Morgunblaðið - 03.08.1990, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 03.08.1990, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 3 KASK á Hornafírði: 60% meiri humar en á síðasta ári Höfn HEILFRYSTING á humri stendur undir sívaxandi verðmætaaukn- ingu á humarvinnslu Fiskiðjuvers KASK á Höfn í Hornafirði. Vegna heilfrystingarinnar og mun meiri afla en á hinni slöku vertíð í fyrra hefur KASK nú tekið á móti um 60% meira af humri en á sama tíma í fyrra. Mest er aukningin á heilum humri en halavinnslan hefur einnig aukizt. Aukning er einnig hjá Skinney hf., sem verk- ar af eigin bátum. Um mánaða- mótin hafði KASK tekið á móti 216 tonnum af humri til vinnslu, en 136 tonnum á sama tíma í fyrra. Egill Jónasson, yfirverkstjóri fisk- iðjuvers KASK, segir vertíðina í ár ekkert óvenjulega. Hvað afla varði sé hún í meðallagi góð, en hvað varði aukningu heils humars í aflan- um, sé það eðlileg þróun í ljósi þess að menn leggja sífellt meiri áherzlu á að ná sem mestu út úr takmörkuð- um veiðiheimildum. Egill segir að heill humarinn skili bæði veiðum og vinnslu meiri tekjum en hin hefð- bundna halavinnsla. Heill humarinn fari allur á markaði í Evrópu, þar sem gengi gjaldmiðla hafi farið hækkandi, en humarhalarnir fari á markaði í Bandaríkjunum og Kanada, þar sem gengi gjaldmiðla hafi lækkað. Þá mætti nefna þann þátt í humarvinnslunni, sem nýjastur væri, en það væri köfnunarefnis- frystingin. Ljóst væri, að hún kæmi mjög vel út. Um mánaðamótin hafði KASK tekið á móti 216 tonnum af humri. 116,7 voru heill humar, en halar 99,8 tonn. Á sama tíma í fyrra hafði verið tekið á móti 136 tonnum, 66 tonnum af heilum humri og 70 af hölum. Sambærilegar tölur liggja ekki fyrir hjá Skinney hf., en Asgrímur Halldórsson, framkvæmdastjóri, segir vertíðina hafa gengið mjög vel framan af, en síðustu vikur hafi dregið úr veiðinni. Þó sé um afla- aukningu hjá bátum fyrirtækisins að ræða, en meðal annars hafi verið keyptur 6 tonna humarkvóti af Þing- nesinu. - HG * Ami Bragason forstöðumað- ur á Mógilsá LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur skipað Árna Bragason, jurtaerfðafræðing, i stöðu for- stöðumanns Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Árni Bragason lauk doktorsnámi við Landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn 1983, með jurtaerfða- fræði sem aðalfag og hefur m.a. starfað sem sérfræðingur í jurta- kynbótum og frærækt hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins. Árni tekur nú þegar við starfi forstöðumanns Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, seg- ir í frétt landbúnaðarráðuneytisins. Arnarflug: Rætt við Qár- málaráðherra NÝIR forystumenn Arnarflugs hf. hafa hitt Ólaf Ragnar Grimsson tjármálaráðherra að máli til að ræða samskipti félagsins og ríkis- ins og uppgjör skulda Arnarflugs. Geir Gunnarsson stjórnarformað- ur Arnarflugs sagði að vilji beggja væri að finna heildarlausn á málinu sem fyrst. Hann vildi ekki segja hvaða lausnir rætt væri um enda væri enn verið að vinna í málinu, en vonaðist til, að hægt yrði að ljúka málinu í vikunni. 691100 Samband frá skiptiborði við ritstjóm og framleiðsludeild í Aðalstræti 6 og prentsmiðju í Kringlunni 1 virka daga frá kl. 9-23.15 og laugardaga frá kl. 9-13.30. Samband við skrifstofu í Aðalstræti 6 kl. 9-17 virka daga. Símsvaii eftir lokun skiptiborðs. Ný símanúmer hafa verió tekin i notkun fyrir beint innval + á augiýsingadeiid, AUGL YSINGADEILD blaóaafgreióslu og Aðalstræti 6. Opið frá kl. 8-17 virka daga og Kringlunni 1. Áskrift, dreifing og kvartanir fyrir höfuðborgarsvæðið. Opið frá kl. 6-20 virka daga, frá kl. 7-14 Aðalstræti 6. Opið frá kl. 8-17 virka daga og BEIN NÚMER: Auglýsingahönnun...............691283 Dagbók og minningargreinar ...691270 Erlendar áskriftir ............691271 Erlendar fréttir ..............691272 Framleiðsludeild ..............691281 Framleiðsludeild/Háborð......691275 Fréttastjórar..................691273 Gjaldkeri......................691274 Innlendarfréttir...............691276 íþróttafréttir.................691277 Ljósmyndadeild ...........691278 Prentsmiðja...............691279 Velvakandi................691282 Viðskiptafréttir..........691284 SÍMBRÉF: Ritstjórn/fréttadeildir.......691181 Sérblöð.......................691222 Auglýsingar/íþróttadeild ....691110 Aðalskrifstofa ...............681811 sími 691100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.