Morgunblaðið - 03.08.1990, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 03.08.1990, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 13 lögum. Friðrik Sophusson heldur því fram í grein sinni, að þar sem ekki er gert ráð fyrir tekjum af jöfnunargjaldi nema í hálft ár í tekjuáætlun fjárlaga hafi það ver- ið vilji Alþingis að gjaldið félli nið- ur um mitt ár. En hafi það verið vilji Alþingis, hefði það auðvitað samþykkt lög þar um. Það segir sína sögu að þingið gerði það ekki, þrátt fyrir að Friðrik flytti sjálfur frumvarp um það efni. Tekjur í fjárlögum eru áætlun og hún er ekki æðri gildandi skattalögum sem hún er byggð á. Það hlýtur að teljast hættulegt fordæmi ef ríkisstjórn getur sett bráðabirgða- lög án þess að brýna nauðsyn beri til með tilvísun til „vilja“ Alþingis. Vilja sinn hlýtur Alþingi að tjá með þeim lögum sem það setur. Tekjur afjöfnunargjaldi í lögum um jöfnunargjald segir: „Tekjum af jöfnunargjaldi skal ráðstafað í fjárlögum ár hvert að hluta til eflingar iðnþróunar", en í leiðara Morgunblaðsins þ. 26. júlí sl. stendur: „Gjaldið átti síðan að nýta til að efla innlenda iðnþró- un“, sem er ekki að öllu leyti það sama. A síðasta ári nam inn- heimta jöfnunargjalds um 834 m.kr. Framlög til iðnaðar og rann- sóknarstofnana hans námu hins vegar 249 m.kr. og endurgreiddur var uppsafnaður söluskattur fyrir 337 m.kr. Samtals var hér um 586 m.kr. dað ræða eða um 70% af innheimtu jöfnunargjaldi á árinu. Jöfhunargjald og niðurfærsla verðlags I umræðum um niðurfærslu verðlags vegna hinna rauðu strika kjarasamninganna frá því febrúar hafa sumir lagt áherslu á lækkun jöfnunargjalds. Jöfnunargjald leggst á breiðan gjaldstofn, eða um þriðjung vöruinnflutnings. Af þessum sökum er erfíðara að tryggja að lækkun jöfnunargjalds skili sér í smásöluverði, en þegar skattar eru lækkaðir á skýrt af- mörkuðum vöruflokkum, eins og ákvarðanir liggja nú fyrir um. Því er það dýr og óörugg aðferð við að færa niður verðlag að lækka jöfnunargjald. Það mælir auk þess á móti þeirri aðgerð að hún krefst bráðabirgðalaga á sviði sem er umdeilt og snertir mun fleiri atriði en verðlagið eitt. Framtí ð j öfnunargj alds Jöfnunargjaldið var upphaflega sett á til að jafna samkeppnisskil- yrði iðnaðar hér á landi og í sam- keppnislöndunum, sem voru skekkt vegna mismunandi skatt- kerfa. Á þessum forsendum var veitt undanþága frá þeim ákvæð- um fríverslunarsamninganna að óbeinir skattar mismuni ekki á milli vöru framleiddrar innanlands eða innfluttrar. Nú þegar virðis- aukaskattur hefur verið tekinn upp er ljóst að ef haldið verður í 5% jöfnunargjald til frambúðar er um brot á fríverslunarsamningun- um að ræða. Jöfnunargjaldið hlýt- ur því að hverfa í náinni framtíð, en eins og bent var á hér að fram- an eru full rök fyrir rúmlega 5% jöfnunargjaldi í eitt ár eftir að virð- isaukaskattur hefur komist á. Þar sem uppsöfnunaráhrif gamla sölu- skattskerfisins eru ekki horfin og niðurfelling mun valda verulegri breytingu á stöðu samkeppnisiðn- aðar hér á landi, er því ýmislegt sem mælir með því að jöfnunar- gjaldið haldist út þetta ár, en falli síðan brott í áföngum á næsta ári til að gefa iðnaðinum kost á að aðlagast. breytingunni. Það ætti að vera ljóst af því sem fram hefur komið í þessari grein, að það er alls ekki hægt að gagn- rýna ríkisstjómina eða íjármála- ráðherra af neinni sanngimi fyrir að hafa ekki afnumið jöfnunar- gjald með bráðabirgðalögum um mitt ár, eins og skilja má á leiðara Morgunblaðsins frá 26. júlí sl. eða Reykjavíkurbréfí Morgunblaðsins 28. júlí sl. Þegar efnisatriði og forsaga málsins era skoðuð hlut- lægt má fremur halda því fram að slík aðgerð hefði verið veralega gagnrýnisverð. Höfundur er efnahngsráðgjafi fíármálaráðherra. - Hárlos - Kláði - Flasa - Litun - Permanent MANEX Jóna Björk Grétarsdóttir: Ég missti megnið af hár- inu 1987 vegna veikinda. Árið 1989 byrjaði hárið fyrst að vaxa aftur, en það var mjög lélegt; það var svo þurrt og dautt og vildi detta af. Síðan kynntist ég Manex hársnyrtilínunni og það urðu mjög snögg um- skipti á hári mínu til hins betra. Eftir 3ja mánaða notkun á Manex prótein- inu, vítamíninu og sjampóinu er hár mitt orðið gott og enn í dag finn ég nýtt hár vera að vaxa. vítamín sérstaklega fyrir hár, húð og neglur. Fæst í flestum apótekum hárgreiðslu- og rakara- stofum um land allt. MANEXsjampó MANEX næring Það er hægt að gera góð kaup á ýmsan hátt en hjá okkur þýðir það afbragðs vara á afbragðs verði og stórkostleg tilboð í kaupbæti. Glæsilegt kjötborð, grænmetisúrvál og valdar vörur. KJÖT 1 kg svínabóg- sneiðar .. ... 598,- 1 kg lamba- kótilettur ... . 598,- 1 kg heilir lamba- hryggir ...... 548, 10 nautahamborgarar m/brauði 590,- kr. Blandaðir grillpinnar 150,- kr. stk. Grillaður KJÚKLINGUR 499,- kr. stk. ÍSC0LA lVd. 89,- kr. PAMPERS ultra bleiur fyrir stelpur og stráka kr. 1.249,- pakkinn KELLOGS-vörur Corn Flakes 500 gr.... 189,- Frosties 500 gr.... 199,- Crunchy Nut 500 gr.... 192,- Summer Orchard 680 gr.... 87,- GRÆNMETI 1 kg íslenskir tómatar ...........kr. 219,- íslenskar agúrkur kg kr........ 240,- íslenskir Flúðasveppir kg kr......... 375,- íslenskar kartöflur kg kr......... 115,- TILB0ÐSVERÐ SS ostapylsur, glóðapylsur og Hunt’s Barbeque sósur safaríkt „smakk“ beint af grillinu 0PIÐ: AVEXTIR GOLDLAND appelsínur kg kr........ 119,- B.C. rauð epli kg kr....... 119,- Föstudag kl. 9-20 Laugardag kl. 10-14 Lokað mánudag. Óskum öllum góðrar verslunarmannahelgar. Háaleitisbraut 68 • Sími 82599 fyrír góo kaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.