Morgunblaðið - 23.08.1990, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
í næsta mánuði er líklegt að þú
fetir þig upp metorðastigann.
Gættu þess að láta engan mis-
bjóða þér í dag með því að höfða
til vináttu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ferð oftar út að skemmta þér
í næsta mánuði en gengur og
gerist. -Eitthvað er óljóst í sam-
bandi við vinnuna. Hugaðu að
fjölskyldulífinu í kvöld.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 5»
Aukin útgjöid vegna barna gætu
komið á daginn. Taktu ekki
áhættu í fjármálum sem stendur.
Þú verður að sinna fjölskyldunni
og heimilinu mikið á næstu vik-
um. Ástamálin eru efst á baugi
í kvöld.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) H§8
Þú ferð í nokkur stutt helgar-
ferðalög á næstunni. Einhver
misskilningur nkir í ákveðnu fjöl-
skyldumáli. Þú rekst á skemmti-
legan hlut ef þú ferð i búðir.
Ljón
*>(23. júlí - 22. ágúst)
Fjárhagurinn batnar í næsta
mánuði. Margt getur orðið til að
trufla þig og leiða á villigötur á
vinnustaðnum núna. Ástandið
skánar í kvöld.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) a
Sjálfstraust þitt eykst á næstu
vikum. Þú verður í sviðsljósinu
með einhveijum hætti. Vertu ekki
of grunnhygginn í peningamálum
núna.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú byrjar kannski á spennandi
verkefni á næstunni. Viðkvæmt
mál getur valdið erfíðleikum í
sambandi við einhvern í fjölskyld-
unni. Samskipti við vini og ástar-
málin ættu að ganga prýðilega í
kvöld.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember) 9)(f£
Samskipti þín við annað fólk
ættu að taka framförum í næsta
mánuði. Kunningjatengsl kom
þér að notum í dag. Einhver fer
með rangt mál í viðskiptum við
þig-
Bogmadur
(22. nóv. - 21. desember) Sjf’)
Næstu fjórar vikurnar gætu fæil
þér aukinn frama á vinnustað.
Forðastu að eyða of miklu fé í
sambandi við félagslífið. Vinur
þinn er svolítið ágengur.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ferðalög ættu að heppnast vel á
næstu vikum. Vertu staðfastur í
vinnunni í dag. Einhver gæti leik-
ið á þig ef þú gætir þín ekki.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Eitthvert lögfræðilegt vandamál
veldur þér nokkrum áhyggjum
núna. Sambýlisfólk ætti að geta
haft það gott saman í kvöld.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) í
Þú munt eiga fleiri og mikilvæg-
ari ánægjustundir en venjulega
með nánum vandamanni í næsta
mánuði. Forðastu að lána fólki
peninga í dag. Þú átt ánægjuleg-
an dag í vinnunni.
AFMÆLISBARNIÐ er í senn
gætt góðri sköpunargáfu og heil-
brigðri skynsemi. Það hefur fjöl-
breytta hæfileika en þarf að hafa
á huga á viðfangsefninu til að
- ná verulegum árangri. Það þarf
að gæta þess að staðna ekki held-
ur reyna stöðugt að bæta sig.
Það þarf ávallt að hafa eitthvað
fyrir stafni til að vera ánægt.
Afmælisbarnið reynir ýmislegt
fyrir sér í lífinu, hefur listræna
hæfileika og er líklegt til að
starfa er tengjasl þeim vettvangi.
Stj'órnuspána á a<) lesa sem
dœgradvöl. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staóreynda.
DÝRAGLENS
SMÁFÓLK
..ANP A LITTLE I TMINK l'LL A MUNK OF BREAR A
MU5TARR PLEA5E.. MAVE TME SLAB OF CMEE5E, A
TMANK YOU... ''PLOUGHMAN'S 6 c PICKLEP 0NI0N, AT0MAT0
. LUNCM" / B O o c ANPA LETTUCE LEAF...
T c ) J V) • 2 m fip
U- s 5 §
\L © 7-20 /
Og ofurlítið sinnep, takk
fyrir...
Ég held að ég fái
„Vinnumannsrétt-
inn“.
Brauðsneið, ost, súrsaðan lauk,
tómat og salatblað ...
pylsu!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Úrslitaleikur Bandaríkjanna og Pakistan
1981. 6. spil. ,
Oll sagnkerfi hafa sinar
sterku og veiku hliðar. Prec-
ision-parið Mecstroth og Rod-
well átti í engum erfiðleikum
með að komast í þrjú grönd í
AV og eftir sterka laufopnun
Rodwells. Zia og Masood, sem
spila eðlilegt kerfi, lentu hins
vegar í vel þekktu vandamáli:
Austur gefur, AV á hættu.
Norður
♦ D764
¥G1076
♦ 83
♦ 743
Vestur Austur
♦ ÁG832 4 5
V853 V KD
♦ 75 ♦ KDG42
*KG6 ♦ ÁD952
Suður
♦ K109
y Á942
♦ Á1096
+ 108
Opinn salur:
Vestur Norður Austur Suður
Meckst. Munir Rodwell Fazli
— — 1 lauf Pass
1 spaði Pass 2 tíglar Pass
2 hjörtu Pass 3 lauf Pass
3 tíglar Pass 3 grönd Pass
Pass Pass
Svarið á einum spaða krafði
í geim, en tvö hjörtu neitaði
tígulstuðningi og fleiri en þrem-
ur kontrólum. Framhaldið var
síðan eðlilegt. Rodwell féll 9
slagi, 600 AV.
Lokaður salur:
Vestur Norður Austur Suður
Masood Solodar Zia Arnold
— — 1 tígull Pass
1 spaði Pass Pass Pass 2 lauf Pass
Zia á ekki alveg nóg til að
stökkva I þijú lauf og Masood
tekur þá hlédrægu ákvörðun að
passa frekar en hækka í þrjú
lauf eða halda sögnum á lífi með
falskri færslu í tvo tígla. Það
væri of gróft að kalia passið
mistök, en hins vegar verða
Standardspilarar að teygja sig
svolítið í þessum stöðum, þegar
opnarinn getur átt góða 16-17
punkta. Zia fékk 11 slagi, 150
í AV.
Umsjón Margeir
Pétursson
Slíkar skákir sjást oft í fyrstu
umferð á opnum mótum þegar
stórmeistarar mæta lítt reyndum
andstæðingum, þessi var tefld í
Berlín nú I ágúst: Hvíft: Groszp-
eter (Ungverjalandi). Svart:
Löffler (V-Þýzkalandi), slavnesk
vörn, 1. d4 — d5, 2. c4 — c6, 3.
Rc3 - Rf6, 4. e3 - e6, 5. Rf3 -
Be7, 6. Bd3 — dxc4, 7. Bxc4 —
Rbd7, 8. 0-0 - 0-0, 9. e4 - Rb6,
10. Bd3 — c5, 11. dxc5 — Bxc5,
12. e5 - Rfd7.
Fórnin á h7 hefur sést svo oft
hér í skákhorninu að tryggir les-
endur þess hefðu aldrei lent í þess-
ari ömurlegu aðstöðu á svart. Þar
sem hvorki h7 né g5 eru nægilega
valdaðir er ekki að sökum að
spyija: 13. Bxh7+! — Kxh7, 14.
Rg5+ - Kg6, 15. Dc2+ - f5,
16. exf6+ og svaitur gafst upp,
því eftir 16. — Kxf6, 17. Rce4+
— Ke7, 18. Dxc5+ hefur hvítur
unnið peð og er áfram með stór-
sókn.