Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 34
34 Eg er óléttur! Eg er orðinn kasóléttur. Allt byrjaði þetta þó sakleysis- lega. Fyrst varð konan mín ólétt og ég var bara stoltur verðandi faðir. Farið var með mmmmmmmmmm tíðindin rétta boðleið þegar tilhlýðilegur tími var liðinn frá getnaði. For- eldrar, systkini og bestu vinir urðu fyrstir til að fá gleðifrétt- irnar og síðan eftir Steingrím Ólafsson smám saman fréttu þetta æ fleiri. Byrjað var að gera viðeig- andi ráðstafanir og framtiðin var skipulögð út í ystu æsar. ‘ Þetta er ekki hægt að gera leng- ur og hitt verður að gerast núna. Nú verður að fara að spara þetta og leggja hitt til hliðar. Síðan upphófst mar- tröðin. Konan mín byrjaði að fá meðgöngukvilla. Hún varð mjög fljótt þreytt, kastaði upp á morgnana, fékk brjóstsviða, vaknaði um nætur til að losa sig við umframvökva í lika- manum (pissa), pirraði sig út af smámunum og fór að borða ■•^hina furðulegustu rétti. Raun- *ar fékk hún algjöra dellu fyrir mjólkurhristingi með kirsju- berjabragði og fúlsaði við öllu öðru. Eftir þvi sem leið á ólétt- una fóru kenjar hennar að verða sérkennilegri og óút- reiknanlegri. Smám saman fór mér þó að lærast að umbera þessa persónubreytingu og jafnvel að meta hana. Ég gerð- ist meira að segja svo djarfur að hvetja hana til dáða í hinum ólíklegustu athöfnum. Ég hvatti hana til að leggja sig sem mest, helst frá því að hún kom úr vinnu, þangað til hún þurfti að mæta í hana aftur. A ein- hvern óskiljanlegan hátt túlk- l aði hún það þó sem svo, að ég nennti ekki að hafa hana í kringum mig! Hvað um það. Ég gerðist jafnréttissinnaður mjög og lagði til róttækar breyt- ingar á heimilinu. Nú skyldi ég vaska upp aleinn, en ekki annan hvern dag eins og áður tíðkaðist hjá okkur. Ég tók líka við stjórntækjum þvottavélar heimilisins, ryksugunnar, af- þurrkunarklútsins, bý daglega um rúmið, þríf klósettið (hún segir að ég hitti aldrei), fer út með ruslið og kaupi inn ný- lendu- og hreinlætisvörur. En göfuglyndi mitt er engum tak- mörkunum háð. Ég leyfði henni að halda eldamennsk- unni áfram, þó aðeins eftir að hafa gefið loforð um að drífa mig bráðum á matreiðslu- námskeið. í stuttu máli gerðist ég hinn fullkomni eiginmaður og verðandi faðir. Eg fór að vinna hálfan daginn og nýtti hinn helminginn innan veggja heimilisins. Kvöldin fóru svo aðallega í að stjana við konu mína kasólétta, bera fram mat, sækja kirsubeijamjólkurhrist- ing, leigja videospólur, sækja kirsuberjamjólkurhristing, nudda á henni lappirnar og sækja kirsuberjamjólkurhrist- ing. í sem stystu máli; að stjana við hina verðandi móður. Loks- ins stakk ég upp á því að við færum á foreldranámskeið. Frá því segir í næsta pistli. Ég er einfaldlega of þreyttur til að skrifa meira núna, og þarf auk þess að sækja einn kirsuberja- mjólkurhristing. Bless að sinni. MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1990 BRÚÐHJÓN VIKUNNAR Ég hlýt að hafa týnt hringnnum BRÚÐHJÓN vikunnar eru Jón Óskar Gíslason og Birna Magn- úsdóttir en þau voru gefin sam- an í Fella- og Hólakirkju laug- ardaginn 28. júlí. Prestur var séra Guðmundur Karl Ágústs- son. Birna er heimafyrir þegar blaðamann ber að garði. Hún segist varla vera búin að jafna sig eftir allt umstangið um helgina en tekur fram að allt hafi farið vel, að lokum. „Dagurinn byijaði að vísu dálítið brösulega," segir hún. „Við höfðum farið seint að sofa og vöknuðum ekki fyrr en um níuleytið en klukkan níu átti ég að vera mætt í snyrtingu. Hún dróst á langinn og klukkan ellefu hringdi ég í tengdamóðir mína og bað hana um að fara með kjólana fyrir mig og brúðarmeyjarnar tvær á Holiday Inn þar sem við fórum í hárgreiðslu. Á Holiday Inn lenti tengdamóðir mín í því að festast í lyftunni en að lokum vorú við komin í fötin og tilbúin til að fara til ljósmyndarans. Á leiðinni miðri sagði Jonni eins og við sjálfan sig. „Best að hafa hringana tilbúna," og teygði sig í vasann en þar voru engir hring- ar. Ég hélt ég yrði ekki eldri þeg- ar hann stundi upp. „Ég hlýt að hafa hent þeim,““ segir Birna. Jón Óskar hefur þæst í hópinn og segir að hann hafi geymt hring- ana með bréfarusli í jakkavasan- um en þegar hann fór til rakarans hafi hann þeðið hann að henda ruslinu. „Ég varð náttúrulega skelfingu lostinn þegar ég uppgöt- vaði að hringarnir voru horfnir," segir hann. „Rakarinn var farinn í mat og ég vissi ekki hvar hann hafði hent þeim. Við brugðum á það ráð að biðja mömmu að sækja hringana og hún fór til baka og fann þá. Þar með var þó ekki sagan öll því á leiðinni til ljós- myndarans sprakk hjá henni hljóðkúturinn. Mamma var ekki hvít í framan heldur glær af stressi þegar hún kom með hring- ana. Ekki skánaði það þegar hún kom heim og sá að pabbi átti eft- ir að klæða sig,“ segir Jón Óskar og bætir við að eftir þetta hafa dagurinn gengið eins og í sögu. „Ég gleymdi að vísu að setja blæjuna fyrir andlitið þegar ég gekk inn kirkjugólfið en ég held Brúðhjón vikunnar, Birna Magnúsdóttir og Jón Óskar Gíslason. að fáir hafi tekið eftir því,“ segir Birna. „Eftir athöfnina fórum við á Galaxy ’62, sem vinur Jonna á, í veisluna sem haldin var í Húsi verslunarinnar. Bílinn vakti eftir- tekt og fólkið sem við mættu veif- aði til okkar, nokkrir móturhjóla- menn slepptu meira að segja báð- um höndum og klöppuðu fyrir okkur,“ bætir hún við. Eftir veisl- una borðuðu brúðhjónin og nán- asta skyldfólk þeirra í Hallargarð- inum en um kvöldið var haldið á Hótel Sögu þar sem brúðhjónin gistu. Jón Óskar og Birna eru búin að vera saman í sjö ár eða frá því þau voru átján ára. „Við stun- duðum Borgina,“ segir Jón Óskar. „Svo æxlaðist þetta einhvern veg- inn svona,“ bætir hann við. „Vin- kona hennar kynntist vini mínum og seinna kynntist ég henni. Ég man alltaf þegar ég sá hana fyrst. Hún var í alvöru netabol,“ segir hann en Birna segist best muna eftir hárinu á Jóni Óskari. „Hann var með hár niður á herðar,“ seg- ir hún. „Stuttu seinna lét hann klippa sjg, en ég sakna þess alltaf hálfpartinn að hafa hann ekki með sítt hár.“ Jón Óskar er rafvirki en Birna stundar nám í Fósturskólanum. Þau eiga tvö, börn Elvu, 5 ára, og Marteinn , eins og hálfs árs. Kara, Anna Björk, Jóhanna Ella, Jón Stefnir, Birkir bróðir Davíðs Arnar, Berglind, Olga mamma Davíðs Arnar, Davíð Arnar, Jón Pét- ur og Svavar. DANS Tóku þátt í alþjóðlegri keppni á Italíu „Við vorum þrjár vikur úti. Æfð- uin í viku. Tókum þátt í keppn- inni sem stóð yfír í viku og hvíldum okkur í viku,“ sagði Kara í Dansskóla Jóns Péturs og Köru þegar þau Jón Pétur komu við í Aðalstrætinu í liðinni viku til þess að segja frá opinni alþjóð- legri keppni sem þau ásamt þremur pörum úr skólanum tóku þátt í dagana 24. júní til 1. júlí. Keppnin fór fram í bænum Cer- via norðan við Rimini á Italíu. Dagskrá keppninnar byijaði klukkan hálf fjögur með fyrir- lestrum og æfingum,“ segir Kara. „Klukkan sex var gert hlé en um hálfníuleytið tók sjálf keppnin við. í prógramminu segir að hún standi yfir til miðnættis en raunin varð sú að yfirleitt var dansað til klukk- an tvö til þrjú á nóttunni," bætir hún víð. Jón Pétur og Kara kepptu í atvinnumannariðli en auk þeirra kepptu Davíð Arnar Einarsson og Jóhanna Ella Jónsdóttir í flokki tólf til fimmtán ára, Svavar Björg- vinsson og Anna Björk Jónsdóttir í flokki sextán til átján ára og Jón Stefnir Hilmarsson og Berglind Freymóðsdóttir í flokki þijátíu og fimm ára og eldri en þess má geta að þau Jón Stefnir og Berglind eru . foreldrar Jóhönnu Ellu og Önnu Bjargar. Mótið var tvíþætt. Annars vegar var keppt í svokölluðum standard- dönsum sem eru enskur vals, tangó, quickstepp, hægur foxtrott og Vínarvals og hins vegar í suður-amerískum dönsunum samba, cha cha cha, rúmbu, paso doble og jive. Þijúhundruð og sextíu pör tóku þátt í keppni í standarddönsum en tvöhundruð tuttugu og fimm kepptu í suður- amerísku dönsunum. Islensku pör- Berglind og Jón Stefnir taka við verðlaunum fyrir suður-ameríska dansa. in, sem kepptu öll í báðum grein- um, stóðu sig vel. Jón Stefnir og Berglind urðu til að mynda í öðru sæti í suður-amerískum dönsum. Tuttugu og einn dómari frá níu löndum dæmdi keppnina. Nokkur pör kepptu í seqe á mótinu en þar voru einnig uppákomur frá nokkr- um landanna, t.d. Batmann-atriðið ogþjóðdansasýning. Mótið vartek- ið upp á 14 myndbandsspólur sem Kara og Jón Pétur höfðu með sér frá Ítalíu til að liggja yfir og læra af í vetur. Kara og Jón Pétur segja að áhugi á samkvæmisdönsum hafi aukist töluvert eftir fyrstu íslands- meistarakeppnina árið 1986. „Svo ef það líka tíðarandinn núna,“ seg- ir Jón Pétur. „Áður voru strákar sem voru í dansi litnir hornauga ep núna segjast þeir hækka í áliti hjá stelpunum ef þeir segjast vera í dansi.“ í Dansskólanum, sem Jón Pétur og Kara hafa rekið í rúmt ár, segjast þau leggja mesta áherslu á gömlu dansana og sam- kvæmisdansana. „Fyrir yngstu börnin erum við svo með bama- dansa sem er blanda af dansi, leik og söng,“ segir Kara. „En fljótlega förum við yfir í dansa eins og cha cha cha,“ bætir hún við og í ljós kemur að þau Jón Pétur standa í töluverðum framkvæmdum þessa dagana. „Við erum að bæta við öðrum danssal til þess að fölk geti æft sig á kvöldin þó við séum með kennslu," segir Jón Pétur.og bætir við að þau leggi metnað sinn í að þjóna bæði þeim sem ætla að ná langt í dansi og hinum sem dansa meira fyrir sjálfan sig. í samtalinum kom einnig fram að hópur áhugafólks um dans hef- ur í samráði við Dansráð íslands ákveðið að halda dansdag í Laug- ardalshöllinni 4. nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.