Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1990 eftir Kristjón Þorvaldsson OLÍUVERÐSHÆKKANIR í kjölfar innrásar íraka í Kúvæt gætu haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar í för með sér víða um heim. Ef hækkanirnar verða varanlegar koma áhrifin fljótlega í ljós á Islandi og stefna í hættu þeim árangri sem náðst hefur í efnahagsmálum. Enginn getur með nokkurri vissu spáð fyrir um verðþróunina næstu vik- ur eða mánuði, en 30-40% hækkun olíuverðs síðustu dag- ana er sú staðreynd sem blasir við og ef sú verðhækkun festist í sessi næstu mánuði, má búast við að ört harðni á dalnum. En viðmælendur Morgunblaðsins eru margir hveij- ir bjartsýnir um framhaldið, þ.e.a.s. ef friðvænlegar horfir fyrir botni Persaflóa. Þá kynni olíuverð að lækka og þar með væri enn styrkari stoðum rennt undir þann efnahags- bata sem orðið hefur siðustu mánuði. bárust fréttir um að olíuverð hefði lækkað aftur, sem sýnir best óvissuna sem ríkir um þessar mundir. Tveggja mánaða bensínbirgðir Samkvæmt upplýsingum olíu- félaganna voru gasolíubirgðir í landinu í byrjun ágúst, til eins og hálfs mánaðar. Hluti af þeim birgðum er á hærra verði eftir hækkanir í kjölfar fundar OPEC- ríkjanna í sumar, en birgðir á núverandi verði hefðu líklega dug- að út ágúst. Bensínbirgðir endast út ágúst, en líklega þurfa að koma til hækkanir eftir það vegna birgða frá því að verð fór að hækka í sumar. í heild er áætlað Verðhækkanir á olíu nú eru enn sem komið er ekkert í líkingu við þær sem urðu í olíukreppunum 1973 og 1979. En orsakanna er að leita á svipuðum slóðum, í Miðausturlöndum, þar sem eru rúmlega 60% af heildarolíubirgð- um heims. Haustið 1973 skall á styijöld milli ísraels og Arabaríkj- anna og samtök olíuútflutnings- ríkjanna, OPEC, skipuðu olíufé- lögunum að draga úr olíuvinnslu og bönnuðu útflutning til Banda- ríkjanna og Hollands. Afleiðingin varð þrefalt til fjórfalt hærra olíu- verð. Árið 1979 urðu síðan aftur miklar hækkanir í kjölfar bylting- arinnar í íran og olíuverð rúmlega tvöfáldaðist að raungildi. Fyrir íslendinga höfðu olíu- kreppurnar mikil áhrif. Viðskipta- kjör versnuðu og verðbólga fór úr böndum. Því er eðlilegt að menn taki fréttir sem nú berast frá Persaflóanum alvarlega og hugleiði strax mögulegar afleið- ingar. Meðalverð á hráolíu var um 13 dollarar á tunnuna árið 1978, en eftir verðsprengjuna 1979 fór það hátt í 40 dollara. Síðan hefur það farið lækkandi og var meðal- verð um 17 dollarar í fyrra. Um- talsverð hækkun varð í desember, er verð fór í um 20 dollara, en júní í sumar var það um 15 dollar- ar. Síðan hefur hækkunin orðið allt að 65-75%, en fyrir helgina Skipting eldsneytismarkaðarins 1989 OLÍUNOTKUN ftskiskipa hefur aukist talsvert mikið. Sem dæmi fóru fyrir 10 árum sföan um 26% til húsahitunar, en 44% til skipa. Nú fara 6% til hushitunar, rn 58% til skipa. En sala gasolíu er svipuð og var fyrir 10 árum. I magni fer um 100 þúsund tonnum minna til húshitunar, og hefur fiskiskipastóllinn nær eingöngu tekiö viö þvl magni. ‘Um 58% fer til íslenskra fiskiskipa, 12% á bíla, 6 % til húshitunar, um 15 % til iönaöar og tækja og íslenskra flutningasklpa og innan viö 10% til erlendra aöila + Um 65% fer til verksmiðja, annaö fer til skipa og húskyndingar að bensínbirgðir á verði fyrir ágústhækkunina dugi til rúmlega tveggja mánaða. Ef almenn olíuverðshækkun verður um 30-40%, sem þýddi að hráolíutunnan kostaði um eða yfir 25-30 dollara, má gera ráð fyrir víðtækum afleiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf. Dæmi um 30-40% hækkun tekur mið af þró- uninni síðustu daga, en við ríkjandi aðstæður er auðvitað ógemingur að spá með nokkurri vissu um þróunina auk þess sem ekki er hægt að taka hugsanlegar aðgerðir stjórnvalda inn í mynd- ina. En almennt er talið að slík olíuverðshækkun leiddi til 1,5 til 2% lakari viðskiptakjara. Við- skiptahallinn myndi að öllum líkindum versna um 2 til 3 millj- arða króna, miðað við heilt ár, eða um tæplega 1% í hlutfalli af lands- framleiðslu. Árlegur innflutningur olíuvara nemur um það bil 7 millj- örðum króna. Efnhagsbatinn fyrir bí? Hvað verðbólguna varðar er talið að 30-40% almenn olíuverðs- hækkun geti haft bein áhrif til 1,5% hækkunar á vísitölu fram- færslukostnaðar. Ásamt öðrum áhrifum yrði hækkunin um 2%. Þá er talið að afkoma sjávarút- vegsins, þ.e. veiða í hlutfalli af heildartekjum, versni um 2-3%, eða sem nemur um 1.000 milljón- um króna. Þegar á allt er litið er því um töluvert áfall að ræða fyr- ir þjóðarbúið, líklega upp á 2-3 milljarða króna sem fyrr segir. Það er æði stór skellur og færi langt með að eyða þeim bata sem náðst hefur eftir tvö mögur ár. Það vekur athygli að sérfræð- ingar skuli ekki gera ráð fyrir meiri en 2% hækkun framfærslu- vísitölu. Þetta er einungis reiknis- dæmi fyrir þá, sem gera t.d. ekki ráð fyrir ýmsum víxlverkunum, sem þó eru þekktar frá fyrri tíð. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, segir að ef svara eigi spurningunni hvort hækkunin muni valda víxlverkun á milli launa og verðlags, þá beri að líta á að ekki liggi fyrir hvort hækkun olíuverðs leiði til hækkunar launa samkvæmt ákvæðum kjarasamn- inga um viðmiðunarmörk fram- færsluvísitölu, rauðu strikin. „Það segir sig sjálft að ef þessar hækk- anir leiða til launahækkana, þá verða verðlagsáhrifin meiri. Hins vegar er mjög erfitt að meta hvernig þessi víxlgangur yrði ef ákvarðanir verða teknar í launa- nefndunum um að hækka laun vegna þessara kostnaðarhækk- ana.“ Þórður segir hins vegar ólík- legt að þetta eitt valdi stórfelldum áhrifum í þá átt að auka verð- bólgu. Rauðum strikum ógnað í nóvember Bolli Þór Bollason hagfræðing- ur, skrifstofustjóri í ljármálaráðu- neytinu telur að 30-40% varanleg hækkun almenns olíuverðs geti þýtt 20-30% hækkun bensínverðs. Bensínverðið þarf ekki að hækka í föstu hlutfalli við hækkun inn- kaupsverðs því t-d. bensíngjald er ákveðið sem föst krónutala, 18,50 krónur á lítrann, eða ríflega þriðj- ungur af núverandi bensínverði. Hækkun um 20-25% á bensínverði mundi ein og sér þýða 0,8-1% hækkun framfærsluvísitölu. Bens- ínið vegur 4,2% í vísitölunni. Bolli segir að miðað við eðlilegan gang ætti slík hækkun í síðasta lagi að koma fram við útreikning á vísi- tölunni í nóvember. „Ekki nema menn taki ákvörðun um að flýta henni, sem ég sé ekki ástæðu til.“ Olíuverðshækkun þýðir að fram- leiðslukostnaður hækkar almennt í heiminum. Áhrifa þessa gætir Hækkun frá mal býðir 185 millján aukinn kostnað á áii Eimskipafélagið keypti olíu fyrir um 320 milljónir krónur í fyrra, mest erlendis. Verð í maí á þessu ári var mjög svipað og í fyrra, en hækkaði að mcðaltali um 60% fram að 7. ágúst. Ef sú hækkun helst, þýðir hún 185 milljóna króna aukin kostnað fyrir félagið á ársgrund- velli. Að sögn Þorkels Sigurlaugssonar, framkvæmdastjóra þróunar- sviðs hjá Eimskip, biður félagið með yfirlýsingar um hækkun farm- gjalda á meðan óvissan er jafnmikil. Ef olíuverð hækkar svona mikið til langframa, kemur það tals vert mikið fram í flutningsköstnaði hjá okkur,“ sagði Þorkell, „en það verður líka að hafa i huga að olíu- verð hefur verið lágt og því ekki óeðlilegt að við ættum að geta tekið á okkur einhvetja hækkun, þó þessi sé auðvitað nokkuð mikil." Þorkell sagðist ekki eiga von á almennum hækkunum næstu daga eða vikur í kjölfar þeirrar hækkunar sem nú er orðin, en vissir flutningar eru tengdir olíuverði og taka því breytingum strax. Um er að ræða flutninga fyrir ýmis stóriðjufyrir- tæki, þar sem heilir farmar eru flutt- ir, svo sem ál. í slíkum flutningum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.