Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. AGUST 1990 BOEING 727-100C BOEING 757 BOEING 737-400 Þotur Eldsneytlseyðsia jan.- 2 JSL feb. Slpai - L I júni ostnaður næmi 404 milljonum krona HÆKKUN á eldsneytisverði til Flugleiða var frá 6. júlí til 7. ágúst um 90% á hráolíu og um 64% á steinolíu, eða þotueldsneyti. Miðað við meðalverð í fyrra og fram á mitt ár, er hækkunin um 40% að meðaltali og þýðir um 7 milljóna dollara kostnaðarauka fyrir félagið á ársgrundvelli, eða sem nemur um 404 milljónum íslenskra króna. Samkvæmt rekstraráætlunum Flugleiða er gert ráð fyrir að eldsneytiskaup nemi um 19 milljónum dollara á þessu ári, eða ríflega milljarði íslenskra króna á ári. Meginhluta eldsneytis til millilandaflugs kaupir fyrirtækið erlendis, eða um 60%. Kostnaður vegna eldsneytis er um 12% af rekstrarútgjöldum fyrirtækisins. segir Ásmundur Stefánsson, for- seti Alþýðusambandsins. Víxlverkanir líklegar Stóra spurningin er: Hvað ger- ist í sjávarútvegi, verði olíuverðs- hækkanir varanlegar. Það er ekki nema von að menn spyiji, því þar hefur víxlverkana yfirleitt gætt fyrst „Það er dæmi sem maður er ekki allt of spenntur fyrir að hugsa til enda, því það rifjar upp þá hringrás sem hefur verið hér í gangi,“ segir Bolli Þór Bollason. Hann segir að gróft reiknað megi gera ráð fyrir að 30-40% hækkun olíuverðs jafngildi 5% hækkun fís- kverðs. „Miðað við venjuleg við- brögð væri slíkri hækkun mætt með gengisfellingu, og þar með væri hringrásin farin af stað og öll þjóðarsátt út úr myndinni. En líklega myndu stjórnvöld reyna að sporna gegn þessari þekktu hringrás.“ Eins og fram kemur í viðtali við Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóra Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, sem birtist hér fyrir neðan, telur hann að forsendur slíkra víxiverk- ana séu að mestu úr sögunni, því nú er fiskverð að verulegu leyti fijálst og segir hann ástæðu til að ætla að tilhneigingin verði til aukins frelsis í framtíðinni. Fréttir hafa borist um hækkan- ir á fargjöldum banda rískra flugfélaga, allt að 10%. Forsvars- menn Flugleiða segja að áhrifa hér gæti ekki eins fljótt og í Bandaríkjunum. Flugleiðir munu því bíða með ákvörðun næstu daga. Ekki er líklegt að hækkun flugfargjalda Flugleiða verði jafn- mikil og bandarísku flugfélag- anna. Flugleiðir hafa farið út í gífur- legar fjárfestingar við endumýjun flugflotans. Forsenda þeirra var spamaður sem hlytist af minni olíueyðslu. Leifur Magnússon framkvæmdastjóri flugrekstrar- sviðs fyrirtækisins segir því Ijóst að fyrirtækið standi nú betur að vígi en ella. Flugleiðir tóku í notk- un tvær nýjar B737-400 flugvélar vorið 1989 og bættu þeirri þriðju við í vor. Tvær nýjar 189 sæta B757 flugvélar leystu af hólmi tvær eldri DC-8-63 flugvélar vorið 1990. DC-8-63 og 727-200 flug- vélar eru ekki lengur í rekstri Flugleiða, en ein B727-100C verð- ur rekin til loka næsta mánaðar. Nýju vélamar eyða um 35-40% minna en gömlu vélarnar. Má búast við að verð á sh'kum vélum hækki verulega ef verðhækkanir haldast eða verða enn meiri, enda lítið af vélum á markaðnum. Hvað -varðar ríkisbúskapinn, kæmu fyrstu áhrif varanlegrar olíuverðshækkunar væntanlega fram í veltunni. Meira en helming- ur af tekjum ríkissjóðs eru veltu- skattar, fyrst og fremst virðis- aukaskattur. Ef ferillinn verður hækkun á framfærslukostnaði, án tilsvarandi hækkunar launa og þar af leiðandi kaupmáttarrýrn- um, verður ríkissjóður af tekjum vegna minni neyslu. Ljósglætur í myrkrinu Ekki er eingöngu von á svart- nætti í kjölfar mikilla olíuverðs- hækkana. Olíunotkun íslendinga hefur breyst verulega á umliðnum árum. Til húshitunar er olíunotk- unin nú óveruleg og fer nú nær öll olían til að knýja fiskiskip og flutningatæki. Það er jafnframt athyglisvert að olíunotkun fiski- skipaflotans er um tveir þriðju af olíunotkun landsmanna og hefur aukist á undanförnum árum. Menn eru almennt sammála um að fiskiskipastólinn sé allt of stór og veiðarnar stundaðar með óhag- kvæmum hætti. „Olíuverðshækk- unin undirstrikar nauðsyn endur- skipulagningar í sjávarútvegi með fækkun fiskiskipa," segir Birgir Árnason hagfræðingur, en bætir við að það hljóti að verða langtímaverkefni, gerist ekki í einni svipan. Þessu er Kristján Ragnarsson ekki sammála, hann segir aðrar ástæður vega mun þyngra, eins og fram kemur í samtalinu við hann. Hvað varðar aðrar ljósglætur í myrkrinu, ber að líta á þær miklu orkulindir sem íslendingar eiga í fallvötnum og jarðvarma. Ætla má að olíuverðshækkunin hafi gert ísland eftirsóknarverðara fyrir stóriðju, ekki síst þegar haft er í huga að áform voru uppi um að reisa orkufrek iðnfyrirtæki í Miðausturlöndum. Ef eitthvað er ættu atburðir síðustu daga að hafa styrkt stöðu íslendinga í samningum við Atlansál, vegna fyrirhugaðs álvers. Viðmælendur Morgunblaðsins lýsa flestir þeirri skoðun sinni. Sú spurning vaknar hvort olíu- verðshækkunin gefi tilefni til þess, að hafin verði eldsneytisfram- leiðsla á íslandi. Á árum áður voru hugmyndir um að breyta vatnsorkunni í eldsneyti fyrir far- artæki og fiskiskip og minna má á, að nýverið lýsti þýskt fyrirtæki áhuga á að kanna möguleika á vetnisframleiðslu á íslandi. Hins vegar er talið ólíkiegt að íslend- ingar geti nokkurn tímann orðið forystuþjóð í eldsneytisfram- leiðslu, þar sem tækni til fram- leiðslunnar og ekki síður til notk- unarinnar, verður að fá að utan. Þá gáfu athuganir, sem gerðar voru á nokkrum árum, til kynna að eldsneytisframleiðsla borgaði sig ekki nema olíuverð yrði marg- falt hærra en það er nú. Misjöfn áhrif olíuverðshækkana HVORKI skipafélögin né flugfélögin hafa gefið út ákveðnar yfirlýsingar um verðhækkanir. Miðað við 30-40% hækkun olíu- verðs má hins vegar gera ráð fyrir flugfélögin þurfí a.m.k. 3-4% hækkun, þ.e.a.s. ef kostnaðarauka vegna hærra olíuverðs verð- ur mætt með hækkun fargjalda og fragtar. Skipafélögin þyrftu hins vegar 1,5-2% hækkun almennra farmgjalda. Miðað við 30% hækkun elds- neytis myndu taxtar leigu- bíla líklega hækka um 1-1,5% og taxtar vöruflutningabíla og sérleyfisbíla um 2-2,5%. Skýrt skal tekið fram þessi dæmi gera ekki ráð fyrir að kostnaði sé mætt með spamaði á öðrum sviðum. Kostnaður eykst um 1 milljarð „ VIÐ HLJOTUM að bíða og sjá til hvað gerist,“ segir Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra út- vegsmanna um olíuverðshækk- anirnar. Miðað við verðlag I dag er olíukostnaður útgerðarinnar talinn vera um 3 milljarðar króna, um 11%-12% af tekjum. Hækkun um 30-40% myndi auka kostnað um 900 til 1200 milljón- ir króna, sem lendir að hluta á sjómönnum vegna ákvæða um tengsl olíuverðs og hlutaskipta. Kristján bendir á að vegna kulda í Evrópu og Banda ríkjunum sl. vetur hafi gasolíuverð rokið upp í um 240 dollara tonnið og komst hæst í birgðum hér í rúma 204 dollara. Með kjarasamn- ingum 1987 sömdu útgerðarmenn og sjómenn um hvernig olíuverð hefði áhrif á hlutaskipti. Ef verð fer upp í 157 til 217 dollara hefur olíuverð áhrif til 1% lækkunar eða hækkunar á skiptakjörum fyrir hveija 12 dollara. Á þessu verð- bili fara þau neðst niður í 70% og hæst upp í 76%. Ef olíuverðið fer yfír 217 dollara eins og gera má ráð fyrir ef 30-40% verðhækkun helst áfram, verður áhætta út- gerðarinnar miklu meiri. Viðbótar- skellurinn lendirá henni. „Á sínum tíma fengu sjómenn þessa hækkun á hlutaskiptum, úr 72% í 76%, vegna þess að olía hafði lækkað. Með sama hætti gengur þetta til baka ef olía hækkar. Þessu vilja sjómenn gleyma og þeir tala bara um að þeir séu að taka þátt í út- gerðarkostnaði,“ segir Kristján en sjómenn sem eru með lausa samn- inga eru nú mjög áfram um að minnka tengsl olíuverðsins við hlutaskipti. Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasam- bandsins, segir að samningurinn 1987 hafí verið gerður í skjóli reynslunnar. Árið 1983 var hluta- skiptum sjómanna breytt að þeim forspurðum, með lagasetningu. „Þegar olíuverð síðan lækkaði reyndist mjög erfítt fyrir okkur að ná til baka því sem af var tek- ið með lögum," segir Hólmgeir. „Það er er ástæðan fyrir því að um þetta er samið árið 1987. Við viljum ennfremur fá sanngjarnari skiptingu á þátttöku í olíukostnað- inum, hafa samræmi á milli þess og hlutaskiptanna." Líklega munu mörg þeirra skipa sem aðstöðu hafa snúa sér að svar- tolíubrennslu ef verðið helst áfram hátt. En það er ekkert sjálfgefíð því margir telja sparnað ekki vega upp á móti auknu sliti véla. Brynj- ólfur Bjamason forstjóri Granda er eindregið þeirrar skoðunar að hagræði sé af svartolíunni. Allir togarar Granda brenna nú svar- tolíu. Brynjólfur segir fyrirtækið hafa mjög strangt aðhald vegna olíueyðslu og hafí það skilað góð- um árangri síðustu ár. Athygli vekyr, eins og fram kemur í töflum og teikningum sem fylgja þessari úttekt, að olíunotkun fiskiskipa hefur aukist síðustu ár og hefur fiskiskipastóllinn tekið við því 100 þúsund tonna magni, sem áður fór til húshitunar. En mun aukinn kostnaður ekki sjálfkrafa þýða fækkun fiskiskipa? Kristján Ragnarsson er ekki þeirr- ar skoðunar: „Nei, þótt óbein áhrif verði eflaust einhver. Skipunum fækkar af öðrum ástæðum, er ný lög um fískveiðistjórnun taka gildi um næstu áramót." Samkvæmt þeim verða kvótaskipti leyfð ríkari-mæli en verið hefur. Kristján telur að nú séu ekki lengur fyrir hendi þau sterku víxlverkunaráhrif sem áður fyrr voru rakinn til útgerðarinnar. Aukinn kostnaður útgerðar kallaði á hærra fískverð, sem síðan var gjarnan svarað með gengisfelling- um. „Fiskverð er meira og minna fijálst, þannig að ég sé ekki að áhrif á vinnsluna verði þau sömu og áður. Þá tel ég einnig líkur á að frelsi aukist frekar í fiskverðs- ákvörðunum, þannig að víxlverk- unin gamla verði úr sögunni. Menn hugsa málin stundum einum og mikið í gamla verðbólgufarinu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.