Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1990
6 FRÉTTIR/INNLENT
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
Nauðsynlegt er að fólk komi til skráningar í skólanum.
Grindavík:
Almannavarnir
gera mynd um
viðbrögð við vá
Grindavík.
ALMANNAVARNIR ríkisins vinna að gerð fræðslumyndar fyrir al-
menning um viðbrögð gegn vá og er hluti myndarinnar tekinn í
Grindavík. Myndbær sér um framkvæmd verksins fyrir Almanna-
varnir ríkisins.
Myndin byggir að nokkru leyti
á leiðbeiningum til almennings
sem eru aftast í símaskránni og eru
færðar í myndrænan búning. Hlut-
inn sem tekinn var í Grindavík fjall-
ar um viðbrögð almennings við vá
og er fjölskylda tekin sem dæmi.
Einnig fóru fram upptökur í grunn-
skólanum en skólar landsins gegna
víða hlutverki fjölda hjálparstöðva
þegar varúðarástand ríkir.
Lilja Laxdal fulltrúi hjá Al-
mannavörnum ríkisins sagði við
Morgunblaðið að fyrirhugað sé að
sýna myndina í heild þann 10. októ-
ber næstkomandi en sá dagur hefut
verið valinn sem alþjóðlegur dagui
náttúruhamfaravarna. Hún sagð
að myndin væri þannig uppbyggt
að hægt væri að sýna hana í heild
og einnig sem stutta þætti þar sem
hver þáttur fjallaði um eina tegund
náttúruhamfara, s.s. jarðskjálfta,
snjóflóð og viðbrögð við þeim. Lilja
sagði að valin hefði verið sú leið
að fá venjulegt fólk í heimahúsi til
að vera í myndinni.
Þá verður einnig fjallað um
áhættusvæði á landinu og sýndar
myijdir af náttúruhamförum sem
hafa orðið bæði erlendis og hér á
landi. Lilja sagði að lokum að þessi
mynd væri hugsuð sem framlag
íslands til alþjóðadags náttúruham-
faravarna og ef vel tækist til er
hugsanlegt að texta hana til sýn-
inga erlendis.
Sæbrautin o g hiti í götur
breyta mestu í Kvosinni
- segir Þorvaldur S. Þorvaldsson,
forstöðumaður borgarskipulags
ÞORVALDUR S. Þorvaldsson, forstöðumaður borgarskipulags
Reykjavíkur, segir að tvennt eigi eftir að breyta mestu fyrir
miðbæ Reykjavíkur á næstu tveimur til þremur árum. Annars
vegar muni Sæbraut létta heilmikið á bílaumferð í Tryggvagötu
og Hafnarstræti og hins vegar verði götur og torg i miðbænum
tekin upp og snjóbræðslukerfi Iagt þar. Jafnframt stækki mjög
svæði sem aðeins séu ætluð gangandi vegfarendum. Hann segir
að fyrirhugað sé að hleypa lífi í hafnarbakkann með mörkuðum
og veitingahúsum, auk fyrirætlana um að búa til borgartorg,
stækka Tjörnina og byggja við Hótel Borg.
Aformað er, að ljúka við að
leggja Sæbraut að Seðla-
bankahúsinu við Kalkofnsveg í
sumar. Framkvæmdirnar á þessu
ári kosta 70 milljónir. Næstu tvö
ár verður gatan lögð áfram niður
í Kvosina, meðfram gömlu höfn-
inni, þar sem heitir Miðbakki.
Þorvaldur S. Þorvaldsson segir
hugsanlegt, að þessi hluti Sæ-
brautar verði í 300-500 metra
löngum göngum neðanjarðar.
„Með því móti myndi umferðin
ekki trufla mannlífið við höfnina,
sem við vonum að verði líflegt og
skemmtilegt."
Um leið og Sæbrautin verður
lögð er gert ráð fyrir að starfsemi
á neðstu hæð Hafnarhússins verði
breytt. „Þar er ætlunin að hafa
markað með svipuðu sniði og í
Kolaportinu og byggja yfir inn-
garð hússins," segir Þorvaldur.
„Markaðurinn á að opnast út að
höfninni og vel er hugsanlegt að
nýta Tollhúsið fyrir smáverslanir
eða veitingastaði. Þar er gríðar-
stór tveggja hæða kjallari, þar
sem geyma mætti bíla í staðinn
fyrir að taka þakið undir stæði. Á
því væri í staðinn hægt að hafa
veitingahús eða eitthvað
skemmtilegt í þeim dúr.“
Þorvaldur segir að næstu stór-
framkvæmdir sem breyti öllum
aðstæðum í Kvosinni séu hita-
lagnir í götur og torg. „Það verð-
ur farið í fyrsta áfanga af þremur
nú í haust og líklega byijað syðst
á svæðinu, nálægt Alþingishús-
inu. Gert er ráð fyrir að verkið
kosti um 70 milljónir króna á ári.
Þetta er heilmikið mál, því að
taka þarf upp allt miðbæjargólfið
ef svo má segja.
Það verður mikið hellulagt eftir
þetta og stór svæði í hjarta mið-
bæjarins eingöngu ætluð gang-
andi vegfarendum. Austurstrætið
allt verður göngugata og Hallæ-
risplanið gert að borgartorgi. Þá
verður engum bílum hleypt með
Dómkirkjunni að Alþingishúsinu
nema þar fári þingmenn eða ann-
að starfsfólk."
Hann segir að þessar breyting-
ar kalli á fleiri bílastæði við mið-
borgina. Áhersla verði lögð á bíla-
geymsluhús á jaðri Kvosarinnar
og fólk verði að venja sig á að
nota þau, en það virðist taka dálít-
inn tíma. „Fyrir haustið verður
gengið frá um hundrað bíla stæði
á Alþingisreitnum og á næsta eða
þarnæsta ári verður bílageymsla
í kjallara ráðhússins tekin í notk-
un. Nýlega opnaði bílageymsluhús
á horni Vesturgötu og stórt hús
verður byggt við Tryggvagötu 13.
Þar eiga að rúmast-um 400 bif-
reiðar. Auk þess eiga 300 bílar
að komast fyrir í húsi sem byijað
verður á í haust á horni Hverfis-
götu og Smiðjustígs. Það verður
unnt að byggja bílageymsluhúsið
við Tryggvagötu, þar sem stæði
Akraborgar eru nú, vegna þess
Þorvaldur S. Þorvaldsson, for-
stöðumaður borgarskipulags
Reykjavíkur.
að skipið verður flutt að Faxa-
garði næsta vor.“
Á milli Faxagarðs og Ingólfs-
garðs eiga aðeins að vera segl-
skútur í framtíðinni, auk Akra-
borgarinnar. „Þarna verður útbú-
in skemmtileg skútuhöfn á tveim
næstu árum,“ segir Þorvaldur.
„Fleiri flotbryggjur verða út-
búnar fyrir seglskútur, auk þeirr-
ar aðstöðu í landi, sem þörf er
á. Komið verður upp fiskmarkaði
fyrir smásölu suður undan gafli
Faxaskála innan tveggja ára og
verslun og viðskipti mun víðar
glæðast í gamla miðbænum. Til
dæmis á að byggja hús við Lækj-
argötu 4 með búðum og þjónustu
ýmis konar á jarðhæð og fyrstu
hæð. Bílastæði verða í kjallara
hússins en íbúðir á þremur efstu
hæðum. Og eftir að byggt verður
yfir gangstéttir við Austurstræti
verður væntanlega fýsilegra að
versla þar í slæmu veðri. Raunar
stendur einnig til að byggja yfir
gangstéttir við Laugaveginn',"
segir Þorvaldur S. Þorvaldsson.
Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson
Efstir í A-fiokki gæðinga. Á
myndinni eru f.h.: Ingimar Ingi-
marsson á Létti, Eiríkur Guð-
mundsson á Blæ og Páll Bjarki
Pálsson á Leisti.
Vinur, Ingólfur Helgason 8,43
Draumur, Árni Friðriksson 8,39
llnglingakeppni, yngri flokkur:
Friðgeir Jóhannsson áGlóbiesa 8,54
Steinbjörn Skaftason á Mána 8,50
Sveinn B. Friðriksson á Glóblesa 8,33
Unglingakeppni, eldri flokkur:
Sonja Sif Jóhannsdóttir á Lykli 8,36
Anna Sif Ingimarsdóttir á Glampa 8,42
HilmarSímonarson áGjafari 8,45
Fjórgangur, fullorðnir:
Drangur, Sigurbjörn Bárðars. 47,-
77
Léttfeti, Bergur Gunnarsson 84,-
96
Skagafjörður:
Glæsileg tilþrif
á hestaþingi
^ Sauðárkróki. JL ^ J
ÁRLEGT mót skagfirskra hestamanna fór fram á hinu glæsilega samko-
musvæði félaganna á Vindheimamelum, um verslunarmannahelgina,
4. og 5. ágúst. Dagskráin hófst kl. 9 árdegis á laugardag, með keppni
í B-flokki gæðinga og unglingakeppni, en vegna stórrigningar undir
kvöldið, var nokkrum greinum frestað til síðari mótsdags. Á sunnudag-
inn lék veðrið við mótsgesti og nutu Ijölmargir áhorfendur þess, í
hvítalogni og sólskini, að horfa á glæsilega gæðinga sýna sín bestu
tilþrif.
Úrslit í einstökum greinum urðu:
Skeið250m (2 riðlar)
Eigandi, knapi
Leistur,
HörðurG. Albertss.,
Sigurbj. Bárðars.
Hjálmar Guðjónss.
Erling Sigurðss.
Erling Sigurðsson
eigandi
Skeið 150 m (5 riðlar)
Börkur Tómas Ragnarsson
Eiríkur Guðmundss.
Bragi Ásgeirsson,
Hinrik Bragas.
Sigurbjöm Bárðars.
eigandi
Brokk 300 m (1 riðill)
Léttir, Helgi Ingimarsson,
eigandi
Skrattakoll- Amór Halldórs.,
eigandi
Ámi & Arnór Halld.
Ámi Halldórss.
Þróttur,
Vani,
Eitill,
Dropi,
ur,
Móses,
Tí-
mi
23.2
24.2
24,2
14,6
14,9
15,4
39,8
40,5
47,1
Börkur, Eiríkur Guðmundss., 102- ,0 101- ,0
Harpa, Páll B. Pálsson
A-Ilokkur gæðinga
Léttir, Ingimar Ingimarss. 8,42
Blær Eiríkur Guðmundss. 8,50
Leistur, Páll B. Pálsson 8,39
B-flokkur gæðinga
Sýn, Skafti Steinbjörnss. 8,47
Stökk 250 m (2 riðlar)
Fjöður, Magnús Magnússon, eigandi 19,8
Nói, Leifur Þórarinsson, Jóhann Skúlas. 20,2
Hjörtur, Eiríkur Jónsson, Lovísa H. Ragnarsd. 20,6
Gæðingaskeið
Snarfari, Sigurbj. Bárðarson 104-
Friðgeir Jóhannsson og Steinbjörn Skaftason sem urðu í 1. og 2. sæti
í yngri fiokki unglinga.
Kolbakur,
Baldvin Guðlaugsson 46,-
92
Ljónasi, Berglind Ragnarsdótt- 44,-
ir 03
Flosi Sigurbjörn Þorleifsson 46,-
24
Fimmgangfur, fullorðnir:
Höfði, Sigurbjörn Bárðarson 57,-
00
Hængur, Hinrik Bragason 52,-
40
Prins, Jóhann Skúlason 51,-
80
Sindri, Hulda Gústafsdóttir 50,-
20
Sól, Jóhann G. Jóhannss. 48,-
Fjórgangur, unglingar: 60
Ogri, Steinar Sigurbjörnss. 50,-
83
Prins, Gísli G. Gylfason 49,-
81
Rífandi gang- Berglind Árnad. 43,-
ur 35
Öðlingur, Hilmar Símonai-son 39,-
95
Rauðskjóni Eyþór Einai-sson 44,-
Tölt, fullorðnir: 20
Drangur, Sigurbjörn Bárðarson
Kolbakur, Baldvin A. Guðlaugss.
Rák, Sveinn Ragnarss.
Vinur, Guðmundur Hanness.
Glampi, Elvar Einarsson.
Tölt, unglingar:
Rífandi gangur, Berglind Árnad.,
Prins, Gísli G. Gylfason,
Ögri, Steinar Sigurbjörnss.,
Rauðskjóni, Eyþór Einarsson,
Öðlingur, Hilmar Símonarson.
Hlýðnikeppni:
Sigurbjörn Bárðarson,
Jóliann G. Jóhannsson.
Hindranastökk:
Jóhann Skúlason,
Jóhann G. Jóhannsson.
Stigahæsti knapi fullorðinna varð
Sigurbjörn Bárðarson, og hann sigr-
aði einnig í íslenskri tvíkeppni.
Stigahæsti knapi unglinga varð
Gísli Geir Gylfason, og hann sigraði
einnig í íslenskri tvíkeppni unglinga.
í skeið-tvíkeppni sigraði Baldvin
Ari Guðlaugsson, en í ólympískri-
tvíkeppni sigraði Jóhann G. Jóhanns-
son.