Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 fclk f fréttum Morgunblaðið/Jón Sigurðsson HUNAÞING Dreg’ið hefur úr hraða Lögreglan í Húnavatnssýslu hefur verið iðin við að stöðva menn fyrir of hraðan akstur á undanförnum árum og virðist það starf vera að skila árangri. Að áliti þeirra Gunnars Sigurðssonar aðstoðarvarðstjóra og Þrastar Líndals lögreglumanns hefur dregið úr umferðarhraða og allt yfirbragð umferðarinnar er miklu rólegra en áður. Á myndinni má sjá þá félaga Þröst (fjær) og Gunnar við hraðamælingar góðviðrisdag fyrir skömmu. Þeir vildu geta þess að radarmælingar væru stundaðar daglega í Húnavatnssýsl- um og um helgar væri hraðaeftirlitið tvöfaldað. Á Horninu. Myndin birtist á forsíðu Dagblaðsins á þriðjudaginn. Frá nemendasýningunni. Morgunblaðið/Börkur SPUNI Nemendasýning Það var mikið um dýrðir í Kram- húsinu á dögunum þegartutt ugu nemendur dans- og leiksmiðj- unnar sýndu afrakstur dans- og spunanámskeiðs sem staðið hefur yfir í rúma viku frá morgni til kvölds. Fyrir námskeiðið höfðu nokkrir úr hópnum æft fyrir nám- skeiðið á kvöldin. Námskeið af þessu tagi hafa verið haldin á hveiju sumri í fímm ár í Kramhús- inu og leiðbeinendur hafa alltaf verið þeir sömu, Christian Pocos og Adrienne Hawkins, sem koma frá Boston þar sem þau reka dansleikhús. Spunanámskeiðin hafa verið mjög vinsæl og sumir þátttakend- anna nú hafa sótt öll námskeiðin fímm. MYNDARLEG Forsíðuefni í tvígang Snemma á vorin þegar sólin skín birtast ósjaldan myndir af ungu fólki, sem er að spóka sig í sólskininu, á forsíðu Morg- unblaðsins á sunnudögum. Eina slíka mynd tók ljósmyndari Morgunblaðsins í vor af pari sem gæddi sér á ís í miðbæ Reykja- víkur. Atburðurinn er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að á þriðjudaginn birtist mynd af þessu sama pari á forsíðu DV. Engu er líkara en unga fólkið megi ekki hittast án þess að mynd af því verði for- síðuefni blaðanna. Kannski þau taki upp á því að hittast í laumi ? COSPER 1 DPIB COSPER II38S Fyrirgefðu, en hefurðu seð kærustuna mina?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.