Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990
Snorri Vigfús-
son - Kveðjuorð
Snorri fæddist í Þorleifskoti í Flóa
22. febrúar 1901 og lést þann 30.
júlí sl. á nítugasta aldursári. Foreldr-
ar hans voru þau Solveig Snorradótt-
ir frá Þórustöðum í Olfusi, f. 10.
apríl 1873, d. 12. febrúar 1957 og
Vigfús Jónsson frá Iðu í Biskupst-
ungum, f. 27. mars 1862, d. 9. jan-
úar 1932. Solveig var dóttir hjón-
anna Snorra Gíslasonar bónda og
hreppstjóra á Kröggólfsstöðum Ey-
jólfssonar og Kristínar Oddsdóttur
bónda á Þúfu í Ölfusi Bjömssonar
bónda og hreppstóra á Þúfu. Faðir
Vigfúsar var bóndi á Iðu Vigfússon-
ar Jónssonar á Iðu. Þau Solveig og
Vigfús eignuðust sjö börn. Elsta
barnið, Snorra, misstu þau á öðru
ári, en hin voru: Kristín húsfreyja í
Smjördölum í Flóa, Jónína Ingveldur
húsfreyja í Reykjavík, Snorri, sem
hér er minnst, Þórhildur húsfreyja í
Sölvholti í Flóa, Magnús bygginga-
meistari í Reykjavík og Guðjón bif-
reiðastjóri í Reykjavík. Eru þau nú
öll fallin frá.
Eins og títt var um samtíðarfólk
Snorra hóf hann lífsbaráttuna
snemma. Faðir þeirra systkina var
löngum heilsuveill, mun hafa verið
heysjúkur og hlóðust bústörfin fljót-
lega að mestu á herðar Snorra. Sagði
hann mér eitt sinn að Eggert í Laug-
ardælum hefði gjarnan kallað sig
litla bóndann. Snorri var alla tíð
vinnusamur og kappsfullur og sótti
vinnu út í frá með bústörfunum.
Ungur réri hann á skútum á vert-
íðum og síðar var hann um alllangt
skeið á saltfiskvertíðum á togaran-
um Max Pemberton. Hann lagði allt
sitt aflafé til búsins og hafði að eig-
in sögn hug á að eignast fæðingar-
jörð sína, en er jörðin reyndist ekki
föl og faðir hans látinn varð hann
afhuga því að leggja meira af mörk-
um til búskapar. Er hér var komið
bjuggu þau saman með móður sinni
Snorri, Ingveldur og Guðjón og varð
það úr að þau brugðu búi og fluttu
til Reykjavíkur. Fljótlega eftir kom-
una til Reykjavíkur eignaðist Snorri
sitt eigið húsnæði, en hann lagði
alla tíð ríka áherslu á að vera það
sem hann kalíaði efnalega sjálfstæð-
ur maður. í stríðsbyijun festi Snorri
svo kaup á húsinu númer 35 við
Bergþórugötu þar sem heimili hans
stóð upp frá því. Um þetta leyti
hætti hann svo endanlega sjó-
mennsku og fór í.land og vann upp
frá því byggingarvinnu, lengst af
með Magnúsi bróður sínum. Hann
sagði þó aldrei skilið hvorki við bónd-
ann né sjómanninn í sér. Hann hafði
jafnan mikinn áhuga á hvernig bú-
skapurinn gekk fyrir austan fjall og
var að ég hygg alla tíð í Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur, sem hann taldi sitt
félag. Um sjötugt taldi Snorri sig
hafa lokið dagsverki sínu og naut
tilverunnar sem eftirlaunamaður,
enda kominn á tryggingarnar, eins
og hann sagði gjaman.
Snorri var á sínum yngri árum
fríður maður, léttur og skemmtileg-
ur. Mér eru minnisstæðar ferðimar
„á báða bæina“ með þeim bræðrum,
er farið var austur eða „ustur“ eins
og þeir orðuðu það á sunnlensku
sinni. Uppáhaldsumræðuefni hans
var alla tíð það sem hann nefndi
stjómmál. Ekki minnist ég annars
en að ríkjandi stjóm hafí ávallt ver-
t
Útför móður okkar,
MAGNDÍSAR ÖNNU ARADÓTTUR,
fer fram frá Langholtskirkju, föstudaginn 24. ágúst kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Laufey Jónsdóttir Muscente,
Dýrleif Jónsdóttir,
Guðrún Jónsdótttir.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
VALUR H. JÓHANNSSON,
Reynigrund 1,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 24. ágúst kl. 14.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð Sigríðar
R. Sigurðardóttur.
Björg Hermannsdóttir,
Sigriður og Ingibjörg Valsdætur.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
EIÐUR SVEINSSON
verkstjóri,
Nesvegi 41, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 24. ágúst
kl. 13.30.
Sigríður Sæmundsdóttir,
Steindór Eiðsson,
Helga Eiðsdóttir, Einar Jóhannsson,
Sæmundur Eiðsson, Elva Björk Sigurðardóttir,
Katrín Eiðsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐJÓN JÓNSSON,
Kirkjuhvoli,
Hvolsvelli,
verður jarðsunginn frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð laugardag-
inn 25. ágúst kl. ,14.00.
Rúnar Guðjónsson, Auður Svala Guðjónsdóttir,
Ingi Guðjónsson,
Erna Hanna Guðjónsdóttir,
Margrét Guðjónsdóttir, Kjartan Óskarsson
og barnabörn.
ið verri fyrirrennara sínum og stjórn-
málamenn þjóðarinnar í sífelldri aft-
urför að hans dómi og mátti hér
sannast að lengi getur vont versnað.
Aldrei vissi maður raunar hvaða
stjórnmálaflokkur naut fylgis hans,
en hann taldi það ókost að vera
flokksbundinn, fannst slíkt hindra
nógu einarða gagmýni. Snorri var
stálminnugur á menn og málefni,
talnaglöggur og kunni vel að sjá
fótum sínum forráð í lífsins ólgusjó.
Það orðatiltæki sem honum var tam-
ast í mínum eyrum var að orð skulu
standa og veit ég að harin lifði eftir
því, hvað sem í skarst.
Snorri var orðinn rúmlega fertug-
ur er hann kvæntist frænku sinni
Kristínu Gísladóttur bónda á Torfa-
stöðum í Grafningi Snorrasonar, en
þau Kristín voru systkinabörn.
Kristín dó fyrir réttum fjórum árum,
í ágúst 1986, eftir langvarandi veik-
indi. Börn þeirra eru tvö, bæði bú-
sett í Reykjavík, Gísli bifreiðarstjóri,
ókvæntur og Solveig húsfreyja, gift
Bergi Ingimundarsyni frá Melhól í
Meðallandi. Eru börn þeirra þijú.
Eftir lát Kristínar bjó Snorri einn
á Bergþórugötunni og mallaði í sig
sjálfur, eins og hann orðaði það.
Naut hann aðstoðar Solveigar dóttur
sinnar, auk þess sem hann fékk
heimilsaðstoð. Snorri var lengst af
heilsuhraustur. Fyrir allmörgum
árum var hann að dytta að húsi sínu
og datt þá úr stiga og hlaut höfuð-
kúpubrot sem olli heyrnatapi á öðru
eyra og jók á heyrnarleysi hans í
seinni tíð, auk þess sem Snorri taldi
minni sínu hafa hfakað eftir þetta,
enda þótt þess yrði ekki vart í sam-
ræðum við hann. Fram undir það
síðasta stundaði hann gönguferðir
sínar og fór m.a. reglulega tvisvar
á dag inn á Hlemm til að taka stöð-
una í landsmálunum með kunningj-
um sínum þar.
í seinni tíð ræddi Snorri oft um
dauðann. Hann kvaðst aldrei hafa
búist við því að lifa svo lengi sem
raun bar vitni. Hann taldi sig tilbú-
inn hvenær sem væri að mæta örlög-
um sínum. Hann átti aðeins eina ósk
varðandi viðskilnaðinn, sem sé þá
að hann yrði skjótur. Segja má að
honum hafí orðið að ósk sinni, en
óþarflega sóttkaldur þykir mér
frændi minri hafa verið að hafa ekki
leitað læknis í þau tvö ár sem mein
það, sem loks dró hann til dauða,
var við og við að gera vart við sig.
Er hann loks beygði sig fyrir ofurefl-
inu varð engu bjargað, þrátt fyrir
aðgerð. Hann átti ekki afturkvæmt
á Bergþórugötuna, komst aðeins í
stutta dvöl heim til Solveigar dóttur
sinnar, áður en hann varð enn að
leita á náðir sjúkrahússins þar sem
hann lést eftir skamma legu.
Snorri gerði jafnan hreint fyrir
sínum dyrum, eins og sjá mátti á
stéttinni á Bergþórugötunni, og ekki
brá hann vana sínum er hann fann
dauðann nálgast og mælti gjörla
fyrir um hvernig haga skyldi málum.
Ekki átti að tilkynna lát hans fyrr
en bálför hefði farið fram.
Er við kvöddumst síðast á heimili
Solveigar dóttur hans, gerðum við
ráð fyrir að við myndum hittast aft-
ur. Má vera að svo verði, aldrei
ræddum við trúmál og okkur var
ókunnug afstaða hvors annars í þeim
efnum. Fari minn gamli frændi og
vinur vel.
Vigfús Magnússon
Legsteinar
Framleiðum allar
stærðir og gerðir
af legsteinum.
Veitum fúslega
upplýsingar og
ráðgjöf um gerð
og val legsteina.
S.HELGASON HF
STEINSMIÐJA
SKEMMÚVEGI48. SiMI 76677
*
Kristín Þ. Asgeirs-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 26. febrúar 1900
Dáin 26. júlí 1990
Að leiðarlokum vil ég minnast
móðursystur minnar, Kristínar Þór-
kötlu Ásgeirsdóttur í Samtúni, eða
Kristínar í Samtúni eins og hún hét
í mínum huga.
Kristín var fædd aldamótaárið
að Hrútsholti í Miklaholtshreppi og
var af Rauðkollsstaðaætt, sjötta í
röð ellefu barna Ásgeirs J. Þórðar-
sonar og Ólínu Bergljótar Guð-
mundsdóttur, er síðast bjuggu í
Fróða, hinu forna höfuðbóli.
Ung að árum giftist Kristín Stef-
áni Einarssyni, trésmið, mætum
manni og eignuðust þau þijú börn,
Einar, Ólaf og Soffíu, gift Carland-
er.
Að Samtúni 2 bjuggu þau mynd-
arbúi, en Stefán er látinn fyrir all-
mörgum árum.
Þótt aldursmunur væri mikill að
árum komst á sérstakt og gott sam-
band mitt við Kristínu, er ég 15
ára flutti.til höfuðborgarsvæðisins.
Samband, sem þróaðist í einlæga
vináttu og skilning, því Kristín var
að eðlisfari létt í lund og Ijúf og
hún var óendanlega góð við mig. Á
erfiðu ævikvöldi .sýndi hún ekki
hvað síst hve sterk og góð hún var
og gefandi umhverfi sínu.
Fyrir að fá að kynnast henni og
eiga að vini, vil ég þakka og bið
henni allrar blessunar við vista-
skiptin og ég veit að á móti henni
verður tekið opnum örmum.
Lilla
Jóhanna Jóhannes-
dóttir — Kveðjuorð
Fædd 14. janúar 1948
Dáin 16. ágúst 1990
Hún Jóhanna okkar er farin á
annan stað til dvalar. Hún er farin
úr okkar augsýn, en í hjörtum okk-
ar á hún stóran stað og í huga
okkar er hún og mun alltaf vera.
Okkur finnst skrýtið að hugsa til
hennar svona langt í burtu, en samt
svo nálægt.
Við vorum mjög lánsöm að njóta
þeirra forréttinda að eiga hana sem
okkar besta vin. Hún er búin að
fylgjast með okkur í svo langan
tíma. Alltaf var stutt í hlátur, glens
og gaman þegar hún var í heim-
sókn, og enn meira gaman þegar
við bættust Reynir, Siggi og Auður.
Stórt skarð er nú höggvið í þenn-
an stóra vinahóp sem umlukti Jó-
hönnu en við munum halda lífinu
áfram með bjartar og fallegar minn-
ingar um hana, þessa yndislegu
manneskju sem veitti okkur systk-
inunum allt sem vinur gat veitt.
Við vottum vinum okkar Reyni,
Sigga og Auði og öðrum aðstand-
endum okkar dýpstu samúð.
Við kveðjum okkar kæru Jó-
hönnu með broti úr Ijóð Einars
Benediktssonar:
Sjá, uppi logar sól við sól,
sjá silfurhafsins brunn!
Vort líf er kvikt sem loftsins hjól
og lagardjúpsins unn,
því andi og hold, loft, haf og fold
fer hring - knýr Guðs síns dyr.
Þitt hjarta sjálfs siær hátt frá mold,
einn hvílir tíminn kyrr.
Aron, Ervin, Anita,
Örn, Orri og fjölskyldur
í dag verður vinkona okkar Jó-
hanna borin til hinstu hvílu, en hún
andaðist 14. þ.m. eftir harða og
stranga baráttu við banvænan sjúk-
dóm.
Allt frá okkar fyrstu hjúskapar-
árum var Jóhanna eins og ein úr
fjölskyldunni. Börnum okkar var
hún bæði leiðbeinandi fyrstu skrefa
þeirra og seinna meir er þau uxu
úr grasi var hún þeirra besti vinur.
Hún var alltaf þessi fasti punktur
fyrir ökkur öll, með þátttöku sinni
í okkar gleðistundum og daglega
lífí og smávandamál unglingsár-
anna fengu alltaf farsæla lausn hjá
Jóhönnu. Heimili hennar og Reynis
varð annað heimili yngstu sona
okkar ef við vorum ekki á landinu.
Alltaf mundi Jóhanna eftir öllum
afmælum og alltaf voru gjafir rétt-
ar fram úr hennar hendi við hið
minnsta tilefni. Í flestum tilfellum
var það eitthvað sem hún hafði
búið til sjálf, en hún var hagleiks-
manneskja hin mesta. Hennar
stærsta ánægja í Iífinu var að gefa
og gleðja aðra. Fastur liður í jóla-
haldi á heimili okkar var að taka
við fagurlega skreyttum pakkanum
frá Jóhönnu seint á aðfangadags-
kvöld og bragða á ljúffenga konf-
ektinu hennar sem var algjört lost-
æti og nostrað hafði verið við af
hennar einstöku fimi og alúð.
Eitt sinn er við héldum jól á heim-
ili sonar okkar og tengdadóttur í
Noregi, bjó Jóhanna út sinn árlega
konfektpakka handa okkur að fara
með, og er sonardóttir okkar fædd-
ist þá um jólin þá var pakki handa
baminu tilbúinn í farangri okkar,
en þangað hafði Jóhanna laumað
honum. í pakkanum voru fallegar
litlar bamaflíkur saumaðar af Jó-
hönnu úr efni sem hún hafði sjálf
þrykkt með sínum eigin munstrum.
í stofunni okkar í dag, eigum á
ljósmynd af lítilli sonardóttur í þess-
um fallegu flíkum.
Þannig er Jóhönnu best lýst. Hún
var alltaf að og fegraði allt í kring-
um sig bæði með orðum og gerðum.
Þó hún hafí nú kvatt þennan heim,
þá skilur hún eftir minningar sem
alltaf munu fylgja okkur. Hún gerði
þennan heim betri með veru sinni
og okkur sem eftir lifum að betri
manneskjum.
Reyni og börnunum Auði og Sig-
urði og öðrum aðstandendum vott-
um við okkar dýpstu samúð. Við
kveðjum kæran vin.
Sigurbjörg og Ken Amin