Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 9 Sendi mínar bestu þakkir til allra þeirra, er minntust mín á 75 ára afmœli mínu ísumar. LifiÖ heil. Elín Jósefsdóttir. Dags. 3.8. 1990 NR. 155 VÁKORT Númer eftirlýstra korta 4507 4300 0003 4784 4507 4500 0008 4274 4507 4500 0015 6544 4507 4500 0015 7880 4548 9000 0023 8743 4548 9000 0028 6346 4929 541 675 316 Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ÍSLAND K- MMC Lancer GLX, órg. 1986, vélarst. 1500, sjólfsk., 4ra dyra, brúnsans, ekinn 27.000. Verð kr. 530.000,- VW Jetta CL, órg. 1989,- vélarst. 1600, 5 gíra, 4ra dyra, hvítur, ekinn 24.000. Verð kr. 980.000,- MMC Colt GLX, órg. 1988, vélarst. 1500, 5 gíra, 3ja dyra, rauður, ekinn 14.000. Verð kr.660.000,- VW Golf CL, órg. 1990, vélarst. 1600, 5 gíra, 3ja dyra, rauður, ekinn 4.000. Verð kr. 1.130.000,- MMC Pajero SW, LD, órg. 1987, vélarst. 2500, sjólfsk., 5 dyra, blór, ekinn 74.000. Verð kr.l.580.000,- MMC Pajero V6 SW, órg. 1990, vélarst. 3000, sjólfsk., 5 dyra, sóllúga, blór/silfur, ekinn 5.000. Verð kr. 2.450.000,- Svavar Ólafur Ragnar Steingrímur J. Átök og fylgistap ÞJOÐVIUINN spáir því í gær, að fylgi muni tínast af Alþýðubandalaginu vegna BHMR-deilunnar, sem ber svip af innan- flokksátökum. Þar eigist við fylkingar í flokknum — stuðningsmenn og andstæð- ingarformannsins. Deilan sé hluti af valda- tafli innan Alþýðubandalagsins. Ráðherra stólar Ummæli Þjóöviljans koma engum á óvart, sem fylgist með stjórn- málum. Margir forystu- memt BHMR tilheyra gamla flokkseigendafé- laginu og eru stuðnings- meim Svavars Gestsson- ar og Steingríms J. Sig- fússonar. Þetta fólk ræð- ur Alþýðubandalagsfé- laginu í Reykjavík. I hin- um anninum eru stuðn- ingsmenn Olafs Ragnars, flokksformanns, Birting- arliðið. Þau undur og stór- merki hafa þó gerzt, að þeir Svavar og Steingrímur J. eru volgir í stuðningi sínum við eig- ið fólk í BHMR og eru tilbúnir að beita bráða- birgðalögum gegn því til að kippa úr sambandi samningi, sem þeir sjálfir stóðu að. Ástæðan er að sjálfsögðu sú, að þeir geta ekki hugsað sér fyr- ir neinn mun að yfirgefa ráðherrastólana, enda ekki víst að þeir eigi þangað afturkvæmt. Þennan meginþátt BHMR-deilumtar lætur Þjóðvifjinn kyrran liggja. Valdatafl I forystugrein Þjóðvilj- ans í gær segir m.a. um átökin: „í BHMR-deilumii hafa t.d. Qármálaráðherra og formaður BHMR verið gagnrýndir víða fyrir bæði óforsjálni og ein- strengishátt, rétt eins og lausn mála teQist vegna einhvers persónulegs ágreinings þeirra. Þegar þar við bætist að þeir hafa saimarlega verið hvor i sínum armi Al- þýðubandalagsins verður þessi skýring enn nær- tækari fyrir suma. Loks fylgja formanni BHMR að máliun bæði núver- andi og fyrrverandi for- maður Alþýðubandalags- ins í Reykjavík, sem báð- ir sitja í samninganefnd BHMR, en grunnt hefur verið á því góða með formaimi flokksins og forystu Iians í Reykjavík. Stjóm ABR sendi frá sér í fyrradag, í ályktun um deiluna, hvassa sendingu í garð Qármálaráðherra. Ýmsir munu hér þykjast merkja enn eina staðfest- inguna á því að BHMR- deilan sé að einhveiju leyti hluti af valdatafli innan Alþýðubandalags- ins, þar sem ákveðin öfl reyni að vera formannin- um eins óþægir ljáir í þúfu og frekast sé unnt. Við þessa mynd af inn- anflokksmálum bætist svo, að fjármálaráðherra og formaður flokksins hefur ráðið til sértakra verkefna í ríkiskerfinu fyrrverandi forstöðu- mami Tilraunastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, sem landbúnað- arráðherra og varafor- maður flokksins leysti nýlega frá störfum vegna samstarfsörðugleika og ldotist hafa svo mikil eft- irmál af, að stefiiir i úr- skurð dómsvalda." Ólga ÞjóðviLjanum er svo mikið niðri fyrir um deil- umar, að forystugrein um málið er ekki látin nægja heldur er einnig birt fréttaskýring undir fyrirsögninni „Ólga í Al- þýðubandalaginu." Þar segir: „Alþýðubandalagið hefur löngum talið sig eiga marga stuðnings- menn á meðal umbjóð- enda Páls Halldórssonar í BHMR. Það er varlegt að reikna með að höggv- in hafi verið skörð í þami hóp stuðningsmamia í verkfalli BHMR í fyrra og enn frekar nú. Standi ráðherrar Alþýðubanda- lagsins að því að setja lög á BHMR nú, má búast við að margir bregðist við því í kjörklefanum við' fyrstu hentugleika." í fréttaskýringuiini er þess getið, að Ólafur Ragnar og Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, hafi á vissan hátt átt sam- leið að undanfömu, þótt þeir séu ekki bandamenn innan flokksins, en þó sé varla von til þess, að þeir eigi samleið að BHMR- deilunni slepptri. Sam- kvæmt þessu mun for- maður Alþýðubandalags- ins því hvorki njóta stuðnings forystumanna imian verkalýðshreyfing- arimiar eða háskóla- menntaðra ríkisstarfs- manna. Aðhald Þá Qallar Þjóðviljinn^ um ályktun Alþýðu- bandalagsfélags Reykjavíkur, þar sem harðlega er Iagzt gegn bráðabirgðalögum og krafizt afsagnar fjár- málaráðherrans (og flokksformamisins) ef til þeirra verður gripið. Þjóðviljinn segir, að hatrömmum deilum ABR og Æskulýðsfylkingar- innar við formaiminn verði áfram haldið, en Iætur þess þó getið að ályktun ABR sé „sjálf- -sagt aðliald flokksfélags að ráðhermm sínum“. Þá undirstriki deilan enn gjána sem skapazt hafi milli ráðherra flokksins og einstakra þingmanna. Stríðajtidi öfl Þjóðviljinn getur þess, að ráðherrar Alþýðu- bandalagsins telji rétt- lætanlegt að afnema tengingu samtaka launa- fólks aftan i samnings- rétt annarra að þeim for- spurðum. Ráðherrar Al- þýðubandalagsins vi(ji nú afnema slika tengingu BHMR með lögum. Flokksmálgagnið lætur þess þó ekki getið, að það voru ráðherrar Alþýðu- bandalagsins sjálfir, þeir Svavar, Steingrímur J. og Ólafur Ragnar, sem samþykktu samning BHMR við ríkið fyrir 14 mánuðum og kölluðu „timamótasamning". Nú vilja þeir setja bráða- birgðalög á eigin „tima- mótasamning" til að geta setið í ráðherrastólum nokkra mánuði í viðbóL Fréttaskýringu Þjóð- viþ’ans lýkur á þessum orðum: „En hvað sem þessu líður er deilt um það innan Alþýðubanda- lagsins hvort réttlætan- legt sé að setja lög til þess að grípa inn í samn- inga launafólks. Svo mik- ið er vist að þessar deilur munu ekki verða til þess að koma á friði milli stríðandi afla í Alþýðu- bandalaginu." Nýr sveitarstjóri á Tálknafírði Tálknafírði. Að aflokunum sveitarstjórn- arkosningum nú í vor var staða sveitastjóra auglýst laus til umsóknar. Umsækjendur um stöðuna voru þrír, m.a. fráfar- andi sveitarstjóri. Akveðið var að ráða Brynjólf Gíslason sem er Tálknfírðingum að góðu kunnur, þar sem hann gegndi stöðu sveitarstjóra hér árin 1984-1988. Mikil átök urðu í fyrrverandi sveitarstjórn vegna starfa þáver- andi svéitarstjóra og klofnaði meirihluti Sjálfstæðismanna í hreppsnefndinni þar eð þáverandi oddviti varði störf sveitarstjóra ásamt minnihlutanum. Þessa dagana er unnið að því að koma bókhaldi hreppsins og fleiru í viðunandi horf og bókhald- ið aftur gert að virkju stjórntæki hreppsins eins og vera ber. Ur atvinnulífinu er það að frétta að afli er tregur bæði hjá hand- færa- og dragnótabátum og þessa daga er 10 daga „Dórastopp“ hjá flestum bátum undir 10 tonnum. Við hér á Tálknafirði getum ekki boðið Hagkaupsverð í verzl- unum, en ókeypis tjaldstæði með heitu og köldu vatni og afbragðs sundlaug við hliðina, umritaðan „Pubb“, er varð fyrir gasárás ný- lega og síðast en ekki síst viðmóts- góða íbúa og snyrtilegt þorp. HITAMÆLINGA- MIÐSTÖÐVAR Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eða tuttugu og sex mælistaði. - Ein og sama miðstöðin getur tekið við og sýnt bæði frost og hita, t.d. Celcius-r 200+850 eða 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar. - Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur. - Ljósstaf- ir 20 mm háir. - Það er hægt að fýlgjast með afgas- hita, kælivatnshita, smurolíuhita, lofthita, kulda íkælum, frystum, lestum, sjó og fleiru. sjiíyomygjytr tWt)©©* 'Vesturgötu 16 - Símar 14680 - 21480 - Telef. 26331

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.