Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 52
FEOERAL FIMMTUDAGUR 23. AGUST 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Morgunblaðið/RAX Það eru skin og skúrir hjá erlendu ferðamönnunum sem dvelja í höfuðborginni svo þúsundum skiptir í þessari viku. S, Fyrsta haustlægðin óvenjudjúp ÁHRIFA frá fyrstu haustlægð- inni í ár gætir áfram í dag og verður vestan- og norðvestan átt á landinu. Að sögn Einars Sveinbjörnssonar _ veðurfræð- ings á Veðurstofu Islands verð- ur stund milli stríða á morgun, en þá kemur önnur lægð yfír landið sem verður þó væntan- lega ekki eins kraftmikil. Ekki er óalgengt að fyrstu haustlægðirnar komi yfir landið í kringum 20. ágúst, að sögn Ein- ars. Þessi lægð hefur öll einkenni haustiægða og er óvenjudjúp mið- að við árstíma. Samkvæmt veðurspá fer ný lægð að nálgast landsteinana á föstudaginn með rigningu eða súld um sunnan- og vestanvert landið. Sennilega verður þurrt og ef til vill bjart yeður á Norður- og Austurlandi. Á laugardag verð- ur kominn austan- og suðaustan strekkingur um land allt með hlýnandi veðri og rigningu einkum á Suður- og Vesturlandi. Fyrri hluti ágústmánaðar var hlýrri en í meðallagi í Reykjavík. Japanskur auðjöfur ætlar að byggja Islandshús: Vill reisa eftirlíkingn af ... Höfða í japönskum bæ * Byg-gingu á að lj'úka fyrir Japansheimsókn forseta Islands í nóvember JAPANSKUR auðjöfur að nafni Mitsuo Sato, sem staddur er hér á landi, hefur áhuga á að reisa eftirlíkingu af Höfða, móttökuhúsi Reykjavíkurborgar, í heimabæ sínum skammt frá Tókýó. Ætlunin er að húsið verði reist fyrir miðjan nóvember, en þá sækir Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands Japani heim í tilefni krýningar Akihit- os Japanskeisara. Sato heimsótti í gær borgar- skipulag Reykjavíkur ásamt bygginga- meistara, sem er i för með honum, og skoðaði teikn- ingar af Höfða. Þeir hafa einnig skoðað Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og gömul hús í Árbæj- arsafni í leit að fyrirmynd „íslands- húss“, þar sem land og þjóð yrðu kynnt. Að sögn Ragnars Baldurs- sonar, sem verið hefur túlkur og fylgdarmaður Japananna, hallast Sato helzt að því að Höfði verði fyrirmynd íslandshússins, en hann á eftir að ráðfæra sig nánar við samstarfsmenn sína um það, hvort húsið verður byggt nákvæmlega í sömu mynd og Höfði og jafnstórt. Ætlunin er að á fyrstu hæð húss- ins verði sejdurýmis íslenzkur varn- ingur og Island kynnt, en á efri hæðinni verði aðstaða fyrir gesti hússins. Húsið verður reist í heimabæ Satos, Nasu, sem er á stærð við Akureyri með um 12.000 íbúa. Þangað er um 40 mínútna leið frá Tókýó með hraðlest. Mitsuo Sato er mjög efnaður, á fimm hótel í Japan og er með fleiri í smíðum. Hann er einn nokkurra I kynningu, sem haldin verður í kaupsýslumanna, sem staddir eru Tókýó í tilefni heimsóknar Vigdísar hér á landi til að undirbúa íslands- | Finnbogadóttur. SIGLFIRÐINGAR nutu í sumar þeirrar óvenjulegu þjónustu að þurfa ekki að fara í minniháttar lýtaaðgerðir til Reykjavíkur, held- ur voru þær gerðar á sjúkrahúsi bæjarins. Svo vel vildi til að Þórir Njálsson, sumarafleysingalæknir á spítalanum, hafði nýlokið námi í lýtaskurðlækningum og á Siglu- firði er þokkaleg aðstaða fyrir ýmsar aðgerðir af þessu tagi, þótt lýtasérfræðingur sé þar ekki staddur að jafnaði. „Sjúkrahúslæknirinn á Siglufirði vísaði til mín fólki sem hafði leitað til hans, og ég gerði nokkrar aðgerð- ir, til dæmis á augnlokum, eyrum og bijóstum," sagði Þórir í samtali við Morgunblaðið. „Fólk sýndi þess- ari þjónustu áhuga og var þakklátt fyrir að þurfa ekki að fara til Reykjavíkur í aðgerð. Því fannst þægilegt að geta notfært sér aðstöð- una á heimaslóðum.“ Hann sagði að það væri ekki al- gengt að lýtaaðgerðir væru gerðar á sjúkrahúsum utan Reykjavíkur. Að- staða á skurðstofum væri þó víða orðin það góð, að lítið mál væri að gera flestar algengar lýtaaðgerðir. Þórir sagði að dæmi væru þess að ýmsir sérfræðingar, til dæmis augn- læknar og kvensjúkdómalæknar, ferðuðust um landið og litu á fólk, sem sjúkrahúslæknar eða héraðs- læknar teldu þurfa á þjónustu þeirra að halda. Mögulegt væri að lýtalækn- ar gætu haft sama hátt á. Óbreytt verð á bensíni og olíu út septembermánuð EKKI ER lalin ástæða til að breyta verði á bensíni, gasolíu eða svarl- olíu um næstu mánaðamót, að sögn Bjarna Bjárnasonar hjá Olíufélag- inu hf. Því verður óbreytt verð á eldsneyti hér á landi út september- mánuð, þrátt fyrir miklar hækkanir á heimsmarkaði undanfarna daga og vikur. Þær birgðir sem til eru í landinu eru keyptar á lægra verði en hinu háa heimsmarkaðsverði sem nú er og eru birgðirnar nægjanlegar til að vei-ð geti haldist óbreytt út næsta mánuð. Onnur ástæða þessa er, að gengisþróun hefur verið hagstæð og vegið upp á móti hækkunum. I september verða keyptir elds- neytisfarmar til landsins og mun verðákvörðun 1. október ráðast af því á hvaða verði þeir fást. Undanfarna daga hefur verð á bensíni hækkað mikið á heimsmark- aði. Ástæðan er einkum talin vera sú, að vegna ástandsins fyrir botni Persaflóa haldi seljendur að sér höndum og þess vegna sé h'tið fram- boð á mörkuðum. Hins vegar munu vera til nægar birgðir, þannig að hið háa verð stafar ekki af raun- verulegum olíuskorti. Sjávarafurðir: 12% hækk- un á árinu VERÐ á sjávarafurðum hefur hækkað um 1,7% síðastliðinn mán- uð og botnfiskafurðir hafa hækk- að um 2% á sama tíma, að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Verð á sjávar- afurðum hefur því hækkað um 12% á þessu ári. Stjórn Verðjöfnunarsjóðs sjávar- útvegsins ákvað í gær að greiða skuli í sjóðinn 1,7% af fob-verðmæti botn- fiskafurða í september næstkom- andi, eða samtals um 70 milljónir króna. Inngreiðsla í botnfiskdeild sjóðsins er 1% í þessum mánuði, eða um 40 milljónir króna. Stjórn Verð- jöfnunarsjóðs ákvað einnig í gær að greiða skuli 3% verðbætur á skel- fletta rækju þar til innstæða í rækju- deild sjóðsins verður uppurin, en ákveðið hafði yerið að verðbæturnar skyldu vera 5% í þessum mánuði. Sigluíjörður: Afleysinga- læknir gerði lýtaaðgerðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.