Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.08.1990, Blaðsíða 40
MORGUNBLADID, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 6H18U, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Ke flavíkur flugvöllur: Lent á einum hreyfli með 97 farþega BOEING 767 þota frá bandaríska flugfélaginu Delta þurfti að snúa af leið í fyrrinótt og lenda á einum hreyfli á Keflavíkurflug- velli. 97 farþegar voru innanborðs og tókst lendingin að vonum. Þotan var yfir Atlantshafi á leið frá Ohio til Parísar þegar flugstjórinn til- kynnti kanadísku flugumferðarþjónustunni um hreyfilbilun. Haft var samband við íslensku flugumferðarþjónustuna, sem veitti strax heimild til lendingar á Keflavíkurflugvelli. , Venjulegur viðbúnaður var af hálfu slökkviliðs á Keflavíkurflug- velli og voru fjórir slökkvibílar hafðir til taks við flugbrautina þegar vélin lenti. Framkvæmdir sveitarfélaga: Sveitarfélögin vilja fá virðisaukaskatt- inn endurgreiddan TEKJIJR ríkisins eru 800-1.000 milljónum hærri vegna álagningar virðisaukaskatts á eigin not eða framkvæmdir á vegum sveitarfé- ^laga heldur en þær voru í söluskattskerfmu, að mati Sambands íslenskra sveitarfélaga. Framkvæmdir sveitarfélaga eru almennt ekki skattlagðar í Noregi og Danmörku. Þetta er niðurstaða nefnd- ar sem skipuð er fulltrúum ríkis og sveitarfélaga og kannaði hvern- ig þessum málum væri háttað í nágrannalöndunum. Sveitarfélögin gera kröfu um að fá þennan virðisaukaskatt endurgreiddan og viðræður þar um milli þeirra og ríkisins munu væntanlega hefjast í haust. Með eigin notum er átt við vinnu sem unnin er af starfsmönnum sveitar- félags við framkvæmdir á þess vegum, en þegar hafa verið ákveðnar endurgreiðslur á virðis- aukaskatti til dæmis af snjó- mokstri og vinnu sérfræðinga á vegum sveitarfélaganna. Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, hefur ásamt Eggerti Jónssyni, borgar- hagfræðingi, verið skipaður í nefnd af hálfu Sambands íslenskra Skaut rebb- anum ref fyrir rass Ólafsvík. SVEINBJÖRN Hallsson refa- skytta í Kolbeinsstaðahreppi skaut nýlega hlaupadýr í Barnaborgarhrauni. Það er nú vart í frásögur færandi að öðru leyti en því að Svein- björn getur ekki krafið veiði- launin með hefðbundnum hætti, það er að segja framvís- að skotti dýrsins. Sú saga er til þess að Svein- björn og félagi hans áttu í erfiðleikum með að komast i skotfæri við refinn. Varð Svein- björn að lokum að skjóta af löngu færi. Dýrið tók á sprett en hélt illa stefnu og virtist öðru hvoru reyna að skoða sig að aftan eða bíta sig þar. Þess vegna hlaut rebbi að verða fyrir öðru skoti og var það afgerandi. Við athugun kom í ljós að ekkert skott var á refnum. Hafði það orðið fyrir fyrra skotinu og týnst svo rækilega að það er og verður einn af földum fjársjóð- um Barnaborgarhrauns. Helgi sveitarfélaga til að taka upp við- ræður um þessi mál. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að aðal- atriðið væri að fá viðurkenndan rétt sveitarfélaganna til endur- greiðslu á þessum skatti, enda hefði ekki verið stefnt að aukinni skattlagningu með upptöku virðis- aukaskatts heldur að einföldun, betri skilum og minni undanskot- um en í söluskattskerfinu. Hann nefndi sem dæmi að virðisauka- skattur af fyrirhuguðum sameig- inlegum framkvæmdum sveitarfé- laganna á höfuðborgarsvæðinu í holræsamálum gæti numið 100-150 milljónum umfram það sem þau hefðu þurft að greiða í gamla söluskattskerfinu en sam- tals er talið að framkvæmdirnar kosti um 1.200 milljónir. Það skyti auðvitað skökku við að hluti fram- kvæmdafjár sveitarfélaganna, sem væri af skornum skammti og færi til mikilvægra framkvæmda í almanna þágu, rynni í ríkissjóð. * I Húsdýragarðinum Morgunblaðið/RAX Stækkun flotans eyddi olíu- spamaði af aukinni hitaveitu FRÁ olíukreppunni 1973 hefur olíunotkun fiskiskipastólsins tvöfald- ast. Arið 1972 var notkunin nálægt 130 milljónum lítra, en á síðasta ári var hún um 265 milljón lítra. Aukin olíunotkun fiskiskipastólsins hefur þurrkað út þann olíusparnað sem hlotist hefur af aukinni nýtingu jarðvarma til húshitunar. Samkvæmt upp- ■18 lýsingum olíu- féiaganna fóru fyr- ir 10 árum síðan um 26% af gasol- íunni til húshitun- ar, en 44% til skipa. í fyrra fóru 6% til húshitunar, en 58% til skipa. Heildamotkun gasolíunnar er hins vegar svipuð og var fyrir 10 árum. Miðað við verðlag í dag er olíu- kostriaður útgerðai'innar talinn vera um 3 milljarðar króna, eða um 11-12% af tekjum. Hækkun olíuverðs um 30-40% myndi auka kostnaðinn um 900-1200 milljónir króna. Útreikningar Fiskifélags Isiands sýna að aukna olíunotkun má fyrst og fremst rekja til stækkunnar flot- ans og aukins vélarafls. Ennfremur benda upplýsingar Fiskifélagsins til þess að aflaverðmæti hafi aukist, afli mældur í botnfiskígildum hafi nær tvöfaldast frá árinu 1972. Emil Ragnarsson hjá Fiskifélaginu segir ljóst að sókn nú sé mun orku- frekari en áður. Togskip hafa komið í stað vertíðarbáta, en botnvöipu- veiðar eru mun orkufrekari en línu- og netaveiðar. Þá eru skipin stærri, vélaraflið meira og sótt dýpra en áður. En jafnhliða stækkun fiski- skipastólsins og aukinnar olíunotk- unar hefur ýmislegt verið gert til að draga úr olíueyðslu. Sérstakt átak var á árunum 1981-’84 og í fram- haldi af því var t.d. skipt um skrúfur í nokkrumfiskiskipum og tekin í notkun tækjabúnaður til að fylgjast betur með oiíunotkuninni. Emil segir jafnframt að við byggingu nýrra fiskiskipa hafi menn lagi aukna áherslu á orkuþáttinn. 1 kjölfar hækkunar olíuverðs á árinu 1979 varð mikii aukning í brennslu svartolíu hjá skuttogurum. Verð á svartolíunni var þá hagstætt í hlutfalli við gasolíuverð, en á síðustu árum hafa síðan margir þess- ara togara skipt aftur yfir gasolíu. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ segir ekki sjálfgefið að svartolíu- brennsla aukist í kjölfar hækkana nú, því mjög skiptar skoðanir séu meðal útgerðarmanna um að sá sparnaður sem hljótist af vegi upp á móti auknu viðhaldi véla. Sjá Olían á verðbólguglæðum, bls. 10 og Baksvið bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.