Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 37 Siðgæði hefur hrakað hjá okkar fámennu þjóð Til Velvakanda. Mörgum kemur úrskurður í frægu Hafskipsmáli spánskt fyrir sjónir, þegar vel er að gáð. Álitið er að ákæruvaldið og sérstaklega Sakadómur Reykjavíkur hafi sett niður við afgreiðslu málsins. Ekki þannig, að dómar hafí verið óþarf- lega harðir, því svona mál geta verið vandasöm og snúin, þar sem takmarkað fjármálalegt siðgæði er við lýði. Manni blöskrar, hve siðgæði í mannlegum samskiptum hefur raunverulega hrakað hjá okkar fámennu þjóð að undanfömu og „eftir höfðinu dansa limirnir“. Út af Hafskipsmáli verður til 11 þúsund blaðsíðna „rit“ um flók- ið og margbrotið efni. Margir virð- ast Tiafa gert sér mat úr þessu máli, þótt moldviðrið í kring um það hafi verið nóg fyrir. En varla þarf hálærða lögfræð- inga til að komast að raun um, að í þessu riti um margskonar pretti, falsaðar upplýsingar og allskonar svindl af ýmsu tagi, geti Sakadóm- ur Reykjavíkur svo til afmáð slíkt athæfi með úrskurðinum: þú ert stikkfrí og ftjáls, þótt þú hafir svindlað svolítið. Þá fara menn að hugsa: sá sleppur best, sem svindlar mest. Skyldi það annars vera siður hjá opinberum stofnunum þegar upp koma flókin eða erfið mál, að þeim sé bara ýtt til hliðar, sett í rusla- kistuna? „Sjaldan er ein báran stök.“ S.E. Elíasson Þesslr hringdu . . . Gott framtak að hætta við opnunargjald Karl hringdi: „Mér fínnst það gott framtak hjá Stöð 2 að hætta við opnunar- gjaldið sem stóð til að inn- heimta, enda var það hálf fárán- legt.“ Til skammar að gefa innfluttum dýrumlifandi kanínur og kjúklinga Kona hringdi: „Það gekk alveg fram af mér þegar ég horfði á frétt í sjónvarp- inu þess efnis að hingað til lands væri búið að flytja dýr sem éta ættu lifandi kanínur og kjúkl- inga. Hvar stendur íslensk þjóð- menning eiginlega? Það er verið að kenna í barnaskólum að fara ekki illa með dýrin og svo birtist þetta. Fyrir stuttu var mikið rætt um hross sem fengu illa meðferð og á sama tíma og menningarþjóðir reyna að koma lagi á sín dýraverndunarlög horf- um við á þetta í fréttunum. Mér er spurn hvar stöndum við og hvert erum við að fara? Þarf ekki að taka þetta ærlega til endurskoðunar? Mér fínnst það öllum til skammar að láta sér detta í hug að framkvæma þetta.“ Vantar heimili Níu mánaða gamlan hvítan kött vantar heimili. Upplýsingar í síma 72247. Svart veski tapaðist Þrettán ára drengur tapaði svörtu leðurlyklaveski á leiðinni frá bensínstöðinni í Stóragerði í Hólmgarð. í veskinu voru þrír lyklar, peningar og ein mynd. Finnandi vinsamlega hringi í síma 51437 eða 689488. Jóga samræmist ekki kristinni trú og konur í heimilishjálp fá alltof lág laun Kona í Reykjavík hringdi: „Það er þrennt sem mig langar til að minnast á. Ég vil þakka fyrir þá tilraun sem gerð er til að stöðva það að böm fari ein síns liðs í útilegur. Nú er komið aldurstakmark óg vonandi að því verði framfylgt. Þá langar mig til að vara fólk við jóga. Hug- myndafræði jóga samræmist ekki kristinni trú. Þar er trúað á endurholdgun sem stríðir á móti kristinni trú og ætti fólk að vara sig á þessu, þetta er ekkert ann- að en sefjun og kukl. Þá er það þriðja atriðið sem ég vil minnast á og það er í sam- bandi við eldri húsmæður sem vinna líknarstörf í þágu heimilis- hjálpar og eru á alltof lágum launum. Þessar konur vinna mik- ið þrekvirki og það þarf að gera vel við þær. Eg vil taka fram að ég hef aldrei starfað í heimilis- hjálp en svo virðist sem enginn meti það sem þær gera nema þeir sem fá þjónustu þeirra no- tið. Þessar konur era alveg í sér- flokki að mínu mati og eru ekki metnar að verðleikum. Þær vinna af mikilli samvisku og gefa gömlu og einmana fólki mikið af sér. Það er vanvirða við þær að borga þeim svo lág laun sem raun ber vitni.“ Merkja ólæsta dagskrá Olgeir Andrésson hringdi: „Mig langar til að kvarta yfir því að í dagskrárkynningu Stöðv- ar 2 er ekki gefið til kynna hvaða þættir eru ólæstir. Ég veit að það eru nokkrir þættir sem eru ólæstir, væri ekki hægt að setja einhverja merkingu til að hægt væri að sjá hvaða þættir það eru. Mér finnst það sjálfsögð þjónustu að merkja dagskrárlið- ina þannig.“ Tapaði seðlaveski Seðlaveski tapaðist hjá Næ- furási 10-14 föstiidaginn 27. júlí um kl. 22.30. Í veskinu voru ýmis verðmæti og skírteini. Fundarlaunum er heitið. Finnandi vinsamlega hringi í síma 52403. Köttur í óskilum Fressköttur, gulur með hvíta bringu, er í óskilum í Víðigrund. Eigandi getur hringt í síma 42599. Kettlingur týndur Kettlingur tapaðist frá Hamrahlíð 1, jarðhæð, sl. laugar- dag. Ef einhver hefur fundið hann þá vinsamlegast hafíð sam- band í síma 19827. Kettlingar Gráa kettlinga vantar gott heimili. Upplýsingar í síma 50150. REYKVIKINGAR! Ásgeir Hannes Eiriksson, þingmaður Borgaraflokksins og fulltrúi Reykvíkinga í fjárveitinga- nefnd Alþingis, verður á Kaffi- Hress í Austurstræti í dag, föstu- daginn 3. ágúst, kl. 12.00-14.00 Komið og spjallið við þingmann Reykvíkinga. fomhjólp Dagskré Samhjélpar um verslunarmannahelgina fyrir þé, sem ekki komast í ferðalag: Laugardagur 4. ágúst: Opið hús í Þríbúðum kl. 14-17. Lítið inn og rabbið um lífið og tilveruna. Heitt kaffi á könnunni. Gunnbjörg Óladóttir syngur einsöng. Kl. 15.30 tökum við lagið saman og syngjum kóra. Takið með ykkur gesti. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sunnudagur 5. ágúst: Samhjálparsamkoma í Þríbúðum kl. 16.00. Fjölbreytt dagskrá með miklum söng. Vitnis- burðir Samhjálparvina. Barnagæsla. Ræðumaður verð- ur Óli Ágústsson. Allir velkomnir í Þríbúðir, Félagsmiðstöð Samhjálpar, Hverfisgötu 42 um helgina. Samhjátp. Sfón“" SPENNANDI FERÐIR í ágústmánuði gangast Skátasamband Reykjavíkur og Bandalag íslenskra skáta í samvinnu við íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur fyrir ferðalögum unglinga á aldrinum 13 til 17 ára. Eftirtaldar ferðir verða í boði: 1. Reykjanesferð Gengið frá Kleifarvatni, yfir Sveifluháls, Trölladyngju og Keili. Gist við Arnarvatn en daginn eftir gengið niður á Vigdísarvelli, þaðan í Krísuvík og endað í Hverahlíð. Leiðsögn: Félagar úr Hjálparsveit skáta í Njarðvík. Tími: Ferð A: 10. til 12. ágúst. Ferð B: 17. til 19. ágúst. 2. Hengilssvæðið Gengið frá neyðarskýlinu á Hellisheiði að Skarðsmýrar- fjalli. Gist í skátaskálum. Gengið frá Skarðsmýrarfjali um Fremstadal og Kattartjarnir niður á Úlfljótsvatn. Leiðsögn: Páll Sigurðsson. Tími: Ferð A: 17. til 19. ágúst. Ferð B: 24. til 26. ágúst. 3. Hvalfjörður - Þingvellir Gengið frá Botni í Hvalfirði til Þingvalla um Leggjar- brjót. Gist í tjöldum á leiðinni. Tími: 24. til 26. ágúst. Fyrir hvert námskeið verður haldið undirbúningskvöld fyrir þátttakendur. Þau verða á miðvikudegi fyrir ferð. Þar verða kennd grunnatriði í ferðamennsku. Nánari upplýsingar og skráning í síma 91-15483 og 91-23190. BÍLAGALLERÍ Opið virka daga frá kl. 9-18. Laugardaga frá kl. 10-16. Nissan Sunny SLX 4md, '87. Rauður, S glra, vökvastýri. Ek. 46.000 km. G6Ö k]ör. Verö 720.000. Lada Sport ’90. Hvitur, S gira, léttstýri, útv/segulfo. Ek. 5.000 km. BHI sem nýr. Verö 710.000, sklptl mögul. Dodge Aries LE '87. Dökk- brúnn, sjálfsk., vðkvasL, útv/segulb. Ek. 31.000 km. Vel meö farinn btll. Verð 720.000. Mazda 323 ’82, 1,3. Liðs- grænn, 4 glra, útv., '91 skoð- un. Ek. 72.000 km. Verð 230.000. Volvo 480 ES. Svartur, 5 gira, vökvastýri, útv/segulb., rafdr. rúður, ðlfelgur, ieður- ssatl. Ek. 21.000 km. Bill sem nýr. Verð 1.280.000. Dalhatsu Cuore '90. Hvitur, 6 gíra. Ek. 1.000 km. Verð 565.000. Volvo 440 GLT ’89. Silfurgrár, 5 gíra, vökvast., útv/segulb., ABS-bremsur, álfelgur ofl. Ek. 17.000 km. Verð 1.260.000. Toyota Tercel 4wd '84. Sllfur- grár, 5 gíra, útv/segulb., sðl- lúga. Ek. 80.000 km. Val m. fartnn blll. Verð 470.000. Ford Fiesta '85. Rauður, 4 glra, útv/segulb. Ek. 82.000 km. Verð 290.000. Fjöldi annarra notaðra úrvals bila á staðnum og á skrá. Brimborg hf, Faxafeni 8, s. (91) 685870.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.