik Sophus- son í grein sinni, að ríkisstjórnin hafí gefið fyrirheit um niðurfell- ingu jöfnunargjalds í tengslum við kjarasamninga vorið 1989. Það er rétt að í bréfi ríkisstjórnarinnar til VSÍ og Vinnumálasambands samvinnufélaganna segir að ríkis- stjórnin hafi ákveðið að „jöfnunar- gjald af innfluttum vörum verður hækkað tímabundið úr 3% í 5% og fellur niður þegar virðisauka- skattur kemur til framkvæmda“. Það er hins vegar ekki minnst á þetta atriði í bréfí rikisstjórnarinn- ar til ASÍ. Samtök atvinnurekenda höfðu ekki farið fram á hækkun jöfnunargjalds eða niðurfellingu þess síðar meir sem sérstakt hags- munamál sitt. Ríkisstjórnin ákvað hins vegar að hækka jöfnunar- gjaldið til að fjármagna að hluta þær skattalækkanir sem samtök atvinnurekenda höfðu sótt á um og ríkisstjórnin ákvað að verða við, svo sem niðurfellingu lántöku- skatts, breytingar á vörugjaldi og lækkun skatts á skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Það verður einnig að hafa í huga í þessu sam- bandi að nú er staðfestur ágrein- ingur í röðum atvinnurekenda um niðurfellingu jöfnunargjalds. Alþingi ákvað að fella ekki nið- ur jöfnunargjald um síðustu ára- mót. Lög um jöfnunargjald voru látin standa óbreytt og gert var ráð fyrir tekjum af gjaldinu í fjár- haft slæmar efnahagslegar afleið- ingar. Ef svo er, hver á þá að meta þetta, og að kröfu hvers á að setja lögin? Krafan um að breyta niðurstöðu félagsdóms með lögum er fáheyrð. Það er furðulegt, að sjálfstæðis- menn skuli setja fram kröfu um slíkt eða styðja. Ef slíkt stenst stjórnarskrána er verið að skapa slíkt fordæmi, að eftir það verður ekki hægt að gera nokkurn einasta samning við rikisvaldið og tæpast við nokkurn mann. Til hvers eru dómstólarnir þá, ef niðurstöðu þeirra verður breytt með lögum að geðþótta þeirra, sem með völdin fara? En þetta mál hefur aðra hlið og ekki síður alvarlega. Kröfur um háskólamenntun til hinna ýmsu starfa hafa sífellt auk- ist. Á sama tíma ala forystumenn launþegasamtaka og vinnuveit- enda á hatri gagnvart háskóla- menntuðu fólki i ríkisþjónustu, hatri sem er í ætt við múghatur ómenntaðs fólks á svertingjum í Suðurríkjunum og gyðingahatur. Hamagangurinn gegn Bandalagi háskólamanna í ríkisþjónustu er aðeins síðasta dæmið. íslendingar hafa undanfarið búið svo að háskólamenntuðum mönnum í ríkisþjónustu, að það hlýtur að vera umhugsunarefni hjá ungu fólki að stunda háskólanám nema til þess að setjast að erlend- is. Sú múgsefjun, sern forystumenn Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands Islands standa nú að undir öruggri kór- stjórn fjárrnálaráðherra, mun skila sér með því, að fleira ungt fólk mun flytjast úr landi, fleira ungt fólk mun hætta við að koma heim. ísland verður fátækara. Höfundur cr hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.