Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1990 23 Barnagæsla Fossvogur - Hálfsdagsstarf Frá 1. september óskast barngóð kona til að sækja tvær systur, 5 ára og 7 ára, í skóla og gæta stúlknanna á heimili þeirra frá kl. 13-17 5 daga vikunnar. Þær sem áhuga kynnu að hafa sendi auglýs- ingadeild Mbl. umsóknir fyrir 22. ágúst nk. Þar komi fram helstu upplýsingar um viðkom- andi, og annað er máli kann að skipta. Um- sóknir merkist: „Barnagæsla 1-5“. Standsetning nýrra bíla Karl eða kona Viljum ráða fáeina röska karla eða konur við standsetningu nýrra bíla. Þurfa að hafa bílpróf. Samviskusemi, reglusemi og stundvísi er áskilin. Upplýsingar gefur Hjálmar Sveinsson, verk- stjóri, á staðnum. BORGARSPÍTALINN Lausar stOdur Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Á endurhæfinga- og taugadeild Grensás- deildar eru nú þegar lausar stöður hjúkrunar- fræðinga og sjúkraliða. Einnig eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga á skurðlækningadeildum. Upplýsingar gefa: Gunnhildur Valdimarsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 696364 og Erna Einars- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri starfs- mannaþjónustu, í síma 696356. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Skammtímavistun Álfalandi6 óskar að ráða þroskaþjálfa eða annað upp- eldismenntað starfsfólk nú þegar. Um hluta- störf er að ræða. ★ 20% starf sem er eingöngu helgarstarf aðra hvora helgi. ★ 60% starf sem er kvöld og helgarvinna. Einnig kemur til greina að ráða starfsfólk með góða starfsreynslu. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 32766. Læknisstaða við Heilsugæslustöðina á Vopnafirði Staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslu- stöðina á Vopnafirði er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur ertil 15. september nk. og skulu umsóknir berast undirrituðum ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil. Upplýsingar um stöðuna veita Baldur Frið- riksson læknir í síma 97-31225 og Emil Sigur- jónsson formaður stjórnar í síma 97-31478. Stjórnin. Á Þingeyri við Dýrafjörð vantar okkur kennara Ef þú sem lest þessa auglýsingu hefur áhuga á að setjast að úti á landi, á snyrtilegum stað í fallegu umhverfi þá ættir þú nú að hafa samband við okkur. Staðurinn hefur upp á margt að bjóða, næga atvinnu, fjörugt félagslíf, gott dagvistarheim- ili og vinalegt fólk. Við leitum að þremur kennurum við almenna kennslu. Mjög gott húsnæði til staðar. Flutn- ingskostnaður greiddur. Þetta með húsaleig- una, því stillum við í hóf. Því ekki að hafa samband. Hallgrímur Sveinsson, skólastjóri sími 94-8260 og J. Andrés Guðmundsson, skóla- nefndarformaður, símar 94-8272 og 94-8200. Skrifstofumaður Á skrifstofu Mosfellsbæjar er laust starf skrifstofumanns sem annast símavörslu fyrir skrifstofu og tæknideild, umsjón með mót- töku og skráningu pósts og almenn skrif- stofustörf, s.s. vegna manntals, atvinnuleys- isskráningar, vélritunar o.fl. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila á skrifstofu Mosfells- bæjar fyrir 21. ágúst nk. Allar nánari upplýsingar veitir bæjarritari Mosfellsbæjar í síma 666218. Bæjarritari Mosfellsbæjar. LANDSPITALINN Hjúkrunarfræðingar Laus er staða hjúkrunarfræðings á deild 14-G sem er gigtar- og nýrnasjúkdómadeild Hlutavinna kemur til greina. Athygli er vakin á því að séu unnar þrjár næturvaktir í viku eru laun greidd samkvæmt deildarstjóra- taxta. Aðeins er unnin þriðja hver helgi. Góð aðlögun í boði. Hjúkrunarfræðingar Einnig eru lausar tvær stöður hjúkrunarfræð- inga á deild 32-A sem er taugalækninga- deild. Vinnutími eftir samkomulagi. Góð að- lögun í boði. Aðstoðardeildarstjóri Laus er staða aðstoðardeildarstjóra á blóðskil- unardeild. Um er að ræða 80-100% dagvinnu- starf. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst nk. Upplýsingar um ofangreindar stöður gefur Anna Lilja Gunnarsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri í síma 601290 eða 601000. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf sendist til skrifstofu hjúkrunarforstjóra Landspítalans. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar athugið! Laus er staða á næturvöktum á bæklunar- lækningadeild (12G). Um er að ræða 60% starf. Ekki er nauðsynlegt að vinna nema 4. hverja helgi. Aðlögun með vönum hjúkr- unarfræðingi eftir þörfum. Upplýsingar veitir Anna Stefánsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri, í síma 601366 eða 601300. Umsóknir er greini, nám og fyrri störf berist til skrifstofu hjúkrunarforstjóra. Reykjavík 12. ágúst 1990. Fjölbrautaskóli Suðumesja íslenskukennarar íslenskukennara vantíar að Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Umsóknarfrestur er til 18. ágúst nk. Umsóknir skulu sendar á skrifstofu skólans, Sunnubraut 36, 230 Keflavík. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 92-13100. Skólameistari. lAfX JOF C X'. FWNINGAR Ert þú að leita að starfi? Við leitum nú að fólki í eftirtalin störf: 1. Gjaldkerastarf til afleysinga í sjö mánuði. Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af gjald- kerastörfum. Vinnutími frá kl. 8.00-16.00. 2. Ritari hjá opinberu fyrirtæki. Gerð er krafa um góða ritvinnslukunnáttu. Vinnutími frá kl. 8.00-16.00. 3. Almenn skrifstofustörf hjá opinberu fyrir- tæki. Vinnutími frá kl. 8.00-16.00. 4. Símavarsla fyrir einn af viðskiptavinum okkar. Vinnutími frá kl. 9.00-17.00. Æskilegur aldur 40-55 ára. 5. Bókhald og almenn skrifstofustörf hjá innflutningsfyrirtæki. Vinnutími að eigin vali, fyrir eða eftir hádegi. Ábendi, Engjateigi 9, sími 689099. Opið frá kl. 9.00-12.00 og 13.00-16.00. Verslunarstörf HAGKAUP vill ráða starfsfólk í eftirtalin störf í verslunum fyrirtækisins: Matvöruverslun Kringlunni ★ Afgreiðsla á kassa (heilsdags- og hluta- störf). ★ Störf í kjötdeild (heilsdagsstörf). ★ Uppfylling í matvörudeild (vinnutími sveigjanlegur). ★ Afgreiðsla í fisk- og kjötborði (heilsdags- störf). ★ Afgreiðsla í bakaríi (heilsdagsstörf). ★ Starf á lager (heilsdagsstarf). Skeifan 15 ★ Afgreiðsla á kassa (heilsdagsstörf). ★ Störf í kjötdeild (heilsdagsstörf). ★ Uppfylling í matvöruverslun (vinnutími sveigjanlegur). ★ Afgreiðsla og uppfylling í ávaxtatorgi (heilsdagsstörf). ★ Afgreiðsla í bakaríi (heilsdagsstörf). Eiðistorg, Seltjarnarnesi ★ Afgreiðsla á kassa (heilsdags- og hluta- störf). ★ Störf í kjötdeild (heilsdagsstörf). ★ Vinna við salatbar (heilsdagsstarf). ★ Uppfylling í matvörudeild (heilsdags- störf). ★ Afgreiðsla og uppfylling í ávaxtatorgi (heilsdagsstörf). ★ Afgreiðsla í kjötborði (hlutastarf eftir há- degi). Nánari upplýsingar um störfin veita verslun- arstjórar viðkomandi verslana (ekki í síma). HAGKAUF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.