Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990
19
Alver í byggða-
kjamanum Eyjafirði
eftir Krislján Þór
Júlíusson
Eyjafjarðarsvæðið er að verða
eitt atvinnusvæði. Með bættum
samgöngum hafa byggðir við
fjörðinn tengst betur en áður var
og um Ieið styrkist sá grunnur sem
samstarf þeirra byggist á. Þetta
hefur í för með sér aukna hagræð-
ingu í rekstri og fjárfestingum og
afkoma íbúa fjarðarins batnar.
Sameining sveitarfélaga er þeg-
ar hafin. í þrem hreppum innan
Akureyrar, sem hafa haft sífellt
aukið samstarf, hefur komið fram
eindreginn vilji til sameiningar og
verður um það kosið á þessu ári.
Þar verður til um eitt þúsund
manna sveitarfélag og einn íjöl-
mennasti sveitahreppur landsins.
Á ýmsum öðrum sviðum samstarfs
hafa sveitarfélög við Eyjaijörð
stigið mikilvæg skref sem öll miða
að því að byggja upp sterkan
byggðakjarna í Eyjafirði. Sem
dæmi má nefna samvinnu á sviði
mennta- og heilbrigðismála, gerð
svæðisskipulags svo og starfsemi
Iðnþróunarfélags Eyjaijarðar.
Sú samvinna sem hér á sér stað
varðar byggðaþróun almennt á
íslandi og er í fullkomnu samræmi
við þær hugmyndir um byggða-
stefnu sem mótast hafa síðustu
ár á breiðum stjórnmálavettvangi.
Þær beinast að eflingu svokallaðra
„vaxtarsvæða" á landsbyggðinni
með átaki í atvinnu- og samgöngu-
málum. í nýlegu áliti byggða-
nefndar forsætisráðherra er heils-
hugar tekið undir þessi sjónarmið
og eru þau raunar kjarni hug-
mynda hennar. Og í Eyjafirði er
einmitt að verða til það „atvinnu-
þróunarsvæði" sem nefndin lítur á
sem „grundvallareiningu við
skipulega atvinnuuppbyggingu í
héraði“.
Innan fárra vikna verður tekin
ákvörðun um byggingu álvers á
íslandi. Nú vinna Eyfirðingar sam-
an að því að í héraðinu rísi þetta
fyrirtæki ef ákvörðun verður tekin
um byggingu þess hér á landi.
Byggðir Eyjafjarðar hafa orðið að
sætta sig við samdrátt í höfuðat-
vinnugreinum. Hefðbundinn land-
búnaður og úrvinnsla búvara þar
Kristján Þór Júlíusson
„Byggðir Eyjaíjarðar
hafa orðið að sætta sig
við samdrátt í höfuðat-
vinnugreinum.“
með hefur dregist saman; skipa-
smíða- og ullariðnaður eiga í erfið-
leikum. Kvótaskerðingar hafa hér
bitnað á annars sterkum sjávarút-
vegi og fiskvinnslu ekki síður en
í öðrum landshlutum.
M.a. í ljósi þessa getur þetta
mikilvæga hagsmunamál haft úr-
slitaáhrif á uppbyggingu Eyja-
fjarðar sem atvinnuþróunarsvæð-
is. Ef ákvörðun verður tekin um
byggingu álvers í Eyjafirði mun
það ekki einungis efla hér allt at-
vinnulíf heldur yrði þar með lagð-
ur grunnur að öflugu samstarfi
sveitarfélaga á sviði iðnaðarupp-
byggingar í héraðinu. Með kröft-
ugri og raunhæfri byggðastefnu
myndaðist hér sterkt atvinnuþró-
unarsvæði.
Höfundur er bæjarsljóri á Dalvík,
á sætiíhérnðsnefnd oghérnðsráði
Eyjntjarðar.
Símar fyrir heimilið og vinnustaðinn
Panasonic
Laugavégi 170-174 Slmi 695500
ams&r*
KX-T2135BE
— Takkasími með sjálfvirku vali — 28 minni — Inn-
byggður hátalari og hljóðnemi — Handfrjáls notkun —
Skjár sem sýnir klukku, valið númer, tímalengd símtals
— Elti—hringing (ef símanúmer er á tali hringir síminn
sjálfkrafa í næsta valið númer) — Hægt að geyma
viðmælanda — Endurvalstakki fyrir síðasta númer —
Styrkstillir fyrir hljóð — Púlsval, tónval — Veggfesting
KX-T 2342 E
— Takkasími með sjálfvirku vali og innbyggðum
hátalara og hljóðnema — Handfrjáls notkun — 20
minni — 6 minni fyrir beint útval — Endurvalstakki
fyrir síðasta númer — Hægt að geyma viðmælanda —
Tónval, púlsval — Veggfesting
KX-T 2386 BE
— Takkasími með símsvara — Sjálfvirkt val — Innbyggð-
ur hljóðnemi og hátalari — 12 minni — 3 minni fyrir
beint útval — Hvert móttekið skilaboð í allt að 150 sek.
— Ljós í takkaborði — Tónval. púlsval — Veggfesting.
SPRENGI - MARKADSTORGID
Meiriháttar markaður með allan fatnað - Laugavegi25
Verðdæmi:
Sportskór.....................frá kr. 100
Uppháir strigaskór...........frá kr. 300
Stuttbuxur................... frá kr. 500
Komið og lítið á eitt-hundrað-krónu markaðinn
þar sem 100 kallinn er í fullu verðgildi.
Bolir.....................frá kr. 300
Jogginggallar.............frá kr.1.500
Opið virka daga kl. 9-18.
Laugardaga kl. 10 -14.
Sprengi-markaðstorgið
Laugavegi 25 Sími 132 85.