Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 ,/ f > 'L** > 4/5 J. © 1990 Universal Press Syndicalo 1 Ast er... . . . að koma heim með gott myndband og pizzu. Sigurvegarinn vann á hreinu rot- höggi . . . Þarf að benda strákum á sína ábyrgð Til Velvakanda. Mig langaði til að svara athuga- semd sem birtist í Velvakanda miðvikudaginn 1. ágúst þar sem fyrirsögnin var Kannski færri nauðganir ef drengir væru betur upplýstir. Ég vil þakka „móðurinni" fyrir ábendinguna og er ég henni hjart- anlega sammála. Hins vegar vil ég taka fram að þegar umrætt sjónvarpsviðtal var tekið upp þá hafði ég einmitt talað um að það þyrfti að undirbúa stráka líka og benda þeim á sína ábyrgð, en því miður héfur það verið klippt út úr viðtalinu. Þannig að það sem ég sagði var tekið úr samhengi. Þess vegna vil ég benda á grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið sama dag, 1. ágúst, sem ber yfir- skriftina Kunningjanauðganir. Þar segi ég m.a.: „Ég vil líka höfða til ábyrgðar karlmanna að þeir þvingi ekki konur til samfara gegn vilja þeirra. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hve alvarlegt afbrot nauðgun er. Nauðgun er ekki bara óþægilegar samfarir heldur innrás í líkama konunnar þar sem hún er við- kvæmust fyrir. Það er sjálfsagt erfitt fyrir karlmenn að setja sig í spor kvenna en flestir eigið þið mæður, systur, eiginkonur eða dætur sem þið getið sett í spor þeirra sem verða fyrir slíkri innrás. Ragnheiður Margrét Guð- mundsdóttir, Stígamótum. Njótum útiverunnar - án áfengis. - KOMUM HEIL HEIM - Ríkisstarfsmenn hafa margl umfram okkur hin Til Velvakanda. Sú sem þetta bréf ritar er mjög þakklát fyrir vaxtamálin eins og þau eru í dag, enda skuldug lág- launakona. Ég gef með glöðu geði 3-4.000 kr. hækkun til þess að halda vöxtum og verðbólgu niðri, því hvers virði eru 4.000 krónur ef verðbólgan blossar upp aftur. Mín skoðun er sú að þeir sem vinni hjá ríkinu hafí margt fram yfír okkur hin og vildi ég gjarnan vinna þar, en erfítt er að komast að, enda sennilega fáar uppsagnir. Kost tel ég það vera að eiga ekki von á uppsögn, þegar aldur færist yfír fólk eins og víða hefir komið í ljós að gerist nú á þessum síðustu og verstu timum — og er stundum um að ræða fólk sem komið er fast að eftirlaunum og hefir unnið hjá sama fyrirtæki svo til allt sitt líf, en er skyndilega sagt upp, t.d. vegna breytinga, eða bara til að ráða yngra fólk. SG. HÖGNI HKEKKVÍSI ,, ÉG GEKá PAð rytZlfLAE) WARGAf? FJÖL ~- 5KYLDUR. H/VFI V/tilSLEGr /AE> FELA ■ " Yíkveiji skrifar Fjölmiðlun til sveita er blómlegri en margur hyggur og í raun saga fólksins í sveitinni. Sagt er frá fæðingum, afmælum og öðrum merkum atburðum, eins og hvernig heyskapur gangi eða hvernig fugla- lífíð sé. Sum sveitablaðanna leggja metnað sinn í gamlan fróðleik og sagnfræði. Fréttafiutningur af þessu tagi eflir samskipti fólks á þeim grunni, sem eðlilegastur er, etur því ekki saman í skefjalítilli samkeppni, heldur tengir það sam- an í lífi og starfi. Algengt er að brottfluttir sveita- menn haldi tengslum við heimahag- ana með áskrift að blöðum af þessu tagi og svo gerij’ Víkveiji og fjöl- skylda hans. Á heimilið koma Fréttabúi þeirra Mýrdælinga, sem gefinn er út af Eyþóri Ólafssyni á Skeiðflöt og hans fólki, svo og Norðurslóð hin svarfdælska, en höfuðstöðvar útgáfunnar eru hjá þeim hjónum Hirti E. Þórarinssyni og Sigríði Hafstað á Tjörn. Vík- veija er jafnan ánægja af þessum blöðum báðum, en í þeim er skemmtileg blanda frétta og fróð- leiks. Einkum þykir Víkveija for- vitnileg dagbók Jóhanns á Hvarfi í Norðurslóð, en þar er lýst lífsbar- áttu Svarfdælinga um síðustu alda- mót. Óhætt er að segja að manni komi þar ýmislegt sérkennilega fyr- ir sjónir og í raun með ólíkindum hvernig lífshættir okkar hafa breytzt á ekki lengri tíma. XXX Víkveiji sér fleiri blöð en þessi. Inn á borð hans kom um dag- inn fréttabréf frá Tsukiji-fiskmark- aðnum í Tókýó og eru þar upplýs- ingar af ýmsu tagi. Fyrir okkur, sem alin erum upp við soðna ýsu og saltaðan og siginn þorsk, er merkilegt að sjá hvað austurheims- fólk leggur sér til munns og hvað það borgar fyrir góðgætið. Meðal annars má nefna að kínverskar marglyttur eru eftirsóttar í japönsk- um fiskiðnaði og hefur verð á þeim hækkað milli ára úr 140 krónum í 180 krónur á kíló. Meðal fiskaf- urða, sem þarna eru etnar, má nefna svil, sjávargróður margskon- ar, söl og þang, og þurrkaða barracuda, sem er hið illvígasta kykvendi og étur gjarnan fólk, kom- ist hún í tæri við það. Hætt er við að margur íslendingurinn fúlsaði við kræsingum af þessu tagi. xxx Keppnin um íslandsmeistaratit- ilinn í knattspyrnu ætlar að verða æsispennandi í ár. Þijú Reykjavíkurfélög, Valur, KR og Fram, beijast um titilinn ásamt Vestmanneyingum, sem komið hafa liða mest á óvart í sumar. Hið gamla stórveldi KR hefur ekki orð- ið Islandsmeistari í 22 ár og leggur allt í sölurnar til að ná titlinum. Félagið hefur fengið marga snjalla leikmenn í sínar raðir og heyrst hefur fleygt að þeir hafi ekki verið ókeypis. Gárungarnir segja að rangt sé af KR að Ieggja milljónir króna í kaup á nýjum leikmönnum. Nær væri að kaupa sjálfan íslands- bikarinn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.