Morgunblaðið - 03.08.1990, Síða 16

Morgunblaðið - 03.08.1990, Síða 16
Wj TPHÍ WTTn A fíTTTPíYB 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 Fimm þyrlur skráðar í landinu: Tíunda þyrluóhappið á fímmtán ára tímabili ÞYRLUSLYSIÐ á þriðjudag var tíunda óhappið sem slíkar vélar hafa orðið fyrir hérlendis á undanförnum fimmtán árum, en fimin þyrlur eru á skrá hér- lendis, að þeirri sem nú fórst Lýsing Oshlíðar o g Bessastaðavegar; Helmingnr kostnað- ar sparast við útboð LÆGSTU tilboð í framkvæmdir við lýsingu Óshlíðar voru tals- vert innan við helmingur af FáskrúðsQörður: Kindun- um sleppt ÚRSKURÐUR hefur verið kveð- inn upp þjá embætti sýslumanns- ins á Eskifirði vegna kröfu bænda í Fáskrúðsfírði um að hreppsyfirvöld Búðahrepps létu lausar um 20 kindur í eigu bænd- anna. Var hreppsyfirvöldum gert að sleppa kindunum. Hreppsyfirvöld Búðahrepps létu smala kindunum saman i þorpinu í Fáskrúðsfirði fyrir nokkru vegna kvartana ibúa um að þær eyðilegðu gróður í görðum. Voru skepnumar geymdar í afgirtum hólfum þar til á föstudaginn, að þeim var sleppt samkvæmt úrskurði sýsiumanns. Lars Gunnarsson, oddviti Búða- hrepps, segir að hreppsyfirvöld hafi ekki átt annarra kosta völ en að sleppa kindunum. Hins vegar hafí verið samþykkt í gær í hreppsráði að senda bændunum bréf, þar sem spurt sé hvort þeir hyggist taka þátt í kostnaði við að gera girðingu umhverfís þorpið fjárhelda. Segir Lars að ef þeir svari því neitandi verði þeir að taka þátt í að girða á mörkum landareigna sinna og Búðahrepps, eins og kveðið sé á um í girðingarlögum. kostnaðaráætlun Vegagerðar ríkisins. Lægsta tilboð í lýsingu Bessastaðavegar var 66% af áætlun. Með þessum útboðum getur Vegagerðin sparað tæpar átta milljónir kr, eða rúman helming þeirrar ijárhæðar sem áætlað var að verja til þessarra verka. Vinnu við lýsingu Oshlíðar á að ljúka fyrir veturinn. Verkið felst meðal annars í uppsetningu 126 ljósastaura og gerð 5,7 km lagna- skurðar. Vegagerðin áætlaði að verkið kostaði 11,8 milljónir kr. Sex tilboð bárust. Tvö voru lang- lægst. Lægsta boðið var frá Ing- vari B. Ástmarssyni bifreiðarstjóra í Bolungarvík, 5,2 milljónir, sem er 43,5% af kostnaðaráætlun. Næst lægsta tilboðið var frá Hand- taki á Isafirði, 46% af kostnaðará- ætlun. Á Bessastaðavegi á að setja upp lýsingu á 2,7 km kafla og á að Ijúka verkinu fyrir veturinn. Vega- gerðin áætlaði kostnað við verkið 3,7 milljónir. Tíu verktakar buðu. Lægsta tilboðið kom frá Jóni og Try&gva hf. á Hvolsvelli, tæpar 2,5 milljónir kr., sem er 66% af kostnaðaráætlun. © INNLENT meðtaldri. í þessum tíu óhöpp- um hafa ellefu manns látið lífið — sjö í þyrluslysi á Fjarðarnesi í Hvalfirði 1975, og íjórir þegar þyrla landhelgisgæslunnar fórst í Jökulíjörðum árið 1983. Þá urðu tveir menn úti á leið til byggða eftir þyrluslys á Mælifellssandi árið 1977. Mörg óhappanna hafa orðið þegar verið var að nota þyrlurnar við framkvæmdavinnu. Þannig brotlenti þyrla sem var við bygg- ingavinnu í september 1975, og í október sama ár brotnaði drifskaft þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún var við steypuvinnu í Skála- felli, með þeim afleiðingum að hún skall til jarðar. Þyrla í myndatöku- flugi hrapaði við sjónvarpshúsið árið 1982. Þá var verið að vinna að landmælingum á þeirri þyrlu sem fórst í fyrradag. Auk þessa hrapaði þyrla á Arn- arvatnsheiði árið 1978,1979 hrap- aði þyrla varnarliðsins á Mosfells- heiði eftir að hafa verið við björg- unarstörf vegna flugslyss, og loks skall þyrla Landhelgisgæslunnar til jarðar eftir að hafa flogið á rafmagnslínu 1980. Morgunblaðið/Rúnar Þór. Á Ljósavatni Ungir sjálfstæðismenn á Reykjanesi: Hagkvæmni verði látin ráða staðsetningu álvers STJÓRN Kjördæmasamtaka ungra sjálfstæðismanna í Reykjanes- kjördæmi hefur sent frá sér ályktun, þar sem skorað er á stjórn- völd að láta hagkvæmni ráða staðsetningu álvers. Segir þar jafn- framt, að ekki sé réttlætanlegt að skattborgarar greiði stórfelldar upphæðir vegna staðsetningar álvers utan Reykjaneskjördæmis. Ályktunin hljóðar svo: „Stjórn álvers utan Reykjaneskjördæmis. Kjördæmasamtaka ungra sjálf- stæðismanna i Reykjaneskjördæmi hvetur stjórnvöld til að láta hag- kvæmni ráða staðsetningu nýs ál- vers á íslandi. Það er ekki réttlæt- anlegt, að skattborgarar greiði stór- felldar upphæðir fyrir staðsetningu Samtökin hvetja þingmenn Sjálf- stæðisflokksins til að beita sér gegn ríkisafskiptum og veita stjórnvöld- um aðhald.“ Viktor B. Kjartansson, formaður Kjördæmasamtakanna, segir að ályktunin hafi verið lögð fram í Ijósi þess að ráðherrar í ríkisstjórn lands- ins hefðu lýst því yfir, að þeir væru tilbúnir til að greiða umtalsverðar upphæðir úr ríkissjóði til að greiða fyrir því að álver verði staðsett utan Reykjaneskjördæmis. Ljóst væri, að Keilisnes væri hagkvæmasti staðurinn fyrir álver og óeðlilegt væri að staðsetja það annars stað- ar. Yfirlýsingar í þá átt gætu jafn- vel valdið því að Atlantsálshópurinn reisti álver sitt í Kanada en ekki hér á landi. Uppgreftri á Stóruborg að ljúka: Erum búin að skoða það sem skoðað verður Selfossi. í SUMAR lýkur uppgreftri á Stóruborg undir Eyjafjöllum. Bæjar- hóllinn sem grafið er í er niður við sjó og brotnar jafnt og þétt niðri fyrir ágangi sjávarins og vatnagangs Bakkakotsár og Kaldak- lifsár. Uppgröftur hófst árið 1978 og hefur staðið yfir 6 til 11 vikur á ári. „Eg held að við séum búin að skoða hér það sem skoðað verður. Þó er aldrei óhugsandi að manni sjáist yfir eitthvað," sagði Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur sem hefur yfirumsjón með uppgreftrin- um. Hún sagði að um björgunar- gröft væri að ræða því mikið rof væri í gangi á þessum stað og augljóst að bæjarhóllinn væri að hverfa. Hóllinn var um 70 metra langur þegar byijað var að grafa en mikið hefur brotnað úr honum síðan og farið á kaf í sand. Sjórinn gengur yfir hólinn í miklum veðrum á vetuma og ber gijót úr honum upp á ströndina. Meðal þess sem komið hefur í ljós við uppgröftinn er að lítil kirkja hefur verið á staðnum 5x8 metrar. Hún mun hafa verið aflögð um 1700 og til greina kemur að kirkja hafi verið á staðnum frá því um 1200. Árið 1985 fannst rúnarista sem ekki hefur verið unnt að ráða. „Við höfum fundið miklar bæjar- rústir og fylgt breytingum á þeim. Maður finnur leifar af hversdags- hlutum fólks, það sem menn hentu og það sem þeir týndu. Þetta eru ýmis verkfæri, hnífar, brýni og fleira," sagði Mjöll. Lokauppgröfturinn stendur nú yfir í útjaðri húsaþyrpingarinnar í hólnum. Við uppgröftinn er allt svæðið kortlagt og teiknað upp, bæði þversnið og yfirlitsmyndir gerðar. Það verða síðan heimildir ásamt þeim hlutum sem fundist hafa.........................* - - Morgunblaðið/Sigurður JónBBon Mjöll Snæsdóttir fornleifafræð- ingur í tóftinni á Stóruborg þar sem lókauppgröfturinn fer fram. „Það er trúlegt að byggð hafi staðið hér frá 11. eða 12. öld og fram yfír 1800. Það er alltaf erfítt að tímasetja hús því þau eru í notk- un mjög lengi. Það er hægt að geta sér til um öldina en ekki meira,“ sagði Mjöll. Eftir uppgröft- inn verða upplýsingamar teknar saman í skýrslu og úrval af því sem fundist hefur haft til sýnis annað- hvort á Skógum eða í Reykjavík. Sharmila Mukerji og Ragnar Edvardsson teikna upp og skrásetja - Sig. Jóns. uppgröftinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.