Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 12
NÝRDAGUR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990
<» f
12
❖
°K TOSHIBA
örbylgjuofnar
15gerðir
islenskar leiðbeiningar.
Kvöldnámskeið í matreiðslul
Eán endurgjalds hjá Dröfn H.\
| Farestveit, hússtjórnarkenn-\
ara, sérmenntaðriímatreiðslu\
|/' örbylgjuofnum.
ÍGott verð - greiðslukjör
Elnar Farestvett&Co.hf.
BOROARTÚHI28, SÍMI622901. |
LaUk 4 stoppar við dyraar
7:i/i:i:/:/:7:i
&
Blomberq
7 gerðir.
Gott verð - greiðslukjör
Einar Farestvett&Co.hf.
BOfiGARTÚNI 28, SÍMI622901. |
LalA 4 stoppar vlA tfyroar
i:i:/:i:7:i:/:
/7:/:i:/7//:
inam
tekiö á
—rr
i opnar þér
Nú er mál að
taka til hendinni
eftir Guðmar E.
Magnússon
Að undanfömu hefur farið fram
talsverð umræða um eðli nýrra
tíma þegar flest lönd Vestur-Evr-
ópu renna smaan í eina stóra við-
skiptaheild. Á vegum stjómvalda
hefur verið leitast við að kynna
fyrir almenningi og fyrirtækjum
hvaða breytinga megi vænta á
næstu tveimur ámm. Er það vel,
en þó finnst mér skorta á, að
stjórnvöld hafi gert sjálfum sér
næga grein fyrir alvöm málsins.
Hér er átt við að ekki má dragast
lengur að bæta samkeppnisaðstöðu
íslenskra fyrirtækja, þannig að þau
standi að minnsta kosti jafnfætis
starfsemi evrópskra fyrirtækja hér
á landi og útibúa þeirra í rekstri
hérlendis í beinni samkeppni við
innlend fyrirtæki. Innlendu fyrir-
tækin halda uppi vinnu fyrir lands-
menn og greiða skatta til ríkis og
sveitarfélaga og standa þannig að
sínum hluta undir rekstri velferð-
arkerfís íslendinga. Að undanf-
ömu hafa birst í dagblöðam fréttir
af þeirri mismunun sem viðgengst,
þar sem erlendum fyrirtækjum er
gert hærra undir höfði en innlend-
um, útlendingum beinlínis hyglað
á kostnað innlendra manna, en
slíkt held ég að sé einsdæmi í víðri
veröld. Nefni ég hér fáein dæmi
af handahófi og má vafalaust finna
fleiri, jafnvel meira sláandi dæmi
en þau sem hér eru nefnd:
Útgerð, skipasmíðaiðnaður
Fyrir nokkm var sagt frá því
að sjómenn og útgerðarmenn á
Vestfjörðum áttuðu sig á því að
útlend skip, sem höfðu fengið leyfí
til að landa afla hér á landi, eða
leituðu hafnar af ýmsum ástæðum
vora undanþegin gjöldum, sem eig-
endum íslensku skipanna er gert
að greiða.
Otal sögur eru sagðar af því
hvernig íslenskur skipasmíðaiðn-
aður hefur orðið að lúta lægra
haldi vegna mismununar gagnvart
erlendum keppinautum, bæði hvað
varðar framkvæmd útboða og
lánafýrirgreiðslu úr opinberam
sjóðum.
Ferðaþj ónusta
Sæmundur á Völlum, athafna-
maður í fólksflutningum með
bílum, keypti frá útlöndum tveggja
hæða bil, sem þykir mjög hentugur
til flutninga á skemmtiferðafólki,
þar sem útsýni er margfalt betra
Guðmar E. Magnússon
„Til þess að atvinnulíf
landsmanna eigi mögu-
leika á að lifa af harðn-
andi samkeppni er
nauðsynlegl að stjórn-
völd hætti að leggja
steina í götu innlendra
fyrirtækja og dilla út-
lendum, heldur helji þá
vinnu að taka grjótið
úr þeirri götu sem
íslenskum fyrirtækjum
hefur verið gert að
ganga.“
úr slíkum bíl. En viti menn, bíllinn
fékkst ekki skráður hér á landi og
notkun hans því bönnuð. Engu að
síður er útlendingum leyft að nota
samskonar bíla á íslenskum veg-
um, þar sem þeir era skráðir er-
lendis.
Erlendar ferðaskrifstofur era í
auknum mæli að yfírtaka skipu-
lagningu hópferða fyrir erlenda
ferðamenn hérlendis og þjónustu
við þá. Ástæðurnar era meðal ann-
ars þær að erlendu ferðaskrifstof-
umar þurfa ekki að greiða að-
stöðugjöld af starfsemi sinni, þar
sem henni er stjómað erlendis frá.
Þær þurfa ekki að greiða launa-
tengd gjöld vegna starfsmanna
sinna, enda era fararstjórarnir
sagðir sjálfboðaliðar. Ferðamenn-
irnir flytja í stóram stíl með sér
matinn, sem þeir borða, inn í landið
og þar með losna þeir við virðis-
aukaskattinn, sem innlendu aðil-
arnir verða að standa skil á.
Verslun
Útlend verslunarfýrirtæki era í
auknum mæli að opna útibú hér á
landi. Ferill viðskiptanna er þá
þannig að vörum er safnað saman
frá ýmsum framleiðendum í mörg-
um löndum á einn stað í einhveiju
ákveðnu landi, þ.e.a.s. heildsölu-
lager. Síðan er þessum vörum
dreift um allar trissur og þar á
meðal í útibúið hér á landi. Þannig
greiðist íslenska aðstöðugjaldið
aðeins af smásölunni, ekki af heild-
sölunni, því hún er í öðru landi,
en innheimta aðstöðugjalda tiðkast
ekki neinstaðar sem ég þekki til,
nema á Islandi. Aftur á móti ef
íslensk fyrirtæki sjá alfarið um
viðskiptin verða þau að greiða að-
stöðugjaldið tvisvar sinnum af
sömu vöranni, fýrst á heildsölu-
stiginu og síðan á smásölustiginu.
Síðan má velta því fyrir sér, hvar
líklegast sé að íjölþjóðafyrirtæki
skilji eftir hagnaðinn af viðskiptun-
um, hvort það sé sennilegt að það
verði hér, sem lagðir eru á háir
skattar, eða hvort sennilegra sé
að fjölþjóðafyrirtækin velji frekar
lágskattalönd sem betri stað til að
láta hagnað myndast?
Lokaorð
Nú þegar atvinna fer minnkandi
á íslandi er nauðsynlegt að velta
því fyrá sér hvernig auka megi
atvinnu á ný, auka atvinnutekjur
íslenskra launamanna, stækka kök-
una aftur, til þess að landsmenn
geti notið sömu möguleika og
lífskjara og íbúar nálægra landa.
Þótt stóriðja geti skapað mörg at-
vinnutækifæri og þannig orðið lyfti-
stöng nýrra tækifæra, megum við
ekki kasta frá okkur í hugsunar-
leysi því sem við þó höfum haft.
Verðbólga og önnur óáran hefur
leikið íslensk fyrirtæki grátt og því
miður hefur stjórnendum þeirra í
mörgum greinum fundist stjórnvöld
hafa lítinn skilning á störfum at-
vinnurekstrar. Forsendur þess að
mannlíf blómgist í þessu landi eru
þær að landsmenn eigi kost á at-
vinnu við hæfí hvers og eins. Til
þess að atvinnulíf landsmanna eigi
möguleika á að lifa af harðnandi
samkeppni er nauðsynlegt að
stjórnvöld hætti að leggja steina í
götu innlendra fyrirtækja og dilla
útlendum, heldur hefji þá vinnu að
taka gijótið úr þeirri götu sem
íslenskum fyrirtækjum hefur verið
gert að ganga.
Þar er af nægu að taka.
Höfundur er heildsali og
fyrrverandi forseti bæjarstjórnar
Seltjarnarness.
SEMKÍS steypuviðgerðarefnin fást bæði fljót-
og hægharðnandi, með eða án trefja.
SEMKÍS F100 ryðvarnarefni fyrir
steypustyrktarstál.
SEMKÍS A 100 steypuþekja til verndunar á
steypuviðgerðum, múrhúð og steypu.
SEMKÍS efnin eru þróuð fyrir íslenskar aðstæður, framleidd undir ströngu
gæðaeftirliti og prófuð hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins.
SEMKÍS efnin fást hjá öllum helstu byggingavöruverslunum og SANDI HF,
Viðarhöfða 1 í Reykjavík, sími: (9i)-673555.
Islensk
viðgerðarefni
fyrir
sieinsteypu
SEMKÍS AKRÝL 100
íblöndunarefni fyrir múr og steinsteypu
ÍSLENSKAR MÚRVÖRUR HF
Viðarhöfði 1 Reykjavík, sími: 673555
FRAMLEIÐANDI:
sérsleypan
KALMANSVÖLLUM 3, 300 AKRANESL SÍMI • 13355