Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 40
Kringlan 5 Sími 692500 LANDSBOK Landsbanki íslands Banki allra landsmanna FOSTUDAGUR 3. AGUST 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. SÍF kaupir saltfisk- verksmiðju í Frakklandi Sölusamband íslenzkra fisk- framleiðenda hefur fest kaup á saltfiskverksmiðjunni Nord Símasam- bandslaust við Mývatnssveit SÍMKERFIÐ í Mývatnssveit varð fyrir tjóni þegar eldingu laust niður í símastreng á milli Breiðu- mýrar og Reykjahlíðar, og hefur verið símasambandslaust við sveitina síðan um miðjan dag á miðvikudag. Mývetningar geta 'nú aðeins náð sambandi við um- heiminn um einn handvirkan síma sem er í símstöðinni í Reykjahlíð. Stefnt er að því að samband komist aftur á í dag. Símasamband er með eðlilegum hætti innan sveitarinnar. Að sögn Ársæls Magnússonar umdæmis- stjóra Pósts og síma á Akureyri eru eldingatruflanir afar sjaldgæfar á þessum slóðum. „Við höfum leitað sleitulaust að biluninni síðan óhapp- ið varð, og teljum nú víst að 8 magnarar hafi gefið sig,“ sagði Ársæll. „Við erum nú að meta hvort það tekur því að setja upp bráð- birgðakerfi á meðan á viðgerð stendur.“ Ársæll sagðist ekki geta sagt hvenær úr bætist, en sagði að stefnt væri að því að koma síma- kerfinu í lag í dag. Morue í Frakklandi. Kaupsamn- ingur var undirritaður í lok júlí, en SIF hefur starfsemi í verk- smiðjunni í september næstkom- andi. Kaupverð er rúmar 200 milljónir og eru kaupin að miklu leyti íjármögnuð með erléndu láni. Verksmiðjan var áður í eigu sænska stórfyrirtækisins ABBA, sem meðal annars er þekkt fyrir saltsíldarkaup héðan. SIF hefur átt nokkur viðskipti við þessa verk- smiðju undanfarin misseri, en hún afkastar um 6.000 tonna þurrkun á blautverkuðum saltfiski á ári og ræður yfir 3.000 tonna kæli- geymslu. Með kaupum á þessari verk- smiðju festir SÍF sig í sessi á franska saltfiskmarkaðnum, en sala saltfisks héðan á þann markað hef- ur verið lítil, en vaxandi undanfarin misseri. Þurrkun á saltfiski hefur nær alveg legið niðri hér á landi um alltlangt skeið^ en með kaupum þessum tryggir SIF sér leið inn á umræddan markað. Kæligeymslan gefur svo kost á allnokkru birgða- haldi og því verður hægt að anna eftirspurn á fiski með skemmri bið en áður. Brúin yfir Markarfljót lokuð stærri bílum BRÚNNI yfir Markarfljót var lokað fyrir umferð stærri bíia í gær eftir að grafið hafði frá brúarstólpa og hann sigið um 20 sentímetra. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar ríkisins átti viðgerð að hefjast um klukkan 5 í morgun, en ekki er ljóst hvenær þrúin verður opnuð fyrir umferð stærri bíla á ný. Myndina hér að ofan tók Sigurður Jónsson, fréttaritari Morgunblaðsins, af Markarfljótsbrú í gærkvöldi. Setti Alþýðu- bandalaginu úrslitakosti STEINGRÍMUR Hermanns- son, forsætisráðherra, setti ráðherrum Alþýðubanda- lagsins úrsiitakosti eflir ríkisstjórnarfundinn í fyrra- dag þegar hann ræddi við þá einslega. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sagði forsætis- ráðherra efnislega að hann myndi ekki veita ríkisstjórn for- sæti sem missti tök á efnahags- þróuninni. Ef ekki tækist sam- komulag um setningu bráða- birgðalaga, sem festu efna- hagsþróun samkvæmt kjara- samningum almenna vinnu- markaðarins í sessi, myndi hann beita valdi sínu sem for- sætisráðherra til setningar bráðabirgðalaga, þó svo ríkis- stjórnin stæði þar ekki öil að baki. Ríkisstjórnin náði samkomulagi um efni bráðabirgðalaga: Launahækkun 6HMR afhumin og' aðrir samningar bundnir Viðbrögð kennara verða hörð, segir formaður Hins íslenska kennarafélags Ríkisstjórnin náði í gær samkomulagi um efni bráðabirgðalaga, sem afnema 4,5% launahækkun BHMR-félaga frá 1. september, en veita þeim jafnframt sömu hækkanir og felast í almennu kjarasamningun- um. Þá er heimilað að semja um launanefnd sem endurskoði samning- inn útfrá breyttum verðlagsforsendum. Allir gildandi kjarasamningar verða bundnir með lögunum, án þess að innihaldi þeirra sé breytt. Lögin verða ekki staðfest fyrr en í dag. I bráðabirgðalögunum felst, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, að 4,5% launahækkun til BHMR- félaga, sem Félagsdómur dæmdi þeim frá 1. júlí, verður afnumin frá 1. september, en í stað þess fær BHMR sömu hækkanir og kveðið er á um í almennu kjarasamningun- um, 2% þann 1. desember, 2,5% 1. mars og 2% 1. júní. Afnumin eru 5. og 15. grein kjarasamnings BHMR, sem kveða á um launahækk- anir á grundvelli kjarasamanburðar í áföngum, og að BHMR geti krafist launahækkana sem verða á almenn- um markaði. Þá er í lögunum kveðið á um, að heimilt sé að semja um launanefnd BHMR og ríkisins. Takist samkomu- lag ekki um slíka nefnd, sér launa- nefnd BSRB um endurskoðun. Ekki er ljóst af lögunum hvort launanefnd BHMR hefði umboð til að segja samningnum upp í nóvember ef til kæmi, þegar heildarendurskoðun á að fara fram samkvæmt ákvæðum almennu kjarasamninganna. Að auki eru allir gildandi kjara- samningar bundnirtil 16. september 1991, án þess að efni þeirra sé á nokkurn hátt breytt. Hins vegar geta þau félög, sem eru með lausa samninga gengið frá kjarasamning- um. Meirihluti þingflokks Alþýðu- bandalagsins veitti ráðherrum sínum í gærmorgun, umboð til að standa að þessum bráðabirgðalögum, en tveir þingmenn, Geir Gunnarsson og Hjörleifur Guttormsson voru á móti því. Gengið var frá efni bráðabirgða- laganna á ríkisstjórnarfundi, sem stóð frá klukkan 15 til að ganga 20, en gildistöku þeirra var frestað þar til efni þeirra hefði verið kynnt aðil- um vinnumarkaðar og stjórnarand- stöðu. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði eftir fundinn, að efni þeirra væri í samræmi við Skattar áætlaðir á fleiri en í fyrra MIKIL brögð eru að því að skatt- ar hafi verið áætlaðir á fólk og fyrirtæki í álagningarskrám vegna þess að skattframtal hafi ekki borist í tæka tíð. Á síðast- liðnu ári var áætlað á óvenju marga gjaldendur í Reykjavík en Gestur Steinþórsson skatt- sljóri telur að ástandið sé enn verra nú. Eftir álagninguna um mánaðamótin hafa margir haft samband við skattstofuna vegna breytinga sem gerðar voru á út- reikningi vaxtafrádráttar á síðasta ári. Reglurnar voru aftur- virkar og varð það til þess að sumt fólk sem reiknað hafði með húsnæðisbótum eða vaxtabótijm fékk engar bætur eða minni en en það átti von á. Fyrir lok kærufrests á síðasta ári bárust skattstjóranum í Reykjavík framtöl frá yfir 1.600 skattgreiðendum sem fengið höfðu áætlun í álagningarskrá. Áætlað var á mun fleiri sem ekki kærðu, meðal annars fólk sem vitað er að hefur engar tekjur, til dæmis sjúkl- ingar. Gestur sagðist ekki hafa upplýsingar um hvað væri áætlað á marga núna en það væru greini- lega enn fleiri en í fyrra. „Það er einkennilegt að menn skuli ekki huga betur að skyldum sínum en þetta, sérstaklega þegar haft er í huga hvaða afleiðingar það hefur að skila ekki skattframtali,“ sagði Gestur. Ef skattaðili telur ekki fram innan tilskilins frests skal skattstjóri áætla tekjur hans og gjöld „svo ríflega að eigi sé hætt við að fjárhæðir séu áætlaðar lægri en þær eru í raun og veru og ákvarða skatta hans í samræmi við þá áætlun.“ Það leiðir síðan til þess að launagreiðendur fá kröfu um að draga þessa áætluðu skatta af launum viðkomandi og þó hann skili framtali innan kærufrests get- ur tekið nokkra mánuði að fá leið- réttingu. Að auki er lagt 15-25% álag á gjaldstofna, ef gjaldandi gefur ekki fullnægjandi skýringar á því að hafa ekki skilað framtali á réttum tíma. Þau framtöl sem skattstjóri fékk eftir að vinna við álagninguna hófst, það er að segja í byrjun júní, og fram að álagningu eru tekin sem kæra. Þá gefst fólki kostur á að skila framtali sem kæru á áætlaða skatta til loka kærufrests sem er 29. ágúst. Sjá Af innlendum vettvangi bls. 17: „Fólk tapar hundruð- um milljóna...“ fyrri samþykkt ríkisstjórnarinnar um að þjóðarsáttin yrði varin með öllum tiltækum ráðum. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði að bráðabirgða- lögin væru í þeirri mynd, sem Al- þýðubandalagið vildi hafa þau, og þar væru sameinuð þau markmið, að verja efnahagslegan árangur þjóðarsáttarinnar, og um leið væru virt lýðréttindi þeirra hópa sem enn ættu ósamið. Hann svaraði ekki beint þeirri spurningu, hvort sett yrðu lög á þá hópa, reyndu þeir að fá meira en fælist í þjóðarsáttinni. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði, að með bráða- birgðalögunum væri ríkisstjórnin að viðurkenna mistök sín við gerð kjarasamnings BHMR, en væri um leið að bæta fyrir þau. Hann sagði að bráðabirgðalögin forðuðu óða- verðbólgu og kaupmáttarhruni. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins segir, að ríkisstjórn- in hafi sjálf lýst því yfir, að þetta mál hafi verið stórkostleg pólitísk mistök. Því hljóti afleiðingin að vera sú, að ríkisstjórnin segi af sér og boði til nýrra kosninga. Ekki náðist tal af formanni BHMR í gærkvöldi, en Eggert Lárusson formaður Hins íslenska kennarafé- lags, sagði ljóst, að ef taka eigi kjarasamning kennara af þeim, verði viðbrögð þeirra mjög hörð. Einar Oddur Kristjánsson formað- ur VSÍ sagði að vinnuveitendur hefðu krafist þessara bráðabirgða- laga og hörmulegt væri hvað þau hefðu dregist. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ, sagðist vilja bíða með að tjá sig, þar til efni laganna lægi endanlega fyrir. Sjá miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.