Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1990 Allt stefnir í aö nýtt álver verÖi reist hér á landi á nœstu árum. íbúarþriggja héraöa bíöa í ofvœni eftirþví, hvar nýja stóriÖjan veröur reist. Þarsem henni verÖur valinn staÖur á eftir aö veröa breyting á lífi fólks; búast má við aukinni atvinnu, þenslu ogframkvœmdum, en einnig ótt- ast margir umhverfisáhrif og aðra ókosti stóriðju. Að sögn Jóns Sigurðssonar iðnaðarráÖherra er stefnt aö því aÖ gengið veröi frá staöarvalinu um miðjan september eða fyrr. Stundin nálgástþví óöum, og um fátt er meira rœtt íEyjafirÖi, á Suðurnesjum og á Austurlandi. Morgunblaðiö rœddi viÖ íbúa íArnarneshreppi í Eyjafirði, Vogum á Vatnsleysuströnd og á ReyÖarfirði og innti þá eftir viðhorfum þeirra til álvers í sinni heimabyggð. Fjárhagskg rök ífyrirrúmi VOGAR A VATNSLEYSUSTRON Ómar Jónsson: Afskipti stjórn- Helga Ragnarsdóttir: Umræðan valda er alvarlegur hlutur. hefur verið mjög einhliða. Jón Gunnarsson og Jóhanna Reynisdóttir: Álver við Keilisnes er tvímælalaust hagkvæmasti kosturinn. Viðar Pétursson: Álver mun breyta öllum lífsháttum hér. texti Friðrik Indriðason/myndir Árni Sæberg IBUAR í Vogum á Vatnsleysuströnd horfa með vonaraugum á jörðina Plekkuvík við Keilisnes sem næsta stóriðjustað á landinu. Varla er hægt að finna nokkurn í þorpinu sem mælir því í mót að fyrirhugað álver verði reist á þessum stað. Helst er að einhverjir séu heggja blands vegna hugsanlegrar mengunarhættu. Stór hluti íbúanna sækjir vinnu sína út fyrir þorpið, í nærliggjandi sveitarfélög. Sökum þess hve lítill atvinnurekstur er í Vogum hefur hreppurinn litlar tekjur af aðstöðu- gjöldum sem aftur gerir það að verkum að meðaltekjur eru með því lægsta sem gerist á Suðurnesjum og munu raunar undir landsmeðal- tali. Með tilkomu álvers myndi þetta breyfast. Jón Gunnar'sson oddviti í Vog- um segir að það að liggi á borðinu að þjóðhagsleg rök geri Keilisnes hagkvæmasta staðinn fyrir þá erlendu aðila sem hyggjast reisa álver hérlendis. Það liggur fyrir að íbúafjöldi á Suðurnesj- um er fullnægjandi og hvað mengun varðar uppfyllir Keilisnes öll skilyrð- im,“ segir Jón. „Hvað okkur hér í Vogum varðar, og raunar öll Suður- nesin, veitir okkur ekkert af að fá fjölbreyttari atvinnutækifæri. Sjáv- arútvegurinn hefur hrunið hér á und- anförnum árum, nýráðningar Varn- arliðsins eru engar og allir vita stöð- una í fiskeldinu.“ Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri í Vogum segir að ástandið í Vogum sé slæmt að því leyti að meirihluti íbúa sæki vinnu sína í önnur byggða- lög og einkum upp á Keflavíkurvöll. Sökum þess að lítið sé um atvinnu- rekstur á staðnum sjálfum eru að- stöðugjöld lág og meðaltekjur á mann þær lægstu á Suðumesjum, raunar munu þær undir landsmeðal- tali. Bæði Jón og Jóhanna eru mjög hlynnt því að álver rísi í Flekkuvík við Keilisnes og raunar telur Jón að vart sé hægt að finna nokkurn í Vogum sem mæli því í mót. Umræð- an um málið er mikil manna á með- al en ekki hefur verið efnt tii neinna fundarhalda enn um þetta mál. Það sem einkum þykir jákvætt við að stóriðja rísi á þessum stað er að þá þyrfti fólk ekki að sækja vinnu utan sinnar heimabyggðar. Staðsetning hér vænleg Ómar Jónsson býr í Vogum en vinnur á Keflavíkurflugvelli. Hann er mjög meðmæltur álveri við Keilis- nes og teiur marga aðra á staðnum svo vera. „Ég hef alltaf sagt að stað- setning álvers hér sé mjög vænlegur kostur enda kom staðurinn til álita þegar ÍSAL var í deiglunni,“ segir Ómar. Hann er hinsvegar sáróán- ægður með hlut stjórnvalda í málinu fram að þessu. „Það er alvarlegur hlutur hvemig afskipti stjórnvalda hafa verið af þessu máli. Þau hafa att saman landshlutum og látið þá bítast um þennan bita í stað þess að ákveða eina staðsetningu frá upp- hafi. Þetta hefur að sjálfsögðu skap- að mikla óvissu meðal fólks á við- komandi stöðum," segir Ómar. Ómar telur að aðalatriðið við rekstur álvers við Keilisnes verði að umhverfismálaþáttarins verði gætt eins og unnt er og ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu. Hann segir að málið í heild hafi ekki verið tekið formlega fyrir í hreppsnefndinni né fólki á staðnum kynnt það og vill hann að slíkt verði gert hið fyrsta. „Við hér á Suðurnesjum stöndum einir í okkar baráttu fyrir því að ál- ver verði reist hér. Allir landsbyggða- þingmennirnir eru á móti okkur og gjöldum við þar þess hve nátengdir við erum höfuðborgarsvæðinu. Það er því hörð barátta framundan en eins og við gjöldum þess hvar við erum staðsettir njótum við þess líka að staðurinn er best til þess falinn af þeim sem til greina koma að álver rísi á honum,“ segir Ómar. Mengun áhyggjuefni Sesselja Sigurðardóttir starfsmað- ur í Nesbúi segir að hún sé ekkert sérstaklega hlynnt því að álver rísi við Keilisnes sökum hugsanlegrar mengunar af þess völdum. Þetta er henni áhyggjuefni þar sem hún er búsett á Ströndinni og því yrði álve- rið við túnfót hennar. „Ég veit hins- vegar að álver yrði góður hlutur fyr- ir byggðaiagið og það er þýðingar- meira en mínar áhyggjur," segir hún. „Ég mun ekki flytja á brott þótt álver verði reist hérna, ég er orðin of hagvön hér til að fara að gera það enda held ég að álver muni ekki raska mínum högum of mikið." Helga Ragnarsdóttir starfsmaður hjá Vogalax hefur einnig áhyggjur af mengunarmálum og henni líst illa á álverið af þeim sökum. „Annað er að þótt þetta hafi verið dáldið í um- ræðu manna á meðal hér er sú um- ræða mjög einhliða. Flestir telja að þetta muni bjarga öllu hér og ef ein- hver er á móti er hann sussaður nið- ur. Mér finnst sem margir séu komn- ir með einhver dollaramerki í augun vegna þessa máls,“ segir Helga. Hún, segir einnig að álver muni ekki hafa nein áhrif á hennar líf ef það kemur til en hún veit að ýmsir hafa hætt við að reyna að selja hús sín og ætla að bíða og sjá til hvernig málin þróast. Gott að geta sótt vinnu á staðnum Viðar Pétursson iðnaðarmaður hjá Vogalax er mjög hlynntur því að álver rísi við Keilisnes. „Sem iðnaðar- maður sé ég ekki neina vinnu fram- undan sem ég get stundað hér á staðrium ef álver kemur ekki til,“ segir hann. Viðar segir að á þeim 30 árum sem liðin eru frá því að hann lauk iðnnámi hafi hann ekki getað stundað vinnu sína á þeim stað sem hann er búsettur þar til hann fékk vinnu hjá Vogalaxi fyrir þremur árum síðan. Þó Viðar hafi sem stendur vinnu hjá Vogalax liggur fyrir að samdrátt- ur er framundan í fiskeldinu og hann sér, hvað sig varðar, ekki að annað geti bjargað atvinnuástandi hjá iðn- aðannönnum á svæðinu en álver. „Mér heyrist á umræðu manna á meðal hér að mikill meirihluti þeirra sé hlynntur álveri en málið hefur ekki verið kynnt eða rætt hér opin- berlega og það finnst mér miður,“ segir hann.„Það liggur ljóst fyrir að ef af álveri verður hér mun það breyta öllum lífsháttum og því þarf þessi umræða að komast upp á yfir- borðið. Hvað mig sjálfan varðar hef ég þurft að sækja mína vinnu tvist og bast um Suðurnesin og það væri því þægileg tilbreyting að geta sótt vinnu á þeim stað sem maður býr á.“ Mikil óvissa hefiir einkennt málið EIGENDURjarðarinnar Flekkuvíkur við Keilisnes segja að það sem einkum hafi ein- kennt þetta staðarvalsmál hing- að til sé mikil óvissa og því geti þeir í raun lítið tjáð sig um það. Eigendur jarðarinnar eru Finnur Gíslason verktaki sem á helming jarðarinnar og Pétur 0. Nikulásson sem á hinn helminginn á móti mágkonu sinni Margréti Kristinsdóttur. Bæði Finni og Pétri þykir sárt að sjá á eftir jörðinni. Finnur er skráður ábúandi á henni og hefur verið að byggja þar ein- býlishús en vinna við húsið ligg- ur niðri meðan að ekki fást hreinar línur í þetta mál. Flekkuvík er landnámsjörð og á henni er rúnasteinn sem á er letrað að þar hvíli Flekka, kona sú sem fyrst nam jörðina. - segjaeigendur Flekkuvíkur, þeir Finnur Gíslason og Pét- ur O. Nikulásson Finnur Gíslason segir að hann vilji selja alla jörðina en ekki part úr henni, hann sé ekki til viðræðu um annað. „Afi minn og amma áttu þessa jörð og ég er langt kominn með að byggja á henni einbýlishús enda ætlaði ég mér að eiga heima þarna í framt- íðinni. Því er ég ekki sáttur við að láta jörðina af hendi en geri það af illri nauðsyn ef til kemur,“ segir hann en hann keypti sinn hlut í jörðinni fyrir 15 árum. Pétur 0. Nikulásson er óánægður með hve málið allt er óljóst því hann hefur heyrt að fleiri jarðir en Flekkuvík komi til greina. Ef svo skyldi fara að Flekkuvík verður fyrir valinu sættir hann sig við að láta jörðina af hendþenda ekki um annað að ræða. „Ég hef að vísu ákveðnar taugar til þessarar jarðar því fað- ir minn, sem var togaraskipstjóri, keypti jörðina á stríðsárunum og ætlaði með því að flytja fjölskyldu sína þangað og af hættusvæði ef til þyrfti að koma. Svo varð ekki,“ segir Pétur. í máli hans kemur fram að jörðin er. ekki nytjuð nú en hann hefur sumarbústað á henni. Finnur er ekki sáttur við að þurfa að fresta framkvæmdum við íbúðarhús sitt en helmingur þess er nú fokheldur og báðir eru þeir Finnur og Pétur óánægðir með þá óvissu sem ríkir um hvort jörðin verði yfirleitt fyrir valinu eða ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.