Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1990 ATVINNUA UGL ÝSINGAR Húsasmíðameistari 47 ára óskar eftir vellaunauðu starfi. Ýmis- legt kemur til greina, meðmæli til staðar. Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. merkt: „Traustur - 9193“. Sölumaður Gróið fyrirtæki með sérhæfðar tæknivörur vill kynnast tæknilega sinnuðum sölumanni. Smásala beint til einstaklinga og fyrirtækja. Prósentur af söluverði. Starfsreynsla og bíll nauðsyn. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 18. ágúst merkt: „Sölumaður - 9454“. Matreiðslumenn Óskum eftir að ráða matreiðslumann í veit- ingaskála úti á landi við þjóðveginn. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í lok mánað- arins. Áhugasamir vinsamlega leggið inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. ágúst nk., merkt: „M - 8720“. Tölvunarfræðingur Þjónustufyrirtæki vill ráða tölvunarfræðing, t.d. beint úr skóla, til starfa í tölvudeild, (AS/400). Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. CtIJÐNT Tónsson RÁÐCJÓF &RÁÐNINGARMÓNUSTA' TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMl 62 13 22 Fasteignasala óskar eftir að ráða vanan fasteignasala. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Aldur ekki yngri en 30 ár. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Meðmæli óskast. Skriflegar umsóknir er greini aldur, menntun, fyrri störf og meðmæli sendist auglýsinga- deild Mbl. merkt: „Reynsla - 4150". Landakirkja auglýsir eftir starfsmanni. Starfið felst í umsjón með kirkjugarði, kirkju og safnaðarheimili eftir nánara samkomulagi. Umsóknir sendist formanni sóknarnefndar, Jóhanni Friðfinnssyni, pósthólf 202, 902 Vestmannaeyjum, fyrir 25. ágúst 1990. Sóknarnefnd Landakirkju. Tölvunarfræðingur TölvuMyndir hf. leita að tölvunarfræðingi, sem kann skil á forritun í C, Clipper, Windows eða PM. Viðkomandi þarf að hafa áhuga og þekkingu á netum og mikinn starfsmetnað. Nánari upplýsingar veitir Friðrik Sigurðsson hjá TölvuMyndum hf. í síma 689010. Fóstrur Hafnarfirði Fóstrur óskast á leikskólann Smáralund. Einnig óskum við eftir starfsfólki, sem hefur reynslu og áhuga fyrir uppeldisstörfum, helst ekki yngra en 20 ára. Upplýsingar gefur forstöðumaður, Erla Gestsdóttir, í síma 54493 og/eða 52703. Félagsmálastjóri. Herbergisþernur Óskum eftir að ráða herbergisþernur á kvöld- vaktir. Vinnutími frá 17.00-21.00. Vinsamlegast hafið samband við starfs- mannastjóra mill kl. 9.00-17.00. Hótel Saga v/ Hagatorg. . Framtíðarstarf - verslun Traust vélaverslun óskar að ráða sem fyrst röskan mann til afgreiðslu og lagerstarfa. Þarf að hafa bílpróf. Umsóknir, með upplýsingum um fyrri störf, óskast sendar í pósthólf 8896,128 Reykjavík. Barnapössun Eldri manneskja óskast til að koma heim og líta eftir tveimur drengjum og gera létt hús- verk hluta úr degi. Upplýsingar í síma 14039. Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða sérkennara í fullt starf eða tvö hálf til þjálfun- ar í lestri, stafsetningu o.fl. Upplýsingar gefur aðstoðarskólameistari í síma 46865 eða 43861. Fóstrur Foreldrarekið dagheimili í Hafnarfirði vantar fóstrur og/eða annað uppeldismenntað fólk til starfa sem fyrst. Upplýsingar um uppeldisstefnu og kjör gefur forstöðukona í síma 53910. Bílamálarar Óskum eftir að ráða bílamálara sem fyrst. Upplýsingar í síma 674888. Réttingamiðstöðin hf., Hamarshöfða 8. Löglærður fulltrúi Löglærðan fulltrúa vantar nú þegar á sýslu- skrifstofuna á Blönduósi. Skammtímaráðning getur komið til greina. Upplýsingar í síma 95-24157. Dönskukennarar Dönskukennara vantar að Garðaskóla næsta vetur í hálft til heilt starf. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans í síma 44466. Skólafulltrúi Garðabæjar. Snyrtivöruverslun Starfskraftur á aldrinum 25-40 ára óskast til framtíðarstarfa strax. Vinnutími kl. 9.00- 18.00 fimm daga vikunnar. Umsókn, með upplýsingum um aldur og fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 16. ágúst, merktar: „PR - 8723“. Laust starf Fóstru vantar við leikskólann á Skagaströnd. Upplýsingar veitir forstöðukona í símum 95-22706 og 95-22670. Sveitarstjóri. Lagerstjóri óskast til starfa fyrir 1. seþtember. Útkeyrsla og sölumennska einnig hluti af starfinu. Veggfóðrarinn hf., Fákafeni 9, sími 687171. Starfsfólk óskast hálfan eða allan daginn, hentar vel fyrir húsmæður. Upplýsingar á staðnum milli kl. 15 og 18. Þvottahús A. Smith hf., Bergstaðastræti 52. Óska eftir starfi fram að áramótum. Mjög vön allri skrifstofuvinnu. Margt kemur til greina. Góð tungumálakunnátta. Tek einnig að mér tölvuvinnslu, e,r með eigin tölvu. Vinsamlegast hringið í síma 686225, Kristín. Næturvörður Stórt hótel í borginni vill ráða lipran og reglu- saman næturvörð á aldrinum 25-40 ára. Góð tungumálakunnátta er skilyrði. Umsóknir, merktar: „N - 9258“, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrirfimmtudagskvöld. Verkstjóri í frystihús Verkstjóri með full réttindi og nokkra reynslu óskast, sem fyrst, í frystihús Sjófangs hf. í Reykjavík. Upplýsingar í síma 24980. Atvinna óskast Maður vanur skrifstofu- og verslunarstörfum óskar eftir framtíðarvinnu. Upplýsingar í síma 671749 eftir kl. 20.30 á kvöldin. Hjúkrunarfræðingur óskar eftir dagvinnustarfi í Reykjavík. Hef fjöl- þætta 20 ára starfsreynslu og er að leita að áhugaverðu starfi vegna búferlaflutninga til Reykjavíkur. Svar sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 16. ágúst merkt: „A - 13369“. „Au pair“ - USA „Au pair" um tvítugt óskast til New Jersey, Bandaríkjunum. Má ekki reykja. Upplýsingar í síma 901-201-528-6677 eftir kl. 12.00 að íslenskum tíma. Sérkennari Kæru vinnuveitendur Sýslumaður Húnavatnssýslu, Jón ísberg. Þvottahús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.