Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990 11 MARTA GUÐRUN Tónlist Jón Asgeirsson Það getur verið nokkuð erfitt að fjalla um frumraun ungra lista- manna, þó efnileiki þeirra leyni sér ekki. Oftar eru þeir að ljúka við að ná tökum á sjálfum sér og sigrast á verkefnum sínum en eiga eftir að endurvinna allt, sem þegar hefur áunnist. Það sem felst í því að geta gert hlutina í fyrstu, segir nokkuð til um hæfileikana en við endur- vinnslu verkefnisins fær listamað- urinn aukið rými til listrænnar úr- vinnslu. Þessi endurvinnsla verk- efnanna er í raun æviverkefni lista- manns. Marta Guðrún Halldórsdóttir hef- ur lagt að baki sér mikla og góða vinnu svo að verkefnin leika henni í hendi, hún hefur ótvíræða söng- hæfileika og mótar verkefni sín af listfengi. Þrátt fyrir að hún sé enn í námi og eigi eftir að bæta miklu við sig, er ljóst að í sköpun er mik- ill listamaður. Efnisskráin var rómantísk og hófst á fjórum lögum eftir Schub- ert, Ganymed, Die Forelle, Scháfers Klagelied og Gretchen am Spinn- rade, sem hún og Gísli Magnússon píanóleikari fluttu frábærlega vel, einkum Die Forelle og Gretchen am Spinnrade. Eftir Brahms söng Marta Guðrún fjögur lög, Geheimnis, Liebesklage des Gesanges, Du sprichst, das ich mich táuschte og Alte liebe. Allt var þar vel gert og smekklega en alvara sú sem einkennir öll verk eftir Brahms, er sjaldan tiltæk ungu fólki sem enn hefur ekki kynnst þungbúnu leiksviði einmanaleikans ög trega þess sem á nær allt líf sitt í einni eftirsjá. Hreinleiki sá sem einkennir tón- list eftir Mendelssohn var sérlega fallegur í túlkun Mörtu Guðrúnar en eftir þennan sólskinssnilling söng hún Auf Flúgeln des Mád- chens, Scheinend, Suleika og Lieb- ende schreibt, svo glampaði á glitr- andi tónmálið. Richard Strauss var lokaverkefnið en þar sló á milli leik- araskapar í Sclagende Herzen og alvörunnar í Die Nacht og Alle- seelen en síðasta lagið var Hat ge- sagt. Það er engum vafa undirorpið að Marta Guðrún er efnileg söng- Skálholts- ráðstefna um arf mæðranna kona og ræður þegar yfir góðri tækni. Það er þó mest um vert, að hún mun enn geta bætt þar við, sem hún stendur nú og gefur það fyrir- heit um að henni takist að ganga öll þrepin upp Parnassum og knýja dyra hjá listagyðjunum góðu. Gísli Magnússon lék með og mátti þar heyra fallegan og lát- lausan undirleik með þeim undan- tekningum er píanistinn gægðist ögn fram í lögum eins og Die For- elle eftir Schubert og Schlagende Herzen eftir Strauss, svo .nokkuð sé nefnt. Marta Guðrún HESTAMENN OG VERÐANDIHESTAMENN Vakninguna viljum sjá vid af svefni flestra, fardu nú sem fyrst á stjá og finndu „efni" vestra. Uppákoma sumarsins, hrossamarkaöur Btjánslcekjarbús- ins, verdur 25. og 26. ágúst nk. á Brjánslcek. Seld verda hross á 'óllum aldri, frá folöldum til fulltaminna. Góð „efni“ fcedd og ófcedd. Komið og kannið málið. Veitingar á staðnum. Allar upplýsingar veittar á Brjánslcekjarbúinu hjá Ragnari og Halldóru, í síma 94-2033 eða ívari í síma 94-2055. Lambakjöt á grillið: Tilboðinu lýkur um mánaðamótin! Fáðu þér poka af lambakjöti á lágmarksverði, snyrtú og sneiddu á grillið,fyrir 417 kr/kg - áður en það verður um seinan! Samstarfshópun um sölu lamhakjöts. \ / i * / Skálholtsskóli efnir til ráð- stefnu um konur og trú, 3.-8. september. í fyrirlestrum, samræðum, at- höfnum, textalestri og helgiathöfn- um verður veruleikatúlkun kvenna kynnt. Vonast er til að þættir kvennamenningar, sem fjallað verð- ur um, verði þátttakendum upp- spretta kvenlegrar trúarvitundar og tjáningar. Ráðstefnunni er ætlað að þjóna þeim konum, sem áhuga hafa á opinni umræðu um kvenna- menningu. Aðalfyrirlesari verður dr. Heide Göttner-Abendroth, sem kunn er fyrir bækur sínar um kvennamenn- ingu. Hún vinnur nú að fjögurra binda verki um sögu mæðravelda og kvennamenningar auk þess sem hún stjórnar kvennarannsóknar- miðstöð í Þýskalandi. Aðrir fyrirles- arar eru Ásdís Egilsdóttir, háskéla- kennari og sr. Auður Eir Vilhjálms- dóttir. Fjallað verður um aðferðir við rannsókn kvennamenningar, kvennavitund, íslenskan kvennaarf og kvennaguðfræði. Þátttaka tilkynnist til Skálholts- skóla. Börn eru velkomin. Ráðstefn- an er þannig skipulögð að hægt er að sækja hluta hennar. (Fróttatilkynning) HVÍTA HÚSID / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.