Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990 23 Morgunblaðið/Hallur Guðmundur Lárusson, formaður Landssambands kúabænda, í ræðu- stól á aðalfundi LK. Við borðið sitja talið frá vinstri: Maria Hauks- dóttir, Haukur Steindórsson, Birna Lárusdóttir og Hilmar Jóhannes- son. Aðalfundur Landssambands kúabænda: Taka þarf upp sveigj- anlegri viðskiptahætti með fullvirðisrétt AÐALFUNDUR Landssambands kúabænda, sem lauk á Flúðum á þriðjudag, vill að teknir verði upp sveigjanlegri viðskiptahættir með fullvirðisrétt, en fundurinn telur að núverandi fyrirkomulag á til- færslu fullvirðisréttar milli bænda hindri eðlilega þróun búskapar. Fundurinn vill að seljendur geti lagt fullvirðisrétt sinn inn til með- höndlunar hjá Framleiðsluráði eða búnaðarsambandi, sem auglýsi allan lausan fullvirðisrétt á viðkomandi búmarkssvæði, en rétt til að sækja um hafí þeir einir sem hafí fyrir fullvirðisrétt til mjólkur- framleiðslu. Á fundinum kom fram að líkur eru á að um talsverðan samnings- auka til mjólkurframleiðslu verði að ræða á næsta verðlagsári vegna þess að neysla innanlands hefur farið fram úr því sem áætlað var í búvörusamningi, en samkvæmt reglugerð er verulegum hluta væht- anlegs samningsauka varið til sér- stakra verkefna eða ráðstafað að tillögum framkvæmdanefndar bú- vörusamninga. Nú líti hins vegar út fyrir að neysla mjólkurvara sé aftur á niðurleið, og því muni samn- ingsauki þessi ganga til baka á verðlagsárinu 1991/1992. Því legg- ur fundurinn þunga áherslu á að óráðstöfuðum hluta samningsauk- ans verði jafnað út milli framleið- enda í hlutfalli við fullvirðisrétt þeirra, og skerðing verði tekin á sama htt ef til hennar komi. Kúabændur telja brýnt að vinna ötullega að því að koma á nýjum búvörusamningi milli bændasam- takanna og ríkisvaldsins, sem taki við þegar núgildandi samningur rennur út í lok ágúst 1992. Til að tryggja nauðsynlega festu í fram- leiðslunni og viðunandi öryggi framleiðenda telja þeir að samning- urinn þurfi að taka til 6-8 ára hvað varðar ramma hans, en um nánari útfærslu megi semja til skemmri tíma. Markmið kúabænda með því að ganga til slíkra samninga sé að fá tryggingu fyrir fullu verði fyrir ákveðið magn afurða svo sem verið hafi undanfarin ár, en þeir telji að krafa ríkisvaldsins um að tengja afurðamagn í samningum við sveifl- ur í innanlandsneyslu geti því að- eins verið aðgengileg að henni fylgi fyrirheit um að markaðsstöðu af- urðanna verði ekki raskað á samn- ingstímanum með aðgerðum eða aðgerðaleysi stjórnvalda. Frystitogarinn Aðalvík KE á leið norður: „Komum skipinu eins fljótt á veiðar og unnt er“ - sagði Vilhelm Þorsteinsson framkvæmdastjóri ÚA Keflavík. „VIÐ gerum sjálfsagt einhverjar lagfæringar á skipinu þegar það kemur norður, en síðan komum við því á veiðar eins fljótt og unnt er,“ sagði Vilhelm Þor- steinsson framkvæmdastjóri Ut- gerðarfélags Akureyringa þegar frystitogarinn Aðalvík KE 95 lagði frá höfninni í Njarðvík í fyrradag og hélt áleiðis til nýrrar heimahafnar sem verður Akur- eyri. Útgerðarfélag Akureyringa keypti Aðalvíkina af Hraðfrystihúsi Keflavíkur og var kaupverðið 450 milljónir auk þess sem ÚA keypti öll hlutabréf HK fyrir 75 milljónir. Aðalvíkin hefur legið við bryggju frá 25. júlí og var ráðgert að halda á veiðar aftur 1. september. Yfir- rrienn ásamt tveim hásetum sigla skipinu norður. Skipstjóri á Aðalvík KE 95 er Kristinn Gestsson en hann hefur verið með skipið frá því það kom til Keflavíkur fyrir einu og hálfu Morgunblaðið/Björn Blöndal Söguleg stund, Aðalvík KE 95 tekur landfestarnar í höfninni í Njarðvík s.l. þriðjudag áður en haldið er af stað til Akureyrar. Þar með fór síðasti togarinn sem gerður hefur verið út frá Keflavík og Njarðvík. ári. Þar áður hafði hann verið með togarann Bergvík í 10 ár. Kristinn sagði að allri áhöfninni hefði verið sagt upp þegar skipinu var lagt, hann og aðrir yfirmenn yrðu um borð fyrst um sinn, en undirmenn, um 20 manns, misstu starf sitt. BB Mosfellsbær: Aldraðir í Mosfellsbæ. NOKKUR undanfarin ár hefir starfað svokölluð samstarfs- nefnd um málefni aldraðra í Mosfellsumdæmi. Nefndin er byggð upp af ýmsum félögum sem starfa í bænum en sóknar- nefnd hefír þar nokkra forystu. Samkomur eru haldnar reglu- lega yfír veturinn en á sumrin er farið í ferðalög að ræða. í fréttabréfi sem sent var út ný- lega er boðið í ferð um upphéruð Borgarfjarðar og stansað í Húsa- felli og Reykholti og væntanlega á fleiri sögustöðum. Þessar ferðir eru styrktar af ýmsum stofnunum í bænum en að þessu sinni munu bankaútibúin, Búnaðarbankinn og íslandsbanki, bjóða ferðalöngum í hádegisverð í Reykholti. Mæting er í Hlégarði laugardag- inn 25. ágúst og lagt verður upp ferð um Borgarfjörð klukkan 9 f.h. Allur akstur er í boði Jónatans Þórissonar og Ragn- hildar konu hans, en þau hjón gera út hópferðabíla í Mosfellsbæ. Um- sjónarmenn ferðarinnar era þau Svanhildur Þorkelsdóttir og Ingólf- ur Árnason. - Fréttaritari. Prestslaust í Tálkna- § arðarprestakalli Innri-Múla. Prestskosning átti að fara fram í Tálknaljarðarpresta- kalli, fímmtudaginn 16. ágúst. Jón Hagbarður Knútsson var eini umsækjandinn um brauðið, en þegar til kosningar kom dró hann umsókn sína til baka, en bauðst til þjónustu ef hann yrði kallaður til starfa. Sautján kjörmenn úr Haga-, Bijánslækjar- og Stóra-Laugar- dalssókn mættu á fundi í Birki- mel undir stjórn prófasts, sr. Flosa Magnússonar. Ekki náðist tilskil- inn meirihluti eða 3A sem nauð- synlegt er til þess að kalla megi prest. Nýja prestakallið er því prestslaust áfram. - SJÞ. álauga'j beW' P'° kreditmánuöur r— FLUGLEIÐIR l I Kl Hægt er að greiða miða að Risarokkinu i Reiðhöllinni með Eurocard eða Visa. ttur Flugleiðir veita Risarokkgestum 35% afslátt á flugfargjaldi gegn framvisun aðgöngumiða O S /\erosráW\’ áVJVi'":esr'*®'t,ara.U0' ' ■,ða á'a093"3* RooV-'r'''' po'lSOO 09 _________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.