Morgunblaðið - 03.08.1990, Síða 17

Morgunblaðið - 03.08.1990, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 17 AF INNLENDUM VETTVANGI HELGI BJARNASON Fólk tapar hundruðum þúsunda vegna afturvirkni breytinga á skattalögum Viðurkennt er að allur almenningur ræður ekki við að telja vexti rétt fram og að eftirlit sé illframkvæmanlegt VIÐ álagningu skatta í ár er í fyrsta skipti notað nýtt fyrirkomulag við vaxtaendurgreiðslu, svokallaðar vaxtabætur. Það er eitt af mörgum kerfum sem notuð hafa verið á undanförnum árum. í lok síðasta árs, þegar tekjuárinu var að ljúka var reglum um vaxtabætur breytt. Meðal annars var felld niður heimild sem menn höfðu til að tilfæra sem vaxta- kostnað uppsafnaðar verðbætur á lánum sem greidd eru örar en kveð- ið er á um í skuldabréfi. Vegna upptöku vaxtabótanna og síðar nýrrar skilgreiningar á vöxtum, missti fólk af rétti til vaxtaafsláttar og hús- næðisbóta sem það hafði samkvæmt gildandi lögum þegar það gerði fjármálalegar ráðstafanir á árinu 1988 og fyrri hluta árs 1989. í sumum tilvikum tapaði fólk mörg hundruð þúsundum króna. Á Alþingi í vor kom fram þingmannafrumvarp þar sem lagt var til að afturvirkni þess- arra ákvæða yrði felld út en frumvarpið dagaði uppi í þinginu. í greinar- gerð með frumvarpinu segja flutningsmenn að búast megi við því að einhverjir leiti réttar síns fyrir dómstólum vegna afturvirkni breyting- anna. Þá hafa margir haft samband við skattstofuna í Reykjavík vegna umræddra breytinga. Vararíkisskattsljóri hefur viðurkennt að ekki sé hægt að ætlast til að almenningur ráði við að telja vexti fram á réttan hátt og nánast útilokað fyrir skattstjóra að hafa eftirlit með að vextirn- ar séu rétt færðir. Viðraðar hafa verið hugmyndir að alveg nýju fyrir- komulagi vaxtaútreiknings, þar sem vextir yrðu reiknaðir sem ákveðin prósenta af skuldum. egar staðgreiðsla skatta var ákveðin upphaflega átti að hætta við vaxtafrádráttinn. Stað- greiðslan kom til framkvæmda í árs- byijun 1988 en Jögunum var breytt fyrir gildistöku. í staðinn fyrir gamla vaxtafrádráttinn var tekið upp hús- næðisbótakerfi ásamt vaxtaafslátt- arkerfi sem átti að vera við lýði í sex ár sem aðlögun gamla vaxtafrádrátt- arins að húsnæðisbótakerfinu. Það kerfi var notað í tvö ár, þar af var annað árið skattlaust. Vorið 1989 var samþykkt á Alþingi nýtt fyrir- komulag, svokallað vaxtabótakerfi, sem taka á alveg við af þeim fyrri. Þessi breyting á skattalögum var gerð samhliða breytingum á húsnæð- islánakerfinu, þar sem húsbréfakerfi var tekið upp. Markmiðið var að fella alla opinbera aðstoð við niðurgreiðslu á vöxtum til kaupa á íbúðarhúsnæði í einn farveg, í skattkerfinu. Tapar allt að 680 þúsund kr. húsnæðisbótum Ákveðið var að húsnæðisbæturnar yrðu greiddar áfram til þeirra sem fengu úrskurð um húsnæðisbætur á árinu 1988 vegna kaupa á sínu fyrsta íbúðarhúsnæði. Þá voru húsnæðis- bætur úrskurðaðar í sex ár og eru nú þrjú ár eftir. Þeir sem fengu úr- skurð um húsnæðisbætur á árinu 1989, vegna kaupa á íbúðarhúsnæði 1988, fengu aðeins úrskurð um hús- næðisbætur í eitt ár vegna þess að þá var búið að ákveða að taka upp nýtt kerfi um síðustu áramót. Lög sem samþykkt voru í maí 1989 voru þannig að hluta til látin ná til ráðstaf- ana sem fólk gerði í húsnæðismálum á öllu árinu 1988. Bent hefur verið á að fólk sem keypti íbúðarhúsnæði á árinu 1988 og fyrri hluta árs 1989, áður en nýju lögin voru samþykkt, hafi gert það í þeirri trú að það ætti rétt á húsnæðisbótum samkvæmt gildandi lögum. Húsnæðisbæturnar eru nú 56.636 kr. á einstakling, tvöf- alt á hjón. Hjón sem missa rétt til húsnæðisbóta í sex ár en fá ekki rétt til vaxtabóta tapa því 680 þús- und krónum en 566 þúsund kr. ef það tapar bótunum í fimm ár. Fólkið á að vísu rétt á að flytjast yfir í nýja vaxtabótakerfið með þeim al- mennu reglum sem um það gilda. Einhver hluti þeirra fær þó ekki vaxtabætur. Allir sem voru að kaupa íbúðarhúsnæði í fyrsta sinn áttu rétt á húsnæðisbótum, þær voru nokkurs konar „frumburðarréttur hvers ís- lendings", eins og komist hefur verið að orði, og þenrian rétt fékk fólk hvort sem það greiddi mikla vexti eða litla og jafnvel enga og var það síðastnefna einmitt eitt af gagnrýnis- atriðum húsnæðisbótakerfisins. Vaxtagjöld eru aftur á móti grunnur vaxtabótanna og þær eru auk þess tekju- og eignatengdar. Hvergi ligg- ur fyrir h\sað hvað margir af þeim sem misstu húsnæðisbæturnar hafa ekki rétt til vaxtabóta. Líklega eru það tiltölulega fáir einstaklingar. Ný skilgreining greiddra vaxta höfð afturvirk í lok síðasta árs, þegar tekjuárinu var að ljúka, var reglum um útreikn- ing vaxtabóta breytt. Hækkuð voru þau eipiamörk sem skerða vaxta- bætur en á móti voru fleiri eignir teknar með í útreikninginn og hlut- fall tekjuskerðingar hækkað úr 5 í 6%. Við þessa lagabreytingu, sem samþykkt var á Alþingi 28. desem- ber 1989, varð gamall draumur emb- ættismanna að veruleika með því að gerð var breyting á grunni vaxtabó- tanna sem embættismenn höfðu lengi bent á. Sett var inn í skattalög- in eftirfarandi málsgrein: „Hvorki teljast til vaxtagjalda hjá seljanda áfallnar uppsafnaðar verðbætur af lánum sem kaupandi yfirtekur við sölu íbúðar né heldur uppsafnaðar áfallnar verðbætur á lán skuldara sem hann greiðir á lánstíma umfram ákvæði viðkomandi skuldabréfs'." Þetta ákvæði er sett inn meðal ann- ars til að koma í veg fyrir að menn fengju til frádráttar vaxtagjöld sem myndast við uppgreiðslu þeirra á verðtryggðum lánum á lánstíma þeirra. Það gat gerst með því að fólk greiddi lánin upp með peningum á lánstímanum eða seldi eignina og kaupandinn yfirtæki lánið en það var talin uppgreiðsla lánsins samkvæmt gamalli túlkun skattayfii-valda. Menn sem hafa þekkt þetta ákvæði hafa á undanförnum árum fengið mikinn vaxtafrádrátt við sölu íbúða. Marí- anna Jónasdóttir, hagfræðingur í hagdeild fjármálaráðuneytisins, segir að lengi hafi verið áhugi á þessari breytingu enda hefði borið á misnotk- un réttarins. Menn hefðu tekið ný lán til að gera upp eldri vísitölulán i þeim eina tilgangi að fá vaxtafrá- dráttinn. Ákvæðinu „Iaumað“ inn í lögin Þessari breytingu var „laumað" inn í skattalögin, hennar var til dæm- is ekki getið í greinargerð frumvarps- ins og ekki urðu neinar umræður um hana í þinginu. Þá var ekki haft fyr- ir að tilkynna skattgreiðendum sér- staklega um hana. Virðast margir, þar á meðal þingmenn, ekki hafa áttað sig á breytingunni. Þó hún hafi ekki verið gerð fyrr en á síðustu dögum tekjuársins var hún látin gilda fyrir allt árið. Fólk sem hafði gert ráðstafanir í samræmi við gildandi skattalög, til dæmis greitt upp lán eða skipt um íbúð og gert ráð fyrir vaxtaendurgreiðslu vegna uppsafn- aðra verðbóta, varð af þeim. Ekki var gefinn neinn aðlögunartími að breytingunni, eins og stundum hefur verið gert við breytingar á skattalög- um þó afturvirkar breytingar hafi einnig tíðkast. Geir H. Haarde og fimm aðrir þingmenn fluttu síðar á þessu sama þingi breytingartillögu við skattalög- in í þeim tilgangi að afnema afurvirk- ar þrengingar réttar manna til hús- næðisbóta og frádráttar vegna upp- safnaðra verðbóta en vildu hafa lög- in óbreytt að öðru leyti. í greinar- gerð frumvarpsins segir að breyting- arnar stangist á við grundvallaratriði í réttarfari og lýsi siðleysi stjórnvalda og virðingarleysi í garð skattþegna. „Þær hafa og lítt verið kynntar al- menningi. Engu et- líkara en að skáka hafi átt í skjóli þess að fáir hafa þessi mál á hraðbergi og einstakling- arnir, sem hagsmuna eiga að gæta varðandi þessi-tilteknu atriði,,eflaust ekki mjög margir. Það breytir ekki eðli málsins. Fastlega má því búast við að einhveijir verði til þess að leita réttar síns í þessum efnum fyrir dóm- stólum verði lögunum ekki breytt í þá veru sem frumvarpið gerir ráð fyrir.“ Frumvarpið dagaði uppi á þinginu eftir að fjármálaráðherra hafði lagst gegn því. Gestur Steinþórsson, skattstjóri Reykjavíkur, segir að töluvert marg- ir hafi haft samband við skattstofuna vegna umræddra breytinga á skatta- lögum eftir að skattseðlarnir voru bornir út um mánaðarmótin. Fimmtungs hækkun bóta Steinþór Haraldsson, yfirlögfræð- ingur skattadeildar Ríkisskattstjóra, segir að breyting úr vaxtaafslætti í vaxtabætur geti hafa komið harka- lega niður hjá einhveijum gjaldend- um, sem átt hefðu rétt samkvæmt eldra kerfínu en lítinn eða engan samkvæmt því nýja. Einkum tekju- hátt fólk eða eignamikið. í núgild- andi vaxtabótakerfi eru 6% af tekjum viðkomandi gjaldanda dregin frá vaxtagjöldum. Ef einstaklingur á yfir 2,5 milljónir eða hjón 4,15 millj- ónir í eignir umfram skuldir skerðast vaxtabæturnar og falla út ef eignin er tvöfalt þetta lágmark. Hámark vaxtabóta sem einstaklingur getur fengið er 113.484 þúsund kr., 148.484 hjá einstæðu foreldri og 184.544 hjá hjónum. Aðstoð sem húsbyggjendur fá með vaxtabótum er að mörgu leyti svipuð og vaxtaaf- slátturinn sem gilti fyrir tekjuárin 1987 og 1988, nema hvað hann var ekki eignatengdur. Á móti kemur að vaxtabæturnar falla ekki út eftir ákveðinn árafjölda eins og í fyrri kerfum. Samkvæmt álagningarskrá fengu 25.487 skattgreiðendur vaxtabætur, samtals að fjárhæð 1,4 milljarða kr., eða tæpar 56 þúsund krónur á ein- stakling. Meðalbætur hjóna voru rúmlega 100 þúsund, en hlutfallslega hærri hjá einhleypingum og einstæð- um foreldrum. Áð auki voru greiddar út húsnæðisbætur samkvæmt gamla kerfinu til 11.031 einstaklings, sam- tals að fjárhæð 624 milljónir kr. Vaxtaniðurgreiðslu í formi skattaf- sláttar fengfu því 36.518 menn, sam- tals að fjárhæð 2,0 milljarðar kr. Á árinu 1989 fengu 35.583 menn hús- næðisbætur eða vaxtaafslátt, sam- tals að fjárhæð 1,4 milljarðar kr. Þar af var vaxtaafslátturinn 751 milljón til 22 þúsund manna og húsnæðis- bætur 697 milljónir til 13.500 manna. Fjármálaráðuneytið telur að þarna hafi í raun orðið fimmtungs- hækkun á vaxtafrádrætti í skatta- kerfinu. Ástæðan er að hluta til sú að fleiri fá vaxtabætur nú en vaxta- afslátt áður en meira munar um að vaxtabæturnar eru að meðaltali tals- vert hærri en gamli vaxtaafsláttur- inn, eða tæpar 56 þúsund krónur í stað 34 þúsunda. Með nýja kerfinu er verið að færa vaxtaniðurgreiðslu úr húsnæðislánakerfinu yfir í skatta- kerfið en þar sem fólk var almennt ekki byijað að greiða vexti af hús- bréfum á síðasta ári, skýrir það ekki þessa hækkun. Raunvaxtahækkun gömlu húsnæðislánanna á síðasta ári jók vaxtabæturnar eitthvað. Erfitt að telja vextina rétt fram Á tímum gamla vaxtaafsláttarins var auðvelt fyrir almenna borgara. að telja fram lán sín og vexti. Undan- farin ár hefur vandinn við að ganga rétt frá þessum hluta skattframtals- ins sífellt verið að aukast og nú er svo komið að nánast útilokað er fyr- ir fólk sem skuldar lán vegna hús- bygginga/íbúðarkaupa að gera það rétt án aðstoðar sérfræðinga. Vísi- tölulán, til dæmis húsnæðislán eða lífeyrissjóðslán, sem yfirtekin eru við kaup íbúðarhúsnæðis þarf að endur- reikna vegna þess að hluti verðbó- tanna sem greiddur er og fram kem- ur á greiðsluseðli banka eða lána- sjóðs, hefur myndast í tíð fyrri eig- anda og hefur verið tilgreindur sem nýr höfuðstóll lánsins við eigenda- skiptin. Algengt er að fólk noti kvitt- anir banka og lánastofnana og telji með því fram mun hærri vaxtagjöld en heimilt er samkvæmt gildandi reglum og snuði þannig ríkið. Ævar ísberg vararíkisskattstjóri segir í minnisblaði til fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar Al- þingis í desember, þegar verið var að ræða um breytingar á vaxtabóta- kerfinu, að þrátt fyrir ítarlegar skýr- ingar skattyfirvalda á viðeigandi eyðublöðum megi telja útilokað að allur almenningur ráði við þá út- reikninga sem nauðsynlegir eru. Engu minni erfiðleikar séu hjá skatt- stjórum við framkvæmd þessa atrið- is. Það megi teljast útilokað að þeir hafi nokkra möguleika á að ráða við að fylgjast með því að rétt vaxta- gjöld séu færð. Með breytingunni á uppsöfnuðum verðbótum er komið til móts við þetta sjónarmið. En vandinn heldur áfram og hleður upp á sig eins og snjóbolti eftir því sem fleiri eigendaskipti verða að íbúðum. Að sögn Steinþórs Haraldssonar hefur sú hugmynd ver- ið viðruð að einfalda vaxtabótakerfið með því að láta reikna út meðaltal vaxta og láta ákveðna prósentu lána gilda sem stofn til útreiknings vaxta- bóta. Ljóst er að það myndi auðvelda eftirlitið, þó ekki sé með því hægt að koma alveg í veg fyrir misnotkun vaxtabótaréttarins. Maríanna Jónas- dóttir segist hafa heyrt þessar hug- myndir en ekki hafi verið tekið und- ir þær í ráðuneytinu. Taldi hún að þessi leið væri ekki vænleg til árang-' urs. Hún spurði hvort ekki yrði sama vandamálið hjá skattstjórum að fara yfir lánin sem fólk teldi fram vegna íbúðarkaupa, til að gæta þess að námslán og önnur slík kæmu ekki einnig til útreiknings vaxtabóta. Maríanna sagði að vitað væri að vegna framkvæmdar á nýjum skatt- kerfum undanfarin ár hefði verið mikið álag á skattstjóraembættun- um. Nú færi hins vegar að sjást fram úr þeim önnum og vonandi losnuðu þá menn sem gætu þá farið í endur- skoðun vaxtanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.