Morgunblaðið - 03.08.1990, Page 34

Morgunblaðið - 03.08.1990, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 — SÍMI 18936 LAUGAVEGI 94 MEÐ LAUSA SKRÚFU GENE HACKMAN, DAN AYKROYD, DOM DELUISE og RONNY COX í banastuði í ný)ustu mynd leikstjór- ans BOBS CLARK (Porkys, Turk 182, Rhinestone). Tvær Iöggur (eða kannski fleiri) eltast við geggjaða krimma í þessari eldfjörugu gamanmynd. Hackman svíkur engan, Aykroyd er alltaf jafngeggjaður, Deluise alltaf jafnfeitur og Cox sleipur eins og áll. Ein með öllu, sem svíkur engan. Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. STÁLBLÓM ★ ★★ SV.MBL. Sýnd kl. 9. Saga tveggja Qölskyldna Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Sjáumst á morgun („See You in the Morning"). Sýnd í Bíóborginni. Leik- stjóri og handritshöfund- ur: Alan J. Pakula. Aðal- hlutverk: Jeff Bridges, Farrah Fawsett, Alice Krige og Drew Barry- more. Lorimar. 1990. Bandaríski leikstjórinn Alan J. Pakula er afar mis- tækur maður. Fái hann gott handrit að vinnameð- („The Parallax View“, „All The President’s Men“) get- ur hann gert frábæra þrill- era og jafnvel þegar hann skrifar sjálfur og leikstýrir gengur allt upp („Sophie’s Choice“) en svb á hann slæma daga sem leik- -stjóri(„Dream Lover“) og a.m.k. jafnslæma sem bæði handritshöfundur og leik- stjóri eins og Sjáumst á morgun, sem nú er sýnd í Bíóborginni, ber vitni um. Það er afar málglöð mynd um tvær fjölskyldur og þau áhrif sem skilnaður í öðru tilvikinu og ný fjöl- skyldutengsl í hinu tilvik- inu hafa á líf þeirra en Jeff Bridges Ieikur mann sem fer frá einni fjölskyldu til að lifa með annarri. Þetta eru ekki fjölskyldur sem glápa á sjónvarpið allt kvöldið. Þetta eru menn- ingarlegar efri millistéttar fjölskyldur í listum og vísindum sem sitja að því er virðist endalaust í djúp- um, meiningarfullum sam- ræðum um stöðu sinna mála og kryfja sinn innri mann og innri mann hvert annars. Þetta er sálarang- ist intellígensíunnar. Pakula skrúfar upp handritið í samræmi við það svo orðræðurnar verða bókmenntalegar og fjar- rænar og ekki bætir úr skák að aðalpersónan, leik- in ágætlega af Bridges, er geðlæknir og að því er virð- ist alltaf með fræðilegu svörin á reiðum höndum í hvert sinn sem einhver lendir í sálarkrísu og það gera allir fyrr eða síðar í þessari mynd. Hún verður flöt og tilgerðarleg líkt og persónurnar og það sem verra er, klisjukennd og væmin. Fólkið í henni er sífellt að velta fyrir sér sekt sinni og ábyrgð og sjálfsásökun og sjálfsfyrir- gefningu og sjálfsfyrirlitn- ingu og mörgum ennþá stærri orðum og það eru allir á þessum stóra böm- mer alveg frá Iitlu krökk- unum til ömmunnar á dán- arbeðinum. En þrátt fyrir allt tilfinningaflæðið verð- ur maður algerlega dofinn fyrir því. Myndin virkar á mann tilfinningalega eins og fræðslumynd fyrir hjónabandsmiðlara. Pakula, sem gengið hef- ur í gegnum skilnað sjálfur og er stjúpfaðir fimm barna, gerir myndina kannski að einhveiju leyti út frá eigin reynslu en það hefði þurft minna umstang og meiri einlægni til að fá hana til að virka. 7 SIÐANEFND LÖGREGLUNNAR Aðalhlutverk: Richard Gere og Andy Carcia. Sýnd kl. 7 og 11.10. - Bönnuð innan 16 ára. SHIRLEY PARADÍSAR- VINSTRI VALENTINE BÍÓIÐ FÓTURINN ★ ★★ AI.MBL. ★ ★★ SV.MBL. ★ ★★★ HK.DV. Sýnd kl. 5. Sýnd kl. 9. Sýndkl.7. 15. sýningarvika! 18. sýningarvika! 20. sýningarvika! STÓRKOSTLEG STULKA RICHARD CERE JIJI.IA ROBERTS lIílCIC SÍMI 11384 - SNORRABRAUT 37 MIAMIBLUES ★ ★ ★ AI MBL. Óvæntur glaðningur sem tekst að blanda sam- an skemmtilegu gríni og sláandi ofbeldi án þess að misþyrma því. Leikar- arnir eru frábærir og smella í hlutverkin. Jonathan Demme fram- leiðir. - ai. Mbl. ★ ★★ HK DV. „Miami Blues er einkar vel heppnuð kvikmynd sem gæti flokkast sem mjög svört kómedía. Aðalpersónurn- ar eru þrjár og saman mynda þessar persónur eitthvert fersk- asta tríó sem lengi hefur sést á hvíta tjaldinu." - HK DV. Leikstj. og handritshöf. GEORGE ARMITAGE. Sýnd kl. 5, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Ekta merki Ekta byssa Gervilögga IVIl /VIVl SIMI 2 21 40 SÁ HLÆR BEST... MICHAEL CAINE og ELIZABETH McGOVERN eru stór- góð í þessari háalvarlegu grínmynd. Graham (Michael Caine) tekur til sinna ráða þegar honum er ýtt til hliðar á braut sinni upp metorðastigann. Getur manni fundist sjálfsagt að menn komist upp með morð? Sá hlær best sem síðast hlær! Leikstjóri: JAN EGLESON. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. LEITIN AÐ RAUÐA OKTÓBER ★ ★ ★ H.K. DV. „SEAN CQNNERY veldur ekki aðdáendum sínum von- brigðum frekar en fyrri dag- inn. Leitin að RAUÐA OKTÓBER er hin besta af- þreying, spennandi og tækni- atriði vel gerð. Það spillir svo ekki ánægjunni að atburðirn- ir gerast nánast í íslenskri landhelgi." ★ ★ ★ SV. Mbl. „...stórmyndartilfinning jafn- an fyrir hendi, notaleg og oit heillandi." Myndin er gerð eftir skáldsögu Tom Clancy |Rauður stormur). Leikstjóri: John McTiernan (Die Hard). Sýnd kl. 5,7.30 og 10. — Bönnuð innan 12 ára. FRUMSÝNIR GRÍNMYNDINA: SJÁUMST Á M0RGUN ★ ★★ SV. Mbl. - ★★★ SV. Mbl. Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.10. ÞAÐ ER HINN FRABÆRI LEIKARI JEEF BRXDGES SEM FER HÉR Á KOSTUM í ÞESSARI STÓRGÓÐU GRÍNMYND SEM ALLSSTAÐAR HEFUR FENGIÐ SKOT-AÐSÓKN OG FRÁBÆRA UMFJÖLLUN ÞAR SEM HÚN HEFUR VERIÐ SÝND. ÞAD ER HINN ÞEKKTI OG SKEMMTI- LEGILEIKSTJÓRIALAN J. PAKULA SEM GERIR ÞESSA STÓRGÓÐU GRlNMYND. Aðalhlutverk: JEEE BRIDGES, FARRAH FAWSETT, ALICE KRIGE, DREW BARRYMORE. Leikstjóri: ALAN J. PAKULA Sýnd kl. 4.45,6.50,9 og 11.10. FULLKOMINN HUGUR schwarzeneggHJ ★ ★ *1 /2 AI Mbl. ★ ★ ★ HK DV TOTAL 1 RECALL * É m. -'.i .2, Sýnd kl. 4.45,6.50,9 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. Fyrirlestrar um guðspeki ALÞJÓÐAFORSETI Guð- spekifélagsins, dr. Radha Burnier, heldur þrjá fyrir- Iestra fyrir almenning i húsi félagsins í Ingólfs- stræti 22. Fyrirlestrarnir sem verða haldnir á ensku en túlkaðir á íslensku verða dagana 4. til 6. ágúst klukkan 20 og fjalla þeir um einingu og marg- breytni, leitina að hinu helga og uppsprettu góð- leikans. Hún mun einnig taka þátt í námsstefnu fyr- ir félaga um efnið „Mann- leg endurreisn" og framt- íðarstarf félagsins. The Theosophical Society (Guðspekifélagið) var stofn- að sem alþjóðafélag í New York árið 1875. Félagar eru hvattir til að stunda saman- burð trúarbragða, heimspeki og náttúruvísinda og að sam- einast um spurningar fremur en svör. Féiagið stendur fyrir útg- áfu bóka og tímarita, ásamt fyrirlestrum, umræðum, námskeiðum, leshópum, hugleiðslu o.fl. fyrir félaga og almenning um efni, sem spannar m.a. trúarbrögð, heimspeki, sálfræði, vísindi, yoga og andleg mál. Tímarit Islandsdeildarinn- ar er Gangleri, sem kemur út tvisvar á ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.