Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1990
25
Æ* ■ A / /✓—^/ V'C//V /C^ A D
Tónlistarskóli
Bessastaðahrepps
Píanókennara
vantar frá og með 1. sept. nk.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 654459.
Fasteignasalar
Traustur aðili, sem hefur margra ára reynslu
á fasteignasölu og hefur lokið löggildingar-
námi fasteigna- og skipasala, óskar eftir að
gerast sölumaður eða eignaraðili að fast-
eignasölu. Farið verður með allar upplýsing-
ar sem trúnaðarmál.
Þeir, sem áhuga hafa, leggi inn upplýsingar
á auglýsingadeild Mbl., merktar: „X - 8721 “,
í síðasta lagi miðvikudaginn 15/8.
□
Fóstrustörf
Leikskólinn Fögrubrekku í Kópavogi óskar
eftir að ráða til starfa fóstrur eða starfsfólk
með aðra uppeldismenntun. Um er að ræða
\ sveigjanlegan vinnutíma.
Á leikskólanum Fögrubrekku hefur undanfar-
ið ár staðið yfir tilraunaverkefni, tengt breyttu
rekstrarformi og í uppeldisstarfinu er lögð
sérstök áhersla á tónlistaruppeldi.
Hefur þú áhuga á að taka þátt í spennandi
starfsemi?
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í
síma 42560.
Einnig eru nokkrar fóstrustöður lausar á leik-
skólum og skóladagheimilum bæjarins. Upp-
lýsingar um störfin gefur dagvistarfulltrúi í
síma 45700. Umsóknum skal skila á þar til
gerðum eyðublöðum sem liggja frammi á
Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi
12.
Félagsmálastofnun Kópavogs.
Starf erlendis
Ferðaskrifstofa
íslensk ferðaskrifstofa, staðsett erlendis,
óskar að ráða skrifstofumann til framtíðar-
starfa. Byrjunartími er samkomulag.
Starfssvið: Ajmenn sölu- og kynningarstörf
á ferðum til íslands, undirbúningur og frá-
gangsvinna varðandi samskipti við flugfélög,
ferðaskrifstofur, hótel og aðra þjónustuaðila,
er annast móttöku á erlendum gestum.
Við leitum að manni með kunnáttu í Norður-
landamálum, staðgóða þekkingu á ísla'ndi,
sögu þess og þeim ferðamöguleikum, sem
landið býður uppá. Góð framkoma, sölu- og
skipulagshæfileikar eru nauðsynlegir.
Reynsla af sambærilegu starfi æskileg.
Góðir möguleikar fyrir réttan^mann.
Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðublöð-
um, sem liggja frammi á skrifstofu okkar,
merktar: „Starf erlendis", fyrir 24. ágúst nk.
Hagva ngurhf
Grensásvegi 13 Reykjavík Símí 836Ó6 C—' - — Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI
Lausar stöður
Heilsugæslulækna á ísafirði
’ Heilsugæsluhjúkrunarfræðings á
Suðureyri
Hérmeðeru auglýstartil umsóknarvið F.S.Í.:
Tvær stöður heilsugæslulækna. Æskileg
sérgrein, heimilislækningar. Jafnframt eru
fyrir hendi hlutastörf á Fjórðungssjúkrahús-
inu. Æskilegt er að umsækjendur hafi
reynslu í lyf- og barnalækningum.
Ein staða heilsugæsluhjúkrunarfræðings
við heilsugæslustöðina á Suðureyri.
Stöðurnarveitast að loknum umsóknarfresti.
Umskóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um
læknismenntun, læknisstörf, nám og fyrri
störf við hjúkrun og upplýsingum um hvenær
umsækjandi getur tekið til starfa sendist:
F.S.Í., pósthólf 114, 400 ísafirði, fyrir 15.
september nk. - Sérstök eyðublöð varðandi
læknastöður fást hjá landlækni og/eða heil-
brigðisráðuneyti.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastóri
alla virka daga í síma 94-4500 frá kl. 8.00-
16.00.
IWX ,|OF f X/. IWTNINCVX-!
Kannt þú að fylla út
atvinnuumsókn?
eða lætur þú illa framsettar og ófullnægj-
andi upplýsingar torvelda leið þína að
starfi?
Ef þú þarft að senda frá þér atvinnuumsókn,
koma þér á framfæri eða fara í atvinnuviðtal
þá kemur nýja handbókin okkar, Ert þú í
atvinnuleit?, örugglega að gagni. Þetta er
bók, sem styrkir stöðu þína á vinnumarkaðin-
um, óháð því starfi, sem verið er að sækja
um. Handbókin fæst á eftirtöldum stöðum:
Ábendi sf. (póstsendum), sími 91-689099,
Pennanum, Kringlunni,
Bóksölu stúdenta.
RÍKISSPÍTALAR
Sjúkraþjálfari
Okkur vantar sjúkraþjálfara, hressan og hug-
myndaríkan, til að vinna með okkur að upp-
byggingu endurhæfingar á Kópavogshæli.
Mjög góð vinnuaðstaða.
Upplýsingar gefur yfirsjúkraþjálfari í síma
602725 eða 602703 milli kl. 10.00-15.00
virka daga.
Fóstra
Fóstra óskast til starfa frá 1. september á
dagheimilið Sólhlíð v/Engihlfð.
Nánari upplýsingar veitir Elísabet Auðuns-
dóttir, forstöðumaður í síma 601594.
Sendill
Sendlar óskast til starfa til frambúðar nú
þegar, á vakt- og flutningadeild Landspftal-
ans. Um er að ræða sendlastörf á Landspít-
alalóð. Dagvinna.
Nánari upplýsingar veitir Ævar Jónsson í
síma 601502 eða 601500.
Reykjavík 12. ágúst 1990.
FV'nqOF (X". RAiDNINCV\R
Ert þú á réttri hillu?
Nú hafa á annað þúsund íslendingar tekið
bandaríska áhugasviðsprófið Sll. I flestum
tilfellum hafa niðurstöðurnar komið þægilega
á óvart. Ef þú ert tvístígandi varðandi fram-
tíðaráform og grunar sjálfan þig um að búa
yfir áhugasviði, sem ekki hefur fengið að
blómstra í starfi, hafðu þá samband við
Ábendi. Kynntu þér athyglisvert próf sem
byggist á áratugalöngum rannsóknum
bandarískra vísindamanna í fremstu röð.
Tímapantanir í síma 689099.
Ábendi, Engjateigi 9, sími 689099.
jfll RÍKISSPÍTALAR
Kópavogshæli
Ræstingastjóri óskast til starfa sem fyrst.
Um er að ræða 100% starf, vinnutími 8.00-
16.00. Starfið felur í sér m.a. dreifingu á
hreinu líni, pöntun og afgreiðslu á ræstingar-
vörum og verkstjórn. Nauðsynlegt er að
umsækjendur geti unnið sjálfstætt.
Starfsmenn óskast til starfa við umönnun
vistmanna. Starfið felur í sér þátttöku í þjálf-
un, útiveru og almennum heimilisstörfum
þ.m.t. þrif og ræsting. Æskilegt er að um-
sækjendur hafi starfsreynslu með þroska-
heftum.
Starfsmenn óskast til starfa við ræstingar.
Um er að ræða 50% starf, vinnutími frá
8.00-12.00 eða eftir samkomulagi.
Upplýsingar um ofangreindar stöður gefur
Sigríður Harðardóttir, hjúkrunarforstjóri í
síma 602700.
Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara óskast til
starfa við endurhæfingadeild. Um er að ræða
störf við sundlaug staðarins og aðstoð við
sjúkraþjálfun.
Nánari upplýsingar veita Guðný í síma
602725 og Ragnheiður í síma 602703 milli
kl. 10.00-15.00 virka daga.
Reykjavík 12. ágúst 1990.
Iðntceknistofnun vinnur að tcekniþróun og aukinni fram-
leiðni í íslensku atvinnulifi. Á stofnuninni eru stundaðar
hagnýtar rannsóknir, þróun, rúðgjöf gceðaeftiriit, þjón-
tista, frceðsla og stöðlun. Áhersla er lögð ú hceft starfsfólk
til að tiyggja gceði þeitrar þjónustu sem veitl er.
Matvæla- og
lífefnafræði
Matvælatæknideild Iðntæknistofnunar óskar
eftir að ráða sérfræðing til rannsókna- og
þróunarstarfa.
Starfið er tengt norrænu verkefni varðandi
umbreytingu á fitu með ensímum til nota í
matvælaiðnaði.
Umsækjandi þarf að hafa háskólamenntun í
matvæla- efna- lífefnafræði eða sambæri-
iegu.
Um er að ræða áhugavert starf sem krefst
sjálfstæðra vinnubragða og frumkvæðis.
Nánari upplýsingar veitir doktor Einar Matt-
híasson deiídarstjóri matvæladeildar í síma
687000.
Umsóknir berist fyrir 25. ágúst til matvæla-
tæknideildar.
lóntæknistof nun 11
IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS
Keldnaholt, 112 Reykjavik
Simi (91) 68 7000