Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMIMA/RAÐ/Sn/IA SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1990 ATVINNUA/ ir^l Y^IKir^AP ÆKr^mL H HF I / \v_/ vJ/L / v—}// N/vJ7/ Y/v <§j> Bflstjóri - afgreiðsiumaður Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða í eftirtalin störf sem fyrst: 1. Bílstjóra á sendiferðabíl í útkeyrslu 2. Afgreiðslumann í söludeild sem jafnframt gæti leyst af sem bílstjóri. Upplýsingar um störfin eru veittar í starfs- mannahaldi á Frakkastíg 1, Reykjavík. Vallarstjóri Starf vallarstjóra hjá Golfklúbbi Reykjavíkur er laust til umsóknar. Starfið er fólgið í yfir- umsjón í Grafarholti og að Korpúlfsstöðum. Laun eru eftir samkomulagi. Umsóknir um starfið skal senda í pósthólf 4071,124 Reykjavík, ekki síðar en 20. ágúst. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur. Trésmiðir Óskum eftir að ráða starfsreynda trésmiði, vana innivinnu, til starfa við fullnaðarfrágang Útsýnishúss á Öskjuhlíð. Upplýsingar á byggingarstað. SII VERKTAKAR STAPAHRAUN 4 - 220 HAFNARFJÖRÐUR - SÍMI 652221 Kennarar Tvo íþróttakennara vantar við barnaskólann á Selfossi. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 98-21500 og 98-21320. Skólanefnd. Sölumaður Þekkt fyrirtæki í fjárfestingavörum vill ráða nú þegar eða sem fyrst góðan mann eða konu til sölustarfa. ★ Þarf að hafa bifreið til umráða. ★ Vinna sjálfstætt. ★ Algjör reglusemi áskilin. ★ Miklir tekjumöguleikar. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 31. ágúst merktar: „Áhugavert - 4794“. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Óskum eftir að ráða laghenta menn í eftirtalin störf: Afgreiðslu- og lager- störf, málmsmíði og viðgerðir Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri. Pallar hf. VINNUPALLAR - STIGAR - VÉLAR - VERKFÆRI DALVEGI 16, FÍFUHVAMMI, KÓPAVOGI, SÍMI 641020 Kennarar íslenskukennara vantar að Alþýðuskólanum á Eiðum. Um er að ræða kennslu fyrst og fremst á framhaldsskólastigi. Ódýrt og gott húsnæði fyrir hendi, góð vinnuaðstaða og ágætir tekjumöguleikar. Upplýsingar í síma 97-13820 eða 97-13821. Skólastjóri. Gjafavöruverslun Gjafavöruverslun í Kringlunni óskar eftir starfskrafti. Vinnutími virka daga frá kl. 9.30- 13.30 og annan hvern laugardag. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur og fyrri störf, sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „A - 714“ fyrir 16. ágúst 1990. Fyrir minni félög og félagssamtök rekstur og hagsmunagæsla Höfum góða aðstöðu og þekkingu til þess að sjá um rekstur og framkvæmdastjórn fyr- ir minni félög og félagssamtök. Þægileg og áreiðanleg þjónusta fyrirfélög og félagssam- tök sem ekki eru í aðstöðu til þess að ráða starfsfólk í fullt starf eða leigja húsnæði. Sjáum um bókhald, félagaskrá, innheimtu, skipulagningu og undirbúning funda, öll al- menn skrifstofustörf, hagsmunagæslu og útgáfumál. Höfum auk þess góða fundaað- stöðu og fastan opnunartíma alla daga. Upplýsingar gefur Einar Páll Svavarsson hjá Ráðgjafa- og ráðningarfyrirtækinu Ábendi sf. í síma 689099. !!? DAGVI8T BARNA Fóstrur, þroska- þjálfar eða annað uppeldismenntað starfsfólk Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki f gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. Múlaborg, AUSTURBÆR við Ármúla s. 33617 Hlíðaborg, við Eskihlíð s. 20096 Fálkaborg, BREIÐHOLT við Fálkabakka s. 78230 Bakkaborg, við Blöndubakka s. 71240 Seljakot, við Rangársel s. 72340 Klettaborg, GRAFARVOGUR við Dyrhamra, s. 76125 Heiðarborg, ÁRBÆR við Selásbraut s. 79999 Grænaborg, MIÐBÆR við Eiríksgötu, s. 14470 Valhöll, við Suðurgötu, s. 19619 Tjarnarborg, viðTjarnargötu, s. 15798 Hagaborg, VESTURBÆR við Fornhaga, s. 10268 Gullborg, við Rekagranda, s. 622355 Sunnuborg, HEIMAR við Sólheima, s. 36385. Frá Heilsugæslu- stöð Kópavogs Staða hjúkrunarforstjóra er laus til umsóknar. Einnig er laus til umsóknar 50% staða mót- tökuritara. Umsóknir berist fyrir 31/8. 1990 til stjórnar Heilsugæslustöðvar, Fannborg 7, Kópavogi. Ragnar Snorri Magnússon, formaður stjórn- ar, veitir nánari upplýsingar í síma 642022. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Atvinnutækifæri Vegna mikillar eftirspurnar eftir starfsfólki, þá vantar okkur á skrá metnaðarfulla ein- staklinga til ýmissa starfa. Sýnishorn af beiðnum: No. 300 Fjármálastjóri til starfa hjá félaga- samtökum (æskileg reynsla af bygginga- framkv.). Væntanlegir umsækjendur þurfa að hafa viðskiptafr. menntun. No. 301 Aðalbókari til starfa hjá ferðaskrif- stofu. No. 302 Verslunarstjóri til starfa í sportvöru- verslun. No. 303 Sölumann til starfa hjá rótgrónu innflutningsfyrirtæki (fjölbreyttar vörur). No. 304 Sölumenn til að annast forsölu á neysluvörum hjá stóru framleiðslufyrirtæki. No. 305 Iðnrekstrarfræðing til starfa við ýmis eftirlitsstörf hjá stóru framl.fyrirtæki. No. 306 Fiskeldisfræðing til starfa hjá lax- eldisfyrirtæki á Vestfjörðum. No. 307 Matreiðslumann til starfa hjá hót- eli á Austurlandi. No. 308 Sölumann til starfa hjá innflutnings- fyrirtæki (tæki og áhöld f. versl. og framl.f.). No. 309 Sérhæft skrifstofustarf við bókhald og öll önnur skrifstofustörf hjá traustu og góðu innflutningsfyrirtæki staðsettu í Kópa- vogi. No. 310 Sérhæft skrifstofustarf 1/z d. e.h. hjá fasteignasölu (símaþj., ritvinnsla o.s.frv.). No. 311 Sérhæfð afgreiðslustörf í tískuvöru- verslun, sem staðsett er við Laugaveginn. No. 312 Verslunarstjóra í herrafataverslun. No. 314 Sérhæft skrifstofustarf hjá lög- manns- og innheimtufyrirtæki (enskukunn- átta). No. 315 Sérhæft skrifstofustarf 1/z d. e.h. hjá hugbúnaðarfyrirtæki, sem staðsett er í- Hafnarfirði. No. 317 Sérhæft skrifstofustarf við skjala- vistun, síma og móttökustjórnun ásamt rit- vinnslu hjá fyrirtæki sem staðsett er á Lauga- veginum. No. 318 Hraðhreinsun vill ráða starfskraft til ýmissa starfa. Fyrirtækið er staðsett í Vesturbaénum. No. 319 Sölumann til starfa hjá innflutnings- fyrirtæki sem selur og dreifir þekktum sæl- gætisvörum. Viðkomandi þarf að bæði að selja og afhenda vörurnar. No. 320 Sölufólk, sem getur selt upp á pró- sentur. Viðkomandi þarf að vera árangursrík- (ur), kraftmikill og hafa mikla skipulagshæfi- leika til að vinna sjálfstætt. No. 321 Sérhæft skrifstofufólk til starfa við ýmis krefjandi störf hjá góðu fyrirtæki. No.322 Veitingastörf í boði, bæði stjórnun- arstörf, almenn störf hálfan eða heilan dag- inn. Einnig aukavinna. Einnig viljum við komast í samband við alla þá, sem eru að leita sér að nýju starfi, hvort heldur er um að ræða vel menntaða einstaklinga, sérhæft skrifstofufólk, sér- hæft afgreiðslufólk og/eða öll önnur ótil- greind störf. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar um störf þessi eru veittar á skrifstofu okkar. Teitur IArljsson ST/NKisrvi/vrN w/v kjósj usta HAFNARSTRÆTI 20. VIÐ LÆKJARTORO. IOI REYKJAVÍK. SÍMI 624550

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.