Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1990 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGUST 1990 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Islenzka óperan * Islenzka óperan á við verulegan fjárhagsvanda að stríða, eins og fram kom í samtali við Garðar Cortes, óperustjóra, í Morgunblað- inu í gær. Er nánast fyrirsjáan- legt, að starfsemi hennar leggist niður, ef ekki kemur til aukinn fjárstuðningur frá opinberum aðil- um. Annars vegar þarf að greiða upp skuldir óperunnar, sem nema um 35 milljónum krónum. Hins vegar þarf að tryggja henni rekstr- argrundvöll til frambúðar. Óperan hefur notið opinbers stuðnings og ríkið hefur hvað eft- ir annað komið til skjalanna, þegar á hefur þurft að halda. Nú fær óperan framlög frá ríkinu, sem nema 13 milljónum króna á ári og duga fyrir launum starfsmanna og húsnæðiskostnaði en að sögn Garðars Cortes kostar uppsetning hverrar sýningar um 10 milljónir króna og hvert sýningarkvöld kostar síðan tæpa milljón. Ef miðaverð ætti að standa undir kostnaði yrði að þrefalda það og hefðu þá fáir efni á að sækja sýn- ingar óperunnar. Á starfstíma sínum hefur Is- Ienzka óperan sett upp 21 verk og hafa 150 þúsund ^gestir sótt sýningar óperunnar. I samtalinu við Morgunblaðið í gær sagði Garðar Cortes: „Það, sem þetta fyrirtæki þarf er að losna út úr skuldafeninu og vissa um að hægt verði að setja upp tvær til þijár sýningar á ári næstu þtjú til fimm árin. Einungis þannig getum við samið við listamennina um áfram- hald. Það þyrfti því að koma til fjárveiting fyrir skuldunum og síðan fast fimmtíu milljóna króna framlag til að setja upp sýningar.“ íslenzka óperan er ekki eina óperuhúsið, sem á við Ijárhags- vanda að stríða. Þvert á móti eru slík vandamál mjög algeng hjá óperuhúsum. Eitt frægasta óperu- hús í heimi, Metropolitan-óperan í New York, hefur á starfstíma sínum hvað eftir annað lent í gífur- legri Ijárþröng. Deilur um óperu- hús eru mjög algengar. Þannig hafa miklar deilur staðið í Frakk- landi um byggingu nýju Bastillu- óperunnar i París, sem vígð var á byltingarafmælinu á sl. sumri og jafnframt hafa orðið miklar svipt- ingar um rekstur hennar. Nú _er hart deilt um nýtt óperuhús á ít- alíu. Yfirleitt snúast þessar deilur um peninga, stundum um listræna þætti í starfi óperuhúsanna. En þrátt fyrir fjárhagsvandræði og miklar sviptingar eru glæsileg óperuhús, sem draga að sér fram- úrskarandi listamenn, á margan hátt hápunkturinn á menningar- starfsemi í stórborgunum. íslenzka óperan var sett upp af miklum vanefnum og ótrúlegö bjartsýni. Listamennirnir, sem haldið hafa uppi starfsemi hennar, hafa unnið afrek, sem lengi verður í minnum haft. Þar er Garðar Cortes fremstur í flokki. Óperan hefur átt mikinn þátt í að efla áhuga ungs fólks á að leggja út á þessa listabraut. Nú er svo kom- ið, að íslenzkir söngvarar vekja vaxandi athygli á alþjóðavettvangi og eru kallaðir til að syngja í fremstu óperuhúsum veraldar, þ. á m. í Scala í Mílanó, en margir telja, að lengra verði ekki komizt en að fá tækifæri til að syngja þar. En fyrst og fremst hefur Is- lenzka óperan auðgað menning- arlíf okkar íslendinga með alveg- sérstökum hætti. Nú er kominn tími til að óper- unni verði tryggður rekstrar- grundvöllur til frambúðar með sameiginlegu átaki margra aðila. Eðlilegt er, að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og rnestu ijár- framlagi. En íbúar sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu njóta ekki sízt góðs af starfsemi óper- unnar. Þess vegna er eðlilegt, að Reykjavíkurborg, Kópavogskaup- staður, Garðabær, Hafnarfjörður, Seltjarnarneskaupstaður og Mos- fellsbær leggi einnig fram sinn hlut. Að auki má búast við, að fjársterk einkafyrirtæki verði nú sem fyrr reiðubúin til að leggja eitthvað af mörkum. Þess hefur stundum gætt i opin- berum umræðum hér, að einhveij- ir hafa talið það sóun á fjármunum að leggja peninga til menningar- starfsemi. Þessar raddir eru ekki jafn háværar og áður. Enda er staðreyndin sú, að aðsókn að margvíslegri menningarstarfsemi er ótrúlega mikil. En þar að auki er ljóst, að blómleg menningar- starfsemi stuðlar að auknum við- skiptum hjá fjölmörgum aðilum. Gleggsta dæmið um þetta er sennilega reynsla Akureyringa, þegar Leikfélag Akureyrar hefur verið með vel heppnaðar sýningar. Þá hafa flugfélög haft verulegar tekjur af ferðum fólks, sem lagt hefur leið sína þangað til þess að sækja sýningar. Hið sama má segja um hótel og veitingastaði. Auðvitað á þetta við í enn n'kara mæli hér á höfuðborgarsvæðinu, þar sem landsbyggðarfólk kemur hingað í stórum hópum yfir vetr- artímann til þess að njóta blómlegs menningarlífs á þessu svæði. Við- skiptin, sem af þessu leiða, skila sér með margvíslegum hætti í sameiginlega sjóði borgaranna. Þetta mættu forráðamenn opin- berra sjóða gjarnan hafa í huga, þegar rætt er um stuðning við starfsemi íslenzku óperunnar. Með sameiginlegu átaki opin- berra aðila og einkaaðila_ verður hægt að tryggja rekstur íslenzku óperunnar til frambúðar. Þess vegna eiga menn nú að láta hend- ur standa fram úr ermum til þess að undirbúningur að vetrarstarfi óperunnar geti hafizt sem fyrst. og Þjóðfélagssáttmálinn hélt gildi sínu gegnum þykkt og þunnt og var misnotaður af föntum einsog Robespierre sem dekraði við minn- ingu Genfarbúans einsog hann væri holdi klætt guðspjall. Jakobinar veifuðu ritum hans í tíma og ótíma ofstæki sínu til réttlætingar. Dá- læti Robespierres á Rousseau var með svipuðum hætti og holdgun hins guðlega marxisma í Marx og Lenín; þjóðfélagslegt öngþveiti varð að guðlegum innblæstri. Rousseau hafði hugmyndir um einhverskonar velferðarkerfi og lýð- stjórn. En hann gleymdi ekki sjálfs- bjargarhvötinni og taldi það sem eflir heill einstaklingsins stuðli einn- ig að velferð alls þjóðfélagsins. Hann leggur áherzlu á frelsi ein- staklingsins, en þó með ákveðnum fyrirvörum vegna hagsmuna heild- arinnar. Lög og reglur séu nauðsyn- legar og hefti engan veginn frelsi þegnanna, geti miklu fremur tryggt það og þá ekki síður öryggi þeirra. Ef maðurinn væri guðleg og galla- laus vera væri ótakmarkað frelsi, þ.e. óheft iýðræði, ákjósanlegt, en hann sé einungis breysk og brotleg skepna sem þurfi á að halda leið- sögn og aðhaldi. Mannréttindayfir- lýsingin franska sækir efni og and- blæ í kenningar Rousseaus um jafn- rétti og frelsi. M. (meira næsta sunnudag.) SVISSARAR ERU lítil þjóð einsog við og vandamál þeirra eru margvísleg, og raunar miklu fleiri en erfið- leikar okkar, svo sundurleit sem þjóðin er og margtýnd. En þeir hafa fund- ið lausn á öllum slíkum vandkvæð- um, einnig þeim sem viðkvæm eru, einsog tungumáladeilur sem geta breytt annars dagfarsprúðu fólki í klepptæka ofstækismenn. Við höfum átt samleið með Sviss- lendingum í fríverslunarbandalagi EFTA og gætum margt af þeim lært. Rousseau var Genfarbúi og líklega hafði hann meiri áhrif á stjórnmálaþróun hér á landi og ann- arsstaðar en flestir aðrir, þótt ekki væri hann sérlega hrifinn af þing- ræði (eins-dags-frelsi ijórða hvert ár!). Rit hans voru biblía byltingar- manna í Frakklandi 1789 og raunar hefur verið sagt þau hafi verið neistinn sem kveikti bálið, ekki sízt Þjóðfélagssáttmálinn, sem er undir- staða margvíslegra hugmynda um þjóðfélagið. Þær dugðu vel á langri göngu um einveldishjarn 19. aldar. Rousseau tók fegurð framyfir nytsemi, samt hafði hann mikil óbein áhrif á upplýsingamenn, jafn- vel Eggert Ólafsson, en síðar Jónas Hallgrímsson og Fjölnismenn sem lögðu áherzlu á hvorttveggja; eða einsog B. Russell benti á: ánamaðk- urinn er nytsamur en ekki fallegur; HELGI spjall tígrisdýrið er fallegt, en ekki nytsamlegt. Darwin Iofsöng maðkinn, ,en Blake tígrisdýrið, Fjölnis- menn hefðu bæði kall- að maðkinn og tígris- dýrið til vitnis um stefnu sína og hugsjón. Samt var Jónas rómantískt skáld fyrst og síðast. Margir hafa misnotað hugmyndir Rousseaus einsog verða vill. Nazist- ar færðu sér í nyt hugmyndir Nietz- sches sem er í hópi merkustu rithöf- unda og frumlegustu hugsuða á þýzka tungu. Hann kunni öðrum fremur að meta Heine og verk hans, þótt nazistar hötuðust við þennan hálfkristna gyðing sem hafði mikil áhrif á 19. aldar Ijóðlist okkar eins- og kunnugt er. Nietzche gat ekki hugsað sér mikilfenglegri skáld- skap en Ijóðlist Heines og átti það sameiginlegt með Jónasi Hallgríms- syni sem unni músíkölskum og ástríðufullum kveðskap hans. Ni- etzsche hefur verið kallaður til ábyrgðar fyrir grimmdarlegt hug- myndakerfi nazista sem hann átti engan þátt í að móta, enda löngu dauður þegar Hitler og önnur smá- menni tóku að boða samfélag stór- menna af germönskum stofni. Hið sama má segja um Rousseau sem rétti rómantísku stefnunni þann kyndil sem lýsti inní fram- tíðina. Verk hans voru einskonar biblía frönsku byltingarmannanna REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 11. ágúst Atburði síðustu daga við Persaflóa má skoða í ýmsu ljósi. Þeir sýna hve mikil áhrif einn maður með óskor- uð völd og öflugan her- afla getur haft. Þrátt fyrir alþjóðlegt samstarf í ýmsum myndum og heitstrengingar við hátíðleg tækifæri urn friðhelgi landamæra og virðingu fyrir rétti smáríkja til sjálfstæðis og áhrifa á alþjóðavettvangi, þarf ekki nema einn gikk til að hleypa öllu í uppnám. Hin skjótu og samhentu viðbrögð við fólskulegri árás Saddams Husseins, einræðisherra í írak, á Kúvæt og innlimun Iandsins í írak, eru einstæð í sögu eftirstríðsáranna. Það hefur ekki brugðist á undanförnum áratugum, að svæðisbundin spenna af þessu tagi hefur ýtt undir tortryggnina milli austurs og vesturs. Þegar Hussein réðst inn í írak var James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fyrr en varði kominn frá Mongólíu, þar sem hann var í heimsókn, til Moskvu og gáfu hann og Edúard Shev- ardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, í skyndi út sameiginlega yfirlýsingu og Sovétmenn hétu þvi að láta Irökum ekki vopn í té. Eftir að öryggisráð Samein- uðu þjóðanna hafði samþykkt að írak skyldi beitt efnahagsþvingunum fóru öll ríki eftir þeirri samþykkt. George Bush Bandaríkjaforseti lýsti yfir því, að hann myndi fylgja þessari samþykkt eftir hvað sem það kostaði og á þriðjudagskvöld bár- ust fréttir um að bandarískur herafli, fall- hlífarhermenn og flugvélar, væru á leið- inni til Saudí-Arabíu auk alls hins mikla herflota sem hafði verið stefnt í áttina að Persaflóa eða hafði tekið sér stöðu á Mið- jarðarhafi. Fyrsta hættuástandið eftir að hinn gamli rigur milli austurs og vésturs var úr sög- unni hafði skapast. Ljóst er, að Hussein nýtur ekki stuðnings neins stórveldis. Þótt aröbum sé í nöp við furstaættina í Kúvæt og telji margir, að farið hafi fé betra, geta þeir ekki opinberlega stutt hernám og innlimun landsins. Margir í arabaheim- inum hafa litið öfundaraugum til ríkidæm- is Kúvæta en yfirgangur af því tagi sem Hussein sýndi er óafsakanlegur. Þó reyndi Yassir Arafat, leiðtogi PLO, að bera blak af Hussein og einnig heyrðust þær raddir frá Jórdaníu, að hann væri ekki alvondur og hefði gert þjóð sinni ýmislegt gott. Jórdanía _er eins konar stuðpúði á milli íraks og ísraels og stjórnvöld þar eru höll undir Hussein vegna andstöðunnar við ísraela. Arafat reynir alltaf að leika tveim- ur skjöldum ef hann mögulega getur og bregst ekki, þótt eitt arabaríki sé innlimað í annað. Staðan í Mið-Austurlöndum er orðin mun flóknari en áður og Bandaríkja- menn eru nú beinir aðilar að deilunum þar. í ljós kemur að áherslan sem Banda- ríkjamenn hafa lagt á náið samstarf við Egypta hefur jákvæð áhrif á þessum hættutímum og Egyptar styðja þá ákvörð- un Saudí-Araba að bjóða bandarískum herafla til lands síns. Bandarískir og eg- ypskir hermenn hafa stundað sameiginleg- ar æfingar í eyðimerkurhernaði á undan- förnum árum. Forsenda þess að Bandaríkjamenn og vestræn ríki geta hlutast til um málefni við Persaflóa er, að þjóðirnar ráði yfir öflugum herflota. Án hans hefðu þeim verið allar bjargir bannaðar gagnvart Saddam Hussein sem hefur milljón menn undir vopnum en á veikan flugher og flota. Innrásin í Kúv.æt og eftirleikurinn styrkir röksemdir þeirra i Bandaríkjunum og ann- ars staðar sem vilja sem minnst ræða um afvopnun á höfunum eða reglur til að tak- marka ferðir og umsvif herskipa. Enginn nema sá sem því hefur kynnst getur gert sér í hugarlund hvílíkt stórvirki það eitt er að kalla á jafn skömmum tíma og raun ber vitni út jafn öflugan flota og nú hefur verið stefnt í áttina að Persaflóa. Þar standa Bandaríkjamenn fremstir og þeir eru einnig tregastir til að hefja viðræður um að þeim verði settar einhveijar skorður Hin dæmi- gerða þróun varðandi skyndilegt flotaútkall af þessu tagi. MARGAR BÆK- ur hafa verið ritað- ar um þriðju heims- styijöldina og lærð- ir höfundar hafa dregið upp ýmsar myndir af því, hvernig hún jjæti hafist. Þeir hafa ekki síst beint athygli sinni að átökum um olíulindirnai' við Persaflóa og meðal annars sett fram þá kenningu, þegar hið hefðbundna mynst- ur í samskiptum austurs og vesturs var við lýði, að spenna við Persaflóa kallaði strax á aukin sovésk flotaumsvif á norður- slóðum frá Kóla-skaganum. Byggjast þessar kenningar á, að Sovét- menn telji sig hafa hag af að dreifa kröft- um vestrænna ríkja sem mest; um leið og þau sendu mikinn herafla sjóleiðis eða flug- leiðis til Persaflóa þyrftu þau jafnframt að huga að öryggi sínu í norðri. Það eitt ylli því, að þau gætu beitt minna afli í suðri. Hins vegar væri erfitt að hafa stjórn á ástandinu sem við þétta skapaðist og svo kynni að fara, að upp úr syði bæði í suðri og norðri. Bókin Rauður stormur eftir bandaríska rithöfundinn Tom Clancy (höfund bókarinnar Leitin að Rauðum október sem nú hefur verið kvikmynduð) fjallar einmitt um átök þar sem Sovétmenn sjá sér hag af að taka ísland með laumu- legum hætti áður en hin raunverulegu átök heíjast til vera í betri aðstöðu til að geta skorið á lífæð Atlantshafsbandalags- ins um hafið milli Evrópu og Norður- Ameríku. Breytingarnar í samskiptum áusturs og vesturs valda því, að nú óttast enginn að Sovétmenn ætli að nýta sér spénnuna við Persaflóa til að koma ár sinni fyrir borð. Þeir hagnast á því sem olíuframleiðendur, ef olíuverð hækkar og helst hátt. Þeir hafa hins vegar farið fram á mikla efna- hagsaðstoð frá Vesturlöndum, sem ekki verður veitt nema að uppfylltum ströngum skilyrðum. Aðstoðin kæmi auðvitað aldrei til álita, ef sovésk stjórnvöld tækju upp á því núna að auka á hættuna í stað þess að lægja öldurnar. Þá stendur sovéska ríkið núna á svo veikum grunni vegna uppreisn- ar einstakra lýðvelda þess gegn miðstýr- ingunni í Moskvu, að ástæða er til að ef- ast um, að íbúar lýðveldanna hlýddu skip- unum þaðan um heiwæðingu. Forystumenn í einu fjölmennasta lýðveldinu, Úkraínu, hafa til að mynda krafist þess að hermenn frá lýðveldinu segi skilið við Rauða her Sovétríkjanna og snúi til ættlands síns. Þótt ýmsum þyki það þverstæðukennt má velta því fyrir sér, hvort Saddam Huss- ein hefði lagt til atlögu við Kúvæt og inn- limað landið, ef hann hefði talið að það leiddi til átaka milli austurs og vesturs. Fælingarmáttur kjarnorkuvopna Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna í spennuástandi undanfarinna ára hafði ekki aðeins áhrif á ríkin í hinum hefðbundnu blokkum, sem kenndar eru við austur og vestur, heldur einnig á ríki utan þeirra, sem áttu mikið undii' öðru hvoru landanna. Hussein gerir sér grein fyrir því, að við núverandi að- stæður leiðir innrás hans í Kúvæt ekki til þess að Sovétmenn og Bandaríkjamenn stilli sér upp hvor andspænis öðrum gráir fyrir járnum; þar sem hann stofni ekki heimsfriðnum í hættu með innrásinni sé hún fýsilegur kostur fyrir sig. Innrásin í Kúvæt kann því aðeins að vera forsmekk- urinn af því sém koma skal, ef svæðisbund- in stórveldi telja sig geta boðið smáríkjum í nágrenni við sig byrginn og hreinlega gleypt þau, ef ekki er farið að óbilgjörnum kröfum. Með þetta í huga er enn brýnna en ella að fast sé staðið að því að fram- fylgja ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna gagnvart Irak. EF RÉTT ER Á Vnlrlinn málum haldið V uiuiliu gagnvart Saddam settar Hussein kann að skorður vera unnl með sam" eiginlegu átaki að setja vaidi hans skorður án þess að manns- lífum sé fórnað. Hugmyndir manna um Morgunblaðið/Einar Falur vald einræðisherra hafa breyst mikið við mat á atburðunum í Austur-Evrópu, þar sem hver alræðisstjórnin eftir aðra hefur fallið á undanförnum mánuðum og hin elsta, Sovétstjórnin, stendur augsýnilega á brauðfótum. Komið hefur í ljós, að með sameiginlegu átaki fólksins í löndunum hefur verið unnt að velta alræðisstjórnun- um úr sessi á friðsaman hátt. Við það skapast valdatómarúm sem er misjafnlega auðvelt að fylla og höfum við ekki enn orðið vitni að öllum sviptingunum sem verða vegna þess. Spurningin um vald stjórnarherra hefur orðið áleitin hér á landi eftir að ríkisstjórn- in beitti valdi sínu til að setja bráðabirgða- lög um launamál, það er lögin sem afnámu umsamda launahækkun háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna. Þingflokkur sjálf- stæðismanna vék að þessu í ályktun vegna bráðabirgðalaganna. Þar er vísað til samp- ingsins sem ríkisstjórnin gerði við starfs- menn sína í maí 1989 og minnt á að forsæt- isráðherra og ijármálaráðherra töldu hann einstæðan tímamótasamning. Þá segir: „Síðan hefur ekkert það gerst, sem ekki mátti sjá fyrir við undirritun þessa samn- ings. Heilt þing hefur setið á gildistíma samningsins án þess að ríkisstjórnin hafi gert hina minnstu tilraun til að hrófla við gildi hans. Af þeirri ástæðu er því afar umdeilanlegt hvort forsenda til setningar bráðabirgðalaga sé fyrir hendi við þessar aðstæður." Davíð Þór Björgvinsson, dósent við laga- deild Háskóla Islands, sagði í Morgunblað- inu á laugardag: „Þó svo að reikna verði með að bráðabirgðalögin standist gagn- vart ákvæðum stjórnarskrárinnar er ekki hægt að' horfa framhjá því að setning þeirra er í reynd örþrifaráð fyrir ríkis- stjórnina til að ná lögfræðilegri fótfestu í deilu sinni við BHMR. Það er rétt að hafa það í huga þegar rifjuð er upp gagnrýni sumra ráðherranna á dóm Félagsdóms. Þessi málsmeðferð vekur einnig spurning- ar um það hvort skerpa þurfi þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem ætlað er að tak- marka hið pólitíska vald.“ Athyglisvert er að sjá hve harkalega Tíminn, málgagn forsætisráðherra og Framsóknarflokksins, bregst við lokasetn- ingunni í orðum Davíðs Þórs Björgvinsson- ar. í forystugrein Tímans á miðvikudag, sem ber yfirskriftina Lögspeki á villgötum? segir: „Dósentinn er allt að því að gefa í skyn að völd Alþingis og ríkisstjórnar séu (samkvæmt gildandi stjórnarskrá) of mik- il. Ef þetta er rétt hjá honurn, eða einhver flugufótur er fyrir því að íslenskt ríkisvald sé hættulega sterkt, er eins gott að vera ekki að pukra með það í hálfkveðnum vísum, allra síst meðal fræðimanna í lögum og lagaheimspeki. Ekki ættu stjórnmála- menn síður að velta' þessari spurningu fyrir sér, því að þeir eru kosnir til að fara með ríkisvaldið og verða þá að vita hvar takmörk þess liggja. Nú er það hveiju orði sannara að ríkis- valdið hefur takmörk. Það eru almenn sannindi sem hver lýðræðislega sinnaður maður veit. En hvað er það í íslensku stjórnskipulagi sem gerir það svo brýnt að nú skuli takmarka völd lýðkjörinna al- þingismanna og ráðherra sem lúta þing- ræði? Og hver á að fá það vald sem fyrir- hugað er að taka af ríkisstjórn og Al- þingi? Eða er lögspekin á villigötum?“ ÞESSI ORÐ I FOR- Tíininn ú ystugrein Tímans a gefa til kynna, svo VlllÍg’OtllIll að ekki sé meira sagt, að höfundi þeirra sé ekki fyllilega ljóst, hvað felst í hugtakinu bráðabirgðalög. Það eru lög sem ríkisstjórnin setur án atbeina Alþingis, þannig að þeir sem telja að takmarka'eigi rétt stjórnvalda til að gefa út bráðabirgða- lög vilja fremur styrkja vald Alþingis en veikja. Þeir vilja hins vegar setja ríkis- stjórninni þrengri skorður til útgáfu á lög- um en hún hefur nú samkvæmt þeim skiln- ingi sem menn leggja í þetta sérstaka lög- gjafarvald hennar, vald sem ríkisstjórnin getur aðeins notað, á meðan Alþíngi situr ekki að störfum. Þeir sem gagnrýna valdið til útgáfu á bráðabirgðalögum eru ekki að finna að valdsviði Alþingis, þótt þingmenn verði að samþykkja bráðabirgðalögin til að þau öðlist almennt gildi. Það er ekki sett sem skilyrði fyrir útgáfu bráðabirgðalaga, að ríkisstjórnin gangi úr skugga um það fyrir- fram, að meirihluti þingmanna styðji lög- in. Þegar Gunnar Thoroddsen var forsætis- ráðherra ríkti óvissa um það fram eftir öllum þingvetri, hvort bráðabirgðalög sem sett voru af stjórn hans nytu stuðnings meirihluta þingmanna. Heimildina í stjórnarskránni til útgáfu bráðabirgðalaga má rekja til dönsku grundvallarlaganna frá 1866. Hún var því veitt stjórnvöldum við allt aðrar þjóðfélags- aðstæður en nú ríkja og rannsóknir sýna, að frá 1874 til 1914 var farið mjög spar- lega með þetta vald en þá voru aðeins gefin út 10 bráðabirgðalög. Þessum lögum hefur hins vegar íjölgað hin síðari ár og hafa stjórnlagafræðingar bent á, að hin tíða útgáfa bráðabirgðalaga á síðari árum beri því vitni, að skilyrði stjórnarskrárinn- ar um brýna nauðsyn fyrir lagasetning- unni hafi ekki ætíð verið stranglega túlk- uð. Nú hafa sprottið umræður um þetta á ný vegna bráðabirgðalaga ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar um launamál. Morgunblaðið hefur lýst þeirri skoðun, nú síðast í forystugrein laugardaginn 4. ágúst, að ástæða sé til að taka til alvarlegr- ar umræðu að afnema rétt ríkisstjórna til útgáfu bráðabirgðalaga. Alþingi sé til þess að setja lög. Forystugrein Tímans á miðvikudag er því miður ekki framlag til alvarlegra um- ræðna um réttinn til útgáfu bráðabii'gða- laga, þar sem hún byggist á röngum for- sendum eða misskilningi. Rétturinn til slíkrar lagasetningar heyrir til algjörra undantekninga í lýðræðisríkjum. Nýlega var til dæmis sagt frá því í sjónvarpsfrétt- um, að danska stjórnin gæti ekki brugðist við afar sérkennilegu og dýrkeyptu ástandi fyrir ríkissjóð, sem hefði skapast vegna þess að opinber gjöld voru lækkuð á stein- olíu. Hér á landi hefði ríkisstjórn talið sér fært að greiða úr slikum vandræðum með bráðabirgðalögum. Sá danska stjórnin sér þann kost vænstan að kalla þing saman til aukafundar til að leggja skatt á steinol- íuna. íslenska ríkisstjórnin hefur þannig víðtækari rétt til lagasetningar en hin danska, þótt fyrirmæli um þetta í íslensku stjórnarskránni megi rekja til dönsku grundvallarlaganna. Hin sérstöku rök sem voru fyrir því á síðustu öld að ríkisstjórn þyrfti að hafa vald til lagasetningar eru úr gildi fallin. Það sætir æ meiri gagnrýni að ríkisstjórn- ir grípi til þessa valds og síðasta tilefnið er þannig að verulegar efasemdir hafa vaknað um gildi gjörningsins. Vald ríkis- stjórnar til Iagasetningar verður hins veg- ar ekki þrengt nema þingmenn vilji það. Er furðulegt að þeir skuli ekki hafa bund- ist þverpólitískum samtökum til að styrkja stöðu sína og Alþingis í þessu efni. Eða finnst þeim bara þægilegt að láta ráðherra höggva á erfiða hnúta með þessum hætti? Ymislegt bendir til þess og einnig hins að þeir sem deila um kjaramál séu ekki alfar- ið á móti því að greitt sé úr erfiðri þrætu með bráðabirgðalögum. Gegn slíkum hugs- unarhætti á að sporna, því að hann sýnir að menn kasta frá sér ábyrgð sem þeir hafa sóst eftir að bera. „Ilin sérstöku rök sem voru fyrir því á síðustu öld að ríkisstjórn þyrfti að hafa vald til lagasetningar eru úr gildi failin. Það sætir æ meiri gagnrýni að ríkis- stjórnir grípi til þessa valds og síðasta tilefnið er þannig að veru- legar efasemdir hafa vaknað um gildi gjörnings- ins. Vald ríkis- stjórnar til laga- setningar verður hins vegar ekki þrengt nema þingmenn vilji það.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.