Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 19 Mikil hagsæld hefur lað- að útlendinga til Kúvæts Kúvæt. Reuter. Frá Kúvætborg. ÞJÓÐARTEKJUR á íbúa eru óvíða hærri en í Kúvæt. Hag- sældin hefur dreglð fjölda út- lendinga til landsins en af rétt rúmlega tveimur milljónum íbúa eru aðeins u.þ.b. tveir þriðju hlutar Kúvætar. Flestir íbúarnir eru arabar, stór hluti er af írönskum uppruna og farand- verkamenn frá Asíu eru einnig íjölmargir. 95% íbúa eru múslim- ar. Kúvæt, sem er um 18.000 ferkílómetrar að stærð eða innan við fimmtungur íslands, á landa- mæri í norðri að írak og í suðri að Saudí-Arabíu. Strandlengjan við Persaflóa er 225 km löng. Þrátt fyrir að tekjur af olíufram- ieiðslu hafi dregist saman síðan 1980 þá eru þjóðartekjur á hvern íbúa í Kúvæt með þeim hæstu í heimi. Meðan á uppsveiflu í olíu- sölu stóð söfnuðu Kúvætar u.þ.b. 80 milljörðum Bandaríkjadala í varasjóði. Kúvæt framleiðir 900.000 olíutunnur á dag, sam- kvæmt kvóta sem ákveðinn er af samtökum olíuútflutningsríkja, OPEC, en gæti framleitt helmingi meira. Kúvæt er eina OPEC-ríkið sem gert hefur ríkisrekna olíu- vinnslp síná að fjölþjóða fyrirtæki og hefur keypt hlutabréf í fjölda stórfyrirtækja víða um heim. Við hrun á verðbréfamörkuðum heims árið 1982 mynduðust skuldir sem enn varpa skugga á efna- hagslífið. Stríðið milli Irans og ír- aks hafði einnig veruleg áhrif á hlutverk Kúvæts sem vörudreifing- armiðstöðvar. Olíuiðnaður er nær eina atvinnugreinin í landinu og verða Kúvætar því að flytja inn næstum allan mat og iðnaðarvörur. Furstinn af Kúvæt, Jaber al- Ahmed al-Sabah, er 13. höfðingi 240 ára gamals ættarveldis sem hefur verið við völd í Kúvæt síðan miklir þurrkar þvinguðu Anaiza- ættbálkinn til að yfirgefa upplönd Arabíu. Vináttusamband var tekið upp við Bretland árið 1775 og leiddi það til samnings milli Breta og Kúvæta þar sem Bretar samþykktu að vernda Kúvæt og taka að sér utanríkismál þeirra. Kúvæt varð sjálfstætt ríki árið 1961 og var þá sett á stofn eina kjörna þjóðþing arabaríkja við Persaflóa. Hættan á íraskri innrás var strax fyrir hendi því írakar hafa alltaf þóst eiga tilkall til Kú- væts á þeim forsenduin að það hafi eitt sinn verið hluti íraks. SAMANBURÐUR Á HERAFLA MIÐAUSTURLANDA íbúafjöldi HERAFLI m ÍRAK 17.840.000 ÍSRAEL 4.542.000 JÓRDANÍA 3.109.000 ÍRAN 54.370.000 EGYPTAL. 54.115.000 SÝRLAND 11.724.000 1.000.000 141.000 5.500 3.790 3.700 1.400 510 680 160 77 85.250 604.500 1.130 500 250 900 110 190 24 110 448.000 404.000 2.425 4.050 1.560 2.500 520 510 90 130 Persafloarikja gAUD|. ARABÍA íbúafjöldi 13.489.000 KÚVÆT 2.039.Ó00 X SAM. ARAB. ÓMAN 1.681.000 1.472.900 QATAR 397.000 BAHRAIN 458.000 HERAFLI m 65.700 20.300 43.000 25.500 7.000 3.350 550 275 130 75 24 54 -JÍT' 450 90 155 75 14 20 W —' 180 36 60 49 13 12 20 18 19 23 16 16 HEIMILD: The International Institute for Strategic Studies REUTER Reuter Independence á leið til Persaflóa. kemur til Kairó. Egyptar spá því að spennan muni fljótt líða hjá. • 23. júlí: Dagblað í Bagdad kallar utanríkisráðherra Kúvæts „banda- rískan njósnara". Kúvætar neita ásökunum um að þeir reyni að draga erlend ríki inn í deiluna og segjast vilja að arabar leysi hana. • 24. júlí: írakar flytja þúsundir hermanna og vopn til landamæ- ranna að Kúvæt. Bandarísk herskip á Persaflóa sögð vera við öllu búin. Hosni Mubarak Egyptalandsforseti heimsækir írak, Kúvæt og Saudí- Arabíu. Olíuverð hækkar aftur. ír- akar segja fyrir OPEC-fundinn að draga verði úr framboði á olíu uns verð á hverri olíutunnu fari upp í 25 dali. • 25. júlí: írakar krefja Kúvæta um 2,4 milljarða Bandaríkjadala í skaðabætur. Mubarak segir að Kú- vætar og írakar muni hittast í Jedda til að ræða deilurnar. Arabískir stjórnarerindrekar greina frá því að írakar hafi fullvissað Egypta um að þeir muni ekki ráðast inn í Kú- væt. • 27. júlí: OPEC samþykkir að bandalagið skuli stefna að því að verð á olíutunnu verði 21 dalur. Bandaríska flugvélamóðurskipið Irakar aðvara Kúvæta um að þeir verði að koma til móts við „lögmæt- an' rétt“ þeirra á fyrirhuguðum fundi í Jedda. • 31. júlí: Háttsettir embættis- menn frá írak og Kúvæt hittast í Jedda í Saudí-Arabíu. Viðræður standa í tvær klst. í bandaríska dagblaðinu The Washington Post segir að 100.000 íraskir hermenn hafi verið sendir að landamærunum. • 1. ágúst: Viðræðurnar í Jedda fara út um þúfur. Háttsettur sendi- maður íraka segir ástæðuna þá að Kúvætum hafi ekki verið alvara að koma til móts við kröfur íraka. Kúvæskir embættismenn segja að Kúvætar hafi neitað að láta land- svæði af hendi við íraka. • 2. ágúst: íraskir skriðdrekar og hersveitir fara yfir landamæri ríkjanna kl. 23 að íslenskum tíma. 20% VERÐLÆKKUN í N0KKRA DAGA! MARGVERÐLAIINAÐUR / / / TILB0Ð A KILOPAKKNIIXGUM: kr. 612,00 ÁÐUR KR. 765,00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.