Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1990 19 8ADDAM lli SSB1\ Skelfir heims- byggóarinnar FRÁ því hann komst til valda hafa honum verið valin mörg óþveg- in orð. Hann hefur verið kallaður „slátrarinn í Bagdad" og fékk það viðurnefni áður en hann réðst inn í Iran, hvað þá heldur hertók Kuwait. Hann þykir harðskeyttur og illvígur viðskiptis, grimmur og óvæginn. Sú persónudýrkun í Irak sem stunduð er á honum virðist ekki gerð af einlægni heldur samkvæmt skipun- um og þó skólabörn syngi honum lofsöngva er ótti landa hans, hins óbreytta almúga, nálægur við hvert fótmál ekki síður en myndirnar og málverkin af honum sem varla verður þverfótað fyrir í Bagdad. Sjálfsagt hafa fáir trúað því í alvöru að Saddam gerði alvöru úr hótun- um sínum í garð Kuwait. Ekki er að efa að hann hefur frumkvæði að öllum aðgerðum af því tagi því yfirmenn hersins og ráðherrar eru eins og strengjabrúður í höndum hans. Það kemur á óvart ef satt er að eitt hundrað og fimmtíu yfirmenn í hernum hafi reynt að lýsa and- stöðu við áformin; til þess hefur þurft mikinn kjark. Samkvæmt sömu fréttum gerði forsetinn lítið með mótmæli þeirra og lét leiða þá snarlega fyrir aftökusveit og þar var með þeirri hindrun rutt úr vegi og viðbrögð af þessu tagi virðast dæmigerð fyrir Saddam Hussein. Menn verða að hafa í huga að hvað sem þeir hafa mikla andúð á Saddam Hussein og hans gerð- um nú og fyrr tókst honum að halda ákveðinni virðingu meðal Araba þegar hann lét íraka heyja átta ára stríð við írani. Hann hamraði þá ákaft á því að hann væri útvörður arabískra hags- muna og íraskir menn væru að úthella blóði svo að ofstækismenn Khomeinis næðu ekki yfirráðum á Arabíuskaga eins og Khomeini erkiklerkur hótaði fyrstu árin að gera. Frá því íran-írakstríð- inu lauk hefur Saddam einatt verið með dig- urbarkalegar yfirlýsingar um að hann myndi fara létt með að dreifa eitri yfír Israel svo fremi sem þeir hrelldu arabíska ná- granna að fyrra bragði. Slíkar yfirlýsingar hafa mælst vel fyrir hjá þeim Arabaleiðtogum sem hvað hatrammastir eru í garð ísraela. Þrátt fyrir alræmda harð- stjórn heima fyrir hafa Arabafor- ingjarnir því tregðast við að and- mæla honum og án efa ræður hræðslan við öflugan her og eitur- vopn töluverðu og fæstir eru sennilega sannfærðir um að þeir kysu Saddam sem foringja númer eitt í Arabaheiminum. Sjálfur hefur Saddam án efa lengi alið með sér þá drauma að verða hinn eini og sanni leiðtogi Araba. Sjálfstraust hans er með ólíkindum og hafi hann haft dóm- greind á sjáifan sig virðist hún hafa flogið út í buskann fyrir æði löngu. Hann talar mikið um frið og er fjálgur í orðum og oft skrúð- mæltur að hætti Araba en ekki hefur honum gengið vel samskipt- in við aðra Arabaleiðtoga. Fullur fjandskapur er milli hans og þeirra margra, einna verst þó milli hans og Assads, Sýrlandsforseta og mér hefur satt að segja komið nokkuð á óvart hve lítið hefur fram að þessu heyrst í Sýrlending- um eftir hernám Kuwaits. Þeir þurfa sennilega ekki að óttast innrás í bili og þetta viðbragða- leysi sýnir kannski umfram allt hversu Sýrlendingar hafa ein- angrast meðal Arabaþjóðanna. Samt eru Sýrlendingar þeir einu sem hafa þrautþjálfuðum her á að skipa þó hann komist ekki í hálfkvisti við það sem írakar geta státað af. Löngu áður en til hinna síðustu atburða dró var Saddam gagn- rýndur vegna harðstjórnar og mannréttindabrota sem væru framin í landinu. En ekki nóg með það. Dauðasveitir forsetans eru alræmdar í írak, þær fara um að næturlagi og handtaka hvern þann sem er grunaður um and- stöðu við stjórnina eða hefur ver- ið spar á hrifningarlýsingar á for- setanum. Það er fljótlegra að telja upp hvað er leyft í landinu en hitt. Þegar ég var í írak fyrir rösku ári leið ekki á löngu uns gestkom- andi tók að skynja hversu and- rúmsloftið var hlaðið kvíða og skelfingu. Sumir erlendir blaða- menn töldu að það ætti sínar eðli- legu skýringar og kæmi ekkert forsetanum við; stríðinu við íran var þá nýlokið og það var líkast því að menn hefðu ekki áttað sig á hvað þeir ættu að gera við frið- inn. En samt var það ekki full- nægjandi skýring. Nokkrum dög- um áður en ég fór til íraks hafði ég verið boðin heim til íraskar Ijölskyldu í Amman, ásamt íslenskri vin- konu beggja. Ég fékk ekki að vita hvað gestgjafarnir hétu. Skýringin á því var einfaldlega sú að þau áttu tvo syni í írak en þau höfðu að vísu ekki hugmynd um hvar þeir voru niðurkomnir, það hafði ekkert spurst til þeirra lengi. Þau höfðu verið andsnúin Saddam og flúið yfir til Jórdaníu en óttuðust að dauðasveitirnar næðu þeim. „Ef þú verður hand- tekin og pynduð gætirðu upplýst þá um nöfnin okkar, svo að það er best þú vitir þau ekki,“ sagði heimilisfaðirinn. Eg verð að viður- kenna að fyrst rak mig í rogast- ans, síðan braut ég heilann um hvort fólkið væri ekki með snert af ofsóknaræði og eftir nokkra dvöl í Irak var ég farin að skilja þau. Vitanlega er Saddam Hussein ekki alls varnað þó framferði hans og aðgerðir oft og ekki síst þessa daga gætu gefið það til kynna. Hann hefur eflt menntun og lagt kapp á að uppræta ólæsi, verið talsmaður bættrar stöðu kvenna og meiri heilsugæslu. Saddam hefur að sönnu borist nokkuð á og látið gera sér minnismerki en samt er óhætt að staðhæfa að hann hefur ekki leiðst út í jafn gegndarlausa sóun og viðgengst hjá sumum forsvarsmönnum í löndum Araba. Bernskuvinur Saddams, Hame- ed Saeed, skáld og ritstjóri Vegna skapbresta og skaplyndis hefur Saddam gengið örðuglega að sann- færa aðra forystu- menn Araba um hvílíkur atgerv- ismaður hann telur sig vera. stærsta blaðs íraks, sagði í spjalli við mig þegar ég var í írak að Saddam væri baráttumaður, hug- rakkur og ætti sér háleitar hug- sjónir og metnað fyrir íraks hönd. Þetta dregur væntanlega ekki nokkur maður í efa lengur, þó hugrekkið megi kannski kalla fífldirfsku og önnur orð yfir hug- sjón hans og metnað séu stór- mennskubtjálæði og valdasýki. Það er ekki vafi á því að undir- rótin er valdsýkin, hann hefur stefnt að því leynt og ljóst og beitt til þess óviðfelldum meðulum að verða hinn mikli arabíski leið- togi. Vegna skaplyndis hans og skapbresta hefur honum ekki gengið nema í meðallagi vel að sannfæra aðra forystumenn í Arabalöndunum um atgervi sitt og mikla yfirburði. Grimmd hans hefur ekki vakið aðdáun, heldur skelfingu og fullkomið virðingar- leysi hans fyrir mannréttindum hefur vakið andstyggð í hinum frjálsa heimi. Saddam Hussein er fæddur 28. apríl 1937 í litlum bæ í Tikridhér- aði fyrir norðan Bagdad. Þar gekk hann í bamaskóla og síðan fram- haldsskóla í Bagdad. Hann hóf afskipti af innanlandspólitík á þeim árum og var í hópi ungra manna sem lögðu á ráðin með að Dauðasveitir fara um og handtaka hvern þann sem er grunaður um and- stöðu við Saddam eða hefur verið spar á jákvæð lýs- ingarorð um forset- ann. myrða Abdul Karim Kassin þáver- andi forsætisráðherra. Banatil- ræðið mistókst og Saddam var handtekinn. Honum tókst að flýja til Sýrlands og síðan Egypta- lands. Skömmu eftir komuna þangað var hann dæmdur til dauða in absentia í heimalandi sínu. Hann hóf laganám í Egypt- alandi en sneri aftur til íraks ári síðar og varð aðsópsmikill í neðan- j arðarhreyfingu Baath-sósíalista- flokksins. Hann var handtekinn og sat í fangelsi í tvö ár en 1964 flúði hann enn úr fangelsi og þeg- ar Baath-flokkurinn hafði náð völdum 1968 fór stjarna Saddams mjög hækkandi. Hann gegndi ábyrgðarstöðum innan flokksins, varð varaforseti Byltingarráðsins og aðalritari flokksins og þegar Ahmed Hasan A1 Bakr forseta var komið frá völdum 1979 varð Saddam forseti og hefur haft tögl og hagldir í írak síðan. Hann hélt áfram laganámi eftir að hann komst til valda í Baath-flokknum og lauk prófí „með láði“ að því er sagt er í opinberum plöggum, árið 1971. Saddam kvæntist árið 1963, Saijdu Khairalla og þau eiga tvo syni og tvær dætur. Elsti sonur hans Udai varð öryggis- verði Husseins að bana fyrir hálfu öðru ári og var settur í fangeisi A næstu dögum skýrist væntanlega hvort honum verður komið frá völdum eða hvort nágrann- ar hans þora ekki annað en fylgja honum. en síðan náðaður og fengið vald- amikið embætti innan flokksins. Sagt er að forsætisráðherra lepp- stjórnarinnar í Kuwait sé tengda- sonur hans, en hvort það er rétt eður ei hefur ekki verið staðfest. Saddam hefur fengist við ritstörf og skrifað nokkrar bækur og rit sem aðallega fjalla um hann sjálf- an og afstöðu hans til aðskiljan- legra mála, svo sem lýðræðis, kvennabaráttu og menntamála. Þegar ég var í írak reyndi ég að útvega mér lestrarefni um landið en það var af skornum skammti. Aftur á móti ekki vöntun á ritum Saddams og sendimenn frá upp- lýsingaráðuneytinu voru óþreyt- andi að láta koma þeim til mín á hótelið og fullvissuðu mig um að írösk börn gleyptu í sig þessar bókmenntir frá því þau væru stautandi. Hann hafði nýlega látið kjósa sig forseta til lífstíðar og metorða- girnd hans og útþenslustefnú virð- ast ekki takmörk sett. Á næstu dögum skýrist væntanlega hvort honum verður komið frá völdum eða hvort nágrannaríkin þora ekki annað en fylgja honum. Raunar hafa svo sterk orð verið notuð um Saddam Hussein nú síðustu daga að það er að bera í bakkafullan lækinn að lýsa þeim öllu nánar. MMNSMYWD eftirJóhönnu Kristjónsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.