Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 Ormarr. Páll J. íHémR FOLK ■ JAN Larsen frá Danmörku, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Þór á Akureyri um að hann þjálfi 2. deildarliðs Þór í handknattleik. Larsen Hefur áður verið á Akureyri. Hann þjálfaði hjá KA tímabilið 1982-1983. ■ ORMARR Örlygsson, leikmað- ur meistaraliðs KA í knattspyrnu, er búinn að ná sér eftir kjálka- brot. Ormarr er í landsliðshópi íslands, sem leikur í Færeyjum í næstu viku. ■ ÁGÚST Gylfason, sem gerði síðara mark Vals gen Víkingi, kom til félagsins fyrir þetta keppn- istímabil — hafði verið í Fram allan sinn feril, í tíu ár. Þetta var annar leikurinn sem hann tekur þátt í með meistaraflokki í sum- ar; sá fyrsti var einnig gegn Víkingum. í 2:2 jafnteflinu í 1. deild á dögunum. Þá kom Agúst einnig inn á sem varamður og lagði upp síðara mark Vals. ■ PÁLL Júlíusson, starfsmaður Knattspyrnusambands íslands, hefur sagt upp störfum á skrifstofu sambandsins og hætti nú um mán- aðamótin. Páll hóf störf hjá KSÍ sumarið 1980 og hefur því starfað þar í rúman áratug. ■ PÁLL hefur „unnið mikið og gott starf hjá KSÍ. Hann hefur tekið virkan þátt í að móta starf stærsta og öflugasta sérsambands ÍSÍ. í öllum störfum sínum hefur Páll unnið með hagsmuni knatt- spyrnuhreyfingarinnar og KSÍ að leiðarljósi," segir í fréttatilkynn- ingu frá KSÍ sem undirrituð er af Eggert Magnússyni, formanni, og Stefáni Konráðssyni, nýskip- uðum framkvæmdastjóra. Páli eru ^ þökkuðgóð störf og ennfremur þess getið að hann muni áfram starfa að ýmsum sérverkefnum fyrir sambandið. ■ TOMMY Svensson, var á mið- vikudaginn ráðinn landsliðsþjlfari Svía í knattspyrnu, en samningar við hann hafa staðið lengi yfir. Svensson, sem er 45 ára, tekur við starfi Olle Nordin, sem var rekinn eftir HM. Hann hefur leikið 40 landsleiki fyrir Svíþjóð. ■ HANDKNA TTLEIKSMENN úr ÍR leggja land undir fót um helgina. Þeir ætla að hlaupa áheita- hlaup milli Reykjavíkur og Akur- eyrar. Tólf leikmenn skiptast á að hlaupa leiðina, sem 'er 470 km og verður hlaupið dag og nótt án þess að stoppa. Lagt verður á stað í kvöld kl. 18 og er áætlað að IR-ingar komi til Akureyrar um hádegi á sunnudag. KARFA Tékkartil Tindastóls Milan Rozanek frá Tékkó- slóvakíu hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildar- liðs Tindastóls í körfuknattleik. Hann kemur hingað til lands með landa sinn Ivan Jonas, sem er 2.05 m á hæð. Ivan hefur leikið með tékkneska landslið- inu og kemur til með að styrkja Tindastólsliðið mikið. HANDKNATTLEIKUR „Spennandi verkefni“ Viðræður Sigurðar Sveinssonar og Atletico Madrid nálgast lokastig Viðræður mínar við forráða- menn Atletieo Madrid eru komnar á lokastig. Madridar- menn eiga eftir að ræða við for- ráðamenn Dortmund og ég við forráðamenn HSÍ,“ sagði Sig- urður Sveinsson, vinstrihandar- skytta í handknattleik, en eins og hefur komið fram leggja for- ráðamenn Atletico mikla áherslu á að Sigurður komi til félagsins og leiki með því. „Ég get ekki neitað því að þetta verður spennandi verkefni. Maður fær ekki svo freistandi til- boð á hveijum degi,“ sagði Sig- urður. Breytingar hafa verið gerðar hjá Atletico Madrid og hefur fé- lagið fengið sænska landsliðs- markvörðinn Thomas Svenson til liðs við sig. Sigurður er síðasti hlutinn í púsluspiii liðsins fyrir næsta keppnistímabil. Fjórir landsliðsmenn eru fyrir á Spáni. Atli Hilmarsson og Geir Sveinsson hjá Granollers, Alfreð Gíslason hjá Bidasoa og Kristján Arason hjá Teka. KNATTSPYRNA Samþykkjum ekki að Amór leiki á íslandi - segir Michel Veerschueren, framkvæmdastjóri Anderlecht MICHEL Veerschueren, fram- kvæmdastjóri belgíska knatt- spyrnufélagsins Anderlecht, sagði í samtali við Morgunblaðið að félag- ið myndi aldrei samþykkja að Arnór Guðjohnsen léki með Val á íslandi. „Við munum aldrei samþykkja það. Hann er atvinnumaður, við erum tilbúnir til viðræðna við atvinnulið sem hefði áhuga á að kaupa hann en það kemur ekki tii greina af okk- ar hálfu að hann fari að leika með áhugamannaliði á íslandi," sagði framkvæmdastjórinn. Veerschueren sagði að í lok hvers keppnistímabils undanfarin ár hefði Arnór viljað fara frá félaginu, „við höfum sagst tilbúnir til viðræðna ef hann fyndi sér annað félag en það hefur honum ekki tekist." Samningar tókust ekki með Arnóri og félaginu nú. „Hann vildi fá meiri peninga en við getum borgað,“ sagði Veerschueren, og í framhaldi af því var honum meinað að æfa með Anderlecht. „Þetta var ákvörðun stjórnar félagsins. Þetta er engin stríðsyfirlýsing, við erum alltaf tilbúnir til viðræðna við atvinnumanna- lið sem hefur áhuga á Arnóri, en ekki áhugamannalið. Það kemur ekki til greina,“ sagði framkvæmdastjórinn. Arnór Guðjohnsen. Ólafur Þórðarson á fullri ferð. ____ Aðeins spuming hvenær Ólafur fer undir hnrfinn „Ég sé ekki að Ólafur geti leikið með íslenska landsliðinu íEvrópukeppninni," segirTeitur Þórðarson, þjálfari Brann ÓLAFUR Þórðarson, landsliðs- maður í knattspyrnu, á við þrá- lát meiðsli að stríða í hné og er nú aðeins spurning hvenær hann fer undir hnífinn. „Það er aðeins spurning hvað hann heldur lengi út. Hann nær rétt að jafna sig á milli leikja," sagði Teitur Þórðarson, þjálfari Brann og bróðir Olafs. mr Eg sé ekki eins og er að Olafur getið leikið með íslenska lands- liðinu í Evrópukeppninni. Að und- anförnu hef ég pínt Olaf, því að liðið hefur ekki getað verið án hans,“ sagði Teitur. Brann hefur leikið vel að undan- förnu og er í fjórða sæti í 1. deild- arkeppninni — sex stigum á eftir Molde, sem er talið leika leiðin- legustu knattspyrnuna. Varnarleik- ur liðsins er sterkur og þá hefur heppnin verið með Molde, sem hef- ur unnið marga leiki, 1:0, á elleftu stundu. „Við hjá Brann tökum þessu rólega. Ef heppnin verður með okkur getum við verið með í baráttunni um meistaratitlinn. Brann hefur ekki verið með í meistarabaráttunni frá því á ár- unum 1967 til 1970, þannig að stemmningin er góð í Bergen. Á sunnudaginn leikur Brann gegn hinu Bergenarliðinu Fyllingen og verða 20 þús. áhorfendur á leikn- um. Brann tryggði sér rétt til að leika í 8-liða úrslitum norsku bik- arkeppninnar með því að leggja Lyn að velli, en Oslóarliðið var yfir, 0:2, þegar sjö mín. voru til leiks- loka. Olafur kom Brann þá á bragðið og náði liðið að tryggja sér sigur, 3:2, á síðustu sek. leiks- ins. Landsliðið Leikið í Sevilla og Kosice Knattspymusamband Spán- ar hefur sent KSÍ skeyti þar sem segir að allar líkur séu á að leikur Spánar og íslands í Evrópukeppni iandsliða 10. október fari fram í Sevilla, en ekki í Gijon á N-Spáni eins og fyrirhugað var. Völlurinn í Sevilla hefur oft verið nefndur happavöllur spánska landsliðið, en þar hefur liðið leikið þýðingarmikla leiki. Lið þjóðanna léku þar 1985 í undankeppni HM og þá unnu Spánveijar 2:1 eftir að Guð- mundur Þorbjömsson hafði náð forystu fyrir ísland. U-21 lið þjóðanna mætast á sama stað daginn áður. Tékkar hafa ákveðið að leik- ur Tékkóslóvakíu og Íslands 26. september fari, frarn í Kosice, sem er lítil borg austast í Tékkóslóvakíu. U-21 liðin leika í Michalovce, sem er 80 km frá Kosice.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.