Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 23 Haukafell SF 111 komið til HornaQarðar: Fyrsta nýsmíði Horn- fírðinga síðan árið 1975 H»fn. HAUKAFELL SF 111 kom til heimahafnar í fyrsta sinn sl. þriðju- dagskvöld. Töluverð eftirvænting ríkti í bænum, enda er þetta í fyrsta sinn sem nýsmíðað skip bætist í flota heimamanna síðan árið 1975, en þá komu til Hafnar tvö skip, Hvanney og togarinn Skinney. Skipið var um sex sólarhringa á heimleiðinni frá Aveiro í Portúgal, en þar var það smíðað. Haukafell er 150 tonna íjöl- veiðiskip og kostar um 140 milljónir króna. Það hefur veiðiheimild- ir sem svara til um 1.050 tonna af þorski. Á fjórða ár er síðan samið var um smíði Haukafellsins ásamt þremur öðrum við Carnave-skipa- smíðastöðina í Aveiro. Smíðin hef- ur gengið hægt og á smíðatíman- um hefur verðið hækkað um ná- lægt 30 miiljónir króna að frátöld- um hækkunum vegna gengis- breytinga. Þetta hefur sett fyrstu áætlanir um kaup og rekstur á skipinu úr skorðum, en á síðara stigi bættist einn kaupandi í hóp- inn, Leó Óskarsson frá Vest- mannaeyjum. Hann átti áður Nönnu VE sem sökk og færði veiðiheimildir henn- ar með sér yfir á Haukafellið. Leó á 24% í Haukafelli hf., sem á Haukafellið. Aðrir eigendur eru Axel Jónsson Axel Jónsson og Guðmundur Eiríkssonj sem báðir eiga 36% og Hilmar Sigurðsson með 8%. Þeir Axel og Leó verða skip- stjórar en Axel sigldi skipinu heim. .Hann sagði við heimkomuna að skipið hefði reynst vel, að vísu væri ekki mikið hægt að fullyrða um sjóhæfni skipsins, þar sem veður hefði eiginlega verið of gott á heimleiðinni. „Þettg. er stærsti áfanginn í lífi mínu,“ sagði Axel, „en það verður líka erfitt að ná endum saman. Skipið er dýrt og við verðum að leggja áherslu á að fá sem mest fyrir aflann. Þess vegna komumst við ekki hjá því NÝ REGLUGERÐ um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála tekur gildi 1. september nk. Verða gjaldeyrisviðskipti gefin fijáls í áföngum og eiga að vera orðin fijáls 1. janúar 1993. Jafn- framt hafa verið settar nýjar reglur um viðskipti við útlönd með verðbréf og fasteignir af viðskiptaráðuneytinu og Seðlá- banka. Jón Sigurðsson við- að leggja nokkra áherslu á gáma og siglingar með aflann og auk þess ætlum við okkur að reyna að fiysta humar um borð á næstu vertið. Við eigum nægan kvóta núna, höfum heimildir til veiða á bolfiski, síld, rækju og humri, en byijum á fisktrollinu. Svo bind ég líka miklar vonir við að fá hrefnu- veiðileyfið, sem ég sótti um fyrir nokkru. Því létum við setja niður undirstöður fyrir hrefnuveiðibyssu fremst á skipinu. Loks hafa okkur boðist mögu- leikar á rækjuveiðum við vestur- strönd Afríku, en óákveðið er hvort eitthvað verður úr því. Það er virkilega gaman að vera kominn heim. Það er stór og erfiður áfangi að baki og nú er að taka til við hann næsta, útgerðina,“ segir Axel Jónsson. Haukafell SF 111 er 150 tonna fjölveiðiskip, 26 metra langt og 7,9 metrar á breidd. Það er búið 1.000 hestafla Stork Verspoor- skiptaráðherra segir þetta vera mestu breytingu sem gerð hafí verið í þessum efnum síðan á tíma Viðreisnarsljórnarinnar og að hann voni að nú muni renna upp tími þar sem frelsi í gjaldeyrisviðskiptum geti leitt til möguleika til framfara á Is- landi. Viðskiptaráðherra segir þær breytingar sem nú sé verið að gera vera í samræmi við þróunina í Vestur-Evrópu, jafnt innan EB sem Efta, og einnig í samræmi við þá meginstefnu sem mótuð hafi verið af Norðurlöndunum með efnahagsáætlun Norðurlanda fyrir tímabilið 1989-1992. Ein þeirra breytinga sem nú verður gerð er að fjárhæðamörk ferðamannagjaldeyris eru rýmkuð og verða ásamt öllum takmörkun- um á yfirfærslum vegna náms- kostnaðar felld niður 1. desember 1993. Hámarksupphæð ferða- mannagjaldeyris hækkar 1. sept- ember úr 120 þús. í 200 þús. krón- ur og vegna viðskiptaferða úr 240 þús. í 400 þús. Þegar viðskiptaráð- herra var spurður hvort að hám- arksupphæðir af þessu tagi væru í raun og veru ekki orðnar úreltar þar sem fólk gæti keypt sinn gjald- eyri í bönkum en síðan farið út með greiðslukort og tekið út gjald- eyri á þeim því til viðbótar. Ráð- herra sagði að þó þetta ætti ekki að gera samkvæmt settum reglum væri þetta svona í raun. Með þess- um breytingum væri verið að laga opinberar viðskiptareglur að veru- leikanum. Fjárhæðamörkin væru rýmkuð mjög mikið og síðan stefnt að fullkomnu frelsi. Meðal annarra breytinga má nefna að gjaldeyrisyfirfærslur vegna þjónustuviðskipta við önnur ríki verða gefnar fijálsar og inn- lendum aðilum verður heimilt að stofna til beinna fjárfestinga i at- vinnurekstri erlendis án sérstaks leyfís gjaldeyrisyfirvalda þó með ákveðnum fjárhæðamörkum er fara stighækkandi til ársins 1993 aðalvél með ásrafli. Því þarf ekki að keyra ljósavélar, þegar skipið er á siglingu. Ljósavél er ein af Man-gerð, skrúfan 2,5 metrar að stærð með stýrishring og hliðar- skrúfa er 100 hestöfl. Aðalspilin eru Norlan, 10 tonna, grandarspil eru 4, hvert 7 tonna, og gilsavild- ur 2, einnig 7 tonna. Þá er um borð 2 tonna krani. Skipið er búið fullkomnum siglingatækjum, Elac-samstæðum með lita- og pappírsmælum og asdiski, kvarts, videoplotter og Sailor-talstöðvum. er þau falla brott. Þá verður inn- lendum aðilum heimilt að festa kaup á fasteignum erlendis án sérstaks leyfis gjaldeyrisyfirvalda. Heimildin er bundin við ákveðin mörk sem falla brott 1. janúar 1993. Þannig eru mörkin frá 1. september nk. 3,75 m.kr., frá 1. janúar nk. 5,625 m.kr. og frá 1. janúar 1992 7,5 m.kr. Erlendum aðilum sem á lögleg- an hátt fjárfesta í atvinnurekstri hérlendis verður heimilt án sér- staks leyfis að flytja arð eða ann- an hagnaðarhlut úr landi og er- lendum aðilum sem fjárfesta í fas- teignum verður heimilt án sérstaks leyfís að flytja úr landi söluverð- mæti slíkra eigna eða leigutekjur. Þá má nefna að gefin er almenn heimild til innlendra aðila fyrir erlendum lántökum án sérstaks tilefnis, enda séu þær innan nánar tiltekinna fjárhæðarmarka, sem hækkuð verða í áföngum fram til janúar 1993 er þau falla brott. Einnig er gefin samsvarandi al- menn heimild fyrir innlenda aðila til að veita erlendum aðilum lán án sérstaks tilefnis. Gefin er almenn heimild fyrir innlenda aðila til að setja greiðslu- tryggingu eða ganga í ábyrgð fyr- ir erlenda aðila, hætt er að gera greinarmun á almennum gjaldeyr- isreikningum innlendra aðila og gjaldeyrisreikningum útflytjenda, gefin er almenn heimild fyrir inn- lenda aðila til að opna bankareikn- inga erlendis enda séu þeir skráð- ir hjá Gjaldeyriseftirlitinu og fjár- hæðir innan marka sem hækkuð verða í áföngum til ársins 1993 er þau falla brott. Einnig má nefna að gefin er almenn heimild til framvirkra viðskipta með erlendan gjaldeyri samkvæmt tilteknum skilyrðum og að íýmkaðar eru reglur um gjaldeyrisyfirfærslu vegna ýmissa minni háttar fjár- magnsflutninga Innlendum aðilum er heimilt að gefa út og selja markaðsverðbréf erlendis í annari mynt en íslensk- um krónum og erlendum aðilum er heimilt með milligöngu inn- lendra aðila að kaupa hér á landi Aðalþilför eru tvö og er aðgerðar- aðstaða frá Klala í Kópavogi á neðra þilfari, þar verður einnig aðstaða til frystingar á humri, en lest skipsins má bæði nota sem kæli og frystilest. Skipið er smíðað í Carnave- skipasmíðastöðinni í Aveiro í Port- úgal og hannað af Bolla Magnús- syni hjá Ráðgarði. Þijú samskonar skip eru nú í smíðum í Aveiro, tvö fyrir Hornfirðinga og eitt fyrir Hríseyinga. markaðsverðbréf sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands enda bijóti þau kaup ekki í bága við ákvæði um eignaraðild erlendra aðila í íslensku atvinnulífí. Þá er erlend- um aðilum heimilt að gefa út markaðsverðbréf hér á landi í íslenskum krónum eða erlendri mynt. Loks má nefna að í. reglunum eru áfram varúðarákvæði sem heimila Seðlabanka að stöðva fjár- magnsflutninga til og frá landinu að einhveiju eða öllu leyti ef nauð- syn ber til vegna óstöðugleika í gengis- og peningamálum. Allar viðmiðunarfjárhæðir í reglugerð- inni eru bundnar gengi evrópsku reikningseiningarinnar ECU og fylgja gengi hennar. Fjallamaraþon eldri skáta um helgina ELDRI skátar á íslandi munu nú um helgina gangast fyrir Qallamaraþoni á Reykjanesi, fyrir dróttskáta og sveitarfor- ingja þeirra. Safnast verður saman á Hoskuldarvöllum á föstudagskvöld, en keppni hefst snemma á laugardagsmorgun, og lýkur henni á eftirmiðdegi sunnudags. Keppt verður á hluta fólksvangsins á Reykja- nesi. Keppnin, sem byggist upp á þekk- ingu í skyndihjálp og rötun, klifri, notkun fjallareiðhjóla og kapp- róðri, ásamt erfiðri göngu, fer fram í tveggja manna liðum. Kvöldvökur verða haldnar á föstu- dags- og sunnudagskvöld. Ætlun- in er að keppnin verði haldin ár- lega hér eftir, og verður besta lið- inu veittur farandbikar að launum. Þá hljóta allir keppendur sem ljúka keppni hálsmen með nafni sínu, ártali og merki göngunnar að launum, en hálsmen þeirra sem ekki komast í mark verða grafin á mótssvæðinu. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 2. ágúst. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð(kr.) Þorskur 79,00 73,00 76,91 2,227 171.269 Smáþorskur 44,00 44,00 44,00 0,083 3.652 Ýsa 124,00 124,00 124,00 0,064 7.936 Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,220 4.400 Smáufsi 20,00 20,00 20,00 0,212 4.240 Steinbítur 63,00 63,00 63,04 0,013 851 Samtals 68,22 2,819 192.349 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 109,00 35,00 86,45 51,054 4.413.452 Ýsa 125,00 69,00 96,31 1,694 163.141 Karfi 32,00 20,00 31,64 0,767 24.268 Ufsi 39,00 10,00 27,64 2,158 59.637 Steinbítur 76,00 44,00 51,88 1,323 68,641 Langa 45,00 30,00 43,29 878 38.012 Lúða 300,00 140,00 299,54 0,599 179.425 Skarkoli 53,00 43,00 45,74 0,514 23.512 Keila 30,00 20,00 28,82 0,594 17.120 Lýsa 20,00 20,00 20,00 30 600 Gellur 295,00 295,00 295,00 0,021,00 6.195 Saltfiskur 142,00 142,00 142,00 1,388 197.096 Undirmál 40,00 10,00 29,76 1,579 46.985 Samtals 300,00 10,00 83,59 62,736 5.244.357 Selt var úr ... í dag verða meðal annars seld ... FISKMARKAÐUR SUÐURIMESJA hf. Þorskur 110,00 62,00 81,85 7,328 599.788 Ýsa 80,00 54,00 68,93 1,628 12.219 Karfi 38,00 30,00 35,67 6,348 226.473 Ufsi 50,00 6,00 33,83 7,671 259.523 Steinbítur 58,00 45,00 51,05 0,929 47,427 Langa 54,00 47,00 50,63 1,931 97.757 Lúða 420,00 300,00 325,55 0,483 157.240 Skarkoli 50,00 50,00 50,00 0,227 11.350 Sólkoli 70,00 70,00 70,00 0,064 4.480 Keila 15,00 15,00 15,00 0,027 405 Koli 60,00 60,00 60,00 0,101 6,060 Grálúða 53,00 53,00 53,00 0,418 22.154 Skötuselur 350,00 350,00 350,00 0,124 43.400 Skata 150,00 50,00 133,05 0,059 7,850 Blá & Langa 52,00 52,00 52,00 0,541 28.132 Öfugkjafta 10,00 10,00 10,00 0,697 6.970 Langlúra 15,00 15,00 15,00 0,247 3.705 Samtals 56,72 28.823,96 1.634.933 - JGG Gjaldeyrisviðskipti gefín fijáls í áföngum til 1993: Mesta breyting gjaldeyrismála síðan á tímum Viðreisnarsíj órnarinnar - segir viðskiptaráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.