Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. AGUST 1990 17 Bitur reynsk afstóriðjudmmum REYDARFJÖRDUR Jón Guðmundsson: „Undirbún- ingsvinnan við kísilmálmverk- smiðjuna nýtist við undirbúning að álveri hér.“ Vigfús Ólafsson: „Eftir að rekst- urinn er kominn í gang verður ekki erfitt að manna verksmiðj- una.“ Sigurbjörg Hjaltadóttir: „Líta ber fremur á jákvæðari hliðar málsins en þær neikvæðu." texti Friðrik Indriðason/myndir Árni Sæberg MARGIR Reyðfirðingai’ hafa bitra reynslu af því að eiga stóriðju- drauma sem ekki rættust og sú reynsla setur mikið mark sitt á af- stöðu þeirra til núverandi hugmynda um staðsetningu fyrirhugaðs ál- vers á Reyðarfirði. Mcirihluti íbúanna vonar að álverið verði staðsett á Reyðarfirði en þeir hafa ekki sömu rörsýn á það dæmi eins og ger- ist með kísilmálmvinnsluná sem átti að setja upp á staðnum á síðasta áratug en ekki varð úr. Helsta röksemd þeirra sem hlynntir eru stað- setningu álversins á Reyðarfirði er sú að ef ekki kemur til eitthvað í líkingu við stóriðju eða annan iðnað mun sú stöðnun sem ríkt hefur í atvinnulífinu halda áfram og fólk flytjast í auknum mæli frá staðnum og nærliggjandi byggðakjörnum. Þeir sem andvígir eru álveri á Reyðar- firði hafa einkum áhyggjur af mengun af þess völdum. í samtölum Morgunblaðsins við heimamenn á Reyðarfirði kom glöggt í ljós að þeir telja að „sinn staður" hafi ýmsa kosti til að bera umfram hina tvo staðina sem til greina koma. Og ef farið væri að sjónarmiðum byggða- stefnu væri það engin spurning að Reyðarfjörður ætti að vera fremstur í forgagnsröðinni. Jón Guðmundsson eigandi Austmats segir að ef ekki komi til eitthvað nýtt í at- vinnumálum á svæðinu sem nær til Reyðarfjarðar, Egilsstaða, Eskiijarðar og Neskaupsstaðar fari allt til fjandans. Hann nefnir sem dæmi að á síðustu tíu árum hafi þessir staðir misst frá sér sem svarar 1000 manns sökum stöðnunar í at- vinnumálum og ekki séu margar leið- ir til útbóta. „Þegar hugmyndirnar um kísil- málmvinnslu á Reyðarfirði voru lagð- ar af fyrir nokkrum árum voru menn hér mjög ósáttir við þær málalyktir," segir Jón. „Hinsvegar má benda á það í dag að sú undirbúningsvinna sem unnin var vegna kísilmálm- vinnslunar mun nýtast við undirbún- ing að nýju álveri hér. Við höfum því góðan grunn til að byggja á þótt þetta álver sé miklu stærra dæmi.“ Jón telur að sá meirihluti sem fylgjandi sé álveri á Reyðarfirði líti fyrst og fremst á að kostir þess séu mun fleiri en gallarnir. Og kostir þess að byggja álverið á Reyðar- firði, fremur en á Keilisnesi eða í Eyjafirði, telur hann ótvíræða. Þeir helstu eru að um yrði að ræða stystu fjarlægð frá orkugjafa, það er Fljóts- dalsvirkjun, og stystu ij’arlægð á markaði í Evrópu. Hvað varðar það atriði að fyrr- greint atvinnusvæði sé of fámennt til að takast á við nýtt álver segir Jón að þetta valdi heiniamönnum engum áhyggjum. „Hreyfanleiki fólks milli atvinnusvæða er meiri á íslandi en þekkist í nágrannlöndum okkar,“ segir hann. „Sem dæmi get ég nefnt að fólksflutningar til og frá þessu atvinnusvæði sem þjóna myndi álverinu á árunum 1987 til 1989 námu um 500 manns eða á bilinu 10-20% af mannaflanum. Við hér höfum því þá trú að ekki verði vanda- mál að fá nægilegan mannskap hing- að austur tii að vinna í álveri.“ Og hvað mengunina varðar segir Jón að miðað við eðlilegar mengunar- varnir í álverum í dag yrði mengun af þessu álveri um- fimmtungur af menguninni í Straumsvík. Hann taldi það ekki óyfirstíganlegt vandamál. Mengun veldur áhyggjum Ásta M. Sigmarsdóttir starfsmað- ur Fræðsluskrifstofu Austurlands er mótfallin því að álver verði reist við Reyðarfjörð og hún er ekki sammála Jóni um mengunina. „Þrátt fyrir góðar mengunarvarnir kæmi alltaf eitthvað af brennisteini, ryki og flúor út í andrúmsloftið. Aðstæður hér eru síðan þannig að fjörðurinn er mjög þröngur og oft logn kvölds og morgna. Mengunin gæti því hangið lengi yfir firðinum," segir Ásta. „Við höfum dæmi um þetta ástand sem er bræðslureykurinn. í logni dpttur hann eins og þoka yfir þorpið.“ Ásta er einnig mótfallin álverinu af fegurðarsjónarmiðum. Hún segist ekki geta ímyndað sér annað en að ferlíki á borð við álverið muni loka fyrir allt útsýni inn fjarðarbotninn. Og önnur mótrök hennar er hið mikla umrót sem verður á svæðinu meðan verið er að byggja álverið. „Hér verð- ur eðlilega rífandi atvinna og mikið af nýju fólki meðan verið er að koma álverinu undir hús. Síðan dettur það niður eftir að starfsemin fer í gang og ég óttast að þessi skammtíma uppgrip geti valdið vandamálum síðar. Svæðið er yfir höfuð ekki nægilega mannmargt til að bera þessar framkvæmdir án verulegi’ar röskunar á öilum háttum hér.“ Ásta viðurkennir að sjónarmið þau sem hún setur fram eru í minnihluta á Reyðarfirði, það séu ótrúlega margir komnir með gullgrafarag- ampa í augun. „Hinsvegar veit ég það að hér eru margir sem óar við þessu. En ef þeir opna munninn til að mótmæla verða þeir fyrir miklum srýstingi frá hinum sem telja álver lausn á nær öllum vandamálum hér.“ Hvað varðar reynsluna af fyrri stóriðjudraumum segir Ásta að sem betur fer hegði fólk sér nú ekki eins og það gerði þegar kísilmálmvinnslan var rétt handan við homið.„Þeir draumar voru dragbítur á allt annað í þorpinu, enginn gerði neitt í at- vinnumálum því allir voru að bíða eftir kísilmálmvinnslunni og ein- hveijir fóru að fjárfesta í atvinnu- tækjum hennar vegna. Það blossaði upp mikil reiði hér er þessi draumur hvarf og núna er eins og fólk hafi ákveðinn vara á sér hvað þennan álversdraum varðar." Fólksfæð ekki fjötur Vigfús Olafsson afgreiðslustjóri Landsbankans á Reyðarfirði er fylgj- andi því að álver verði reist á staðn- um. Hann er sammála Jóni um að fólksfæð svæðisins verði því ékki fjötur um fót og nefnir hann til sam- anburðar síldarævintýrið á árunum 1958-1967. „Á þeim tíma þurftu Austfirðir að taka við gífurlegri fólksijölgun á stuttum tíma og það tókst þrátt fyrir að aðstæður allar væni mun frumstæðari en þær eru nú,“ segir Vigfús. „Aðalvandamálið verður meðan á uppbyggingu álvers- ins stendur en eftir að rekstur þess verður kominn í gang verður ekki vandamál að manna verksmiðjuna. Ég get í því sambandi nefnt að þetta svæði, Reyðarfjörður, Egilsstaðir, -Eskifjörður og Neskaupstaður hafa skilað af sér um 100 manns á vinnu- markað árlega undanfarin ár.“ Vigfús er sammála Ástu um að reynslan af kísilmálmvinnslunni og þeim draumi sem ekki rættist gerði menn vara um sig nú og að vænting- ar fólks tækju mikið mið af þessari reynslu. „Sveitarstjórnin hér hefur þó eytt miklum tíma í að vinna mál- inu framgang hér þótt ekki hafi hún ráðið sér málglaðan mann eins og þeir á Suðurnesjunum enda þjónar slíkt held ég engum tilgangi." Hann segir einnig að þótt álver rísi ekki við Reyðarfjörð muni menn ekki gef- ast upp og fráleitt að tala um að staðurinn fari í eyði af þeim sökum. „Hvar sem þetta álver rís hér á landi kemur það öllum íslendingum til góða. Við vonum að það rísi hér á Reyðarfirði en ef svo verður ekki finnum vi örugglega eitthvað annað til að halda byggðinni gangandi." Endum öll á SV-horninu Sigurbjörg Hjaltadóttir starfsmað- ur togaraafgreiðslunnar segir að hún sé jákvæð gagnvart staðsetningu ál- vers á Reyðarfirði því nauðsynlegt sé að fá meiri fjölbreytni í atvinnulíf staðarins. Að vísu verði enginn feg- urðarauki að álveri á þessum stað en líta beri fremur á hinar jákvæð- ari hliðar málsins en þær neikvæðu. Sigurbjörg óttast að ef ekki takist að losa atvinnusvæðið úr þeirri stöðn- un sem það er nú í muni málin þró- ast svo að flest allir íbúarnir endi á SV-horni landsins. „I mínum huga er þetta mikið spurningin um hvort unga fólkið héðan sem nú er að mennta sig setjist hér að eða flytji á brott,“ segir Sigurbjörg. Slétta í Reyðarfirði: Hagsmunir mínir víkja fyr- ir hagsmunum heildarinnar SIGURÐUR Baldvinsson fertug- ur bóndi á Sléttu við Reyðar- fjörð mun verða að láta af bú- skap fari svo að álverið rísi við fjörðinn. Álverið yrði staðsett í túnum hans sem liggja sunnan- niegin í fjarðarbotninum. Sig- urður segir að hann líti svo á að hagsmunir hans verði að víkja fyrir hagsmunum heildar- innar og sem félagslega sinnað- ur maður sé hann sáttur við það. Hinsvegar er honum mikil eftirsjá að jörðinni, þar ólst hann upp frá fjögurra ára aldri er foreldrar hans keyptu Sléttu en hann tók við búskapnum af þeimárið 1974. -segir Sigurður Baldursson bóndi, eigandi jarðarinnar Mér finnst að þetta dæmi snú- ist í raun um tilvist Aust- fjarða sem byggðalags í framt- iðinni því ég sé ekki í hendi mér nein önnur atvinnutækifæri sem gætu skapað þau störf sem þurfa að koma hér,“ segir Sigurður. „Og einhvern veginn hef ég á tilfinning- unni að ef álver verður á annað borð reist hér á íslandi verði Reyð- aifjörður fyrir valinu.“ Lítill sein enginn búskapur hefur verið á Sléttu undanfarin tvö ár þar sem skera varð allt fé á jörð- inni 1988 sökum riðuveiki. Er veik- in kom upp hafði Sigurður um 500 fjár. En í haust mun hann á ný fá kindur eða 300 gimbrar. Slétta er stór jörð og munu til heimildir um hana i Þjóðskjalasafninu frá 1550. Þá er hún talin stærsta jörð í Reyðaríjarðarhreppi hinum forna. Þótt kvarnast hafi úr jörðinni síðan eru enn 20 km á milli landa- merkja. Aðeins brot af þessu landi er í rækt, megnið er bithagi fyrir kvikfénað. En álverinu er ætlaður staður á hinum ræktaða hluta jarð- arinnar og því verður Sigurður að bregða búi fari svo að álverið rísi á Reyðarfirði. Hann er sáttur við það þótt vissulega sé honum eftir- sjá að jörðinni. Konu hans, Dag- björtu Briem Gísladóttur finnst hinsv.egar mjög hart að þurfa að bregða búi. „Ég hefði að vísu kosið annað en að þurfa að bregða búi en mér fínnst sem hagmunir mínir séu léttvægir samborið við hagsmuni Austfirðinga allra í þessu máli og því sætti ég mig við að landið fari undir álver,“ segir Sigurður. „Hinsvegsr vil ég taka fram að mér finnst klaufalega að þessu staðarvalsmáli staðið af stjórnvöld- um. Þau áttu að fastsetja einn stað í upphafi en ekki láta þrjá staði bítast um þetta, þó ekki væri bara vegna þeirrar óvissu sem slíkt skapar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.