Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 39
, .. avjrriyt%0v% MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 39 GOLF/LANDSMOTIÐ A AKUREYRI JhOLK H PÁLL Ketilsson, GS, lék á 78 höggum í dag og var ekki sátt- ur við það. Hann var reyndar ekki einn um það því kylfusveinn hans, Einar Lars Jónsson, hefði gjarnan viljað fá færri högg því hann fær borgað eftir árangri. Fyrir holu undir pari fær hann 200 kr. en aðeins 50 kr. fyrir holu yfir pari. Nái Páll holu í höggi þarf hann að borga kylfusveininum 5.000 kr. „Ég má varla við því að bæta mig, þá fer ég á hausinn," sagði Páll. ■ Á LANDSMOTINU er ekki lengur skorið niður eftir 36 holur eins og gert hefur verið undanfarin ár. Margir þakka fyrir það og í hópi þeirra sem hefðu fallið út eftir keppni í gær eru tveir Is- landsmeistarar Björgvin Þor- steinsson, GA, og Sigurður Pét- ursson, GR. I VEÐRIÐ hefur verið nokkuð gott síðari hluta Landsmótsins, þótt gengið hafi á ýmsu. í gær- morgun var þó kalt en svo hlýnaði er líða tók á daginn. Síðan fór á rigna - en skömmu síðar kom sólin aftur. „Þetta er alveg ferlegt. Maður er bara í því að fara í og úr peysunni og regngallanum," sagði Úlfar Jónsson og var ekki hrifínn af „veðursýnishornunum." URSUT Landsmótið í golfi Jaðarsvöllurinn á Akureyri. Staðan eftir annan keppnisdag: Meistaraflokkur karla: 142 Úifar Jónsson, GK............70-72 143 Sigufíón Amarsson, GR........73-70 145 Ragnar Ólasson GR............75-70 148 Arnar Már Ólafsson, GK.......73-75 Hjalti Pálmason, GR...........77-71 150 Guðmundur Sveinbjömss., GK..76-74 152 Björgvin Sigurbergsson, GK...152 Sigurður Sigurðsson, GS.......77-75 Tryggvi Traustason, GK........77-75 Viggó H. Viggósson, GR..........77-75 154 Hannes Eyvindsson, GR........79-75 Kristinn G. Bjamason, GL......76-78 Sverrir Þorvaldsson, GA.......80-74 155 Jón H. Karlsson, GR..........80-75 Magnús Birgisson, GK..........74-81 Sveinn Sigurbergsson, GK......75-80 156 Hörður Arnarson, GK..........77-79 157 Bjöm Knútsson, GK............78-79 Gunnar Sn. Sigurðsson, GR.....74-83 Sigurður Hafsteinsson, GR.....81-76 Meistaraflokkur kvenna: 153 Karen Sævarsdóttir, GS.......77-76 159 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR .80-79 166 Þórdís Geirsdóttir, GK.......86-80 170 Kristín Pétursdóttir, GK.....87-83 174 ÁrnýLiljaÁrnadóttir, GA......86-88 176 Svala Öskarsdóttir, GR.........176 177 Alda Sigurðprdóttir, GK......90-87 Herborg Amarsdóttir, GR.......91-86 1. flokkur karla: 150 Sigurður H. Ringsted, GA.....73-77 154 Ólafur Gylfason, GA..........76-78 156 Áki Harðarson, GA............78-78 157 Einar B. Jónsson, GKJ........80-77 Amar Baldursson, GÍ...........77-80 Rósant Birgisson, GL..........76-81 1. flokkur kvenna: 175 Rakel Þorsteinsdóttir, GS....88-87 178 Jónína Pálsdóttir, GA........86-92 179 Guðbjörg Sigurðardóttir, GK ....85-94 181 Ela Adolfsdóttir, GG..........91-90 183 Áslaug Stefánsdóttir, GA.....91-92 Karen Sævarsdóttir slær úr glompu. sýnt mikið öryggi á Landsmótinu. Morgunblaðiö/Rúnar Þór Hún lék mjög vei í gær og hefur ÆMT Ulfar nálgast +3íforgjöf Ulfar Jónsson hefur lækkað forgjöf sína verulega á Landsmótinu á Akureyri. Hann er nú kominn með +2,3 í forgjöf og þarf aðeins 0,2 til viðbótar til að ná +3. Hann er eini íslénski kylfingur- inn með + í forgjöf. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef náð tveimur og ég vona að ég komist upp í þtjá á ',mótinu,“ sagði Úlfar. Hann var þijú högg undir erfiðleikamati vallarsins (SSS) í fyrradag og eitt högg í gær en hvert högg lækkar forgjöfina um 0,1 stig. Sigurður Pétursson, GR, er eini kylfingurinn, auk Úlfars, sem náð hefur plús í forgjöf en hann komst í +1 fyrir nokkrum árum. Ragn- ar Ólafsson náði 0 í forgjöf á svipuðum tima. „Það hefur enginn náð sömu forgjöf og Úlfar eftir að reglunum var breytt 1984 og forgjöf íslenskra kylfinga varð marktæk,“ sagði Frímann Gunniaugsson, framkvæmdastjóri GSÍ. Karen eykur forskotið Sló vallarmetið aftur og hefur sex högga forskot á Ragnhildi KAREN Sævarsdóttir virðist ákveðin í að verja íslands- meistaratitil sinn í kvenna- flokki. Hún setti vallarmet fyrsta daginn og í gær bætti hún það, lék á 76 höggum. Ragnhildur Sigurðardóttir heldur 2. sæti, lék á 79 högg- um. jr Eg get ekki annað en verið ánægð með hringinn, þrátt fyrir að hafa gert mistök, hafði ég mjög gaman að þessu,“ sagði Kar- en. Hún var reyndar ekki langt frá- því að bæta vallarmetið enn frekar; pútt á síðustu holunni hoppaði uppúr. „Það var svekkj- andi en ég er samt sátt við hring- inn í heild." Ragnhildur lék einnig vel í dag,' á 79 höggum: „Ég get líkiega gert mig ánægða með þetta, þó ég hefði getað verið heppnari. Það verður erfítt að ná Karen en ég hef ekki gefist upp,“ sagði Ragn- hildur. Þórdís Geirsdóttir er i þriðja sæti, lék á 80 höggum og er 13 höggum á eftir Karen með 166. Kristín Pétursdóttir er í 4. sæti á 170 höggum en líklega kemur slagurinn til með að standa á milli Karenar og Ragnhildar. Meistaraflokkur karla: Sigurjón sækir aðúlfari Var undir pari. Ragnar kominn í 3. sætið SIGURJÓN Arnarsson gefur ekkert eftir í baráttunni um ís- landsmeistaratitilinn í meist- araflokki karla. Hann lék mjög vel í gær og er nú aðeins einu höggi á eftir íslandsmeistaran- um, Úlfari Jónssyni. Sigurjón lék síðustu holurnar mjög vel og var eitt högg undir pari en Úlfar eitt yfir. Ragnar Ölafsson lék einnig mjög vel - undir pari, og er kominn f þriðja sætið. Hann er ákveðinn að veita Úlfari og Sigurjóni harða keppni í lokabaráttiunni. Þetta var frábær dagur og gott að ná að leika undir pari. Ég púttaði mun betur í dag og það hafði mikið að segja,“ sagði Sigur- Logi Bergm'ann Eiðsson skrifarfrá Akureyri jón. „Ég hlakka til morgundagsins og er bjartsýnn. Með- an mér gengur svona þarf ég ekki að örvænta og ég vona að ég haldi mínu striki,“ sagði Siguijón. Þegar komið var að 13. holu hafði Úlfar tveggja högga forystu á Siguijón. Hann var yfir pari á 13. og Siguijón undir pari á 14. Síðustu holuna, sem er par 3, lék Siguijón á tveimur höggum en Úlfar á fjórum. „Ég var ekki nógu ákveðinn og náði ekki að pútta eins vel og í gær. Ég fann mig ekki jafn vel í dag, en vona að sjálfstraustið komi aftur á morgun,“ sagði Úlfar. Hann sagðist vera afar ósáttur við leik sinn á síðustu KNATTSPYRNA KVENNA Valur og ÍA mætast í úrslitum Það verða Valsstúlkur sem mæta bikarmeisturum ÍA í úrslitaleik bikarkeppni kvenna 19. ágúst næstkomandi. Valur sigraði Þór frá Akureyri í undanúrslitaleik í gærkvöldi á Valsvelii. Leikurinn var jafn og fjörugur í fyrri hálfleik, en hvorugu liðinu tókst að skora þrátt fyrir ágæt marktækifæri. Valur náði forystunni snemma í síðari hálfleik. Ein Þórsstúlknanna handlék boltann innan vítateigs og Guðrún Sæmundsdóttir skoraði ör- ugglega úr vítaspyrnu sem dæmd var. Eftir markið tóku Valsstúlkur öll völd á vellinum og áttu fjölmörg tækifæri til þess að bæta við mörk- um. Þórsliðið varðist vel og mörkin urðu ekki fleiri. ÍA tryggði sér sæti í úrslitum með sigri á KA í síðustu viku. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sigurjón Arnarsson lék mjög vel síðustu holurnar. holunum. „Púttin eni mikilvæg og ég verð að vera ákveðnari í þeim á morgun.“ Ragnar bætist í hópinn Ragnar Óiafsson færðist upp í 3. sæti með mjög góðum leik í gær. Hann var tvö högg undir pari eftir fyrri níu holurnar og kom inn Morgunblaöið/Rúnar Þór Úlfar Jónsson náði ekki að pútta nægilega vel. á einu undir pari. „Þetta var mjög svipað og í gær nema hvað ég púttaði mun betur. Flatirnar eru erfiðar og þetta er að miklu leyti spurning um heppni," sagði Ragn- ar. „Það er gaman að vera í síðasta hópnum og ég geri mitt besta til að velgja þeim undir uggum,“ sagði Ragnar. SUND / EM UNGLINGA Arnar Freyrá sínu besta Arnar Freyr Ólafsson tók þátt í EM unglinga í Frakklandi um síðustu helgi. í 200 metra fjórsundi náði hann sínum besta árangri til þessa, 2.15,63. En í 400 metra fjórsundi var hann á 4.55,99, sem er rúmlega átta sekúndum lakari tími en hann á best- an í greininni. Óli Þór Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Conrad sagðist vera ánægður með tíma Arnars í 200 metrun- Cawley um, og að Arnar hefði fengið magakrampa í 400 metra . sundinu og þess vegna ekki náð betri tíma en raun bar vitni. skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.