Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 Kristín Kjartansdóttir í Kúvæt: Vonandi grípa Bandaríkin ekki til hemaðaríhlutunar „Við erum að vona að Bandaríkjamenn blandi sér ekki í málið því Saddam Hussein íraksforseti sagði i útvarpinu í hádeginu að þá myndi Kúvæt verða eins og kirkjugarður," sagði Kristín Kjartansdóttir í Kúvætborg í símtali við Morgunblaðið. Hún er gift Palestinumanni sem er háskólakennari þar og eiga þau hjón fjögur börn. Hún hefur verið búsett í Kúvæt í sextán ár. „Það er erfítt að henda reiður á^ hvemig ástandið er. Okkur líður í sjálfu sér ágætlega en þetta hefur verið dálítið ókyrrt. Þar sem er að koma helgi þurfti maðurinn minn ekki í vinnu í morgun svo að við höfum ekki þurft að fara út. Við búum nærri heræfingasvæði svo að umferð skriðdreka og herbfla var mikil í morgun. Það eru alls kyns sögusagnir á kreiki en þar sem mað- ur kemst ekki út úr húsi veit ég ekki svo gjörla hvað er rétt og hvað ekki. Sagt er að furstinn hafi sloppið til Saudi Arabíu og hafi haldið áfram til Egyptalands, aðrar sögur segja að hann sé í Saudi-Arabíu og hvetji menn þaðan til að sýna mótspymu. Hins vegar eru Kúvætar svo fáir miðað við íraka að ég sé ekki hvem- ig það mætti verða. Það hefur ekki verið skýrt frá hveijir em í þessari nýju stjórn sem okkur skilst að hafi tekið við. Þá vitum við ekki hve fjöl- mennt lið réðst inn í landið sl. nótt en ég hef heyrt 200 þúsund.“ Kristín sagði að fyrsta hugsun sín þegar hún vaknaði um fímmleytið hefði verið að það væri skollið á þmmuveður. Þegar hún leit út sá hún að „verið var að skjóta eldflaug- um hér á æfíngasvæðið og allt hrist- ist og skalf svo mikill var gnýrinn. Flugvöllurinn var sprengdur og er lokaður og fram eftir morgni var stöðug umferð herbíla og skriðdreka í grenndinni. Allar fréttir sem við fáum em úr erlendum stöðvum. í sjónvarpi eru sýndar kvikmyndir frá Kúvæt og spiluð þjóðlagamúsík og útvarpið hefur þagað síðan upp úr hádegi. Ég hef heyrt að írakar hafi handtekið Kúvæta á ferli en látið útlendingana eiga sig, en við vitum það ekki fyrir víst. frakarnir sögðust hafa komið til að bjarga bræðrum sínum sem vildu velta furstanum úr sessi en óljóst er hveijir þeir bræður era. Það hefur alltaf öðm hveiju verið talsverð spenna í Kúvæt vegna þess að hin stóra fjölskylda furstans hefur ekki látið aðra en sína komast í háar stöður eða valdaembætti. Við höfum fundið að þessi spenna hefur verið meiri upp á síðkastið en hvort uppreisn var í undirbúningi efast ég um.“ Kristín sagði aðspurð að hún teldi að írakar myndu fara á brott.„Ég held að þeir muni semja um lands- svæði fyrir höfn og að þeir fái veru- legt fé og þeir fari þegar þessi stjórn sem enginn veit neitt um enn hefur treyst sig í sessi. Það lítur út fyrir að valdadagar Saba-fjölskyldunnar séu taldir en það er full fljótt að stað- hæfa nokkuð," sagði Kristín. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 3. ÁGÚST YFIRLIT í GÆR: Við austurströnd landsins er 10OO mb iægð sem þokast norðnoröaustur. Önnur lægð er að myndast á sunnanverðu Grænlandshafi. Hití mun h'tið breytast. SPÁ: Sunnan- og suðvestangola eða kaldi. Bjart veður norðaustanlands í fyrstu en rigning og súld sunnanlands og vestan. Síðdegis þykkn- ar einnig upp austantil og fer að rigna um kvötdið. Hiti veröur á bilinu 10-16 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Á laugardag verður suðaustan- og síðar austan- eða norðaustan átt á landínu og iítilsháttar rigning um austanvert landiö en skúrir norðanlands og vestan. Hiti 9 tii 16 stig. HORFUR Á SUNNUDAG :Á sunnudag verður norðlæg átt á landinu og léttir til sunnanlands en norðanlands verður skýjað með smá- skúrum eða súld. Hiti er 8 - 15 stig, hlýjast sunnanlands. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / r r r r r r Rigning r r r 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V * V Skúrír Él = Þoka = Þokumóða ’, 5 Súld * / * Slydda r * r CO Mistur * * * 4 Skafrenningur ■ * * * Snjókoma * * # K Þrumuveður 'g 11 VEÐUR VÍÐA UM HEtM áA ícl tíma Kl. lc.W I gær hiti 30 iSh UU10 veftur Akureyri 14 súfd Reykjavík 11 súld fiergen 21 skýjað Helsínki 22 hálfskýjað Kaupmannah ifn 26 léttskýjað Narssarssuaq 10 skýjað Nuuk 7 skýjað Ósló 25 skýjað Stekkhóimur 24 skýjað Þórshöfn 13 rlgning Algarve 28 heiðskírt Amsterdam 28 heiðskirt Barcelona 28 mistur Bertln 25 léttskýjað Chicago 17 þokumóða Feneyjar 32 heiðskírt Frankfurt 31 ióttskýjað Glasgow 27 léttskýjað Hamborg 26 léttskýjað Las Palmas 28 heiðskirt london 33 heiðskirt LosAngeles 19 sk«að Lúxemborg 31 léttskýjað Madríd 32 léttskýjað Mataga 29 féttskýjað Mallorca 35 léttskýjað Montreal 19 léttskýjað NewYork 21 heiðskirt Orlendo 26 místur Paris 33 léttskýjað Róm 31 léttskýjað Vin 27 téttskýjað Washíngton 21 léttskýjað Wlnnipeg 18 téttskýjað Kristín Kjartansdóttir Gísli H. Sigurðsson. * Ekki viss um að Irakar Meypi lækuum úr landi - segir Gísli H. Signrðsson yfírlæknir á Mubarak-háskólaspítalanum í Kúvætborg GISLIH. Sigurðsson er yfirlæknir á gjörgæslu- og svæfingadeild háskól- aspítalans í Kúvætborg. Þegar Morgunblaðið ræddi í síma við Gísla í gær þurfti hann að gera nokkrum sinnum hlé á máli sínu vegna sprengj- ugnýs úr nágrenninu. Gísli er kvæntur Birnu G. Hjaltadóttur en börn þeirra þijú eru nú stödd á íslandi í sumarleyfi. Þau hjónin búa í vestur- hluta borgarinnar í nágrenni miðborgarinnar þar sem hvað mestu átök- in eru. „Klukkan hálfsex (hálfþijú að íslenskum tíma) vöknuðum við við símhringingu," sagði Gísli. „Það var íslensk kona sem hér býr, Kristín Kjartansdóttir, sem sagði okkur frá innrásinni. Um leið heyrðum við læt- in fyrir utan, bæði sprengjur frá skriðdrekum og herþotur sem fiugu yfir. Eftir það varð okkur náttúrlega ekki svefnsamt. Það virðast ennþá vera bardagar þótt írakar segist vera búnir að ná öllum völdum í borg- inni. Við erum í háskólahverfi í vest- urhluta borgarinnar þar sem eru margar opinberar byggingar og þijár herstöðvar. Það loga eldar víða hérna í borginni. Það getur verið að það séu að hluta til vopnabirgðir í her- stöðvunum sem brenna. Ég sé sprengjurnar falla eins og 300-400 metra frá húsinu. Húsið sem við búum í er þrettán hæða rammgert steinhús og samt nötrar það öðru hveiju. Við búum á sjöttu hæð.“ Gísli segist ekki hafa komist út úr húsi bæði vegna útgöngubanns og einfaldlega vegna þess að skotið sé á þá sem sjást úti á götu. „Við ætluðum í morgun út í búð sem er hér rétt handan við hornið. En örygg- isverðir hússins komu og veifuðu okkur í ofboði að fara ekki út. Það em skriðdrekar hérna beint fyrir utan og hermenn við hliðin. Þeir era búnir að taka nokkrar kennslubygg- ingar hér í kring. Mér sýnist að þeir ætli að nota þær sem fangageymsl- ur. Kúvæskir hermenn hafa verið fluttir þangað í strætisvögnum. Það hafa ábyggilega einir hundrað skrið- drekar ekið héma fram hjá í dag. Þó er þetta aðeins ein af mörgum leiðum niður í miðborgina. Ég kemst því ekki niður á spítala þótt þar sé þörf á fleiri læknum. Það falla sprengjur í sífellu á götuna sem ég þyrfti að aka eftir. Það komust sjö læknar inn í morgun á minni deild. Þeir hafa getað sinnt því sem mest ríður á.“ Að sögn Gísla var skotið á fólk, sem ekki virti útgöngubann, úti á götu. Það eru því einkum al- mennir borgara sem lagðir hafa ver- ið inn á spítalann. Hann sagðist enn- fremur búast við því að íraski herinn tæki spítalann á sitt vald. Að sögn Gísla era það einkum útlendingar sem búa í blokkinni. „Þeir hugsa núna fyrst og fremst um það að komast úr landi. Sum sendiráð hafa tilkynnt að fólk ætti að vera tilbúið með lítinn farangur til þess að geta yfirgefíð landið fyrir- varalaust. Við höfum haft samband við sænska sendiráðið sem ætlar að láta okkur vita af ferðum. Við mynd- um þá fara með fyrstu ferð sem byðist en ég er ekki viss um að írösk hemámsstjórn myndi hleypa mér úr landi vegna þess að ég er læknir." Kúvæskur blaðamaður: Vinirnir virðast týna tölunm nuna „Það er haugalygi að einhverjir Kúvætar hafi ætlað að steypa furstan- um og írakar hafi sent lið þeim til aðstoðar. Við vitum ekki hvar hann er niðurkominn nú en hann var ekki í bústað sínum þegar Irakar tóku hann. Allir vona að furstinn sé heill á húfi. Þetta sagði Abduilah Rukabi blaðamaður í Kúvæt í símtali við Morgunblaðið í gærmorgun. Hann bætti við að útgöngubann væri í landinu og þeir einir á ferli sem innrásarherinn leyfði. „Það er erfitt að segja mi'kið til um hvernig ástandið er þessa stund- ina vegna útgöngubannsins. Við er- um öll mjög hrædd. Við eram líka reið yfir því að írakar skuli dirfast að gera innrásí landið í Kúvætborg eru íraskir hermenn á skriðdrekum á hveiju strái en ég hef ekki heyrt mikla skothríð og þessa stundina alls enga, enda eiga Kúvætar ekki miklum her á að skipa. Biöðin eru bönnuð og engar útvarpssendingar voru í morgun nema þegar tilkynnt var um að Irakar hefðu tekið landið og skipað bráðabirgðaráð til að stjórna. Við höfum reynt að ná er- lendum útvarpsstöðvum en það hefur gengið upp og ofan.“ Aðspurður um hvað hann héldi að gerðist á næstunni sagði Abdullah að Kúvætar hefðu bundið vonir við hjálp frá Bandaríkjamönnum og vestrænum ríkjum. Hvað snerti önn- ur arabaríki sagði hann: „Við vitum ekki um það. Það er eins og þeir sem við héldum að væru vinir okkar þeg- ar allt hefur leikið í lyndi séu að týna tölunni núna. Við vonum að furstinn sé heill á húfi og ef Guð lofar tekur hann aftur við völdum,“ sagði Al-Rukabi. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við skrifstofu Saddams Huss- eins íraksforseta var sagt að forset- inn væri ekki við og myndi ekki geta tekið símann. Er spurt var um at- burðina var vísað á upplýsingaráðu- neyti landsins. Á þeim bæ var sagt að leita mætti eftir upplýsingum kl 15 að ísl. tíma en þegar reynt var að ná sambandi við uppgefin númer á tilsettum tíma sagði símsvari að þeim hefði öllum verið breytt. Bent var á að menn gætu hringt í símstöð- ina í Bagdad en númer fyigdi ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.