Morgunblaðið - 03.08.1990, Side 24

Morgunblaðið - 03.08.1990, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 Hefur starfað hjá Vatnsveitunni í nærri 60 ár: Star fið helgast af þ vl að veita bæjarbúum þjónustu — segir Sig-urður Svanbergsson, fráfarandi vatnsveitustjóri SIGURÐUR Svanbergsson lét af störfum vatnsveitustjóra á Akureyri nú um mánaðamótin, en því starfi hefur hann gegnt frá 1954. Hann segist hafa alizt upp með Vatnsveitunni frá árinu 1929 er hann var níu ára að aldri, en þá tók faðir hans og forveri í starfi, Svanberg Sigurgeirsson, við stjórn Vatnsveitunnar. Sigurður hefur því upplifað tímana tvenna í vatnsveitumálum á Akureyri. „Þegar ég hafði aldur tii fór ég að skjótast í sendiferðir fyrir Vatns- veituna, og ég hef séð á skýrslum að ég er fyrst skráður sem sendill árið 1932. Minn ferill hjá Vatns- veitunni byijaði eiginlega fyrir alvöru 1934 þegar ég var fjórtán ára gam- all, og í nokkur ár vann ég einkum sumarstörf meðfram skólanum," segir Sigurður í samtali við Morgun- blaðið. „Þegar árin liðu vantaði föður minn aðstoðarmann til að starfa með sér við Vatnsveituna, og hann bað mig að taka það verk að mér. Um eða upp úr 1940 fór ég því að starfa meira við Vatnsveituna. Á þessum árum voru ákaflega erfið vinnuskil- yrði. Það voru éngir bílar eða vinnu- vélar til að létta mönnum störfin og ég man eftir því að við fluttum efnið á hestum og hestakerrum. Við sett- um líka pípur, verkfæri og annað á reiðhjól og fluttum það þannig um bæinn. Ég efast um að ungir menn trúi í dag þeim aðstæðum, sem búið var við á þessum árum, eins og allt er nú orðið vélvætt." Sigurður segir að vatnsveitu- stjórastarfið hafi reynt á föður sinn, bæði líkamlega og andlega, og skiln- Leiðrétting í frétt á Akureyrarsíðu í gær kom fram að Halldór Jónsson væri fyrsti innfæddi Akureyringurinn, sem gegndi bæjarstjórastarfi á Akur- eyri. Hið rétta er að Sigfús Jóns- son, fyrrverandi bæjarstjóri, er fæddur í bænum, og má því með réttu segja að hann hafi verið fyrsti innfæddi Akureyringurinn á bæjar- stjórastóli. Sigfús ólst upp á Akur- eyri til fjögurra ára aldurs. O Laugardagskvöld: Hljómsveitin LEXIA frá Blönduósi leikur fyrir dansi. Glæsilegur sérréttamatseóill Borðapantanir í síma 22200. Hótel KEA ingur bæjarstjórnarmanna á fram- förum Vatnsveitunnar hafi stundum verið af skornum skammti. „Það þegja allir á meðan rennur úr kran- anum, en ef eitthvað kemur upp á fara raddirnar að heyrast." Sigurður segir að þegar faðir sinn hafi látið af störfum hafi hann sjálf- ur einnig ætlað að fara frá Vatns- veitunni. „Ég hafði meiri áhuga á að fara á sjóinn, en gerði það fyrir föður minn að vinna með honum fyrir vatnsveituna. Það komu hins vegar til mín tveir heiðursmenn, Helgi Pálsson og Jón Sólnes, og báðu mig að taka Við Vatnsveitunni. Það vafðist fyrir mér að svara þeim og ég dró það um nokkurn tíma. Loks lét ég tiileiðast að taka Vatnsveituna eitt ár til reynslu, en nú eru árin orðin þrjátíu og sex.“ Á þessum tíma hefur starfsemi Vatnsveitunnar breyzt og aukizt gífuriega. „Fyrsti bíllinn kom til Vatnsveitunnar 1945 og var þá keyptur af setuliðseignum. Upp úr stríðinu fór þærinn að stækka og það þurfti að færa út kvíarnar hjá Vatns- veitunni. Síðan hefur þróunin haldið áfram. Nú er Vatnsveitan orðin vold- ugt fyrirtæki og við höfum fylgzt með þróuninni í áranna rás. Nú er komið tölvustýrt stjórnkerfi á vatn- skerfið, þannig að við getum fylgzt með hverri hreyfingu í kerfinu á skrifstofunni." Sigurður segir að sér sé auðvitað nokkur eftirsjá í því að fara frá Vatnsveitunni eftir að hafa starfað þar nærri sex áratugi. „Ég er hins vegar ákaflega þakklátur fyrir að hafa getað tekið þátt í þeim miklu breytingum, sem hafa orðið á verk- legum framkvæmdum í landinu og hér í bænum. Þær hafa ekki sízt Sigling afhjúpuð SIGLING, höggmynd Jóns Gunnars Árnasonar, verður afhjúpuð við hátíðlega athöfn í dag, föstudag, kl. 15.30. í tilefni af 100 ára afmæli Kaupfélags Eyfirðinga fyrir Ijórum árum ákvað þáverandi bæjarstjórn Akureyrar að fá listamann til að gera listaverk, sem sett yrði upp á áberandi stað í miðbæ Akureyrar. Lista- verkinu hefur verið valinn stað- ur á horni Kaupvangsstrætis og Glerárgötu, og þar fer vígsluat- höfnin fram. I fréttatilkynningu frá menningarfulltrúa Akur- eyrarbæjar eru bæjarbúar, nær- sveitamenn og gestir hvattir til að vera við athöfnina. Lax og silungur Lax- og silungsveiðiieyfi til sölu í Þorvalddalsá á Ár- skógsströnd og Öxnadalsá í Öxnadal, sem báðar eru í Eyjafirði um 30 km frá Akureyri. Upplýsingar í gistiheimilinu Ytri-Vík, Árskógsströnd, í síma 96-61982, Erla eða Hólmar, og í Versluninni Ey- fjörð, í síma 96-22275, Einar Long eða Heiðar. orðið hjá Vatnsveitunni. Ég er líka ákaflega þakklátur fyrir samstarfið við mitt starfsfólk, sem hefur verið fjöldamargt i öll þessi ár. Þá þakka ég bæjarbúum fyrir það hvað okkur hefur gengið vel að vinna saman. Það, sem ég var alinn upp við, var að starfið helgaðist af þjónustu við bæjarbúa." Sigurður Svanbergsson, fyrrver- andi vatnsveitustjóri. Flugvika á Melgerð- ismelum SVIFFLUGFÉLAG Akureyrar gengst fyrir árlegri flugviku sinni á Melgerðismelum í Eyjafirði dag- ana 4.-13. ágúst næstkomandi. Svifflugmenn á Akureyri ætla að nota þessa daga til að kynna starf- semi sína og verða á melunum frá kl. 13-22 alla dagana. Fólki býðst að skreppa í stutt kynnisflug gegn vægu gjaldi. Um 25 manns eru nú virkir í Svifflugfélaginu og verða þeir með fjórar eða fimm svifflugur í ferðum meðan á flugvikunni stendur. Vatnsveita og hitaveita undir eina sljórn: Stefnt að samnýtingu, hagræðingn og spamaði — segir Franz Árnason, framkvæmdasljóri beggja fyrirtækja VATNSVEITA og Hitaveita Akureyrar voru á miðvikudag settar undir einn framkvæmdasljóra, en Sigurður Svanbergsson, sem verið hefur vatnsveitustjóri um áratugaskeið, lét af störfum um mánaða- mótin. Franz Árnason, sem verið hefur hitaveitustjóri, verður nú framkvæmdastjóri beggja fyrirtækja. Hann segir að stefnt sé að samnýtingu búnaðar og húsnæðis hjá fyrirtækjunum, sem með tíman- um muni væntanlega leiða af sér talsverða hagræðingu og sparnað, en fjárhagur fyrirtækjanna verði áfram aðskilinn. Að sögn Franz verða skrifstofur fyrirtækjanna fyrst um sinn á sömu stöðum og verið hefur, én síðar stendur til að þær sameinist. Franz segir að sinn vilji sé að skrifstofurn- ar verði sameinaðar á Rangárvöll- um, þar sem vatnsveitan er nú til húsa. Enn er hins vegar óvíst hvern- ig húsnæðismálunum verður skip- að. Samnýtingin mun fyrst um sinn einkum ná til þeirrar starfsemi, sem rekin er úti við. Franz segir að búast megi við nokkrum sparnaði af samnýtingu vinnuvéla. Lager og verkstæði hitaveitumanna, ásamt megninu af tækjakosti, verði flutt í húsnæði vatnsveitunnar fljótlega. Engum starfsmönnum verður sagt upp vegna hagræðingarinnar, heldur verður athugað að ráða ekki í stöður, sem losna á næstu árum. „Við spörum einhveijar upphæðir vegna betri nýtingar á tækjum, fyrst og fremst vinnuvélum, og sömuleiðis vegna nýtingar hús- næðis. Einhver sparnaður verður strax, og á væntanlega eftir að aukast á næstu einu til tveimur árum,“ sagði Franz. Aðalgeir Finnsson við tvö þeirra húsa sem hann hefur nýlokið við að reisa á Akureyri. Á innfelldu myndinni sést eitt húsa hans full- búið í Grafarvogi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Smíðar hús á Akureyri og flytur á lóðir í Reykjavík FYRIRTÆKI Aðalgeirs Finns- sonar, byggingaverktaka á Ak- ureyri, hefur í vor og sumar smíðað hús, sem flutt eru í hlut- um suður til Reykjavíkur og reist á lóðum, sem Aðalgeir hefur fengið þar. Aðalgeir segir að þetta skili fyrirtækinu betra verði en ef húsin væru reist á Akureyri, og stuðli að því að halda atvinnu í bænum. Að sögn Aðalgeirs er hér um að ræða timburhús, sem klædd eru með viðhaldsfrírri Steni-klæðningu. Húshliðarnar eru smíðaðar í heilu lagi á Akureyri og fluttar suður með vöruflutningabílum. í Reykjavík eru húsin síðan reist á steyptum grunni og gengið þar frá innréttingum, en þær eru einnig framleiddar hjá fyrirtæki Aðalgeirs. Hann hefur fengið sex lóðir við Stakkhamra í Grafarvogshverfi undir hús af þessu tagi, og hafa þijú þegar verið reist. Húsin eru á einni hæð, íbúðin 123 fermetrar, en með tvöföldum bílskúr er gólfflöturinn 164 fer- metrar. Húsin eru seld tilbúin með öllum innréttingum. Að sögn Aðal- geirs hafa sex hús af þessari teg- und verið reist á Akureyri, og hafa líkað vel. „Ég held að þetta stuðli að því að halda atvinnu iðnaðarmanna hér,“ sagði Aðalgeir í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er spurning um það hvort menn vilja vera hér áfram eða ekki. Menn verða að bjarga sér, það þýðir ekkert að horfa bara á og væla.“ Aðalgeir segir að húsnæðismark- aðurinn sé líflegri í Reykjavík en á Norðurlandi. „Verðið er hærra þar, en lóðagjöld mun hærri,“ segir hann. í Reykjavík seljast húsin fyr- ir um fimmtán milljónir króna. Áð- algeir segist búast við að hann haldi þessari starfsemi áfram og sæki um fleiri ióðir í Reykjavík. Fólk er þegar flutt inn í fyrsta húsið við Stakkhamra. Næstu tveimur verður skilað fullbúnum í janúar, en öll húsin sex rísa við götuna í sumar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.